Dagur - 02.10.1987, Síða 12
Þœttir úr sögu...
leggja í reksturinn. Skólinn fékk
rekstursfé frá ríki og sýslu.
Héraössambandið lét vefa og
kostaði að mestu alia vefnaðar-
vöru til skólans í upphafi. Það gaf
trjáplöntur í skólalóðina þegar
frá henni var gengið og það
gekkst fyrir minningarlundi um
gamla Kvennaskólann á 75 ára
afmæli hans. Öll árin komu kon-
ur úr kvenfélögunum í heimsókn
og fylgdust þannig með skólanum
og kynntust starfi hans. Aðal-
fundur sambandsins var lengi
haldinn í skólanum. Óhætt er að
segja að sambandið leit á skólann
sem sitt óskabarn.
Lok skólans
og frágangur eigna
Eftir að kennsla hætti í skólanum
var hann um árabil leigður til
Hitaveitu Akureyrar. Þegar
þeirri leigu lauk fóru eigendur,
ríki og sýsla, að huga að frágangi
eignarinnar og einkamuna
skólans.
Menntamálaráðuneytið bauð
þá Héraðssambandi eyfirskra
kvenna húsnæði í skólanum og
að það tæki við einkamunum
skólans, skjölum, gjafamunum,
bókasafni og fleiru, til varðveislu
í þessu húsnæði. Segir svo í bréfi
frá ráðuneytinu: Húsnæðið á að
vera fullfrágengið og Héraðssam-
bandinu að kostnaðarlausu og án
allra kvaða að undanskildum
orkukostnaði vegna húsnæðisins
og kostnaði af eigin notum Sam-
bandsins og síðar viðhaldi innan
húss. Petta sé gert í þakklætis-
skyni til Sambandsins fyrir mikið
og óeigingjarnt starf og framlag
til Húsmæðraskólans um langan
tíma. Sambandið hafi húsnæðið
til fundarhalda og sem sitt heim-
ili.
Ekki voru allir í sambandinu á
einu máli um þetta en það fékkst
þó samþykkt að taka við þessu.
Húsnæðið er á efri hæð viðbygg-
ingarinnar að norðan. Ef af þessu
hefði ekki orðið hefðu þessir
munir gengið til ýmissa safna á
Akureyri, aldrei kom til mála að
selja þá. Allir fyrrverandi
nemendur svo og velunnarar
Húsmæðraskólans eru velkomnir
í heimsókn til að skoða það sem
þarna er geymt.
Margt sameiginlegt með
skólunum
Þegar litið er yfir sögu þessara
tveggja skóla, sem eru nátengdir,
sést að margt hefur verið sam-
eiginlegt. Til þeirra var stofnað af
vakningu um það að menntun
kvenna, bæði til munns og
handa, sé undirstaða góðra heim-
ila, heilbrigðis og góðs uppeldis
þjóðarinnar, bæði andlega og
líkamlega. Báðir skólarnir hafa
verið undir stjórn ágætra for-
stöðukvenna og haft á að skipa
vel menntuðum, úrvals kennur-
um.
Gamli skólinn bjó við lélegan
húsakost frá upphafi og að lokum
húsnæðisleysi. Varð það að lok-
um til þess að hann hætti. Nýi
skólinn tók til starfa í nýju og
góðu húsnæði, en það varð of lít-
ið með tímanum og kröfur tím-
ans um þægindi og húsakost juk-
ust örar en úr varð bætt.
Báðir skólarnir áttu sér mikla
velunnara og stuðningsmenn. Má
þar nefna Eggert Gunnarsson og
marga aðra samtímamenn hans
sem unnu að gamla skólanum.
Nýi skólinn átti Héraðssamband-
ið með Rósu Einarsdóitur í farar-
broddi og síðan prestshjónin að
Laugalandi, Benjamín Kristjáns-
son og Jónínu Björnsdóttur, sem
voru óþreytandi að vinna að vel-
ferð hans. Fjölmargir aðrir unnu
að stofnun hans og velferð, sem
ekki er rúm til að telja upp hér.
Ekki er ómögulegt að nýr hús-
stjórnarskóli eigi eftir að rísa í
stað þeirra sem hér hefur verið
lýst.
Óhætt er að segja að sú mennt-
un og menning sem nemendur
þessara skóla hafa flutt með sér
til sinna heimabyggða hafi verið
heimilum þeirra og þá þjóðfélag-
inu öllu til blessunnar.
Með þessum orðum lýkur frá-
sögn af tveimur merkum skóla-
stofnunum.
Höfundur er formaður
Héraðssambands eyfirskra
kvenna og fyrrverandi kennari
við Húsmæðraskólann
að Laugalandi.
Skólasöngur Húsmæðraskólans að Laugalandi eftir
Friðgeir H. Berg. Sunginn fyrst við vígslu skólans
3. október 1937.
Þar sem söngur salinn fyllir
sálir þroska ná.
Þar sem höndin hörpu stiliir
hörfa skuggar frá.
Þar sem léttir hlátrar hljóma
hlýnar land og blóð.
Dauðir hlutir enduróma
æsku sigurljóð.
Syngjum inn í sali alla
sólarljós og yl.
Meðan fer um hlíð og hjalla
hríð með vetrarbyl.
Svo að dísir láns og lista
læðast til vor inn.
Þar sem slíkir gestir gista
gróa vísindin.
Viftugöt
Gerum viftugöt fyrir eldhús
og baðherbergi.
Verkval
Símar: 27272, 26262 og 985-23762.
Akureyri - Mývatn - Akureyri
Vetraráætlun
Gildir frá 08.10.’87-09.05.’88.
Ath. Breyting á áætlun um jól og páska.
Frá Akureyri
fimmtudag kl. 20.00
föstudag kl. 16.30
sunnudag kl. 14.00
Frá Reynihlíð
föstudag kl. 08.00 og 20.00
sunnudag kl. 17.00
Farpantanir í Hótel Reynihlíð s 96-44170 og afgreiðslu
Sérleyfisbíla Geislagötu 10 s 96-24729 og 24475.
SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR SF.
Byggingavömr
Glerárgötu 36
Sími 96-21400.
Naglatappinn er plasttappi með skrúfunagla.
Festinguna má festa í flest efni t.d. vikurplötur
og steinsteypu.
Skrúfunaglinn er rafhúðaður
með sinki og skrúfuhaus
sem hægt er að losa
upp aftur.
Slag-ankeri
í enda ankersins er kólfur
sem sleginn er inn og við
það þenst ankerið út. Eftir
það er það tilbúið til notk-
unar.
Torgrip-
múrboltar
Kostir:
- festing fyrir
þunga hluti
í steinsteypu
- festist
gegnum hlutinn'
- einföld notkun
- gerðir fyrir
alla notkun
FESTIEFNI
VEITIR FESTU ALLS STAÐAR
Naglatappi
i
Fundarstaður
Sælkeranna
Opið á laugardagskvöldum
frá kl. 18.00.
Annars opið hvenær sem
er fyrir pantanir.
Húsið hentar vel fyrir hópa
frá 10-70 manns í hvers
konar samsæti: Afmælis-
veislur, erfidrykkjur,
brúðkaupsveislur og fleira.
Matseðill helgarinnar er
fjölbreyttur að vanda:
3 forréttir - 3 kjötréttir
og 3 eftirréttir.
Upplýsingar og borðapantanir
í símum 26680 og 22644.
★
Ath. lokað vegna haustfría
4.-18. október.
★
Laugardaginn 24. október
verður síðan stórkostlegt
villibráðakvöld
með sérstöku vínvali -
hljóðfæraleik og veislustjóra.
Þeir sem vilja tryggja sér þátttöku strax
geta haft samband við
matreiðslumeistarann
Hermann Huijbens
í síma 22497 eftir kl. 20.00.
Borgarbíó
Föstud. kl. 9.00
Laugard. kl. 9.00
Sunnud. kl. 5.00 og 9.00
Þrír vinir
Verð kr 250.-
Föstud. kl. 9.10
Laugard. kl. 9.10
Sunnud. kl. 5.00 og 9.10
Morgan kemur heim
Föstud. kl. 11.00
Sunnud. kl. 11.10
Burglar
Föstud. kl. 11.10
Vítisbúðir
Sunnud. kl. 11.00
Lethal Weapon
Verð kr. 250
Sunnud. kl. 3.00
Ráðagóði róbótinn
Aðgangur kr. 100.-
----------------------
Tóbaksreykur
v____________________/
mengar
C/IPlhO og er
hættulegur
heilsunni.
Ull
LANDLÆKNIF