Dagur - 06.10.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 06.10.1987, Blaðsíða 7
& .joKtfbeaSÖTQAQllB,- 7, Katrín Þórðardóttir, Valdís Þorsteinsdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir; hinir ungu blaðaútgefendur. Mynd: tlv „Unnum þetta allt sjálfar“ - þrjár akureyrskar stúlkur gáfu út blað til styrktar Hungruðum heimi Þær 11 ára akureyrsku stöllur margt fleira. Og svo erum við með til þess þó að við séum Valdís Þorsteinsdóttir, Katrín Þórðardóttir og Þorgerður Benediktsdóttir gáfu á dögun- um út 12 síðna blað sem þær höfðu sjálfar borið hitann og þungann af að vinna. Blaðið hafa þær boðið til kaups í hús- um hér á Akureyri og selt allt upplagið, enda kannski ekki stórt. En málefnið sem þær styrktu var verðugt þar sem að allur ágóðinn rann til styrktar Hungruðum heimi. Þær „bIaðakonur“ komu í heim- sókn á ritstjórn á dögunum með blað sitt, Margt og mikið og við ræddum stuttlega við þær í ieiðinni. - Hafið þið gefið svona blað út áður? „Já, við byrjuðum fyrir tveim- ur árum að gera svona blað. Að vísu vorum við bara tvær, ég og Þorgerður en seinna kom Valdís í þetta með okkur,“ segir Katrín. - Og hvað er svo í þessu blaði? „Allt mögulegt. Brandarar, myndagátur, myndasögur og verðlaun fyrir myndagáturnar og fólk á að senda lausnirnar til okkar í Vanabyggð 5.“ - Hvernig unnuð þið blaðið? „Við vélrituðum þetta sjálfar og myndasögurnar fengum við úr öðrum blöðum. Síðan límdum við þetta upp og blaðið var ljós- ritað og heftað í Amtsbókasafn- inu. Við gátum bara prentað 30 blöð af því að við áttum ekki pappír í meira. Við höfum fengið pappírinn gefins í prentsmiðjun- um vegna þess að hann er svo dýr í búðunum. Og núna erum við búnar að selja öll blöðin og ætl- um kannski að prenta nokkur blöð enn.“ - Ætlið þið að gera fleiri blöð í vetur? „Já, kannski. Við erum svona einn mánuð að gera eitt blað en við erum núna í skólanum svo að við höfum minni tíma til að skrifa blaðið á veturna. En samt ætlum við að reyna að gefa út fleiri svona blöð í vetur.“ - Lærið þið þá nokkuð fyrir skólann? „Já, já. Við höfum nógan tíma þessu blaðastússi." - Ein spurning í lokin. Ætlið þið að verða blaðakonur? „Nei, ábyggilega ekki.“ (Og þar með fauk draumur ritstjóra á Degi að fá þessa starfskrafta í framtíðinni.) „Þetta er gaman en sennilega förum við samt ekki út í þetta í framtíðinni. Þó er aldrei að vita,“ svara þær spekingslega og glotta til blaðamanns. JÓH rify RÍKISÚTVARPIÐ Samkeppni um minningaþætti Ríkisútvarpið efnirtil samkeppni um minningaþætti um efni sem tengist hlut- deild í íslensku þjóðlífi á fyrri tíð. Um er að ræöa minningar frá árdögum útvarpsins um einstaka útvarpsmenn, eftirminnilega atburði sem útvarpi tengjast og almenn not fólks af útvarpinu meðan það var ein- stæður fjölmiöill í sinni röð. Heimilt er að fá til skrásetjara sem riti niður eftir frásögn sögumanns. Tvenn verðlaun verða veitt, 40 og 20 þúsund krónur, auk óskertra höfundarlauna, en Ríkisútvarpið áskilur sér flutningsrétt á þeim þáttum sem það kýs. Þættirnir skulu ekki vera lengri en 10-12 síður vélritaðar. Handritum sé skilað til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1,150 Reykjavík, í síðasta lagi l.febrúará næsta ári merktum: „Útvarpsminningar“. n'fy RÍKISÚJVARPIÐ Bridds: Jón og Asgrímur Norðurlandsmeistarar Siglfirsku bræðurnir Jón og Ásgrímur Sigurbjörnssynir eru Norðurlandsmeistarar í tví- menningi í bridds árið 1987. Þeir báru sigur úr býtum í Norðurlandsmótinu sem fram fór á Siglufirði á laugardaginn. Jóni tókst því að standa við stóru orðin sem hann lét falla í Svæðisútvarpinu skömmu fyrir mótið, en þá lofaði hann því að bikarinn færi ekki frá Siglu- firði, en þetta er annað árið í röð sem Jóni hlotnast sæmdar- heitið Norðurlandsmeistari. í 2. sæti lentu Ólafur Ágústs- son og Sveinbjörn Jónsson frá Akureyri, en þeir urðu einnig í 2. sæti í fyrra. Það voru síðan Sigl- firðingar sem hrepptu bronsverð- launin og sáu þeir Guðmundur Árnason og Níels Friðbjarnarson til þess. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson en tölvuútreikninga annaðist reiknimeistarinn Margrét Þórðardóttir. Mótið þótti takast mjög vel og var Siglfirðingum til mikils sóma, nema hvað sumum fannst þeir fullfastheldnir á verðlaunin og slepptu eins og fyrr segir einungis hendinni af silfurverðlaununum! BB. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Stig 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Sigurbjörnsson, Siglufirði 1191 2. Ólafur Ágústsson - Sveinbjörn Jónsson, Akureyri 1163 3. Guðmundur Árnason - Níels Friðbjarnarson, Siglufirði 1126 4. Grettir Frímannsson - Stefán Ragnarsson, Akureyri 1106 5. ísak Ólafsson - Viðar Jónsson, Siglufirði 1097 6. Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson, Akureyri 1095 7. Bjarki Tryggvason - Halldór Tryggvason, Sauðárkróki 1072 8. Björk Jónsdóttir - Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Siglufirði 1056 9. Anton Sigurbjörnsson - Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði 1049 10. Erlingur Sverrisson - Unnar A. Guðmundsson, Hvammstanga 1045 Meðalskor var 960 stig. lOMSTUNDA SKOUNN Akureyri Skipagata 14, 3ja hæð, sími 2-71-44 Að vera foreldri unglings. Kreppa-Þroski-Samskipti. Karólína Stefánsdóttir. Fimmtudaga kl. 20-22. Ljósmyndagerð. Páll Pálsson. Þriðjudaga kl. 18-20. Leiklist. Arnheiður Ingimundardóttir. Mánudaga kl. 20-22. Videótaka á eigin vélar. Steindór Steindórsson. Mánudaga kl. 18. Þjónustustörf á veitingahúsum. Haukur Tryggvason. Mánudaga kl. 20-22. Framsögn. Arnheiður Ingimundardóttir. Miðvikudaga kl. 18-20. Biblían. Lestur og skilningur. Þórhallur Höskuldsson. Þriðjudaga kl. 20-22. Skilnaður. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Mánudaga kl. 18-20. Sjálfstyrking. Valgerður Magnúsdóttir. Mánudaga kl. 20-22. Málun. Gunnar Dúi. Fimmtudaga kl. 20-22. Starfsráðgjöf. Valgerður Magnúsdóttir. Mánudaga kl. 20-22. Sögurölt á sunnudegi. Lárus Zóphaníasson. Sunnudaga kl. 14-16. Efri árin. Undirbúningur fyrir ævikvöldið. Rannveig Guðnadóttir. Þriðjudaga kl. 20-22. Smíði smáhluta. Gústaf Njálsson. Þriðjudaga kl. 20-22. Fundarsköp nefndarstörf. Áslaug Magnúsdóttir. Miðvikudaga kl. 20-22. Fatasaumur fyrir byrjendur. Kristín Jónasdóttir. Þriðjudaga kl. 18-20 og 20-22. Ræðumennska. Hrönn Friðriksdóttir. Mánudaga kl. 19.30-21.30. Miðvikudaga kl. 20-22. Myndvefnaður. Ragnheiður Þórsdóttir. Fimmtudaga kl. 18-20. Eftirtalin námskeið eru fyrirhuguð: Skrift og leturgerð - Syngjum saman - Bókhald smærri fyrirtækja - Um eyðni - Ætt- fræði - Skráning einkabókasafna - Fjármál heimila - Um vímuefni - Viðtöl og greina- skrif - Bótasaumur - Að smyrja brauð - og ef til vill fleira. Kennsla fer að mestu fram í íþróttahöllinni við Þórunnarstræti. Þátttökugjald greiðist við skráningu. Stærð hópa er að jafnaði 8 til 12 manns. Innritun fer fram á skrifstofu skólans Skipagötu 14,3. hæð alla virka daga frá kl. 13-17. Upplýsingar og innritun er líka í síma 27144 á sama tíma, eftir lokun skrifstofu í síma 24790. Haustönn stendur í 10 vikur. ★ Síðasta innritunarvika. *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.