Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 3
7. október 1987 - DAGUR - 3 - Þú gerir þó nokkuð af því að setja skrautverk á húsin. „Já mér finnst alveg nauðsyn- legt að Iífga aðeins upp á húsin með múrnum. Ég hef haft góða samvinnu við Björn Björnsson skólastjóra með þetta. Hann hef- ur teiknað fyrir mig. Björn er ákaflega fljótur að teikna og gerir mjög fallegar myndir. Ég hgef ákaflega gaman af þessu og þegar maður er í svona skemmtilegum verkum, þá flýgur tíminn áfram og maður bíður næsta vinnudags fullur tilhlökkunar.“ - Hefurðu verið að vinna hérna í bænum undanfarið? „Nei ég var að koma austan úr Þistilfirði á dögunum. Þar var ég að hrauna utan barnaskóla. Ég var með góðar myndir með mér og ætlaði að skreyta húsið mikið, en það varð minna úr því en efni stóðu til, vegna kalds tíðarfars. Ég skreytti framhliðina smávegis við innganginn, bara svona til að merkja mér húsið. En þó það hefði mátt vera aðeins hlýrra í Þistilfirðinum, þá kann ég ákaf- lega vel við mig þar. Enda er þetta mín fæðingarsveit og ég fer alltaf austur á hverju sumri ef ég mögulega kemst. Ég segi hiklaust að Þistilfjörðurinn og Skagafjörð- urinn séu fallegustu héruðin á landinu.“ - Er mikið um að hús séu hraunuð? „Það var mjög lítið um það þegar ég kom hingað í bæinn fyr- ir 13 árum og það má kannski segja að ég hafi átt mikinn þátt í því að opna augu fólks fyrir hrauninu. Mér finnst hraunuð hús falleg og enginn litur í raun- inni fallegri og eðlilegri á stein- húsum en múrliturinn og svo verja hraunuð hús sig miklu betur. Margir hafa haldið því fram, að það sé algjör óþarfi að múr- húða hús og margir vilja hafa veggfletina sem groddalegasta, helst að borðförin sjáist. Að mínu mati er þetta rangt. Múr- húðunin þjónar því hlutverki að verja húsin fyrir vætu og varna þannig frostskemmdum í steyp- unni. Hús án múrhúðunar er eins og maður án regnfata í hellirign- ingu. Alvarlegustu skemmdir í steypu stafa af því hvað járnin liggja utarlega í veggnum. Vatn seytlar inn um sprunguna sem járnið myndar og síðan verða frostskemmdir í steypunni. í slfk- um tilfellum myndi múrhúðun bjarga málunum.“ - Og er nóg að gera í múr- verkinu? „Það hefur verið meira en nóg að gera. Ég hef ekki getað sinnt öllum verkefnum sem ég hef ver- ið beðinn um. Ég hefði þá þurft að bæta við mönnum. Næsta sumar er alveg fullbókað, í flest- um tilfellum er um hraunun að ræða. í sumar byrjaði ég með við- gerðarefni sem heitir Flexicrete. Þetta er óskaplega sterkt við- gerðarefni, sem talið er henta vel þar sem mikið mæðir á. Flexicr- ete er steypuefni sem til er í ýms- um gerðum eftir notkunarjrörf- um, m.a. íblandað trefjum. Mín reynsla er að þetta sé mjög gott efni oj> ég held að það hafi reynst vel. Eg vann dálítið með þetta viðgerðarefni í sumar og ég býst við að sinna meira viðgerðum á næstunni en ég hef gert. Ég hef gaman af þeim. Það er gaman að sjá gamlan og úr sér genginn hlut verða sem nýjan þegar dyttað hefur verið að honum.“ -þá Sinföníuhljómsveit íslands á Húsavík: Ásgeir Steingrímsson Sinfóníuhljómsveit Islands hélt tónleika í Iþróttahöllinni á Húsavík á mánudagskvöld en hljómsveitin er nú á tónleika- ferð um Norðurland. Ásgeir Steingrímsson trompetleikari lék einleik með hljómsveitinni en Ásgeir er fæddur og upp- alinn á Húsavík, sonur hjón- anna Karítasar Hermannsdótt- ur og Steingríms Birgissonar sem rekið hafa verslunina Hlyn um árabil. Ásgeir hóf sitt tónlistarnám í Tónlistarskóla Húsavíkur, lærði fyrst á píanó hjá Reyni Jónassyni en svo á trompet hjá tékkneskum kennurum. Síðan hélt hann til Reykjavíkur til náms í mennta- skóla en stundaði jafnframt nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur, alls í sex ár. Þá hélt hann til New York þar sem hann stundaði tónlistarnám í fjögur ár. Ásgeir er að byrja sitt þriðja starfsár með Sinfóníuhljómsveit- inni. Hann hefur áður leikið ein- leik með hljómsveitinni í Há- skólabíó og í Vestfjarðaferð hljómsveitarinnar í fyrra lék hann tvíleik ásamt Lárusi Sveins- syni. Á fjórða hundrað manns sóttu tónleikana á Húsavík og var hljómsveitinni vel fagnað. Þetta eru fyrstu stóru tónleikarnir sem haldnir eru í íþróttahöllinni og ríkti því talsverð spenna um hvernig hljómburður í húsinu mundi reynast. Aðspurður sagði Ásgeir að það hefði verið allt í lagi með hljómburðinn, hljóm- sveitin hefði að vísu spilað í betri húsum hvað hann snerti en líka í verri húsum, t.d. væri hljóm- burður í íþróttahöllinni mörgum sinnum betri en í félagsheimilinu. „Við vorum mjög ánægð með aðsóknina og undirtektir voru mjög góðar. Það var gaman að spila á Húsavík en ég var svolítið spenntur fyrir tónleikana, þetta hefði verið góður staður til að klúðra þessu vel, en þegar ég kom á staðinn var ég viss um þetta gengi vel eins og það gerði.“ Ásgeir var þrítugur sl. sunnu- dag og eftir tónleikana efndu for- eldrar hans til kaffisamsætis fyrir hljómsveitina í félagsheimilinu lék einleik þar sem Karítas bauð upp á ást- arpunga og pönnukökur með kaffinu. Menningarsjóður KÞ og Friðrikssjóður styrktu Ásgeir til náms á sínum tíma og í samsæt- inu var honum afhent áritað ein- tak af Sögu Kaupfélags Þingey- inga frá Menningarsjóðnum. Sig- urjón Jóhannesson fyrrverandi skólastjóri flutti ræðu Ásgeiri til heiðurs en hann sagði í samtali við Dag: „Maður á ekki skilið að fá svona ræðu fyrr en maður verður að minnsta kosti sjötugur eða dauður.“ IM Akureyri: Skátar byggja í Glerárhverfi „Það er lífsnauösyn fyrir skátastarlið í Glerárhverfi að komast í eigið húsnæði sem fyrst,“ sagði Tryggvi Marinós- son, félagsforingi skátafélags- ins Klakks á Akureyri, en skátarnir sóttu um lóð fyrir nýbyggingu skátahúsnæðis í Glerárhverfi með bréfi til skipulagsnefndar 28. septem- ber. Skipulagsnefnd lagði til að skátunum verði veitt umbeðin lóð norðan Skarðshlíðar, austan Litluhlíðar og sunnan Sjónar- hóls. Að sögn Tryggva Marinós- sonar er helst reiknað með einnar hæðar húsi með risi. Árni Árna- son, arkitekt, teiknar húsið. „Við höfðum aðstöðu í Síðuseli en misstum það húsnæði í vor. Sem stendur erum við með bráða- birgðaaðstöðu í Síðuskóla en stefnum að því að hefja fram- kvæmdir sem fyrst við nýja húsið sem verður um 120 fermetrar. Við treystum á velvilja Akureyr- inga til að hjálpa okkur að fjár- magna framkvæmdina." Ingólfur Ármannsson, sem er einn af forsvarsmönnum skáta um þessa byggingu, sagði að ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um hvenær framkvæmdir gætu hafist. Skipulagsstjóri væri að teikna og staðsetja lóðina og aðkomuleiðir að henni. Því verki þyrfti að ljúka og leggja teikning- ar fyrir bygginganefnd áður en hægt væri að hefja framkvæmd- ir. EHB Reykir I og II: Viðræður um vatns- GÍTARAR Mikið úrval. KLASSÍSKIR (Með nylonstrengjum) Verð frá kr. 4.410,00. NÓÐLAGA (Með stálstrengjum). Verð frá kr. 6.900,00. lÚOÍi'ÍBÚÐ/N réttindi hafnar „Að mínu áliti er samningur- inn ólöglegur með tilliti til sameiginlegs lands jarðanna. Segja má að málið hafi verið í biðstöðu um alllangt skeið en vonandi verða þessar viðræður til að þctta komist á hreint sem fyrst,“ sagði Guðmundur Haf- steinsson, Reykjum 2, en nú hefur Sigurði J. Sigurðssyni og Franz Árnasyni hitaveitustjóra verið falið að ræða um vatns- réttindamál jarðanna Reykja I og II í Fnjóskadal. Mál þetta kom fyrst upp árið 1985 en þá gerði Guðmundur Hafsteinsson athugasemd við samning Hitaveitu Akureyrar og Reykja I. Taldi hann að kanna þyrfti vatnsréttindi Reykja II með tilliti til nýtingar vatns í óskiptu landi jarðanna ef svo kynni að fara að Hitaveita Akur- eyrar myndi bora eftir vatni á slíku svæði í framtíðinni. Þá mætti nefna þá staðreynd að stærsta borholan á jörðinni er aðeins í fárra metra fjarlægð frá sameiginlegu landi Reykja I og II. „Að mínu áliti þurfa þessi mál að komast á hreint sem fyrst. Ég hafði hugsað mér að koma á fót fiskeldi á jörðinni og var búinn að fá jákvæð viðbrögð bæði inn- lendra og erlendra aðila við mál- inu. Mér finnst slæmt að sjá þetta vatn renna ónotað beint í ána,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson. I landi Reykja 1 koma upp ellefu sekúndulítrar af 89 gráðu heitu vatni. Fjórir sekúndulítrar tilheyra Reykjum I, Reykir II hafa einn sekúndulítra en Hita- veita Akureyrar á afganginn af vatninu. Langmestur hluti vatns- ins rennur ónotaður í Fnjóská. EHB UtVt 'V a 6sV9 V VfSA JMJ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.