Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 5
7. október 1987 - DAGUR - 5 Verð á rafmagni lækkar - Smásöluverð ársins 1987 tæplega 8% lægra að raungildi en 1986 Þann 1. ágúst hækkaði Lands- virkjun gjaldskrá sína um 9.5% en RARIK hækkaði smásölugjaldskrá sína að með- altali um rúm 10%. Þrátt fyrir þessa hækkun núna, er meðal- hækkun smásöluverðs RARIK milii áranna 1986 og 1987 að- eins um 8.5% meðan gert er ráð fyrir 17.5% hækkun bygg- ingarvísitölu á sama tíma. Raunlækkun er því milli 7 og 8% frá meðalverði ársins 1986 til meðalverðs ársins 1987, að meðtaldri hækkuninni 1. ágúst. Um síðustu áramót fóru Raf- magnsveitur ríkisins fram á 10.5% hækkun, en fengu aðeins heimild til 7% hækkunar á með- an Landsvirkjun hækkaði sína gjaldskrá um 7.5%. Þegar borin er saman gjald- skrárhækkun hjá RARIK og Landsvirkjun, er nauðsynlegt að hafa í huga afar mikilvægt atriði. Smásöluverðshækkun skilar sér seint í tekjum RARIK, þar sem orkureikningar eru aðeins gefnir út á 2ja mánaða fresti í allflestum tilvikum. Hins vegar eykst kostnaður RARIK vegna orkukaupa af Landsvirkjun strax og gjaldskrár- hækkun á sér stað. Því þyrftu þær rafveitur sem kaupa þurfa meg- inhluta þeirrar orku sem þær afla sér, að hækka smásölugjaldskrár sínar, a.m.k. einum og hálfum mánuði áður en heildsöluverðið hækkar, til að jöfnuður náist. Þess má geta að víða erlendis mun það tíðkast að heildsöluaðil- inn tilkynnir um hækkun með nokkurra vikna, jafnvel mánaða, fyrirvara. Orkuverðið enn á niðurleið Smásöluverðið er nú svipað að raungildi eins og það var áður en 1903 1984 1985 1986 1987 Verðþróun heimilishitunar RARIK miðað við byggingarvísitölu ágúst ’83- ’87. 81 82 83 84 85 86 87 Meðalverð í smásölu til notenda samkvæmt gjaldskrá 1981-1987. Miðað er við byggingarvísitölu og verð 1981 sett jafnt og 100. orkuverðið hækkaði hvað mest á árunum 1982-1984. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig smásöluverð raforku hefur þróast á undanförnum árum. Verðlækkunin hefur verið hröð, en búast má við að eitthvað dragi úr þeim hraða. Landsvirkjun boðaði á síðasta ári, að orkuverðið gæti lækkað um nálægt 3% að raungildi á ári næstu árin, en ljóst er að lækkun- in hefur orðið öllu meiri í byrjun en gert var ráð fyrir. - Fréttabréf RARIK - Úvegsmenn Norðurlandi Aðalfundur Útvegsmannafélags Norðurlands verður haldinn fimmtudaginn 8. okt. kl. 13.30 að Hótel KEA. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. kemur á fundinn. Stjórnin. Bann við akstri fjórhjóla Með vísan til laga og reglugerðar um náttúru- vernd (nr. 47/1971) er allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegaslóða bannaður í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Bæjarstjóri. AKUREYRARBÆR Dagvistir Akureyrar auglýsa eftir fóstru eða fólki með aðra uppeldismenntun til stuðnings sérþarfabörnum á deild. Einnig vantar fólk til starfa í afleysingar og ræstingar á Lundarseli Allar nánari upplýsingar veittar í síma 25880 virka daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. AKUREYRARÐÆR Félagsmanna afsláttur 20” M @ sjónvarp með fjarstýringu. Verð til félagsmanna sem er hreint ótrúlegt. Kr. 28.400.-, staðgreitt. Kr. 29.900.-, afborgunarverð Verð til annarra en félagsmanna. Kr. 31.750.-, staðgreitt. Kr. 33.400.-, afborgunarverð JVC Hr-D 210 E HQ myndbandstæki með fjarstýringu. Gæðatæki á góðu verði. Verð til félagsmanna Kr. 39.700.-, staðgreitt. Kr. 41.700.-, afborgunarverð. Verð til annara en félagsmanna Kr. 41.700.-, staðgreitt. Kr. 43.900.-, afborgunarverð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.