Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 12
Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgaiyisting á Hótel Húsavík Hötel ________ Húsavik sími 41220. Th*r Midnighlsun I Hote! Akureyri: Allsnakið fólk í sundlauginni - „Nauðsynlegt að koma girðingarmálunum í betra horf“ segir sundlaugarstjóri aður við vaktirnar sé það mikill að hann borgi kostnað við nýja girðingu. Hér hefur komið fyrir að fólk klæðir sig úr öllu og fer allsbert í laugina, oft dauða- drukkið. Hópar fólks, meira að segja 30 og 40 ára stúdentar sem eru að heimsækja Menntaskól- ann, hafa látið sig hafa það að fara hér inn um nótt með konur sínar. Maður hefur alltaf áhyggj- ur af því að eitthvað komi fyrir en það hefur þó sloppið ennþá,“ sagði Haukur. Haukur Berg sagði einnig að nota þyrfti meiri klór o.s.frv. til að hreinsa laug og potta eftir slík- ar heimsóknir. Einn morguninn í vor hefðu starfsmenn laugarinnar komið þar að sem leifarnar af rjómatertu flutu í öðrum heita pottinum og bakkinn undan tert- unni var á laugarbotninum. Þarna hafði fólk verið að „skemmta sér“ um nóttina. Öllu vatni varð að hleypa úr heita pottinum í þetta skiptið. EHB „Víst er það bagalegt að þessi milljón sem átti að fara í girð- inguna fer í annað þetta árið. Hér er stundum hættulcgt ástand því drukkið fólk vill fara í laugina um nætur, eink- um um helgar, og því verða starfsmenn laugarinnar að vera á vöktum,“ sagði Haukur Berg Bergvinsson, sundlaugarstjóri á Akureyri. Girðingin kringum sundlaug Akureyrar er víða götótt og iéleg og ekki mannheld, eins og reynsl- an hefur sýnt. í ár stóð til að lag- færa þetta en svo verður ekki í bráð þar sem íþróttaráð færði fjárveitinguna til íþróttahallar- innar. „Ég er hræddur um að kostn- Blönduós verði bær „Ætli veturinn verði harður?“ Mynd TLv Sigurður Jóhannesson: Á fundi hreppsnefndar Blönduóss í gær var sam- þykkt tillaga þess efnis að Blönduós verði bær 4. júlí 1988. Rætt var við Hauk Sig- urðsson sveitarstjóra af því tilefni eftir fund hrepps- nefndarinnar í gærkvöld. Tækjabúnaður slökkviliðs verði aukinn Eftir samþykkt tillögunnar var skipuð þriggja manna nefnd hreppsnefndarmanna sem ásamt sveitarstjóra mun annast undirbúning málsins. Haukur sagði að ákveðið hefði verið að stefna að þessum breytingum 4. júlí því einmitt þann dag árið 1876 er talið að byggð hafi hafist á Blönduósi. „Árið 1976 var haldið upp á 100 ára afmæli byggðar á Blönduósi og menn sjá ekki ástæðu til að flýta sér með þetta og það er kannski verið að búa til vissa hefð líka,“ sagði Haukur. SS Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, flutti á bæjarstjórnar- fundi í gær tillögu vegna sam- þykktar bygginganefndar frá 23. september. Samþykktin var vegna erindis f.h. S.S. Byggis á Akureyri í þá veru að fá leyfi til að breyta 5. hæð fjölbýlishússins Hjallalundur 18 og byggja 6. hæð ofan á hluta 5. hæðar. Tillaga Sigurðar hljóðaði þannig: „Vegna 1. liðar í fundar- gerð bygginganefndar 23. sept- ember 1987 samþykkir bæjar- stjórn Akureyrar að í fjárhags- áætlun bæjarráðs fyrir árið 1988 verði gert ráð fyrir fjárveitingu er nægi til að festa kaup á tækjabún- aði til björgunar- og slökkvi- starfa úr 20 - 25 metra hæð fyrir Slökkvilið Akureyrar.“ Samþykkt var með 11 atkvæð- um að vísa tillögunni til bæjar- ráðs. Tillaga Sigurðar er í sam- ræmi við bréf slökkviliðsstjóra þar sem hann telur óráðlegt að byggð verði hærri hús en fjórar hæðir meðan Slökkvilið Ákur- eyrar hafi ekki yfir að ráða tækja- búnaði til björgunar- og slökkvi- starfa úr meiri hæð en u.þ.b. tíu metrum, en þá er miðað við svalahandrið eða neðri brún glugga. Nokkrar umræður urðu á fund- inum um málið og komu ýmis sjónarmið fram. Hugmyndir um samnýtingu slfkrar lyftubifreiðar fyrir slökkvilið og rafveitu hafa komið til tals og var það mál Sig- fúsar Jónssonar bæjarstjóra að slík tilhögun væri heppileg. Þá gæti lyftubifreiðin verið í vinnu hjá rafveitunni virka daga en þó alltaf tilbúin til útkalls. A kvöldin og um helgar yrði bifreiðin stað- sett á plani slökkvistöðvarinnar. EHB Rafveita Akureyrar: 10 % launaálagi rafvirkja sagt upp Stjórn veitustofnana hefur borist bréf frá iðnlærðum verkstjórum Rafveitu Akur- eyrar þar sem farið er fram á að uppsagnarfrestur þeirra verði styttur þannig að þeir geti hætt um áramót, ef þeir segja störfum sínum lausum strax og endurskoðun starfs- matsnefndar á launum þeirra ur fyrir. bókun stjórnar veitustofnana stendur að ósk þessi sé sett fram vegna uppsagnar á 10% álagi á laun sem taka á gildi um áramót. Veitustjórn telur að samþykkt kjarasamninganefndar eigi ekki að fela í sér launalækkun hjá raf- virkjum rafveitunnar en fellst þó á ósk þeirra vegna sérstakra aðstæðna. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður veitustjórnar, sagði að undanfarið hefði verið rætt um óskir iðnlærðra starfsmanna Akureyrarbæjar í þá veru að laun þeirra yrðu tekin til endur- skoðunar með hliðsjón af almennum vinnumarkaði. Ýmsir iðnaðarmenn bæjarins hafa farið fram á að fá einnig það 10% álag sem rafvirkjar rafveitunnar hafa. Samkvæmt gildandi kjara- samningi á að gera samanburðar- könnun á launum bæjarstarfs- manna við laun á almennum vinnumarkaði. Ef laun bæjar- starfsmanna reynast ósambærileg við önnur laun að könnun lokinni á að gera leiðréttingu fyrir ára- mót. „Mat kjaranefndar var að til að geta tekið raunhæft á þessum málum gagnvart iðnaðarmönnum þyrfti að horfa á laun þeirra allra frá svipuðu sjónarhorni. Það væri ekki hægt meðan 10% álag væri á launum rafvirkja. Því var talið nauðsynlegt að segja álaginu upp með þriggja mánaða fyrirvara og tæki uppsögnin gildi um áramót. Ákvörðun um launabreytingu getur legið fyrir um mánaðamót- in nóvember - desember. Því er ekki verið að lækka menn í laun- um heldur að fá eðlilegan saman- burð milli iðnlærðra bæjar- starfsmanna. Stjórn veitustofn- ana ákvað að verða við erindinu á þeim forsendum,“ sagði Sigurð- ur að lokum. EHB Skjálftarnir í Grímsey: Enn vakna Gríms- eyingar upp - Hrinan hefur nú staðið yfir í 20 daga Ekkcrt lát virðist vera á jarð- hræringunum í Grímsey. Þessi hrina hefur nú staðið yfir frá 15. september en það var ein- mitt aðfaranótt 16. september sem harðasti skjálftinn kom, mældist 4,5 stig. Aðeins einn dagur á þessu tímabili hefur liðið án þess að vart yrði hræringa á jarðskjálfta- mæli. í fyrrinótt komu tveir nokkuð harðir kippir sem að sögn Bjarna Magnússonar í Grímsey hafa verið urn 3 stig. Margir vöknuðu upp við kippina en Grímseyingar eru nú að verða vanir þessu eftir svo langa jarð- skjálfahrinu. Bjarni sagði að flestir kippirnir væru undir 3 stigum og síðan væru stöðugar hræringar án þess að fólk yrði þess vart. Hann sagði að þó hefðu margir skjálftar mælst á bilinu frá 3-4 stig og síð- an einn skjálfti yfir 4 stig. Fyrir stuttu fóru menn frá Almannavörnum ríkisins út í ey þar sem haldinn var fundur um þessa jarðskjálfta og varnir gegn þeim. Þar voru íbúar eyjarinnar fræddir um hvernig jarðskjálftar verða til og um upptök þeirra en upptök þessara skjálfta eru á Atlantshafshryggnum, um 6 kílómetra austan Grímseyjar. JÓH Eining Akureyri: Ófaglærðir bæjarstarfs- menn fá launahækkun I síöustu viku fóru forráða- menn Einingar á Akureyri á fund meö Kjarasamninga- nefnd Akureyrar, þar sem þeir óskuðu eftir því að þeir starfs- menn Akureyrarbæjar sem taka laun samkvæmt kjara- samningum Einingar fengju leiðréttingu launa sinna til samræmis við launahækkanir þær er meðlimir STAK hafa nýlega fengið. Þarna er um að ræða ófaglært starfsfólk sem vinnur hjá Akur- eyrarbæ t.d. á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og leikvöllum. Niðurstaða nefndarinnar var eftirfarandi: „Nefndin var sam- mála um að bæta laun starfsfólks Akureyrarbæjar sem tekur laun samkvæmt kjarasamningi Eining- ar á sama hátt og gert var hjá STAK.“ Að sögn Sævars Frímannsson- ar formanns Einingar þýðir þetta um 6% hækkun, umfram þessa venjulegu 7,23% hækkun. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.