Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 11
7. október 1987 - DAGUR - 11 Minning: Sigurðardóttir frá Merkigili Fædd 1. júlí 1893 - Dáin 19. september 1987 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem.) Pað kom mér ekki á óvart þegar mér var tilkynnt andlát ömmu minnar þann 19. september sl. Eg vissi að hverju dró, bæði vegna versnandi heilsufars og aldurs hennar. Hún þráði sjálf að fá hvíldina, og fyrir hennar hönd má maður gleðjast. En það er samt erfitt að venj- ast því, að hún er ekki lengur á meðal okkar. Amma hafði gam- an af að vera innan um fólk, var ræðin og glaðlynd. Hún hafði sitt skap eins og aðr- ir og setti fram sínar skoðanir á hlutunum. Þannig kom hún mér fyrir sjónir, en ég er nú kannski ekki rétta manneskjan að dæma um það, við vorum of tengdar til þess. Ég tel að hún hafi verið trúuð, þó að hún ræddi ekki mikið um þau mál. Hins vegar sagði hún oft að ef eitthvað gengi miður vel, eða manni liði illa þá væri gott að fara með bænirnar sínar. Ég tel mig hafa þekkt hana vel. Þegar ég minnist ömmu fyrst var ég 4-5 ára og atvikin höguðu því þannig að ég var heimilisföst hjá henni um tíma, þá var afi minn einnig á lífi. Síðan höfum við alla tíð haft mikið samband og mér finnst ég hafa henni svo mikið að þakka í gegnum árin. Ég minnist þess, þegar hún var að reyna að kenna mér að lesa. Það gekk nú svona og svona, enda bókin ekki til þess fallin. En ég fékkst ekki til að líta á aðra bók, enda var hún full af myndum. Ég minnist bernskuáranna, þegar ég fékk að fara í heimsókn- ir til ömmu og afa, hvað þá var haft fyrir litla gestinum. Ævin- lega færði hún mér morgunkaffið í rúmið, kakó og smurt hveiti- brauð sem hún bakaði sjálf, og enn í dag er þetta í miklu uppá- haldi hjá mér. Mér finnst ég ennþá finna ilminn og bragðið. Ég man alla hjálpina sem hún veitti mér eftir að ég fór sjálf að halda heimili. Haust eftir haust kom hún í sláturtíðinni mér til hjálpar. Ég minnist stundanna er við sátum tvær einar og saumuð- um keppi, venjulega á kvöldin, þá var nú margt spjallað. Hún var alltaf að reyna að fræða mann. Ég hafði mjög gaman af að heyra hana segja frá uppvaxt- arárum sínum, einnig töluðum við mikið um ættfræði, sem hún hafði alla tíð gaman af. Við gát- um líka setið án þess að það færu mörg orð á milli okkar, hvor með sínar hugsanir. Ófáir eru líka leistarnir og vettlingarnir sem hún prjónaði1 handa mér og mínum, það var ] eins og hún vissi þegar þetta vantaði. Amma hafði gaman af lestri góðra bóka ekki síst eftir að aldurinn færðist yfir, enda ekki haft mikinn tíma á búskaparárum sfnum til lestrar. Oft þegar kom- ið var í heimsókn á seinni árum til hennar, sat hún með prjónana sína og hafði opna bók á borð- inu. Marga bókina hefur hún gef- ið mér, en ein þeirra er mér kærust. Ekki fyrir að bókin sjálf væri merkari en aðrar bækur bókmenntalega séð, heldur fyrir það sem amma sagði þegar hún rétti mér hana: „Afi þinn átti þessa bók og ég hélt að þú hefðir gaman af að eiga hana til minningar um hann.“ Þetta eru einungis nokkur myndbrot minninga um það sem amma var mér og minni fjöl- skyldu. Ég hef kannski ekki alltaf metið það sem skyldi. Við vorum ekki alltaf sama sinnis, en miðl- uðum málunum, svo ég held að við höfum aldrei skilið ósáttar. Ég tel að hún hafi verið lánsöm í lífinu enda sagði hún það oft sjálf. Hún átti góðan eiginmann og börn. Hún átti því láni að fagna, að þótt aldurinn væri orðinn hár, þá gleymdist hún ekki. Það voru svo margir sem komu til hennar bæði vinir og vandamenn og var hún þakklát fyrir. Margt mætti fleira segja um hana, en ég læt hér staðar numið. Gamla konan var aldrei mikið fyrir að láta hrósa sér í lifanda lífi, né hlusta á þakkarorð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Barnabarn. Lionessur: Almennur líknardagur á fimmtudaginn - verða með fjáröflun fyrir Fæðingardeild F.S.A. í gærkvöld sátu konur í Lion- essuklúbbnum Osp á Akureyri og unnu aö pökkun vegna fjár- öflunar sem á döflnni er. Á flmmtudaginn kemur 8. októ- Nýtt fyrirtæki hefur hafið starf- semi sína á Akureyri, Ábendi sf. Pað býður einstaklingum, fyrir- tækjum og stofnunum aðstoð við ráðningar. Einnig er veitt hvers konar náms- og starfsráðgjöf fyr- ir þá sem eru að velja nám eða •starf fyrir framtíðina eða hyggja á breytingar í starfi. Ennfremur er boðið upp á námskeið og ráð- gjöf við starfsmannahald. Starfsemin byggir á velþróuðu kerfi frá Minnesota, sem spáir um áhuga og velgengni í starfi út frá áhugasviðum og starfsþörfum fólks. Þannig er tryggt að kröfur starfsins og áhugi einstaklingsins og hæfileikar falli sem best saman. Ábendi sf. á Akureyri er sjálf- ber, sem er almennur líknar- dagur hjá Lionshreyfíngunni, ætla þær að byrja að ganga í hús í bænum og bjóða vöru sína til sölu. stætt fyrirtæki. Pað er rekið í samvinnu við Ábendi sf. í Reykjavík og með sama sniði. Eigendur eru Valgerður Magnús- dóttir og Stefanía Arnórsdóttir. Ábendi sf. er til húsa að Brekku- götu 1, sími 96-27577. Unnur Björnsdóttir sagði í samtali við Dag, að nú væri vetrarstarfsemi klúbbsins að hefjast. Á stefnuskrá þeirra eru líknarmál og eru tekin fyrir ákveðin verkefni í senn. Verk- efnið sem þær taka fyrir nú er Fæðingardeild FSA. Úr nógu mun vera að moða varðandi hvað keypt verður fyrir peningana sem safnast því eins og Unnur sagði, „óskirnar eru nægar“. Konurnar munu bjóða til sölu „heimilispoka" sem eru mismun- andi stærðir af plastpokum, allt frá stórum ruslapokum og niður í minnstu gerð. Þessa poka setja þær í einn haldapoka og verða frá fimmtudegi og fram á helgi bæði í bænum og að ganga í hús að selja. VG Starfskraftur óskast á sólstofu Upplýsingar í síma 23776 eftir kl. 20. Ábendi sf. - nýtt fyrirtæki á Akureyri Fyrirtækiseigendur, umboð, þjónustur á Akureyri og nágrenni. Athugið frábært tækifæri til að skrá sig og auglýsa í nýrri og frábærri þjón- ustuskrá sem mun koma út á Norðurlandi eystra og verður dreift í öll hús ÓKEYPIS á svæðinu. Hagstætt verð. Kemur út rétt fyrir jólin. Sími hjá sölumanni á Akureyri 23491 frá kl. 18-20 og á skrifstofunni í Reykjavík í síma 652239. Þjónustuskrá Móabarði 10 - 220 Hafnarfirði. Tilkynning frá hjólbarðaverkstæðunum á Akureyri. Hér með tilkynnist að eftirtalin verkstæði verða lengst með opið til kl. 19.00 frá og með 1. október 1987. Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum, Smurstöð Shell-Olís, Hjólbarðaverkstæði Höldurs, Gúmmíviðgerð KEA, Hjólbarðaþjónusta Heiðars, Dekkjahöllin, Hjólbarðaþjónusta Gúmmívinnslunar hf. tJ.'Av Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.