Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 9
—íþróttir. Umsjón: Kristján Kristjánsson 7. október 1987 - DAGUR - 9 Handbolti 1. deild: Fær KA sín lyrstu stig gegn Fram í kvöld? - Þórsarar mæta Valsmönnum í Reykjavík I kvöld fer fram heil umferð 1. deild Islandsmótsins í hand- knattleik. í íþróttahöllinni á Akureyri leika KA og Fram kl. 20, Valur og Þór ieika í hinu nýja íþróttahúsi Valsmanna kl. 18, Stjarnan og Breiðblik í Digranesi í Kópavogi kl. 20, KR og Víkingur í Laugardals- höll kl. 20.15 og ÍR og FH í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 20. Nýliðar Þórs fengu slæma út- reið gegn FH í 1. umferð. Loka- staðan varð 36:21 eftir að Þórsar- ar höfðu hangið í FH-ingum framan af leiknum. Valsmönnum er spáð mjög góðu gengi í vetur og af flestum taldir meistara- kandidatar í ár. Liðið er mjög sterkt og því varla hægt að reikna með því að Þórsarar hljóti stig í kvöld. KA-menn ollu miklum von- brigðum í leiknum gegn Stjörn- unni í Höllinni á miðvikudag. Stjarnan vann næsta auðveldan sigur 26:20 og KA-menn verða að gera mun betur ef þeir ætla að blanda sér í efri hluta deildarinn- ar. Óheppni hefur elt Framara og liðið leikur í kvöld án þriggja lyk- ilmanna. KA-menn eiga því alla möguleika á því að hljóta sín fyrstu stig í kvöld. Stjarnan verður að teljast lík- legri sigurvegari í viðureigninni gegn UBK, þó reikna megi með nokkuð jöfnum leik. Víkingar ættu ekki að verða í vandræðum með KR-inga og heldur ekki FH- ingar með IR-inga. „Ég er hæfílega bjartsýnn á sigur í kvöld,“ segir Friðjón Jónsson KA- maður. Mynd: TLV „Verðum að vinna þennan leik“ - segir Friðjón Jónsson fyrirliði KA í handbolta ,Það er nú lítið hægt að segja kvöld en miðað við árangur ykk- um leikinn gegn Stjörnunni. Þetta var frekar dapurt hjá okkur og fátt eins og það átti að vera. Það er erfitt að finna einhverja einhlíta skýringu á tapinu en það var óþarfa stress á okkur í þessum fyrsta Ieik,“ sagði Friðjón Jónsson fyrirliði KA í handbolta í samtali við blaðið. - En nú eigið þið að leika gegn Fram í kvöld. Hvernig líst þér á þá viðureign? „Við verðum að vinna þennan leik og ég er hæfilega bjartsýnn á að okkur takist það. Við höldum okkar striki og ég held að menn komi með betra hugarfari í leik- inn í kvöld en gegn Stjörnunni fyrir viku. Við komum mjög vel undirbúnir til leiks í mótið og ekkert út á það að setja." - Nú hafið þið misst Pétur Bjarnason í bili vegna meiðsla og Atli Hilmarsson hefur bæst á sjúkalistann hjá Fram, þar sem fyrir voru þeir Hannes Leifsson og Egill Jóhannesson. Standið þið ekki nokkuð vel að vígi mið- að við þá? „Það er slæmt að missa Pétur og ég vona að hann verði leikfær sem fyrst. En það kemur maður í manns stað. Hvað varðar meiðsli Framara, þá veit ég ekki hvað er að marka þær fréttir. Það er nú oft gert meira úr meiðslum leikmanna í fjölmiðlum en efni standa til. Við höfum t.d. heyrt að Atli hafi æft með liðinu af full- um krafti að undanförnu. Það skýrist því ekki fyrr en í kvöld hverjir verða með og hverjir ekki.“ - Þið eigið heimaleik aftur í ar á heimavelli í fyrra, virðist hann ekki nýtast ykkur sem skyldi. Þið fenguð jafn mörg stig á útivelli og á heimavelli. Hvað skýringu hefur þú á því? „Auðvitað ættum við að ná mun fleiri stigum heima en úti. En einhvern veginn þróaðist þetta nú þannig í fyrra að við fengum jafn mörg stig heima og úti. Áhorfendur hafa stutt vel við bakið á okkur og það mætti hvaða lið sem er vera ánægt með þá stuðningsmenn sem við höfum. Þetta hefur fyrst og fremst verið okkar eigin klaufaskapur að ná ekki betri árangri á heimavelli.“ - Hvað lið heldur þú að verði í toppslagnum? „Það reikna flestir með Vals- mönnum á toppnum en það geta ein 6 önnur lið sett þar strik í reikinginn og því er erfitt að fara að raða liðum í sæti. Við KA-menn eigum að geta spilað betri bolta í ár en ég á þó ekki von á okkur ofar en um miðja deild,“ sagði Friðjón Jónsson að lokum. „Getum vel unnið Val“ - segir Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs í handbolta „Það er alveg hægt að vinna þetta lið eins og hvert annað og það er líka hægt að tapa fyrir því en við munuin leika til sigurs gegn Val í kvöld eins og alltaf. Valsliðið er ekkert sér- stakt ef marka má leikinn við Fram í síðustu viku og alls ekki ósigrandi,“ sagði Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs í handbolta í samtali við blaðið. „Þetta er fyrsti leikurinn í nýja íþróttahúsinu þeirra og þeir ætla sér örugglega að byrja með látum þar.“ - En hvernig var leikurinn gegn FH um daginn? „Þetta var allt í lagi hjá okkur þar til 20 mín. voru eftir af leikn- um. Leikurinn varð miklu hrað- ari í lokin og þá réðum við ekkert við þá og þeir hreinlega gengu yfir okkur. Við vorum líka allt of góðir við þá og verðum að spila mun fastar en við gerðum í Hafn- arfirði.“ - Hvernig líst þér á sjálft keppnistímabilið? „Þetta verður gífurlega erfitt hjá okkur en við eigum vel að geta unnið eitthvað af þessum liðum í 1. deild. En það hefst ekki nema að menn leggi sig alveg 100% í hvern leik. Hin liðin í deildinni eru mun reynslumeiri en okkar nema þá helst ÍR-ingar sem eru á svipuðu plani og við.“ - Nú þurfið þið að byrja á tveimur erfiðum útileikjum, eruð þið ekkert með óhressir með þá niðurröðun? „Bæði og, það er svo sem ágætt að ljúka þessum erfiðu útileikj- um. Við fáum síðan ÍR heim á laugardag. ÍR-ingar virðast vera nokkuð sprækir um þessar mundir. Þjálfarar liðanna voru á því að hvorugt liðið yrði komið með stig er þau mætast á laugar- dag en við skulum ekkert afskrifa Valsleikinn í kvöld,“ sagði Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs. „Valsarar eru alls ekki ósigrandi,“ segir Gunnar Gunnarsson Þórsari. Mynd: Rt»B Knattspyrna: Leikið við Portú- gala í kvöld I kvöld leika Islendingar og Portúgalar landsleik í knatt- spyrnu. Leikurinn sem er liður í undankeppni Ólympíuleikanna fer fram í Portúgal. Þetta er fjórði leikur beggja liða í keppninni. Islendingar töpuðu 0:2 fyrir Itölum ytra, gerðu þá jafntefli 2:2 við Hollendinga heima og unnu loks A.-Þjóð- verja hér heima 2:0. Portú- galar gerðu 1:1 jafntefli heima gegn Hollendingum og 0:0 KA - Fram í kvöld: Atli ekkí með Fram „m-av er alveg Ijóst að Atli ,Það Hilmarsson mun ekki leika með Fram gegn KA í kvöld. Hann er í gipsi en á að mæta í skoðun seinni partinn í dag og þá kemur í Ijós hvort hann er brotinn,“ sagði Sigurður I. Tómasson formaður hand- knattleiksdeildar Fram í sam- tali við Dag. En eins og komið hefur fram í fréttum, meiddist Atli illa á hendi í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Atli mun ekki leika með lið- inu næstu leiki og ef það kemur í ljós í dag að hann er handarbrot- inn, mun hann örugglega missa af allri fyrri umferðinni," sagði Sigurður einnig. - En hvað með Egil Jóhannes- sem son og Hannes Leifsson einnig hafa verið meiddir? „Hvorugur þeirra verður með. Hannes er að vísu byrjaður að æfa á ný en hann verður ekki með í kvöld. Þá hefur Pálmi Jónsson hafið æfingar og það gæti verið að hann yrði í liðinu í kvöld. En ástandið er allt annað en glæsilegt hjá okkur,“ sagði Sigurður að lokum. jafntefli heima gegn A.-Þjóð- verjum en töpuðu 2:0 fyrir ítölum á útivelli. íslendingar standa því betur að vígi fyrir leikinn í kvöld en ljóst er að róður okkar manna verður þungur enda Portúgalar snjallir knattspyrnumenn. Þorsteinn Guðjónsson KR-ingur tók stöðu Sveinbjörns Hákonarsonar Skagamanns í hópnum en Svein- björn meiddist í Evrópuleiknum gegn Kalmar FF. Aðrir í íslenska hópnum eru: Markverðir: Friðrik Friðriksson Fram Birkir Kristinsson ÍA Aðrir leikmenn: Þorsteinn Þorsteinsson Fram Viðar Þorkelsson Fram Ormarr Örlygsson Fram Pétur Arnþórsson Fram Guðmundur Steinsson Fram Halldór Áskelsson Þór Guðmundur Torfason Wintersl. Ólafur Þórðarson ÍA Heimir Guðmundsson ÍA Njáll Eiðsson Val Valur Valsson Val Guðni Bergsson Val Ingvar Guðmundsson Val

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.