Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 7
7. október 1987 - DAGUR - 7 Eftir að við Pétur höfðum velt fyrir okkur komandi leikári hjá Leikfélagi Akureyrar fórum við að ræða málin á breiðari grundvelli. Við komum þá inn á atriði eins og fjárhag leik- félagsins, stækkun Samkomu- hússins og leikhúslíf yfirleitt. - Segðu mér Pétur, nú hafa áhugaleikfélög hér í grennd verið iðin við að setja upp skemmtileg verk og farist það býsna vel úr hendi mörgum hverjum. Eruð þið kannski í samkeppni við áhugaleikfélögin? „Nei, það held ég nú ekki. Ég held að atvinnuleikhús og áhuga- leikhús eigi að geta starfað saman. Áhugaleikhúsin eru fyrst og fremst með sína starfsemi fyrir þátttakendurna á meðan okkar leikhús hefur miklu stærra þjón- ustuhlutverki að gegna.“ „Þá gætum við eins flutt leikhúsið suður“ - Víkjum okkur í aðra sálma. Er rekstrargrundvöilur Leikfélags Akureyrar tryggður með 7 millj- óna króna tékkanum? „Nei, hann er kannski ekki tryggður, en hann er allt annar en hann hefur verið. Þegar búið verður að skera bróðurpartinn af skuldahalanum þá er það mikill léttir á rekstrinum. Svona skulda- hali heimtar svo mikla athygli og það fer mikil vinna í hann. En þótt styrkirnir hækki ekki nein ósköp þá eigum við, með því að fara ekki of geyst, möguleika á því að ná hallalausum rekstri. Við hefðum auðvitað viljað hafa styrkina hærri en þetta er mikill áfangi fyrir okkur og það er líka merkilegt við þetta samkomulag að nú þróast styrkurinn í sam- ræmi við þróun meðallauna hjá Þjóðleikhúsinu og veitir okkur hlaut Kabarett. Söngleikir viröast ávallt Mynd: RÞB „Annars dettur leikhúsið upp fyrir og einhver kemst að þvi að það hafi bara verið misskilningur að hætta ekki að reka leikhús eftir að sjónvarpiö byrjaði.“ Mynd: RÞB töluvert öryggi.“ - En samt sem áður þurfið þið sjálfsagt að fá fleiri áhorfendur, er það hægt? „Já, það er hægt. Það sýnir sig að miklar sveiflur eru í áhorf- endafjölda hjá okkur. Meðal- aðsókn hjá leikhúsinu eru 11.500 áhorfendur á leikári og ég held að við getum alveg híft þá tölu eitthvað upp.“ - Hvernig þá? Með fleiri pakkaferðum? „Meðal annars kannski, en hins vegar held ég að í rauninni lifi þetta leikhús fyrst og fremst á íbúum á Akureyri og Norður- landi. Það er kannski það við- kvæmasta fyrir okkur þegar Akureyringar sýna lítinn áhuga. Þetta er svo lítið markaðssvæði og þess vegna geta komið svona gífurlegar sveiflur. Það er til dæmis hlutfallslega mun minni hreyfing á áhorfendafjölda í Þjóðleikhúsinu. Við getum aldrei byggt rekstur leikhússins á pakkaferðafólki, heldur fyrst og fremst á Norðlendingum. Enda væri það fáránlegt að byggja á áhorfendum að sunnan, þá gæt- um við eins flutt leikhúsið suður.“ Aðgangskort verja menn fyrir verðhækkunum - Hvernig gekk á síðasta ári? Náðuð þið meðaltalsaðsókn? „Nei, við náðum ekki meðaltals- aðsókn en þetta gekk að mörgu leyti þokkalega. Kabarett hlaut mesta aðsókn, en það er ljóst að við verðum að ná betur til Akur- eyringa. Við erum að hefja sölu á aðgangskortum og það er mjög gott verð á þeim. Aðgangskort sem gildir á 4 verkefni kostar 3000 krónur og fyrir utan það að græða þennan afslátt þá verja menn sig fyrir verðhækkunum sem verða alltaf á árinu. Það er viðbúið að þegar Fiðlarinn verð- ur frumsýndur þá verði komnar tvær verðhækkanir. Verðið er alltaf endurskoðað um jól og páska. Kortin gilda á ákveðna sýningu og í ákveðin sæti. Geti korthafi ekki nýtt sér kortið á sýningu af óviðráðanlegum ástæð- um þá getur hann fengið sæti í staðinn á aðra sýningu.“ - Segðu mér annað Pétur, hvað líður stækkun Samkomu- hússins? „Eins og er virðist hún ekki vera í bígerð og ég óttast það að bygging Amtsbókasafnsins muni seinka því verki. Það er mikil synd, því aðstaðan í kringum sviðið gerir leikhúsinu erfitt fyrir að geta fullnægt þeim kröfum sem eru gerðar til þess og þetta á eftir að versna eftir að Borgar- leikhúsið verður opnað því þá verða gallarnir svo augljósir. Við vorum búnir að finna það út að það mætti skipta þessu verki í 3 áfanga og dreifa kostn- aðinum á fleiri ár. Búið var að áætla kostnað upp á 30-40 millj- ónir og til samanburðar má geta þess að kostnaðurinn við að breyta Félagsheimili Kópavogs, áður en farið var að ganga frá inni í salnum, var kominn upp í 50 milljónir. Ég held að þessi kostur sé mun heppilegri en að byggja nýtt leikhús því nýbygging myndi kosta 150-200 milljónir." Meiri kröfur til Ieikhússins - Eru meiri kröfur gerðar til leikhússins en áður? „Já, vissulega. Við verðum að fá að fylgjast með, alveg eins og þið þurfið að breyta vinnslu- aðferðunum eftir að þið fóruð að vinna á tölvur. Krafan til leik- hússins um skiptingar er orðin margfalt meiri með tilkomu sjón- varpsins sem getur skipt um senu í einu vetfangi. Okkar áhorfend- ur alast upp við þetta og þeir hafa ekki umburðarlyndi í 5 mínútna skiptingahlé. Nú er komin tækni sem leysir þetta og það er hægt að skipta snögglega um svið í leikhúsi en það þarf rými til að gera þessa hluti.“ - Getur verið að sjónvarps- stöðvar og myndbönd séu að drepa leikhúsmenninguna? „Ja, í sjálfu sér hótar þetta leikhúsmenningunni, en hins vegar veit ég að það er miklu nánari upplifun í leikhúsi. Áhorf- andinn fær nánari upplifun í leik- húsi heldur en í imbakassanum. Ég held að það sé bara tíma- spursmál hvenær fólk fer að hungra aftur í leikhús. Þess sjást reyndar merki á Reykjavíkur- svæðinu og ég held að það hafi gerst í kjölfar valfrelsisins, þegar fólk þurfti að missa af einhverju. Fólk sá að það gat lifað af þótt það missti af sjónvarpinu. Aukn- ing áhorfenda á Reykjavíkur- svæðinu hefur verið gífurleg. Þar fer auðvitað saman bættur efna- hagur fólks og ekki síður það að fólk er farið að hungra í lifandi samband þar sem upplifunin er gagnkvæm og enginn milliliður. „Sko, í leikhúsi er ekkert gler á milli“ Mér var sögð saga um daginn af tveimur 6 ára strákunr. Annar var að draga hinn í leikhús, á æfingu. Hann þekkti eitthvað til þarna og sá sem ekki hafði komið í leikhús spurði: Hver er munurinn á sjónvarpi og leik- húsi? Og hinn svaraði eftir nokkra umhugsun: Sko, í leik- húsi er ekkert gler á milli. - Meira að segja barnið finnur þetta og það að við ætlurn að fara með Einar Áskel og komast með þessa lifandi leiksýningu til allra barna á Norðurlandi, það er liður í því að gefa börnunum kost á upplifun í leikhúsi. Þau hafa sjónvarpið fyrir sér daglega. Við drepum ekkert sjónvarpið, en við verðum að ala börnin upp þannig að þau viti að leikhúsið er til og að þau hafi reynslu af því. Ann- ars dettur leikhúsið uppfyrir og einhver kemst að því að það hafi bara verið misskilningur að hætta ekki að reka leikhús eftir að sjón- varpið byrjaði, sem væri auðvitað menningarlegt slys. En ég óttast þetta ekki því svo frerni sent fólk veit að leikhús er til þá trúi ég að hún verði ofan á, þessi þörf hjá fólkinu að upplifa leikhús" SS „Fólk er fari id ad hungra í Iifandí s íamband“ - segir Pétur Einarsson leikhússtjóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.