Dagur - 14.10.1987, Blaðsíða 7
ambands Norðurlands
rætur á Norðurlandi, en slík
störf séu ekki eingöngu unnin á
Reykjavíkursvæðinu. Sama á
við um bókhalds- og endur-
skoðunarvinnu, tækniþjón-
ustu, rekstrarráðgjöf o.fl.
Unnið verði að frekari skipu-
lagningu ferðaþjónustu í fjórð-
ungnum. Þingið telur að sam-
tök þeirra sem að ferðamálum
vinna og sveitarstjórna gegni
hér mikilvægu hlutverki.
Þingið telur að gera eigi iðn-
þróunarfélögum og slíkum
stofnunum kleift að vera
stöðugt með í gangi athuganir
á nýjum fyrirtækjum, nýjum
atvinnugreinum og hvers konar
nýsköpun í atvinnulífinu.
20. þing Alþýðusambands
Norðurlands fagnar stofnun
Háskóla á Akureyri og eflingu
verk- og bókmennta í fjórðungn-
um. Hraða ber uppbyggingu
Háskólans og tryggja þarf að
starfsemi hans tengist menntun
og rannsóknum í þágu atvinnu-
lífsins.
20. þing Alþýðusambands
Norðurlands leggur áherslu á að
þrátt fyrir tfmabundna þenslu í
einstökum greinum atvinnulífs
nú sem stendur megi menn ekki
missa sjónar á þeim vanda sem
steðjar að iðnaði og fiskvinnslu.
Þingið leggur þunga áherslu á efl-
ingu atvinnulífs í fjórðungnum
fjölga þarf atvinnutækifærum og
breikka grundvöll atvinnulífsins.
vinna að breytingum á skipulags-
málum sínum með það að mark-
miði, að þjóna umbjóðendum
sínum betur en núverandi skipu-
lag gerir mögulegt. Koma ber.á
starfsgreinasamböndum sem n'ái
til allra starfsgreina og verði
grundvölluð á starfsgreinafélögum
og/eða deildarskiptum verkalýðs-
félögum. Þingið telur, að hrinda
beri að fullu í framkvæmd sam-
þykkt 27. þings ASÍ, um skipulag
verkalýðssamtakanna.
20. þing A.N. telur að tillaga
II. frá milliþinganefnd um skipu-
lagsmál, sem lögð var fyrir 27.
þing ASÍ sé nothæfur grundvöll-
ur að breyttu skipulagi hreyfing-
arinnar og leggur til að næsta
þing ASÍ gangi frá samþykktum
um skipulag á grundvelli hennar.
20. þing A.N. skorar á verka-
lýðsfélögin í landinu að vinna
ákveðið að þvf að kynna framan-
greind drög að skipulagi hreyf-
ingarinnar. í þeim tilgangi verður
A.S.Í. að gangast fyrir víðtæku
kynningarstarfi og umræðum inn-
a’n hreyfingarinnar með það að
markmiði að næsta þing A.S.Í.
fjalli um og taki ákvarðanir um
skipulagsmálin.
20. þing A.N. samþykkir, að á
meðan ekki hafa verið gerðar
breytingar á skipulagi verkalýðs-
samtakanna í þá átt sem fjallað
er um í fyrri hluta ályktunar þess-
arar, skuli rekstur sambandsins
var óbreyttur og samkvæmt fyrir-
liggjandi fjárhagsáætlun næsta
rekstrartímabil.
Þóra Hjaltadóttir er í ræðustól og Guðmundur Ó. Guðmundsson þingforseti
er henni á hægri hönd.
Mörg byggðarlög á landsbyggð-
inni hafa ómetanlega þýðingu
fyrir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar
og myndi röskun búsetu þar geta
haft ófyrirséðar efnahagslegar
afleiðingar.
Ályktun um
Alþýðubankann
20. þing A.N. lýsir ánægju
sinni með starfsemi Alþýðubank-
ans og fagnar þeirri þróun sem
orðið hefur á rekstri hans á þessu
ári sem bendir til batnandi
afkomu. Þingið hvetur verkalýðs-
hreyfinguna alla til að standa
vörð um framtíð bankans, m.a.
með því að bæði verkalýðsfélög
og launþegar almennt beini þang-
að viðskiptum sínum.
Ályktun um
skipulags-
og fjármál
Sambandsstjórn
Miðstjórn:
Þóra Hjaltadóttir, Akureyri, formaður
Snær Karlsson, Húsavík, varaformaður
Sævar Frímannsson, Akureyri, ritari
Hafþór Rósmundsson, Sigluf., meðstj.
Kristín Hjálmarsdóttir, Ak., meðstj.
Varamenn í miðstjórn:
Guðjón Jónsson, Akureyri
Kristín Bjarnadóttir, Sauðárkr.
Páll Reynisson, Akureyri
Sambandsstjórn auk
miðstjórnar:
Aðalhéiður Árnad., Verkakv.fél, Aldan
Gísli Friðfinnsson, Sjómannafél. Ólafsfj.
Guðný Sigurðard., Verkalýðsfél. Húsav.
Guðrún Skarphéðinsdóttir, Einingu
Sævar Bjarnas., Verkalýðsfél. Skagastr.
Jóna Steinbergsdóttir, F.V.S.A.
Jón Karlss., Verkam.fél. Fram Sauðárkr.
Auður Ásgrímsd., Verkal.fél. Raufarh.
Aðalheiður Porleifsdóttir, Einingu
Sigurður Ingólfsson, Iðju
Varamenn í sambandsstjórn:
Kristinn Jóhannsson, Verkal.fél. Þórsh.
Agnes Gamalíelsd., Vérkalýðsfél. Ársæll
Sigríður Friðriksd., Verkal.fél. A.-Húnv.
Matthildur Sigurjónsdóttir, Einingu
Þórir Snorrason, Einingu
Endurskoðendur:
20. þing Alþýðusambands
Norðurlands, haldið á Akureyri
9.-10. október 1987, telur brýnt
að verkaýðshreyfingin fari að
Sigrún Lárusdóttir, Einingu
Guðm. Ó. Guðmundss., Trésmiðafél. Ak.
Til vara:
Jón Helgason. Einingu.
. 14. október 1987 — DAGUR — 7
„Markaður notaðra bíla að þyngjast,“ segir Ellert Guðjónsson, framkvæmdastjóri Þórshamars hf.
- rætt við Ellert Guðjónsson, framkvæmdastjóra Þórshamars hf.
á fólki að fjármagna bílakaup
sín?
„Nei, það virðist ekki vera
enda er auðveldara að fá peninga
að láni nú en oft áður og ef fólk
er skynsamt í fjárfestingum og
fer ekki yfir þau mörk sem því
eru möguleg þá gengur dæmið
upp. En ef fólk fjárfestir urn of
þá hrynur dæmið auðvitað."
- Tökum dæmi um mann sem
á bíl upp á 200 þúsund krónur.
Hann kaupir bíl sem kostar 700
þúsund. Þarna er um verulegan
misrnun að ræða.“
„Þetta mikið stökk er ekki
algengt og þó, menn geta oft
borgað 200 til 400 þúsund krónur
í milli. Ýmsarfjármögnunarleiðir
koma til greina til að brúa milli-
gjöfina. Ef fólk á góðan bíl sem
það endurnýjar kannski á 2 til 4
ára fresti þá er slíkt á engan máta
óvenjulegt miðað við þann lífs-
máta sem algengur er í dag. Það
að eiga einn bíl er ekkert „flott“,
jafnvel þó hann kosti 6-7 hundr-
uð þúsund krónur. Bíla þurfum
við að eiga, það er ekki orðin
nein undankomuleið með það.
Venjulegt heimili þarf að eiga
einn til tvo bíla nú á dögum, eftir
fjölda heimilisfólks."
- Finnst þér bílaumboðin hafa
teygt sig óeðlilega langt til að
geta komið vöru sinni út, þar á ég
við rúm greiðslukjör og slíkt?
„Menn hafa auðvitað reynt
alls konar sölutrix og verið getur
að í sumum tilvikum hafi kaup-
andinn ekki alveg áttað sig á
hvernig kjör þetta væru. Maður
hefur heyrt um hluti eins og
greiðslu eftirstöðva á tveimur
árum o.s.frv. Við hjá Þórshamri
gerum viðskiptavinum okkar
ljóst á skýran hátt hvað um er að
ræða í hverju tilviki. Þetta þýður
m.ö.o. að viðskiptavinurinn viti
að það kostar peninga að fá
aðra peninga að láni og að þeir
geri sér grein fyrir því hvort þeir
geti staðið við sínar skuldbind-
ingar. Það er okkar hagur eins og
viðskiptavinarins að hann geti
staðið við sitt. En það hefur ekki
borið á því að fólk hafi staðið sig
illa með afborganir þrátt fyrir
mikla söluaukningu á nýjum
bílum.“ EHB
Árið 1987 er þegar orðið metár
í bílainnflutningi þó að enn sé
langt frá því að endanleg tala
um innflutning liggi fyrir þetta
ár. Nú þegar hafa verið fluttar
inn 2000 fleiri bifreiðar en allt
árið í fyrra sem var þó metár.
Þessi aukni innflutningur hefur
á sér margar hliðar. Ellert
Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Þórshamars hf. á Akur-
eyri, svaraði nokkrum spurn-
ingum blaðamanns á dögunum
um bflainnflutning, söluhorfur
o.fl. sem tengist markaðsmál-
um bifreiða.
„Varðandi þessa miklu aukn-
ingu í sölu bifreiða þá held ég að
salan hljóti að dragast eitthvað
saman frá því sem nú er. Við á
Þórshamri fáum t.d. ekki meira
af bílum en það að þeir eru allir
fyrirfram seldir, þá er ég að tala
um Ho’nduna. Hér hafa verið
biðlistar frá því 1988 módelið
kom til í haust. Nú þegar hafa
verið pantaðir bílar úr desember-
sendingunni og í heild munum
við selja um 50 bíla á þessu ári af
gerðinni Honda.“
- Stendur fólk oftast við þess-
ar pantanir?
„Yfirleitt stendur fólk við sínar
pantanir hjá okkur.“
- Takið þið gamla bíla upp í
nýja?
„Já, við höfum tekið bíla, sér-
staklega eldri Hondur, upp í nýja
en þetta er orðið dálítið erfiðara
núna en það var. Við höfum tals-
verða aðgát á okkur hvað þetta
varðar því svo virðist sem mark-
aður notaðra bíla sé að
þyngjast.“
- En menn sem eiga bíla sem
þið eruð með umboð fyrir eiga
rétt á skiptum?
„Já, við skoðum það dæmi allt-
af en svo er annað mál hvort
mönnum líkar það verð sem
umboðin bjóða fyrir notaða bíla.
Hagkvæmast fyrir alla er auðvit-
að að selja á frjálsum markaði,
þetta vita allir. En við gefum
mönnum sem sé kost á þessu ef
þeir eru með sæmilega góða
bíla.“
- Hefur þú trú á að verulegur
afturkippur eigi eftir að koma í
bílasölu eftir þann hastarlega
vöxt sem verið hefur á þessu
sviði?
„Ég veit ekki hvort rétt sé að
segja að verulegur afturkippur
komi í söluna en hún hlýtur að
síga út á normalt plan; verða
eðlileg miðað við endurnýjunar-
þörf. Bílar hljóta alltaf að seljast
í vissu magni ár hvert þó einhver
munur verði milli ára en það
verða ekki svona stórir toppar
eins og gerðist í ár og í fyrra. En
það virðist vera erfitt að spá á
þessum vettvangi."
- Það virðist ekki standa neitt
Verið að „gera klárt“ fyrir afhendingu.
„Ekkert flott að eiga
einn bíl í dag“