Dagur - 14.10.1987, Blaðsíða 9
Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
14. október 1987 - DAGUR - 9
Knattspyrna:
Unglingalands-
liðin í eldlínunni
- U-21 árs liðið leikur við Tékka í kvöld og
drengjalandsliðið við Svía á morgun
Þorvaldur Örlygsson KA-maður er í
hópnum sem mætir Tékkum í
kvöld.
Enska knattspyrnan:
Aldridge
markahæstur
Það ei ekki Isægl ai) se&ja
annað en að John Aldridge
sein Liverpool keypti Irá
Oxford á síðasta keppnis-
tímabili hail náð að fylia upp
í það skarð sem markavélin
lan Rush skildi eftir sig hjá
félaginu. Aldridge er nú
markahæstur í 1. deild, með
11 mörk.
Brian McClair sem lcikur nú
sitt fyrsta keppnistímabil með
Manchester United hefur einnig
verið iðinn upp við mark and-
stæðinganna og skorað 10 mörk
etns og Gordon Durie hjá
Chclsea. Annars cr röð marka-
hæstu leikmanna 1. dcildar
þessi:
John Aldridge Liverpool 11
Brian McClair Man.Utd. 1»)
Gordon Dttrie Chelsea 10
Nico Clacscn Töttenham 8
Gary Bannister Q.P.R. 7
John Fashanu Wintbledon 7
Kcrry Dixon C.'helsea 7
Graeme Sharp Everton 7
Steve Nicol Liverpool 7
Eggert Tryggvason KA-maður og Aðalbjörn Svanlaugsson Þórsari, verða í baráttunni með liðum sínum í kvöld.
Mynd: RÞ
Heil umferð í 1. deildinni í handbolta í kvöld:
Tekst Akureyrarliðunum
að hrista af sér slenið?
- KA fær UBK í heimsókn en Þór sækir KR heim
í kvöld fer fram heil umferð í
1. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik. í íþróttahöllinni á
Akureyri leika KA og UBK kl.
20, KR og Þór leika í Laugar-
dalshöll kl. 20.15 og einnig
Fram og Víkingur kl. 21.30,
Stjarnan og FH í Kópavogi kl.
20 og Valur og ÍR á Hlíðar-
enda kl. 18.
Árangur Akureyrarliðanna
KA og Þórs hefur valdið miklum
vonbrigðum. Þórsurum var að
vísu ekki spáð góðu gengi og
flestir á því að liðið félli beint
niður aftur. Og miðað við það
sem liðið sýndi gegn ÍR er varla
von á öðru en að sú spá rætist.
Þórsarar hafa þó ekki leiðið illa í
öllum leikjunum þremur, liðið
sýndi ágæta takta á köflum bæði
gegn FH og Val en það er bara
ekki nóg, þar sem báðir leikirnir
töpuðust.
KA-menn voru að margra mati
taldir líklegir til afreka í vetur.
En miðað við það sem liðið hefur
sýnt nú í upphafi móts, bendir
fátt til þess að sú spá rætist.
Jakob Jónsson ein aðalskytta
liðsins meiddist illa í leiknum
gegn Val og leikur ekki meira
með liðinu á þessu ári. Brynjar
Kvaran markvörður og þjálfari
liðsins hefur átt við meiðsli að
stríða að undanförnu en verður
að öllum líkindum með í kvöld.
Pétur Bjarnason meiddist einnig
fyrir skömmu en er farinn að
leika á ný þrátt fyrir að hafa ekki
náð sér að fullu. Ofan á allt þetta
hefur leikmönnum liðsins gengið
illa að stilla saman sína strengi og
ekki náð að sýna sitt rétta andlit.
KA-UBK:
í kvöld mætir KA liði Breiða-
bliks á Akureyri. Eftir tap gegn
KR í fyrsta leik mótsins hafa
Blikarnir tekið sig heldur betur á
og unnið bæði Stjörnuna og
Fram. Búast má við hörkuleik í
Höllinni en KA-menn verða að
leika á fullri ferð frá fyrstu mínútu
ef þeim á að takast að Ieggja
Blikana að velli.
KR-Þór:
Eftir að hafa tapað fyrir ÍR um
helgina sitja Þórsarar stigalausir á
botni deildarinnar. KR-ingum er
ekki spáð góðu gengi og flestir
reikna með því að þeir verði í
fallbaráttu. Liðið sigraði UBK í
fyrsta leik mótsins en hefur tapað
fyrir Víkingi og FH síðan. Þórs-
arar eiga möguleika gegn KR-
ingum á góðum degi en takist
þeim hins vegar ekki að ná stigi
eða stigum í kvöld er staða þeirra
orðin allt annað en glæsileg.
Stjarnan-FH:
Aðalleikur kvöldsins er án efa
viðureign Stjörnunnar og FH í
Kópavogi. FH-ingar tróna á
toppi deildarinnar með fullt hús
stiga og virðast til alls líklegir.
Þeir hafa þó ekki leikið gegn
þeim liðum sem spáð er hvað
bestu gengi í vetur og það getur
því margt breyst enn. Stjörnu-
menn hafa sótt í sig veðrið og um
helgina gerðu þeir sér lítið fyrir
og lögðu íslandsmeistara Víkings
að velli. Það verður því örugg-
lega mikið fjör í Digranesi í
kvöld.
Fram-Víkingur:
Leikmenn Fram hrynja niður
einn af öðrurn og nú eru fjórir
lykilmenn liðsins á sjúkralista.
Birgir Sigurðsson handarbrotn-
aði í leik gegn KA á miðvikudag-
inn var en fyrir á þessum fræga
lista voru þeir Atli Hilmarsson,
Egill Jóhannesson og Hannes
Leifsson. Víkingar verða örugg-
lega í hefndarhug eftir tapið gegn
Stjörnunni og ættu að vinna
Framara.
Valur-ÍR:
Valsarar söltuðu KA-menn um
helgina og virðast vera að ná
fullri siglingu. í kvöld fá þeir ÍR-
inga í heimsókn í nýja íþróttahús-
ið sitt á Hlíðarenda. Þrátt fyrir að
ÍR hafi unnið Þór um helgina er
ekki líklegt að liðið standi í Val.
Sigri Valur ÍR og ef önnur úrslit í
kvöld verða liðinu hagstæð situr
það á toppnum að lokinni þessari
4. umferð.
í kvöld leika landslið íslands
og Tékkóslóvakíu, skipuð ieik-
mönnum 21 árs og yngri lands-
leik í knattspyrnu. Leikurinn
sem er liður í Evrópukeppn-
inni fer fram í Tékkóslóvakíu.
Gengi íslenska liðsins hefur
verið nokkuð gott á þessu ári.
Liðið vann sigur á Dönum úti
3:1 í lok ágúst en gerði jafntefli
á Akureyri við bæði Dani og
Finna. Liðið gerði 0:0 jafntefli
við Dani í lok júní og 2:2 jafn-
tefli við Finna í byrjun ágúst. í
fyrrahaust tapaði liöið hins
vegar stórt fyrir Tékkum á
Akureyri 4:0.
Nokkrar breytingar hafa orðið
á hópnum sem valinn var upphaf-
lega fyrir leikinn við Tékka á
morgun. Má þar nefna að Sigur-
óli Kristjánsson Þórsari komst
ekki út vegna veikinda og ekki
heldur Andri Marteinsson KR-
ingur sem á við meiðsli að stríða.
Hópurinn er skipaður eftirtöld-
um leikmönnum:
Markverðir:
Ólafur Gottskálksson KA
Páll Ólafsson KR
Aðrir leikmenn:
Þorvaldur Örlygsson KA
Gauti Laxdal KA
Þorsteinn Guðjónsson KR
Haraldur Ingólfsson í A
Einar Páll Tómasson Val
Rúnar Kristinsson KR
Kristján Gíslason FH
Ólafur Þórðarson ÍA
Sævar Jónsson Val
Jón Grétar Jónsson Val
Ragnar Margeirsson Fram
Valdimar Kristófers. Stjörnunni
Júlíus Tryggvason Þór
Þorsteinn Halldórsson KR
Drengjalandsleikur
við Svía á morgun
Á morgun leikur drengjalandslið
Islands í knattspyrnu landsleik
við Svía. Leikurinn er seinni
viðureign liðanna í Evrópu-
keppninni og fer fram í Svíþjóð.
Fyrri leik liðanna sem fram fór á
Valbjarnarvelli fyrir skömmu
lauk með jafntefli 3:3. íslenska
liðið átti mun meira í þeim leik
og var óheppið að sigra ekki.
Vonandi tekst okkar mönnum
betur upp á morgun.
Lárus Loftsson hefur valið 16
leikmenn í leikinn og þar á meðal
eru tveir Akureyringar, þeir Karl
F. Karlsson úr KA og Axel
Vatnsdal úr Þór. Aðrir í hópnum
eru:
Markverðir:
Ólafur Pétursson ÍBK
Vilberg Sverrisson Fram
Aðrir leikmenn:
Arnar Grétarsson UBK
Arnar Gunnlaugsson ÍA
Halldór P. Kjartansson UBK
Bjarki Gunnlaugsson ÍA
Nökkvi Sveinsson 'Tý
Sigurður Þ. Sigursteinsson ÍA
Ríkharður Daðason Fram
Steinar Þ. Guðgeirsson Fram
Þorsteinn F. Bendir Fram
Vilhjálmur H. Vilhjálmss. Fram
Valgeir Reynisson Selfossi
Þeir Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir frá Akranesi eru tví-
burar og mun þetta vera í fyrsta
skipti sem tvíburar eru valdir í
íslenskt landslið í knattspyrnu.
KA - Breiðablik
í íþrottahöllinni í kvöld kl. 20.00
Komið og sjáið spennandi leik
íslandsmótið í handknattleik 1. deild