Dagur - 14.10.1987, Blaðsíða 5
14. október 1987 - DAGUR - 5
hann ekki. Ég vildi ekki fara
heim með barn sem var svona
afmyndað. Ég horfði á hinar
mæðurnar með fallega sköpuðu
börnin sín og komst ekki hjá því
að hugsa hversu óréttlátt þetta
væri.
Seinna sögðu læknar mér að
hann ætti við fleiri vandamál að
stríða og voru í vafa um að hann
myndi lifa.“
William vantaði 5 bein, tvö úr
handleggjunum, tvö úr fótleggj-
unum og eitt úr nefinu. En hann
var fullkomlega andlega heill.
Móðir hans sagði: „Eftir fyrsta
áfallið, ákváðum við að við vild-
um eiga hann og reyna að hjálpa
honum eins og við gætum. Við
gátum ekki yfirgefið hann. Næstu
18 mánuðina gekkst hann undir
ótal aðgerðir og þurfti ofan á allt
annað að vera heilt ár í gipsi.
Þegar ég loks fékk að fara með
hann heim, var mér sagt að
leggja hann á gólfið þegar ég
mataði hann, því þar færi best
um hann!
í gegnum árin hefur hann þurft
að vera í stöðugum meðferðum,
en þrátt fyrir það berst hann
áfram. Hann lifir lífinu og nýtur
frelsisins. Og hundurinn Timmy
hefur aldrei áður fengið eins mik-
ið af löngum gönguferðum."
Hundurinn Timmy fær nú meira af
löngum gönguferðum.
Fjarlagafrum-
varpið mun
verða hitamál
- Mikiö um stefnumarkandi breytingar
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar var lagt fram á Alþingi
í gær. Þetta er mikið plagg upp
á tæpar 340 síður þannig að
það mun taka tíma fyrir stjórn-
arandstöðuna að kynna sér
hugmyndir ríkisstjórnarinnar í
fjármálum. Samkvæmt þessum
fjárlögum eiga þau að vera
hallalaus og er langt síðan það
gerðist síðast. Mikið er um
róttækar ráðstafanir til þess að
svo megi verða og mun m.a.
starfsemi stofnana eins og
Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins, Veiðimálastofnun-
ar og Iðntæknistofnunar verða
tekin til endurskoðunar.
Ekki er ólíklegt að miklar og
heitar umræður verði um þetta
frumvarp Jóns Baldvins Hanni-
balssonar á þessu þingi því
óvenju mikið er um stefnumark-
andi breytingar frá fyrri fjárlaga-
frumvörpum. Þar má í fyrsta lagi
nefna jöfnuð í ríkisfjármálum.
Samkvæmt frumvarpinu verða
engin ný erlend lán tekin og er
það hluti af aðgerðum til að
draga úr þenslu í þjóðfélaginu.
í öðru lagi er hlutverk ríkisins
skilgreint upp á nýtt og verkefn-
um raðað í nýja forgangsröð. Það
þýðir að verulega verður dregið
úr tilfærslum á fjármagni til
atvinnuvega og fyrirtækja. Þar
má nefna að niðurgreiðslur og
útflutningsbætur lækka að raun-
gildi. Framlög samkvæmt jarð-
ræktarlögum lækka, styrkir sam-
kvæmt búfjárlögum afnumdir og
framlög til Áburðarverksmiðj-
unnar felld niður. Framlög til
iðnráðgjafa verða afnumin og
endurgreiddur söluskattur í sjáv-
arútvegi mun verða helmingi
lægri en á þessu ári.
I þriðja lagi er gert ráð fyrir
heildarendurskoðun á tekju-
öflunarkerfi ríkissjóðs. Skatta-
kerfið mun verða einfaldað og
fækkað er frádráttarheimildum
fyrirtækja. Er það liður í endur-
skoðun tekju- og eignaskatts
atvinnurekstrar. Eru þetta fyrstu
skrefin í þá átt að taka upp virð-
isaukaskatt en ríkisstjórnin mun
að öllum líkindum flytja frum-
varp þar að lútandi á þessu þingi.
I fjórða lagi er gert ráð fyrir
kerfisbreytingum í ríkisrekstri.
Gerðar verða auknar kröfur um
sjálfstæði og rekstrarábyrgð
ríkisstofnana. Einnig er ætlast til
að ríkisfyrirtæki skili arði í ríkis-
sjóð. Þá er gert ráð fyrir því að
selja ríkisfyrirtæki sem betur
væru sett í höndum almennings.
Þar má nefna fyrirhugaðar breyt-
ingar á Bifreiðaeftirliti ríkisins.
Ennfremur eru felldar niður
flestar heimildir fjármálaráð-
herra til niðurfellingar aðflutn-
ingsgjalda og söluskatts skv. 6.gr.
Þetta þýðir að draga mun stór-
lega úr svokölluðum aukafjár-
veitingum sem margfrægar eru.
Annað sem vert er að minnast
á í þessu frumvarpi er valddreif-
ing til sveitarfélaganna. Gert er
ráð fyrir að sveitarfélögum verði
veittur ákvörðunarréttur yfir
mikilvægum málaflokkum t.d.
heilsugæslu. Allir beinir styrkir
til tilraunabúa landbúnaðarins,
nema Sámsstaða, munu verða
afnumdir.
Ekki er þó bara skorið niður.
Framlög til húsnæðismála og til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
munu verða aukin. Framlög til
samgöngumála munu verða auk-
in um tæp 20% og ekki er ólík-
legt að göngin í gegnum Ólafs-
fjarðarmúla verði hluti af þessari
aukningu. Hvað sem öðru líður
þá eru margar róttækar breyting-
ar í þessu frumvarpi og ekki lík-
legt að fjármálaráðherra kom
þessu frumvarpi þegjandi og
hljóðalaust gegnum Alþingi. AF
ÖKUM EINS OG MENN!
Drögum úr hraða
ökum af skynsemi!
UUMFERÐAR
RÁÐ
NQRÐLENSKUR TOLVUPAPPIR
- SÉRPRENTUN - LAGERVARA -
EFLUM NORÐLENSKAN IÐNAÐ OG ÞJONUSTU
PRENTLUNDUR sr 96-26511
VIÐJULUND! 2A ■ AKUREYR! 96-26987
LYFTARAR
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns-
og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft-
ara.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu. „
LYFTARASALAN HF. _________________|
Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655.
u
FUNDUR
Eiginkonur meistara í Meistarafélagi bygginga-
manna Norðurlandi!
Áríðandi félagsfundur verður haldinn að Hótel KEA
fimmtudaginn 15. október kl. 20.30.
Rætt verður um undirbúning Iðnþings íslendinga sem
haldið verður í október.
Mætum allar stundvíslega. Stjórnin.
AIVTNNA
Nú er vetur konungur
að taka völdin
og mál til komið að fá sér
góöa vinnu
inni I hlýjunni.
★
Við getum bætt við starfsfólki
við ýmiss störf,
sérstaklega á dagvaktir.
Aðrar vaktir koma þó einnig
til greina.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
IÐNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900
Breyttur opnunartími
á laugardögum
Frá og með laugardeginum
17. október verður verslunin opin
frá kl. 10-14
Röng mynd frá Laufskálarétt
I blaðinu á mánudag birtist röng mynd með grein frá Laufskálarétl. Þar átti
að vera mynd af Steinþór bónda í Kýrholti t.h. þar sem hann fær aðstoð til
að handsama eitt hrossa sinna, en í staðinn birtist mynd, líklega af Magnúsi
Jóhannssyni. Rétta myndin er að ofan og leiðréttist þetta hér ineð.
HAGKAUP Akureyri