Dagur


Dagur - 21.10.1987, Qupperneq 1

Dagur - 21.10.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 21. október 1987 200. tölublað Filman þin á skiiiö þaö besta / Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 - Pósthólf 196 gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frákl. 9-12. segir Þórhallur Jónasson hjá SR á Siglufirði „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. En við von- umst til að fá loðnu í næstu Dræm rjúpnaveiði - við upphaf vertíðar Rjúpnavertíðin sem byrjaði á fimmtudag í fyrri viku virðist ekki hafa byrjað með neinni fádæma góðri veiði. Dagur hefur spurnir af nokkrum veiðimönnum í Þingeyjarsýsl- um sem fengu allt frá einni upp í fimmtán rjúpur yfir daginn sem sennilega verður að teljast í lakari kantinum. Einar Long í skotfæraversl- uninni Eyfjörð á Akureyri sagði í samtali við blaðið að mikið hefði verið farið til rjúpna fyrstu dagana sem leyfilegt var að skjóta en svo virtist sem menn hafi ekki haft árangur sem erfiði. „Þess ber náttúrlega að gæta að veður hafa verið mjög óhag- stæð þessa fyrstu daga þannig að reynslan á þetta er ekki kom- in enn. Hitt er svo annað mál að maðtir hefur ekki heyrt að það hafi sést mjög mikið af rjúpunni á þeim svæðum sem menn hafa farið þ.e. bæði hér austur og vestur um,“ sagði Einar. viku ef tíðin skánar og skipin komast á veiðar,“ sagði Þór- hallur Jónasson hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglu- firði í samtali við Dag. Þangað hefur engin loðna borist á þessari haustvertíð, en á sama tíma í fyrra hafði verið landað þar 70 þúsund tonnum. „Það er ekki laust við að við séum að verða alvarlega svekktir því við erum ekki búnir að fá neitt upp í fyrirfram- samninga sem við höfum gert og þurfum að standa skil á. Ef ekki rætist eitthvað úr málunum í þessum mánuði verður útlitið orðið dökkt og svona er þetta auðvitað hjá fleiri verksmiðjum." Aðspurður sagði Þórhallur að næg vinna hefði verið hingað til hjá starfsmönnum verksmiðjunn- ar, við viðhald ýmiss konar. Starfsmenn vélaverkstæðisins hafa unnið mikið síðustu mánuði við viðhald og endurbætur í verk- smiðjunum fyrir austan, á Rauf- arhöfn, Seyðisfirði og Reyðar- firði. T.d. hefði verið sett ný soð- stoð í verksmiðjuna á Raufar- höfn. Á Siglufirði hefur verið mikil vinna í sumar og haust við niðurrif á Pálsverksmiðjunni gömlu, svokölluðu. -þá Vilja Ullariðnaður SÍS og Álafoss renna saman í eitt fyrirtæki á næstunni. Nýja fyrirtækið hefur ekki hlotið nafn ennþá en þessi mynd er tekin í vefsal ullariðnaðardcildarinnar á Akureyri. Mynd: ehb Rækjuframleiðendur: 50% af rækjukvóta „Erum að verða alvarlega svekktir" - telja að annað muni leiða til byggðaröskunar Sennilega má búast við að rjúpnaveiðimenn verði mikið á ferðinni næstu helgar ef veður leyfir. Vert er að minna menn á auglýsingar landeigenda um leyfi til rjúpnaveiði sem birtast í dagblöðunum. JÓH „Það er lítilsvirðing við öldr- unarráð og ekki síst formann þess að ganga framhjá ráðinu á þennan hátt. Hætt er við að formönnum og nefndarmönn- um í nefndum og ráðum bæjar- ins þætti sér freklega misboðið ef slík vinnubrögð væru við- höfð gagnvart þeim,“ sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi, á bæjarstjórnar- fundi í gær. Tilefni ummælanna - en þeim var beint til bæjarstjóra - var bókun öldrunarráðs frá 13. okt. Bókunin var gerð vegna fréttar í í gær var haldinn á Akureyri fundur rækjuframleiðenda á Norðurlandi og Vestfjörðum vegna umræðna um takmörk- un rækjuveiða í mótun nýrrar Degi um að verktaki við Hlíð hafi sent öldrunarráði bréf vegna verkloka við dvalarheimilið og samið við bæjarstjóra um frest til verkloka. Þótti öldrunarráði að vonum framhjá sér gengið því umrætt bréf hafði aldrei komið fyrir augu meðlima þess. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, svaraði því til að hann væri í raun yfirframkvæmdastjóri yfir öllum verklegum framkvæmdum á veg- um bæjarins. Mál þetta væri tæp- lega á verksviði öldrunarráðs og hefði hann sinnt umræddu bréfi - sem hefði verið stílað til húsa- meistara - með viðtali við fiskveiðistefnu. Fundurinn samþykkti samhljóða að ef kvóti verður settur á veiðar úthafsrækju á næsta ári þá sé eðlilegt að rækjuframleiðend- starfsmann þeirrar stofnunar og samkomulagi við verktaka. Síðan lét bæjarstjóri þau orð falla að ef pólitískar nefndir á vegum bæjar- ins ætluðu að vera með nefið ofan í smáatriðum skyldu nefnd- armenn fá sér annan bæjarstjóra og standa sjálf í framkvæmdum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir átaldi bæjarstjóra fyrir óskýran málflutning og ítrekaði að framhjá öldrunarráði hefði verið gengið. Bað hún bæjarstjóra að utskýra nánar hvað hann ætti við en af því varð þó ekki á fundin- um. Formaður öldrunarráðs tók ekki til máls á fundinum. EHB ur fái ráðstöfunarrétt á 50% þess sem veiða má. Rækjuframleiðendur hafa áður lýst þeirri skoðun sinni að þeim beri að fá hluta af hugsan- legum rækjuveiðikvóta. Á fund- inu urðu menn sammála um að fara fram á 50% en að sögn Kristjáns Ármannssonar fram- kvæmdastjóra Sæbliks hf. á Kópaskeri telja sumir í þeirra hópi auðvelt að færa rök fyrir því að verksmiðjurnar fái allan kvót- ann líkt og nú gildir með veiðar á innfjarðarækju. „Það sem menn óttast mest, ef skipin fá allan kvótann, er byggðaröskun sem af því hlýst. Þó svo að mest af rækjunni sé veitt hér norðanlands þá hefur það tíðkast að hluti aflans sé fluttur suður á land á bílum. Menn óttast að hafi heimamenn ekki eitthvert vald yfir þessu þá standi þeir á endanum uppi alls- lausir,“ sagði Kristján og nefndi til hliðsjónar að humarveiðar við Suðurland væru eingöngu heimil- ar bátum á því svæði. Hann sagði ennfremur að þó að menn væru auðvitað misjafnlega ánægðir með kvótann þá væru þeir sam- mála að við hann yrði að búa. Á landinu eru nú um 40 rækju- vinnslur en á Vestfjörðum og Norðurlandi eru þær rúmlega 20 talsins. Á fundinum voru mættir fulltrúar flestra vinnslustöðva á svæðinu og var nefnd skipuð til að vinna að tillögum um út- hlutunina og leggja þær fyrir ráð- gjafanefnd um mótun fiskveiði- stefnu. ET Miðbæjar- blað á morgun Með Degi á morgun fylgir sér- stakt blað um miðbæ Akureyrar. Blaðið er sérstaklega tileinkað verslun í Miðbænum og er þar að finna kynningu á öllum helstu verslunum Miðbæjarins í máli og myndum. Rætt er við eigendur og/eða verslunarstjóra og kemur margt forvitnilegt í ljós. Miðbæjarblað Dags er tuttugu síður að stærð. Akureyri: Öldrunarráð lítilsvirt - „Mál sem þetta tæplega á vegum ráðsins,“ segir bæjarstjóri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.