Dagur - 21.10.1987, Síða 9

Dagur - 21.10.1987, Síða 9
Jþróttir. Umsjón: Kristján Kristjánsson Vfi-yt v-vkv.’/W'. to ^ yjri\Ari n 21. október 1987 - DAGUR - 9 „Starfsgmndvellinum nánast kippt undan mótanetnd" —segir Jón H. Guðmundsson formaður mótanefndar HSI en stjórn HSÍ hefur frestað leikjum í 1. deild í óþökk mótanefndar „Það eru aðrir en mótanefnd farnir að ráðskast með íslands- mótið og það er hlutur sem ég er alls ekki sáttur við. Ég sá enga ástæðu til þess að fresta þessum leikjum og var því alfarið á móti því,“ sagði Jón H. Guðmundsson formaður mótanefndar HSÍ í samtali við Dag í gær. Stjórn HSÍ hefur ákveðið að fresta nokkrum leikjum í 6. umferð 1. deildar vegna ferða A-landsIiðsins til Sviss og piltalandsliðsins til Þýskalands í þessari viku og er það gert þrátt fyrir mótmæli mótanefndar. „Þessi vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur og því má spyrja til hvers er mótanefndin og hvert er hlutverk hennar. Við vissum af þessum ferðum lands- liðanna þegar við röðuðum niður í mótið og þetta átti allt að ganga upp,“ sagði Jón ennfremur. - Hyggst þú segja af þér sem formaður mótanefndar vegna þessa máls? „Ég hafði hótað því að segja af mér en hef verið beðinn að íhuga það mál betur og mun gera það. Það er komin upp mjög slæm staða í mótanefnd og það er nán- ast búið að kippa starfsgrundvell- inum undan nefndinni. FH-ingar sóttu á sínum tíma um frestun á leiknum við KA vegna þessara ferða en mótanefnd hafnaði því þá,“ sagði Jón H. Guðmundsson að lokum. Handbolti: Landsliðið keppir í Sviss Handknattleikslandslið íslands liðið tekur þátt í fjögurra liða hélt í morgun til Sviss, þar sem æfingamóti á næstu dögum. Á Alfreð Gíslason keppir með landsliðinu í Sviss en hann er í geysilega góðu formi um þessar mundir. föstudaginn mætir liðið A.- Þjóðverjum, Svisslendingum á laugardag og Austurríkis- mönnum á sunnudag. Auk leikjanna mun liðið æfa af krafti. Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari valdi 15 leikmenn til far- arinnar og auk þess einn til vara. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson Val Guðmundur Hrafnkelsson UBK Gísli Felix Bjarnason KR Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH Bjarni Guðmundsson W.Eickel Karl Þráinsson Víkingi Sigurður Gunnarsson Víkingi Alfreð Gíslason Essen Páll Ólafsson Dusseldorf Guðmundur Guðm.ss. Víkingi Kristján Arason Gummersbach Geir Sveinsson Val Sigurður Sveinsson Lemco Júlíus Jónasson Val Jakob Sigurðsson Val Til vara valdi Bogdan Bjarka Sigurðsson úr Víkingi, þar sem ekki er víst að Bjarni Guðmunds- son geti verið með í mótinu. Sem fyrr er Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði liðsins. Haustmót BLÍ: Þróttur vann IS í úrslitum - KA vann Víking í keppninni um 5. sætið Þróttur frá Reykjavík sigraði á æflngamóti í blaki sem fram fór á Laugarvatni um síðustu helgi. Þar tóku þátt þau átta lið sem leika í 1. deild karla í vetur og var leikið í tveimur riðlum. Þróttarar hafa greini- lega á að skipa mjög sterku liði sem fyrr en liðið sigraði einnig á Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu og þá er liðið Islandsmeistari. Liðin átta sem tóku þátt í mót- inu um helgina voru Þróttur R, ÍS, HK, Fram, KA, Víkingur, HSK og Þróttur N. KA lék tvo leiki á föstudagskvöld, gegn Þrótti R og HK og tapaði þeim báðum 0:2. Á laugardaginn lék liðið þrjá leiki og vann þá alla. Fyrst sigraði liðið Víking 2:0 og síðan Þrótt N einnig 2:0. Þriðji leikurinn var síðan aftur gegn Víkingi og var sá leikur keppni um 5.-6. sætið á mótinu. KA- menn sigruðu 2:1 og höfnuðu því í 5. sæti. Það voru erkifjendurnir Þrótt- ur R og ÍS sem léku til úrslita, eins og svo oft áður. Það voru Þróttarar sem sigruðu í leiknum 2:1. Stúdentar sigruðu í fyrstu hrinunni en þá tóku Þróttarar leikinn í sínar hendur og unnu næstu tvær hrinur. HK og HSK léku um 3.-4. sætið og sigruðu HK-menn í þeim leik 2:0. Um 7.-8. sætið léku síðan Þróttur N og Fram og sigruðu Þróttarar 2:0. Keppni í 1. deild karla og kvenna á íslandsmótinu hefst um næstu helgi. Þá leika m.a. KA og Þróttur N í karla- og kvenna- flokki og fara leikirnir fram á Akureyri. Nánar verður sagt frá þeim leikjum í blaðinu á morgun. Handbolti kvenna: Þór - UBK Kvennalið Þórs sem tekur þátt í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik leikur sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld. Þá fær liðið Breiðablik í heimsókn og fer leikur liðanna fram í Skemmunni og hefst kl. 20. Eru félögin að taka völdin? Ástæðan fyrir því að stjórn HSÍ tekur fram fyrir hendurnar á mótanefnd, er sú að nokkur félaganna sem eiga menn í lands- liðunum tveimur, höfðu hótað því að gefa sínum mönnum ekki leyfi til að fara, nema leikjum lið- anna yrði frestað um einhverja daga. Leikirnir í 6. umferð 1. deildar áttu að fara fram á þriðjudag, miðvikudag og föstudag í næstu viku. Stjarnan og ÍR mætast á þriðjudaginn eins og til stóð enda á hvorugt liðið menn í landsliði. Á miðvikudaginn áttu að fara fram þrír leikir og hafa þeir allir verið færðir til. Breiðablik og Vík- ingur leika í Kópavogi fimmtu- daginn 29. okt. Fram og Þór leika í Laugardalshöll föstudaginn 30. október og einnig Valur og KR á Hlíðarenda. Sunnudaginn 1. nóv. lýkur síðan 6. umferð með viðureign KA og FH á Akureyri. Allt er þetta hið leiðinlegasta mál og það verður að teljast nokkuð einkennilegt þegar félög- in eru farin að setja HSÍ stólinn fyrir dyrnar hvað varðar val á leikmönnum f landslið. HSÍ bregst síðan við því á þann hátt að taka fram fyrir hendurnar á mótanefnd, sem er ekki síður alvarlegt mál. Þetta mál gæti dregið dilk á eftir sér og jafnvel orðið til þess að öll mótanefndin láti af störfum. Knattspyrna: Þorvaldur og Rúnar í landsliðið Þorvaldur Örlygsson úr KA og Rúnar Kristinsson úr KR hafa verið valdir í knatt- spyrnulandsliðið sem mætir Sovétmönnum á miðviku- daginn eftir viku. Þetta er í fyrsta siun sem þeir félagar eru valdir í A-landsliðið, enda mjög ungir að árum og eiga fast sæti í U-21 árs landsliðinu. Leikurinn sem er liður í Evrópukeppninni fer fram í Sovétríkjunum. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum og Ijóst er að ekki verður hægt að stilla upp okkar sterkasta liði. Marga snjalla leikmenn vantar, svo sem Ásgeir Sigur- vinsson, Pétur Ormslev, Pétur Pétursson, Sigurð Grétarsson og Sigurð Jónsson svo ein- hverjir séu nefndir. Sigfried Held hefur valið 16 leikmenn til fararinnar og eru þeir eftir- taldir: Markverðir: Bjarni Sigurðsson Brann Friðrik Friðriksson Fram Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohnsen Anderlecht Atli Eðvaldsson B.Uerdingen Guðni Bergsson Val Guðmundur Torfason Wintersl. Gunnar Gíslason Moss Halldór Áskelsson Þór Ólafur Þórðarson í A Ómar Torfason Olten Lárus Guðmundsson Kaisersl. Ragnar Margeirsson Fram Rúnar Kristinsson KR Sævar Jónsson Val Þorsteinn Þorsteinsson Frani Þorvaldur Örlygsson KA Held hefur valið Guðmund Steinsson úr Fram til vara, ef einhverjir ofantaldra dyttu út. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Þorvaldur og Halla jðfn Þorvaldur Þorvaldsson og Halla Halldórsdóttir urðu jöfn í get- raunaleiknum um helgina, bæði með 7 leiki rétta. Þau fá því að reyna með sér aftur í þessari viku. Verði jafnt aftur um næstu helgi, ræður hlutkesti því hvort þeirra heldur áfram. Þorvaldur er eins og áður hefur komið fram mikill Leedsari en liðið er ekki á seðlinum að þessu sinni. Halla er mikill aðdáandi Liverpool en hún á greinilega von á því að liðinu fari að fatast flugið, því hún spáir því tapi gegn Luton. En það verður fróðlegt að sjá hvort þeirra hefur betur að þessu sinni. Spá þeirra er þannig: Þorvaldur: Halla: Arsenal-Derby 1 Coventry-Newcastle 1 Everton-Watford 1 Luton-Liverpool 2 Nottm.Forest-Tottenham 1 Oxford-Charlton 1 Q.P.R.-Portsmouth 1 Sheff.Wed.-Norwich x Southampton-Chelsea x Birmingham-Middlesbro x Reading-Bradford 2 Shrewsbury-Oldham 1 Arsenal-Derby 1 Coventry-Newcastle 1 Everton-Watford 1 Luton-Liverpool 1 Nottm.Forest-Tottenham x Oxford-Charlton 1 Q.P.R.-Portsmouth 1 Sheff.Wed.-Norwich 1 Southampton-Chelsea 2 Birmingham-Middlesbro 1 Reading-Bradford 2 Shrewsbury-Oldham x Tipparar munið að skila seðlunuin inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.