Dagur - 21.10.1987, Síða 11
21. október 1987 - DAGUR - 11
Alyktanir kjördæmis-
þings Alþýðubandalagsins
- Norðurlandskjördæmi eystra, 17. október 1987
Fundur kjördæmisráðs varar við
þeirri miklu óvissu sem stefnt
er í með fjárhag sveitarfélaga á
næsta ári. A sama tíma og allt er
í óvissu með afkomu sveitarfélag-
anna vegna kerfisbreytinga í
skattheimtumálum á samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu að færa
viðamikil verkefni af ríkinu yfir
til þeirra. Þótt uppstokkun á
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga sé löngu tímabær er frá-
leitt að bjóða sveitarfélögunum
það eitt í staðinn fyrir aukin
verkefni að draga úr þjófnaði
ríkisins á lögboðnum tekjum
sveitarfélaganna með minni
skerðingu jöfnunarsjóðs.
Kjördæmisþingið vill einnig
sérstaklega mótmæla niðurskurði
fjárveitinga á sviði samgöngu-
mála, ekki síst til framkvæmda í
höfnum. Sú tala sem sýnd er í
nýframlögðu fjárlagafrumvarpi
lýsir algeru skilningsleysi á þörf-
um sveitarfélaganna við sjávar-
síðuna þar sem gífurleg þörf er
fyrir framkvæmdir og endurbæt-
ur á þessu sviði.
Einnig mótmælir kjördæmis-
þingið þeim harkalega niður-
skurði sem landbúnaðurinn verð-
ur fyrir í frumvarpi til fjárlaga og
sá niðurskurður í hróplegu ósam-
ræmi við þá erfiðleika sem við er
að etja í þeirri atvinnugrein.
Mótmæli við matarskattinum
Kjördæmisþingið fordæmir
áformaða skattheimtu af matvæl-
um og lýsir furðu sinni á því að
ráðherra flokks sem kennir sig
við jafnaðarmennsku og alþýðu
skuli hafa forgöngu um slíkt.
Fundurinn mótmælir einnig til-
burðum fjármálaráðherra til að
hóta samtökum launafólks með
þessari skattheimtu. Fundurinn
krefst þess að tilboði fjármála-
Akureyríngar
unnu Siglfirðinga
- í árlegri bæjakeppni í bridds
Um helgina reyndu Akureyr-
ingar og Siglfirðingar með sér í
sveitakeppni í bridds en
keppni þessi hefur farið fram
reglulega um langt árabil.
Akureyringar höfðu betur að
þessu sinni og sigruðu með 728
stigum gegn 672 stigum Sigl-
firðinga.
Alls tóku 10 sveitir þátt í
keppninni, 5 sveitir frá hvoru
bæjarfélagi.
Urslit urðu þessi:
Stig
1. Grettir Frímannsson, Akureyri 154
2. Árni Bjarnason, Akureyri 149
3. Níels Friðbjarnarson, Sigluf. 149
4. Bogi Sigurbjörnsson, Sigluf. 149
5. Þorsteinn Jóhannsson, Sigluf. 146
6. MagnúsAðalbjörnss., Akureyri 144
7. Gunnar Berg, Akureyri 138
8. Hellusteypan, Akureyri 127
9. Steinar Jónsson, Siglufirði 125
10. Georg Ragnarsson, Siglufirði 98
Sparisjóður Siglufjarðar gaf
veglegan farandbikar til keppn-
innar og verður hann varðveittur
á Akureyri fram til næsta hausts
a.m.k. en Siglfirðingar voru
handhafar bikarsins síðastliðin
tvö ár.
Fræðist um
Sovétríkin
Sovétríkin eru dularfull í aug-
um margra og tákna jafnvel
ánauð og ófrelsi. Með Gorba-
chev og „glasnost“ virðist
þjóðfélagið vera að opnast,
frelsi þegnanna að aukast svo
og upplýsingastreymi til ann-
arra landa. I kvöld getum við
fræðst nánar um Sovétríkin.
Alexander Vlasenko heldur
fyrirlestur á vegum Alþýðusam-
bands Norðurlands kl. 20.30 í
kvöld að Skipagötu 14, 4 hæð.
Hann fjallar sérstaklega um
sovésku verkalýðshreyfinguna á
tímum breytinga í þjóðfélaginu
og eru allir velkomnir á þennan
fyrirlestur. SS
Óskar eftir að ráða umboðsmann á Dalvík frá og
með 1. nóv. ’87. Upplýsingar gefur Hafdís Freyja
Rögnvaldsdóttir í síma 24222.
ráðherrans, um að falla frá
matarskattinum gegn hógværari
kaupkröfum og aukinni samn-
ingalipurð verkafólks, verði þeg-
ar í stað hafnað og mótmælt sem
ósvinnu og lítilsvirðingu við vinn-
andi fólk.
Kjaramál
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í N.e. lítur á
það sem höfuðverkefni í íslensku
efnahagslífi og þjóðlífi að stór-
hækka kaupmátt dagvinnulauna
og hverfa frá þeirri gegndarlausu
vinnuþrælkun sem nú viðgengst.
Fundurinn skorar á samtök
launafólks í landinu að sameinast
um kröfuna um mannsæmandi
laun fyrir 40 stunda vinnuviku.
Fundurinn bendir á þær alvar-
legu afleiðingar sem láglauna-
stefnan hefur haft í för með sér
fyrir opinbera þjónustu og fram-
leiðslugreinar, sérstaklega fisk-
vinnsluna. Fundurinn krefst þess
að gerðar verði sérstakar ráðstaf-
anir til að draga úr óhóflegu álagi
og löngum vinnutíma starfsfólks í
fiskvinnslu um leið og kjör þess
verði bætt. Einnig leggur fundur-
inn áherslu á nauðsyn þess að
opinberir aðilar séu samkeppnis-
færir við aðra um launakjör og
aðbúnað starfsfólks þannig að
unnt sé að halda uppi velferðar-
þjónustu í landinu með vel hæfu
starfsfólki sem ber úr býtum
mannsæmandi laun.
Kjördæmisþingið varpar fram
þeirri hugmynd að í næstu kjara-
samningum verði gengið frá sér-
stakri áætlun um stighækkandi
dagvinnulaun og styttingu vinnu-
vikunnar sem ásamt tryggingu
kaupmáttarins verði meginkrafa
verkalýðshreyfingarinnar í öllum
viðræðum og samningum við at-
vinnurekendur og ríkisvald á
næstu misserum.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
við framhaldsskóla:
Við Menntaskólann á ísafirði er staða stærðfræðikennara
laus til umsóknar. Ráða þarf í stöðuna hið allra fyrsta og gef-
ur skólameistari nánari upplýsingar.
Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði er staða kennara í
viðskiptagreinum laus frá áramótum. Umsóknarfrestur til 15.
nóvember.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
ÁNORÐURLANDI EYSTRA
Sólborg
Óskum eftir að ráða faglærðan deildarstjóra
á vinnustofur frá 1. nóv. eða í síðasta lagi frá
1. jan.
Æskilegt er að umsækjandi hafi iðjuþjálfa-, hand-
avinnukennara- eða þroskaþjálfamenntun.
Vinnutími frá 9-17.
Nánari upplýsingar í síma 21755 frá kl. 10-16.
Forstöðumaður.
Flokksstjóri
Óskum eftir ad ráða
flokksstjóra
við gæruklippingu
í Blautsal Skinnaiðnaðar.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
IDNADARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900
Breyttur opnunartími
á laugardögum
Frá og með laugardeginum
17. október verður verslunin opin
frá kl. 10-14
HAGKAUP Akureyri