Dagur - 22.10.1987, Side 2

Dagur - 22.10.1987, Side 2
2 - DAGUR - 22. október 1987 Ping Pong: „Samkeppnin vissulega fyrir hendi" — segir Hólmfríður S. Egilson Verslunin Akurliljan: „Kann vel við að versla við marga aldurshópa" — segir Guðrún M. Njálsdóttir Yerslunin Akurliljan hefur verið slarfrækt um 4ra ára skeið. Mynd: gve Mynd: gve Aðspurð um samkeppni í sölu á tískufatnaði á Akureyri sagði Hólmfríður hana vissulega vera fyrir hendi, en þó væri hún ekk- ert mjög hörð og allar þær versl- anir sem eru í dag virtust ganga ágætlega og allir hefðu því nóg. HJS Þær konur sem fara í miðbæ Akureyrar til fatainnkaupa kannast án efa flestar við versl- unina Akurliljuna sem stendur við austanverða göngugötuna. Eigandi Akurliljunnar er Guðrún M. Njálsdóttir en hún sér ásamt 4 starfstúlkum um afgreiðslu í versluninni. Versl- unin hefur verið starfrækt um 4 ára skeið og verslar með föt fyrir konur á öllum aldri. En hvernig skyldi það ganga að blanda aldurshópum saman með þessu móti. „Það gengur bara vel. Ég er miklu hrifnari af því heldur en að fá eingöngu konur eða eingöngu unglinga. Þetta eru ólíkir hópar að því leyti að eldri konurnar skoða fötin meira heldur en á herðatrénu, þær máta þau og skoða nákvæmar en unglingarnir sjá strax þegar fötin hanga á herðartrénu hvort þau eru smart eða ekki. Meginmunurinn liggur í því að konurnar vilja vera öðru- vísi klæddar en unglingarnir vilja allir vera eins.“ - Þú heldur þá að unglings- stúlkum finnist Akurliljan ekki vera „konubúð'*. „Þeim finnst áreiðanlega að Akurliljan sé konubúð í saman- burði við tískuvöruverslanirnar en þó koma þær hingað til að kaupa sér föt. Þær koma hingað til að kaupa sér t.d. fermingarföt og síðan oft til að kaupa sér peys- ur eða eitthvað þessháttar. Þær kaupa föt hér ef þær finna eitt- hvað sem þær hafa áhuga á.“ - Nú ert þú ein í þeim hópi kaupmanna í Miðbænum sem voru hér með verslanir áður en göngugatan kom til sögunnar. Fannst þér breytingin mikil? „Já, þetta breyttist mikið til batnaðar. Mér finnst samt að í götunni mætti gera meiri stemmningu heldur en er í dag. Fólk á að geta gengið um götuna og notið góðs veðurs þegar svo ber undir en mér finnst samt greinilegt að hér í götuna vantar bekki eða stóla þar sem fólk get- ur sest niður. Hér er nánast hvergi hægt að sitja í dag. Þessi staður er þekktur fyrir veðursæld og því ættum við að sýna það að fólk geti, ekki síst í Miðbænum sjálfum, sest niður og notið blíð- unnar. En að öðru leyti er ég stolt af götunni, og vil ekki breyta Miðbænum mikið frá því sem nú er,“ segir Guðrún í Akurliljunni. JÓH Sporthúsið: „Áður þótti púkalegt ef manneskja yfir fertugt gekk í jogginggalla" segir Gunnar Gunnarsson Verslunin var stækkuð í maí síðastliðnum. Við Strandgötu 11 er tísku- verslunin Ping Pong. Versl- unin er útibú frá Ping Pong í Reykjavík og eigandi beggja verslananna er Jóna Péturs- dóttir. Hólmfríður S. Egilson er verslunarstjóri í versluninni á Akureyri og varð því fyrir svörum þar. Sagði Hólmfríður að Ping Pong á Akureyri hefði verið opn- uð fyrir þremur árum en rúmlega tvö ár eru síðan hún hóf störf við verslunina. Allar vörur eru send- ar að sunnan og það er eigandi verslunarinnar sem sér um að kaupa þær erlendis. í Ping Pong er seldur dömu-, herra- og barnafatnaður, auk þess er hægt að kaupa þar skó, töskur og snyrtivörur. í maí síðastliðn- unt var verslunin stækkuð og haf- in sala á herra- og barnafatnaði til viðbótar við dömufatnaðinn. Sagði Hólmfríður að ágæt sala hefði verið í herra- og barnafatn- aðinum, en hún mætti vera mciri og það virtist vera að fólk vissi almennt ekki af þessari viðbót. Það selst því mest af dömufatn- aði í Ping Pong. Ping Pong er ekki alveg inni í miðri hringiðu Miðbæjarins og Hólmfríður var því spurð hvort það stæði versluninni eitthvað fyrir þrifum að vera örlítið út úr. „Nei, nei, alls ekki. Mér fannst í byrjun eins og fólk nennti ekki að koma hingað, en það hefur breyst og mér finnst enginn setja það fyrir sig lengur.“ Margur gæti haldiö aö Sport- húsið seldi aðeins vörur fyrir afburöafólk í íþróttum en svo er nú ekki. Þegar inn er komiö blasir viö manni alls kyns fatn- aður, gallabuxur og sportleg föt, auk íþróttabúnaöar af öllu tagi. Bræðurnir Sigbjörn og Gunnar Gunnarssynir reka verslunina og var þaö Gunnar sem lenti í klónum á blaöa- manni. - Allt á sér upphaf og endi. Segðu ntér frá upphafi Sporthúss- ins? „Sporthúsið er orðið býsna gamalt. Það er stofnað árið 1976, þann 19. júní minnir mig. Sig- björn stofnaði það á sínum tíma og nú er þetta sennilega þriðja elsta sportvöruverslun á landinu. Starfsemin byrjaði hér, þar sent við sitjum núna, verslunin flutti síðan yfir í húsnæðið þar sem Skart er og aftur hingað 1980.“ - Og síðan voruð þið að stækka í sumar, ekki satt? „Jú, viö stækkuðum um helm- ing í sumar og erum vonandi komnir í endanlegt húsnæði." - Hafa viðskiptin aukist mikið á þessum árum? „Já, umsvifin hafa aukist tölu- vert. Fyrst upp úr 1980 en mest hefur aukningin orðið síðastliðin 2-3 ár. Tíðarandinn hefur líka breyst. Áður þótti púkalegt ef | manneskja yfir fertugt gekk í jogging galla, nú gengur annar hver maður í slíkunt fatnaði.“ - Er þetta ekki eina sport- vöruverslunin á Akureyri í dag? „Þetta er eina sérhæfða sport- vöruverslunin já, en við erum ekki eingöngu nteð fatnað fyrir sportista heldur allan almenning. Við erum nteð gallabuxur, sport- fatnað, yfirhafnir, jogging galla og jafnvel ballhæfan fatnað eða tískuvörur. Síðan erum við auð- vitað með allt sem þarf til íþróttaiðkana.“ - Er þá engin samkeppni á þessum markaði? „Jú, það hlýtur að vera. Stór- markaðir bjóða upp á sport- fatnað en við erum auðvjtað miklu sérhæfðari. Við erum hins vegar ekki með skíði. Hér áður fyrr voru hátt í 10 aðilar með skíðabúnað en ég held að það séu ekki nema 2 í bænum sem selja skíði í dag. Við eigum okkar fasta kúnnahóp, sem er stór, en auövitað er samkeppnin alltaf fyrir hendi." - Einhver fróm lokaorð Gassi? „Ég vil bara benda á það að við reynum alltaf að fylgjast með og vera ferskir og förum á sýningar erlendis í því skyni. Okkar áhersla er lögð á góða vöru og góða þjónustu.“ SS uEPsIanir í miðbæ RkuPEyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.