Dagur - 22.10.1987, Page 5

Dagur - 22.10.1987, Page 5
22. október 1987 - DAGUR - 5 Ingvi Rafn Jóhannsson. Mynd: TLV Raftækni: „Ég sel þvottavélar sem eru sannkölluð undratæki" - segir Ingvi Rafn Jóhannsson Raftækni var stofnað sem raf- verktakafyrirtæki árið 1961 en í núverandi horf, sem verslun í Brekkugötu, komst Raftækni í desember 1985. Eigandi er Ingvi Rafn Jóhannsson og fjöl- skylda hans og var Ingvi tekinn tali á stilltum og björtum morgni í september. - Ertu hættur sem rafverk- taki? „Já, ég er nýlega hættur í verktakastarfseminni en ég sé ennþá um þjónustu. Ég geri auð- vitað við hluti sem eru keyptir hjá mér og jafnvel meira til.“ - Hvað selur þú svo í verslun- inni? „Ég er með raftæki og allt þeim tilheyrandi. Pað má segja að ég sé með allt frá rafhlöðum upp í þvottavélar og stærstu kæli- tæki. Ég er þó ekki með sjónvörp enda eru þau frekar í sét verslun- um. Þaö má kalla þetta sérversl- un með rafmagnsvörur og ég legg áherslu á góðar vörur og gott úr- val og bind mig ekki við eitt ákveðið merki. Ég vel úr, enda vil ég ekki vera með merki sem maður fær kannski í hausinn aftur." - Líkar þér vel í Miðbænum? „Já, mér líkar vel liérna, en mér finnst Akureyringar lengi að taka við sér. Ég hef verið spurður um það allt fram á þennan dag hvenær ég hafi eiginlega flutt hingað. Þetta er að vísu eitthvað að breytast, fólk virðist loks vera farið að gera sér grein fyrir því að ég er kominn hingað." - Ertu með einhverjar nýjung- ar í raftækjum? „Ég sel þvottavélar sem eru sannkölluð undratæki. Þær heita Eumenia og eru mjög litlar og meðfærilegar. Þetta er ekkert skrum heldur afbragðsvélar sem þvo vel og eru notadrjúgar og eyða litlu rafmagni. Ég byrjaði að selja þessar vélar í apríl '85 og er búinn að selja um 150 stykki. Engin hefur bilað." - Eitthvað að lokum? „Já, ég get nefnt það að við leggjum áherslu á að verðnterkja allar vörur og höfum reyndar fengið viðurkenningu fyrir þaö. Mér finnst að það ætti ekki að vera neitt launungarmál hvað vörur kosta. Þetta er sjálfsögð þjónusta við viðskiptavinina." SS Anna Bachmann í Hannyrðaversluninni Maríu. Mynd: tlv með nýjungar líka eftir því sem framleiðslan býður upp á.“ - Nú hef ég heyrt að það standi til að rífa húsið. Er það rétt? „Já, það hefur reyndar staðið til allt frá því að ég byrjaði. Nú er ég hins vegar með bréf upp á það að ég megi vera hér til 1. febrúar næstkomandi. Eftir það verður húsið örugglega rifið ef einhver fæst til að byggja á lóðinni." - Líkar þér vel í húsinu? „Já, sérstaklega er staðsetning- in góð. Miðbærinn er besti versl- unarstaðurinn á Akureyri og mér finnst voðalegt ef húsið verður rifið.“ - Ert þú ekki líka með verslun í Sunnuhlíðinni? „Jú, ég keypti verslun þar." - En hvað segirðu um við- skiptavinina. Er þetta fastur hópur? „Ég hef nokkra fasta viðskipta- vini en síðan er líka mikið um ferðamenn, sérstaklega á sumrin. Skólarnir kaupa líka mikið af mér af prjóna- og útsaumsvörum enda læra krakkarnir hannyrðir í grunnskólanum." - Þannig að landinn er ekki hættur að prjóna? „Nei, sem betur fer eru íslend- ingar ekki hættir að prjóna." SS Jón Bjarnason úrsmiður: „Þróunin verður sú að menn skipta oftar um úr" Jón Bjarnason úrsmið þekkja flestir Akureyringar. Hann hóf störf í greininni hjá föður sínum, Bjarna Jónssyni, upp úr 1950 og eflaust hafa hlutirn- ir breyst mikið síðan. Gefum Jóni orðið: „Þegar ég byrjaði hjá föður mínum kostaði gott úr mánaðar- kaup. Nú kostar sams konar úr innan við vikukaup. Þá voru öll úr mekanísk og ódýrustu úrin höfðu enga endingarmöguleika. Nú má hins vegar fá ódýr kvarts- úr í plastkassa, stundum kölluð tölvuúr, sem geta gengið von úr viti. Helstu breytingarnar hat'a þannig orðið á gangverkinu, það er orðið mun einfaldara og ódýr- ara en verðmismunurinn liggur í kassanum, sjálfri untgjörðinni." - Nú hafa ódýru úrin sjálfsagt gerbreytt starfsemi úrsmiða. Get- urðu lýst helstu viðbrigðunum? „Þegar tölvuúrin svokölluöu komu til sögunnar tóku þau um ‘'■>ð bil helminginn af markaðin- 600 krónum og armbandsúr frá unt 200 krónum. Þú sérð að það borgar sig ekki að gera viö svona ódýr úr." - Eru komnar fram einhverjar nýjungar varðandi armbandsúr- in, að frátöldum þessum ódýr- ustu? „Já, til dæmis í svissnesku Tissot úrunum. Ég fékk umboð fyrir þau í vor, var þá búinn að vera með þau til sölu í tvö ár. Tissot framleiðir granítúrin sem mjög eru í tísku núna. Einnig má nefna nýja gullhúðun frá þeim sem ekki er vottur af gulli í. Efnið er skammstafað PVD og er fjórurn sinnum harðara en stál. Svo var ég að fá mjög vönduð úr sent kosta innan við 2.000 krónur og ég hugsa að þau eigi eftir að gera stóra hluti á markaðinum.1' - Er Akureyri nógu stór mark- aður fyrir úrsmið? „Nei, ekki eins og staðan er í dag. Minn markaður er að miklu leyti úti á landi líka. Það má Jón Bjarnason, úrsmiður. Mynd: TLV um og sjálfsagt eru ódýrari teg- | undirnar enn með sama markaðs- hlutfall. Viðgerðarþjónustan breyttist til muna, maður varð að gera nógu lítið og vinna nógu hratt til þess að viðgerðin borgaði sig. Viðamiklar viðgerðir hafa að mestu lagst niður en mér finnst alltaf gaman þegar menn halda upp á gömlu úrin sín. Til dæmis var ég að gera við úrið lians Sverris Ragnars sem cr frá 1929, ég held að hann hafi fengið það frá tengdaföður sínum, en úrið gcngur vel ennþá." „Inntlutningurinn hefur hrað- vaxið," hélt Jón áfram. „Áður var viögerðarþjónustan aðalmál- ið og við vorum 4-5 í því starfi. Nú sé ég einn um viðgerðirnar. Það er miklu meiri sala í úrunum núna." - Er þróunin hliðstæð hvað varðar vekjaraklukkurnar? „Já, þróunin er sú sama. Það er hægt að fá vekjaraklukkur frá segja að Reykjavíkurmarkaður- inn geri mér kleift að halda verð- inu niðri. Ef hann væri ekki til staðar gæti orðið erfitt að standa í þessu. Til dæmis er að skapast stór markaður fyrir úr í Hag- kaup, það hefur mikið að segja." - Að lokunt Jón, hvernig held- urðu að þróunin veröi í þessari starfsemi? „Þróunin verður sú að menn skipta oftar um úr, kaupa fleiri en áður. Fólk kaupir kannski vandað úr til að nota við hátíðleg tækifæri en falleg úr eru oft dýr- indis skartgripir. Síðan kaupir það ódýrari úr til að nota í vinn- una. Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað á undanförnum árum en hún hefur verið mjög á eftir hér á íslandi. Ég vil segja það að lokum aö mér finnst úrið endurspegla manninn og rnér finnst að fólk þekki oft ekki nægi- lega til úra sinna. Það verður að hugsa vel um vönduð úr." SS uerslanir í miabæ fikurEyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.