Dagur - 22.10.1987, Side 6
6 - DAGUR - 22. október 1987
Baldur Karlsson selur góðgæti úr hafínu.
Mynd: TLV
Sjávargull:
„Bjóðum upp á mikið
úrval af sjávarréttum'7
— segja þau Baldur Karlsson og Jóhanna Valgarðsdóttir
Þráinn Lárusson setti á fót
fiskverslunina Sjávargull í
febrúarmánuði á þessu ári og
er hún til húsa að Brekkugötu
7. Baldur Karlsson og Jóhanna
Valgarðsdóttir voru að störf-
um í versluninni þegar blaða-
mann bar að garði og voru þau
fús til að svara nokkrum spurn-
ingum.
- Getið þið lýst starfseminni í
stórum dráttum?
„Já, þetta er fyrst og fremst
fiskverslun, en við erum með
miklu meira en flök og heilar
ýsur. Við bjóðum upp á mikið
úrval af sjávarréttum. t.d. sjávar-
réttapizzur og -bökur, salöt og
alls kyns rétti aðra. Á föstudög-
um erum við gjarnan með kjöt-
rétti líka til að gefa fólki kost á
enn meira úrvali fyrir helgar."
- Heldur fólk kannski að þið
séuð bara með flök og heilar
ýsur. eins og þið komust að orði?
..Já. ég er viss um að margir
standa í þeirri trú en eins og þú
sérð á úrvalinu hérna þá er það
mikill misskilningur."
..Þetta er besta og skemmtileg-
asta búðin í bænum." sagði
ánægður viðskiptavinur sem
blandaði sér í umræðurnar.
- En þorir fólk að prófa nýja
fiskrétti?
..Akureyringar eru kannski
ekki nógu kjarkmiklir, eða bara
of vanafastir. Fólk kemur hingað
og skoðar. hælir okkur fyrir það
hvað réttirnir í borðinu eru fal-
legir og girnilegir en biður svo
bara um ýsuflak. Þetta er samt að
breytast. Sumir eru æstir í að
prófa eitthvað nýtt enda getum
við óhrædd mælt með réttunum
hérna. Við seljum ekkert nema
það sem við treystum okkur til að
borða sjálf og héðan á enginn að
fara út án þess að hafa fengið
eitthvað við sitt hæfi. Við leggj-
um mikla áherslu á að útvega
ferskasta hráefnið hverju sinni,
það kostar oft mikla fyrirhöfn en
útkoman er ánægðir viðskipta-
vinir."
- Nú sé ég hérna mjólk á
boðstólum, er þetta nýtilkomið?
„Já, við settum þennan kæli
upp nýlega og bættum þá við
okkur mjólk, gosdrykkjum og
fleiru. Við seljum einnig ávexti,
álegg, osta og margt fleira. Raun-
ar er ótrúlegt hvað við getum
boðið upp á fjölbreytt vöruúrval í
ekki stærri verslun.“ SS
Kompan:
„Leggjum áherslu
á góða hönnun"
- segir Sigurbjörg Pálsdóttir
Verslunin Kompan við Skipa-
götu var sett á laggirnar í sept-
ember 1981 í því húsnæði sem
hún er nú, nema hvað rýmið
var aukið um helming er versl-
unin hafði starfað í 3 ár. Versl-
unarstjóri Kompunnar er Sig-
urbjörg Pálsdóttir.
- Ert þú eigandi Kompunnar
Sigurbjörg?
„Já, ég var ein í upphafi en síð-
an í lok ársins 1985 erum við
fleiri eigendurnir. Þetta er eigin-
lega fjölskyldufyrirtæki."
- Hér ægir saman alls kyns
vörum, er þetta ekki allt of
mikið?
„Það er von að þú spyrjir en
það er ekki mögulegt að reka
verslun hér sem er of sérhæfð,
t.d. bara með matarstell. Ég býð
í Kompunni ægir saman alls kyns vörum.
Mynd: TLV
Tipp-Topp:
„Tískuverslun
fyrir karla og konur"
- segir Guðbjörg Halldórs
Tipp-Topp. Tískuverslun með
tískunafni staðsett við Ráð-
hústorg, nánar tiltekið í anddyri
Nýja bíós. Það er íslensk-
Portúgalska verslunarfélagið
sem á Tipp-Topp og nýlega var
Guðbjörg Halldórs ráðin versl-
unarstjóri.
- Er þetta hefðbundin tísku-
vöruverslun Guöbjörg?
„Tískuverslanir eru kannski
aldrei hefðbundnar en það er
rétt, þetta er tískuverslun fyrir
karla og konur."
- Er þetta ekki ný verslun?
„Jú, hún tók til starfa í vor, í
maí minnir mig, en ég er nýlega
tekin viö sem verslunarstjóri."
- Þú veist þá kannski ekki
hvernig sumarvertíðin hefur
gengið?
„Ég held að sumarið hafi gcng-
ið mjög vel.“
Tipp-Topp er tískuverslun fyrir
karla og konur. Mynd: tlv
- Eru ekki vissar árstíða-
bundnar sveiflur í þcssum tísku-
bransa?
„Jú. það kemur uppsveifla í
söluna þcgar nýjar vörur koma
viö árstíðaskipti og cinnig í
kringum stórhátíöir s.s. fyrir
jól.“
- En hvernig er staöan núna.
Eru kannski cinhvcrjar breyting-
ar á döfinni?
„Reyndar. Það stendur til að
breyta versluninni og þaö er ver-
ið að hanna hana upp á nýtt. Við
verðum t.d. mcð mcira af herra-
fatnaði, þaö verða hér nýjar inn-
réttingar en ég býst viö því að við
opnum um mánaðamótin í nýjum
búningi." SS
uerslanir í miöbæ flkurEypar