Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 9
22. október 1987 - DAGUR - 9
Hrönn Friðriksdóttir er verslunarstjóri í Nýja Filmuhúsinu. Mynd: tlv
Nýja Filmuhúsið:
„Við framköllum langmest
af barnamyndum"
— segir Hrönn Friðriksdóttir
Filmuhúsið, Hafnarstræti 106,
hafði verið starfrækt til fjölda
ára en um síðustu áramót var
það skírt upp á nýtt og heitir
nú Nýja filmuhúsið. Um leið
tóku Oddur Thorarensen,
yngri og systkini við verslun-
inni, en áður var faðir þeirra
eigandi. Auk Odds eru það
Hildur, Ellen, Margrét og
Gunnlaug Thorarensen sem
eru eigendur.
Verslunarstjóri í Nýja filmu-
húsinu er Hrönn Friðriksdóttir,
en auk hennar vinna Guðmundur
Brynjarsson og Kristinn Einars-
son í versluninni og Gunnborg
Gunnarsdóttir er í hlutavinnu. í
Nýja filmuhúsinu má segja að
fáist allt til myndatöku, þar fást
filmur, myndavélar, efni til fram-
köllunar, myndarammar, mynda-
albúm og svona mætti lengi telja.
Ýmsar nýjungar eru einnig á döf-
inni og ein þeirra er að hefja sölu
á hljómtækjum og er reiknað
með að hafin verði sala á þeim
seinnipartinn í október.
í febrúar var byrjað með hrað-
framköllunarþjónustu í Nýja
filmuhúsinu. Að sögn Hrannar er
hún mjög vinsæl. „Fólk er mjög
ánægt með að fá myndirnar sínar
strax, sérstaklega yfir sumartím-
ann. Ferðamennirnir nota þetta
mikið. Þeir eru oft á hraðferð í
gegnum bæinn og láta þá fram-
kalla nokkrar filmur úr ferðalag-
inu. Akureyringum liggur hins
vegar ekki eins mikið á. Jú, fram-
köllunarþjónustan tekur mestan
okkar tíma, við erurn rneira og
minna að framkalla allan
daginn,“ sagði Hrönn.
Hrönn sagi jafnframt að erf-
itt væri að segja hvað mikið væri
framkallað á dag í versluninni,
það væri mjög mismunandi. Mest
er að gera á mánudögum, fólk
virðist taka mikið af myndum um
helgar, en síðan er minna að gera
eftir því sem líður á vikuna.
Nýja filmuhúsið hefur marga
fasta viðskiptavini. „Pað eru
margir sem taka mikið af mynd-
um og sumir láta framkalla 2-
3svar í mánuði. Svo eru aðrir sem
taka nokkrar filmur yfir sumarið
og síðan aðeins um jól. Við fram-
kölium lang mest af barnamynd-
um, ætli þær séu ekki um 50% af
þeim myndum sem fara í gegn
hjá okkur,“ sagði Hrönn að
lokum. HJS
„Ég er hálfgert bitbein hérna,“ segir Valgerður.
Mynd: TLV
Örkin hans Nóa:
„Við erum aðeins
með besta leðrið"
— segir Jóhann Ingimarsson, Nói
Í Örkinni hans Nóa, Ráðhús-
torgi 7a, eru seld húsgögn og
það eru hjónin Jóhann Ingi-
marsson og Guðrún Helga-
dóttir, eða Didda og Nói sem
eru eigendur verslunarinnar.
Þau byrjuðu með verslunina
árið 1970 og hún er því orðin
gróin í Miðbænum.
Að sögn Diddu og Nóa gengur
reksturinn í sveiflum og fer það
eftir árferði neytandans, þegar
fólk hefur lítið fé milli handanna
eru kaup á húsgögnum látin sitja
á hakanum.
í Örkinni hans Nóa er mikið
úrval af mjög fallegum húsgögn-
um, aðallega leðursófasettum og
koma þau mest frá Ítalíu. „Við
erum aðeins með besta leðrið,“
segir Nói. „Það eru allt of margir
Sögðu þau Didda og Nói að þó
þetta góða leður væri dýrara þá
gengi vel að selja það. „Ef það
standa tvö sett saman, annað
með fínu leðri en hitt með lak-
ara, þá fer dýrara settið með
góða leðrinu yfirleitt alltaf á
undan.“
Nói er nýkominn af húsgagna-
sýningu í Mílanó og sagði hann
að toppurinn í dag væru svört,
grá og hvít húsgögn. Einnig er
stál, gler, marmari og háglans
mjög vinsælt. Sterkir litir eru síð-
an gjarnan settir með, t.d. svart-
ur skápur með sterk rauðum
skúffum.
Eins og áður sagði eru Didda
og Nói mest með leður, en hafa
þó alltaf sófasett með tauáklæði
með til að geta þjónað sem
flestum. „Við erum mest með
Nói og Didda byrjuðu með verslunina árið 1970.
Mynd: TLV
með þunnt leður og einnig er sett
plast nreð leðri og það verður
íjótt. Við erum eiginlega ein-
göngu með gegnumlitað leður og
aðallega með ysta lagið af húð-
inni. Það er kallað anilín. Þegar
leður er unnið er því flett í
þrennt og ysta lagið er anilín,
næsta lag er svokallað spalt leður
og það er frekar lélegt. Ég get
tekið sem dæmi að við fórum
með stól til Reykjavíkur í
viðgerð. Það hafði verið strikað í
hann með bleki og á stólnum var
anilín leður. Viðgerðarmaðurinn
sagði okkur að hafa engar
áhyggjur, blekið myndi hverfa,
þetta væri það gott leður. Eftir
þrjá mánuði var það horfið."
sófasett, sófaborð og borðstofu-
húsgögn. Plássið hefur ekki leyft
meira, en einnig erum við með
skrifstofuhúsgögn til sölu og það
er innlend framleiðsla.“
En það eru fleiri en Akureyr-
ingar og nærsveitamenn sem
versla í Örkinni hans Nóa, þó
nokkuð hefur verið selt til
Reykjavfkur og eitt sófasett fór
alla leið til Bandaríkjanna. Það
var íslensk kona, búsett í Banda-
ríkjununt, sem var á ferð á Akur-
eyri og sá sófasett sem hana lang-
aði í. Var það sent með skipi til
heimkynna konunnar og sagði
hún að sófasett í svipuðum gæða-
flokki myndi kosta helmingi
meira í Bandaríkjunum. HJS