Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 14

Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 14
14 - DAGUR -22. október 1987 Bókabúð Jónasar: „Þetta er draumastaður" - segir Stefán Jónasson Bókaverslanir eru nokkuð margar í Miðbænum og ein þeirra er Bókabúð Jónasar. Stefán Jónasson er eigandi búðarinnar, ásamt móður sinni, en það var faðir Stefáns sem byrjaði með verslunina í kringum 1955. „Pabbi var búinn að reka versl- unina í 7 ár þegar ég fór að vinna við hana, en það var árið 1962,“ sagði Stefán. „Petta byrjaði þannig að pabbi tók að sér umboðssölu fyrir Almenna bóka- félagið og fékk síðan bóksölu- leyfi upp frá því. Búðin er búin að flakka heilmikið var fyrst þar sem Súlnaberg er núna. í kring- um 1960 flutti búðin í Brekku- götu 3 og þaðan í húsnæði þar sem Útvegsbankinn er nú, það var 1963. Þar vorum við svo þar til það húsnæði sem við erum nú í var keypt, en það var árið 1979.“ í Bókabúð Jónasar er fyrst og fremst verslað með bækur og ritföng. „Við erum einnig með vörur fyrir ferðamenn yfir sumar- ið, en höfum ekkert farið út í að vera með vélar af neinu tagi, flestar bókaverslanir eru með reiknivélar og ritvélar. Við höf- um hins vegar haldið okkur við það sem ekki þarf að veita neina viðgerðaþjónustu.“ - Er gott að reka verslun á þessum stað? „Já, það er mjög gott, þetta er draumastaður. Við erum mjög ánægð með göngugötuna, sér- staklega eftir að hitinn kom í hana. Það hefur breytt miklu í sambandi við þrifnað og slíkt.“ - Hvernig hefur þróunin verið í bóksölu þessi ár sem þú hefur starfað við hana? „Bóksala gengur í sveiflum. Ég held að það sé ekki minnkandi bóksala í heild, en hún hefur mikið færst úr bókabúðunum í bókaklúbbana. Peir eru margir og virðast lifa góðu lífi. Ég tel að bóksala hafi því í heildina aukist. Salan dettur alltaf niður þegar nýr og sterkur miðill kemur til, eins og Sjónvarpið á sínum tíma og myndböndin þegar þau komu til. Salan eykst hins vegar aftur. Bóksala hefur líka breyst að því leyti að kiljur lifa nú góðu lífi, það má nefna ísfólkið og Morgan Kane. Við seljum líka mjög mik- ið af íslenskum tímaritum. Fólk kaupir mikið lesmál.“ í Bókabúð Jónasar starfa níu manns í allt, en margir eru í hálfu starfi. Heilar stöður eru því 5-6. Þegar skólarnir byrja á haustin og um jólin vinna þar hins vegar 15-20 manns og þetta jafnast út í 8 heilar stöður yfir árið. HJS „Bóksala gengur í sveifluin,“ segir Stefán. Mynd: gve. „Dæmigerð lítil matvöruverslun.“ Mynd: TLV. Matvöruverslun KEA: „Tel þörf á brauðbúð í Miðbænum" — segir Sigurður Sigmarsson, verslunarstjóri Matavöruverslanir KEA í miðbæ Akureyrar eru tvær, önnur við Ráðhústorg og hin í Hafnarstræti 91. Þetta er ein- hver elsta matvöruverslun KEA, stofnuð árið 1930 og var hún fyrst starfandi í Hafnar- stræti 90 en síðar flutt í núver- andi húsnæði. Verslunarstjóri verslunarinnar er Sigurður Sig- marsson en í þessari verslun hefur hann starfað í 5 ár. Sigurður var áður verslunar- stjóri í 20 ár í verslun KEA í Strandgötu sem gekk undir nafninu Alaska. Sigurður var fyrst spurður að því hvernig honum fyndist að vera nú kominn á neðri hæð aðal- stöðva KEA. „Ég kann þessu bara vel. Það er þægi'egt að mörgu leyti að hafa skrifstofurnar hér uppi og ;íðan er nokkuð mikil verslun sem við fáum frá þessu fólki sem vinnur hér í húsinu.“ - Hvaða vörur eru hér á boð- stólum? „Hér erum við með ýmsar mat- vörur, hreinlætisvörur, náttúru- lækningavörur og fleira. Þetta er svona dæmigerð lítil matvöru- verslun þó að við séum ekki með kjötborð eins og er í mörgum matvöruverslunum í dag.“ - Er ekki að verða breyting á þessari verslun á næstunni? „Jú, rétt er það. Um áramótin verður sennilega sú breyting að þessi verslun verður aflögð sem matvöruverslun og hér verður sett upp brauðbúð. Ég held að það sé þörf á brauðbúð hér í Miðbænum, jafnframt því sem ég geri mér grein fyrir að margir koma til með að sakna þessarar verslunar. Þessi verslun á sér marga fasta viðskiptavini, bæði hér úr hverfum í nágrenninu og líka meðal þess fólks sem vinnur hér í Miðbænum.“ - Nú þekkir þú vel þessar dæmigerðu hverfaverslanir. Finnst þér mikill munur á þeim og verslun sem þessari sem er mitt í þys Miðbæjarins? „Já, munurinn er mikill. Mað- ur þekkti nánast alla á Eyrinni eftir að hafa verið í Alaska í svo langan tíma. Hér aftur á móti er þysinn meiri og maður sér fleira fólk. í Strandgötunni var allt umhverfi rólegra en ég kann báð- um stöðunum vel.“ JÓH Pedromyndir: „Nú þarf fólk ekki að bíða í hálfan mánuð" — segir Friðrik Vestmann „Sumariö er húið að vera feikilega gott en það má búast við einhverri lægð í október. Síðan verður alit brjálað aftur í janúar þcgar fólk vill fá jóla- myndirnar sínar,“ sagði Friðrik Vestmann í Pedromyndum þegar hlaðamaður ræddi stutt- lega við hann og eiginkonuna, Guðrúnu Hjaltadóttur, um starfsemina. „Við erum náttúrlega með framköllunarþjónustu, filmur, albúm, ramma og allt sem þessu tengist," sagði Guðrún. - Er þetta ekki orðið býsna gamalgróið fyrirtæki? „Jú, Pedro var stofnað árið 1965 og meiningin var að fram- kalla svart-hvítar filmur í hjá- verkum en það gekk engan veginn, þetta varð fljótlega fullt starf og ríflega það,“ sagði Friðrik og sýndi mér mynd af Pedro, teiknimyndafígúru sem Walt Disney skapaði. „Fólk fór síðan að skipta yfir í litmyndir. Við vorum í sambandi við fyrirtæki í Þýskalandi en fólk þurfti að bíða hátt í mánuð eftir myndum sínum, hálfur mánuður þótti mjög gotl. Við urðum því að taka upp framköllun á litfilmum til að geta boðiö upp á almennilega þjónustu en Pedro var brautryðj- andi í framköllun á svart-hvítum filmum á Norðurlandi." - Nú þarf fólk ekki að bíða í hálfan mánuð eftir myndum sínum, hvað tekur framköllun langan tíma núna? „Nei, nú þarf fólk ekki að bíða í hálfan mánuð en það getur hins vegar orðið óþolinmótt ef það þarf að bíða í eina og hálfa klukkustund,“ sagði Guðrún. „Við byrjuðum með hraðfram- köllun um mánaðamótin febrúar- mars þannig að nú getur fólk fengið litmyndir á klukkutíma og við náum viðskiptavinum sem eru kannski á hraðferð í gegnum bæinn,“ sagði Friðrik. Þau hjónin sögðu að hraðfram- köllunin bætti þjónustuna en um leið minnkaði plássið fyrir ýmsar vörur og raunar væri plássleysið helsta vandamálið hjá Pedro- myndurn í dag. „Ég vil bara minna á eitt að lokum,“ sagði Friðrik, „að það er útbreiddur misskilningur hjá fólki að það þurfi að senda filmur sínar úr landi til að fá stórar lit- myndir. Við erum með Pedro super, 10x15, sem er einmitt sú stærð sem fólk er að sækjast eftir. Þá getum við líka stækkað mynd- irnar upp í 13x18 ef því er að skipta.“ SS uEPsIanir í miflbæ flkurEypar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.