Dagur - 22.10.1987, Page 18

Dagur - 22.10.1987, Page 18
18 - DAGUR - 22. október 1987 Kvarts keramik gallery: „Allt frá fitlum skálum upp í skúlptúra" - segir Margrét Jónsdóttir næði í Miðbænum þá getum við varla þrifist hérna.“ Marga faliega gripi er að fínna í Kvarts. Mynd: TLV. Kvarts sf. er keramikvinnu- stofa í Hamragerði sem Mar- grét Jónsdóttir rekur ásamt manni sínum. Hún er með Keramik gallery í Hafnarstræti 103 þar sem hún selur munina. Margrét var spurð út í starf- semina. - Hvenær tók verslun þín í Miðbænum til starfa Margrét? „Við fengum húsnæðið á leigu hjá bænum í sumar, í byrjun júní. Við erum með verkstæði og vinnustofu uppi í Hamragerði og seljum tilbúna hluti í versluninni. Það er sem sagt engin vinnustofa niðurfrá. Verslunin verður opin þangað til snemma á næsta ári. Þá á að rífa húsið.“ - En verður það nokkuð rifið fyrr en einhver hefur tekið að sér að byggja þar? „Nei, reyndar ekki. Og það liggur við að maður vonist til að það dragist eitthvað. Petta er mjög góður staður og miklu betra að selja þarna í fallegu umhverfi heldur en á vinnustofunni. Pað verður mjög slæmt að ntissa þetta húsnæði en ég vona að við finn- um annað í staðinn." - Hvernig gekk í sumar? „Það gekk mjög vel í surnar og það er ekki hægt að líkja því saman hvað þetta gengur mikið betur þegar við erum með sölu- möguleika í Miðbænum. Við erum búin að sjá það eftir þetta sumar að ef við fáum ekki hús- - Segðu mér, eru þetta Iist- ntunir eða nytjalist sem þú fæst við? „Bæði og. í svona litlum bæ verðum við að vera með fjöl- breytta framleiðslu, bæði stóra og smáa hluti. Allt frá litlum skálum upp í skúlptúra og myndir.“ - Gerðir þú ekki skálina sem Vigdís fékk að gjöf á Akureyrar- afmælinu? „Jú. Pað er alltaf að verða meira og meira um pantanir og verkefni sem við fáum. Við erum búin að vera hér í rúm tvö ár, komum til Akureyrar í júní ’85 og verkefnin eru alltaf að aukast. Ég held því að það sé markaður fyrir okkur hér áfram.“ - Ertu menntuð í faginu? „Já, ég lærði í Danmörku, var þar í skóla í fjögur ár. Maðurinn minn er með sömu menntun. Það er sjálfsagt hægt að starfa við þetta án þess að hafa menntun en þá tekur allt miklu lengri tíma því maður þarf að fá mikla þjálf- un til að geta sinnt þessu starfi." SS Bókabúðin Huld: „Það er til teikning af húsi á lóðinni" — segir Sveinbjörn Vigfússon í bókabúðinni Huld. Eigandinn, Huld Jóhannesdóttir, t.h. Mynd: tlv Bókabúðin Huld í Hafnar- stræti byggir á gömlum merg bókaverslanna. Bókabúðin Huld ber nafn eigandans sem er Huld Jóhannesdóttir, en hún rekur verslunina ásamt syni sínum, Sveinbirni Vigfús- syni. Ég ræddi við Sveinbjörn um bókabúðina. - Bókabúðin Huld er ekki bara bókabúð, eða hvað? „Þetta er fyrst og fremst bókabúð en við erum líka mikið með túristavarning á sumrin. Þá meina ég ullarvörur og minja- gripi ýmiss konar.“ - Nú var gott ferðamannasum- ar, var mikið að gera hjá ykkur? „Pað var alveg þokkalegt en manni virðist þó sem áhuginn á ullarvörum sé eitthvað að dala og því hefur salan á þeim dregist saman. Hins vegar gengur ágæt- lega að selja póstkort og aðra minjagripi." - Hver er nú sagan á bak við Bókabúðina Huld? „Petta er upphaflega Bókabúð Rikku, sem Ásgeir Jakobsson rak og reyndar stóð sú búð á eldri merg. Við tókum við af Ásgeiri rétt fyrir áramótin ’63-’64 að mig minnir og þá var nafninu náttúr- lega breytt.“ - Og þið hafið bætt við útibú- um á síðustu árum? „Já, við erum komin með útibú í Sunnuhlíð og uppi í Kaupangi.“ - Veistu nokkuð um framtíð hússins að Hafnarstræti 97? „Það stendur á eignarlóð að mestum hluta og því ekki hægt að reka okkur út, en hitt er svo ann- að mál að húsið stendur ekki til frambúðar ef tímarnir breytast og þörf verður fyrir nýbyggingu. Pað var reyndár byrjað á því þeg- ar KEA byggði við hliðina á okk- ur að ráðast í framkvæmdir bak við húsið, grafa þetta út og stoppa brekkuna af. Það er til teikning af húsi á lóðinni. Petta er bara svo stórt að það er ekki markaður fyrir það og líka vafa- samt að fjárfesta í steinsteypu eins og er. Eini möguleikinn væri að selja byggingaréttinn á efri hæðunum, það væri skynsamleg- ast.“ SS Hermann Árnason, verslunarstjóri. Mynd: TLV Kjörbúð KEA: Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 er elsta kjörbúð félagsins og hefur nú verið starfrækt í 32 ár. A tímum stórmarkaða fer kannski lítið fyrir þessari kjörbúð en fastir viðskiptavinir setja svip á hana. Verslunar- stjóri er Hermann Arnason. - Segðu mér Hermann, nú hefur sjálfsagt margt breyst í rekstri kjörbúðarinnar en er húsnæðið ekki alltaf það sama? „Jú, þetta er alveg sama hús- næði og frá upphafi en reksturinn hefur breyst. Mér skilst að upp- haflega hafi allri kornvöru verið pakkað á staðnum og varan var ómerkt. Það eru til hérna stimpl- ar sem voru notaðir til að merkja vöruna. Nú kemur þetta allt pakkað og maður skellir þessu bara fram í búðina.“ - Hvernig finnst þér að vera með matvöruverslun í Miðbæn- um? „Það er í rauninni mjög gott. I Miðbænum eru mörg fyrirtæki og margt fólk sem vinnur þar. Þetta fólk kemur mikið við hjá okkur og ég held að það sé ekki hægt annað en að hafa matvöruverslun í Miðbænum.“ - En varla gerir fólk helgar- innkaup hjá ykkur? „Ekki stóru helgarinnkaupin, a.m.k. ekki að staðaldri en þó er alltaf eitthvað um það. Hér eru engin bílastæði og það er helst fólk sem býr hér í grenndinni sem verslar hjá okkur og fólk sem vinnur í Miðbænum og tekur strætó heim eða er með bíl á stæði hér nálægt. Svo eru mörg fyrirtæki hér í reikningi, þetta eru fastir viðskiptavinir. Þannig hefur þetta verið lengi, var löngu byrjað þegar ég kom hingað '81.“ - Hafa viðskiptin aukist eða minnkað á síðustu árum? „Þau hafa frekar dregist saman. Síðan ég tók við hafa komið þrír nýir kjörmarkaðir; í Byggðavegi, Höfðahlíð og Sunnuhlíð. Það hefur auðvitað haft áhrif hjá okkur, þessar versl- anir eru með vörur á kjörmark- aðsverði." - En þetta gengur samt ágæt- lega hjá ykkur? „Já, já, þetta gengur alveg þokkalega vel.“ SS Tískuverslunin Ess: „Við erum alltaf í essinu okkar" — segja þær Guðrún og Þorbjörg Tískuhúsið, eða Tískuverslun- in Ess við Skipagötu, er tísku- verslun fyrir konur á öllum aldri en ekki bara fyrir ungl- inga eins og flestar tískubúðir. Eitthvað á þessa leið svöruðu þær Guðrún og Þorbjörg, eig- endur verslunarinnar, spurn- ingu blaðamanns um vöruúr- valið. - Hvernig hafa svo konur á öllum aldri sótt verslunina í sumar? „Mjög vel. Sumarið var afskaplega gott og hingað kom líka fjöldi ferðamanna þannig að við erum mjög ánægðar, hressar og bjartsýnar. Víð erum nýkomnar frá útlöndum þar sem við vorum að panta vörur fyrir veturinn." - Sumarvertíðin er þá væntan- lega búin með allri litadýrðinni. Eru vetrarfötin ekki dekkri? „Litirnir eru mildari og jafnvel dekkri já. Við erum einmitt að taka upp vctrarvörurnar núna.“ - Ákveðið þið tískuna að ein- hverju leyti eða koma fyrirmælin að utan ? „Tískan er ákvcðin af hönnuð- urn og framleiðendum úti. Við þurfum því að fara út og skoða hvað er í tísku hverju sinni en við ráðum auðvitað sjálfar hvaða uerslanir í miðbæ fikureyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.