Dagur - 22.10.1987, Side 19

Dagur - 22.10.1987, Side 19
22. október 1987 - DAGUR - 19 "S Skrautfiskabúðin: „Þetta er _ oft eins og barnahei imilí hér" Flosi Jónsson er ekki aleinasta gullsmiður og kraftakarl held- ur og dýravinur hinn mesti. Hann á Skrautfiskabúðina sem er bakhús við gullsmíðastofu hans, gengið inn í portið milli Sporthússins og Jóns Bjarna- sonar úrsmiðs. Hann getur því gengið á milli gulls og gælu- dýra eftir því hvernig liggur á honiim. - Hvernig stendur á þessari gæludýrabúð Flosi? „Ja, Skrautfiskabúðin er búin að vera til í um 2 ár. Ég á lóðina á bak við húsið hérna og þar var kofi sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Pá fékk ég hugmynd, tók bakhúsið í gegn og fór að höndla nieð gæiudýr. Ég var með stórt fiskabúr í gullsmíðastofunni og hugmyndin kviknaði eiginlega Flosi Jónsson ásamt fiðruðum vini. — segir Flosi Jónsson út frá því, enda sýndi fólk fiskun- um mikinn áhuga, sérstaklega börnin. í Skrautfiskabúðinni reyni ég að hafa allt sem fjöl- breyttast fyrir dýr. Ég er með fugla, hamstra, naggrísi, fiska og allt sem þessum dýrum tilheyrir. Ég held að þetta sé eina sérversl- unin utan Reykjavíkur mcð svona rnikið vöruúrval." - Er markaðssvæði þitt þá stærra en Akureyri og nágrenni? „Já, já. Mitt markaðssvæði nær austur á firði. Ég sel töluvert á Austfjörðum og reyndar vestur eftir líka, allt til Vestfjaróa." - Kaupa Akureyringar gælu- dýr? „Já, áhuginn er mikið að auk- ast. Fólk er líka farið að átta sig á þessari þjónustu, það getur feng- ið margt fyrir hunda sína og ketti hér, auk minni dýra. Á þessum árstíma er gjarnan mikið að gera í þessum bransa. Börnin vilja fá gæludýr fyrir veturinn, sem er gott, þau haldast þá frekar inni og návist dýranna hefur góð áhrif á þau. Síðan er ákveðinn hópur sem vill halda í skrautfiskana enda cru fiskabúr stofuprýöi og mjög róandi að sitja og horfa á fiskana." - Nú er töluvert af dýrum í búðinni hjá þér, konia börnin oft í heimsókn til að fylgjast með þeim? „Já, blessaður vertu. Þetta er oft eins og barnaheimili hér. Börnin dvelja oft hér meðan for- eldrarnir versla í bænum og oft hjóla þau langar leiðir bara til að koma hingað. Ég ætti eiginlega að fá dagvistarstyrk frá bænum!" SS Mynd: TLV Guðrún og Þorbjörg í Tískuversluninni Ess. Mynd: tlv merki við flytjum inn. Við erum bæði með dýr og ódýr merki." - Hafa umsvifin aukist hjá ykkur undanfarin ár? „Já, það má segja það. Versl- unin var stofnuð 23. október 1983 og var fyrst til húsa í Brekkugötu 7. Um mánaðamótin nóvember-desember '85 fluttum við svo hingað í Skipagötuna og stækkuðum reyndar dálítið við okkur síðar. Viðskiptin hafa auk- ist jafnt og þétt með meira vöru- úrvali og einnig hafa viðskipta- .vinirnir meiri peninga á milli handanna í dag; greinilega meiri peningar í bænum." - Eruð þið ekkert súrar yfir því að vera í Skipagötunni? „Súrar? Nei, þvert á móti. Við erum mjög ánægðar hér í Skipa- götunni og þetta er jafnvel enn betri staður en göngugatan. Hér keyrir fólk framhjá í bílum sínum, rekur kannski augun í útstillingarnar, leggur þá bílnum og kemur hingað. Nú er líka nóg af bílastæðum hér rétt hjá. Samt sem áður mætti gera meira fyrir Skipagötuna, laga gangstéttarnar og lífga dálítið upp á götulífið með skreytingum." - Þið eruð þá hæstánægóar með tilveruna? „Já, það má koma skýrt fram að við erum alltaf í essinu okkar." SS Unnar Þór Lárusson og Jón Ellert Lárusson. Mynd: tlv Tölvutæki—Bókval: „Allt fyrir skrifstofu- reksturinn" - segir Unnar Þór Lárusson Um síðustu áramót keyptu bræðurnir Unnar l»ór og Jón Ellert Lárussynir verslunina Bókval af Aðalsteini Jóseps- syni og fjölskyldu hans. Þeir bræður voru áður með fyrir- tækið Tölvutæki og eftir eig- endaskiptin voru fyrirtækin sameinuð í eitt; Tölvutæki- Bókval. En hafa einhverjar breytingar orðið á starfsemi Bókvals eftir eigendaskiptin? Unnar Þór Lár- usson situr fyrir svörum: „Jú, við höfunr bætt við ýmsum vörum en breytingarnar eru kannski fyrst og fremst fólgnar í því að menn geta nú valið úr miklu úrvali af tölvum og hugbúnaði. Þá erum við með Seríu skrifstofuhúsgögn- in frá Á. Guðmundssyni og Mólínó, sem eru ný skrifstofu- húsgögn frá Trésmiðjunni Þór hér á Akureyri. Einnig erum við með síma og símakerfi til sölu, svo eitthvað sé nefnt." - Hvaða tölvur eru þið með í Bókvali? „Við erum umboðsaðilar fyrir Skrifstofuvélar og erurn þar af leiðandi með IBM. Einnig höfurn við umboð fyrir Hewlet-Packard, við erum með Star og NEC prentara og ýmsa fylgihluti sem kallast einu nafni jaðartæki. Ekki má gleyrna BBC tölvunum fyrir skólana en við seljum þær líka rnikið inn á heimili, þær eru vin- sælar sem kennslu- og heimilis- tölvur." - BBC tölvur eru mikið notað- ar í skólurn, ekki satt? „Jú, t.d. er Glerárskóli ein- göngu með BBC tölvur en hann er einna lengst kominn í tölvu- væðingunni af grunnskólunum. Barnaskóli Akureyrar og Lundarskóli eru líka að byrja í þessu og gagnfræðaskólar víða á Norðurlandi eru að panta BBC enda er mikið til af íslenskum hugbúnaði fyrir BBC.“ - Leggur Bókval kannski minni áherslu nú en áður á bækur, ritföng og slíkt? „Nei, við reynurn auðvitað að standa undir nafni sem bókabúð og salan á bókum og skólavörum hefur gengið vel, eðlileg aukning á milli ára. Hinu er ekki að leyna að okkar markaður er fyrirtækin, við erunt að stíla á allt fyrir skrif- stofureksturinn, en samt ætlum við ekki að slaka á hvað varðar bækur og skólamarkaðinn." - Að lokum Unnar. Hvernig leggst 25% tölvuskatturinn í þig? „Verð á tölvum hefur verið á niðurleið undanfarin ár og mér finnst í rauninni ekki rangt að setja söluskatt á tölvur líkt og gert er með reiknivélar. ritvélar o.fl. Salan datt að vísu niður fyrst, enda fengum við jól á miðju ári þegar salan fór upp úr öllu valdi, en ég býst við því að eftir nokkra mánuði verði hún komin í eðlilegt horf. Tölvurnar halda áfrant að lækka og ég býst við að þróunin verði þannig að ódýru eftirlíkingarnar detti út þegar fullkomnari tölvur fást á nrjög viðunandi verði." SS uerslanir í mi3bæ fikurEyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.