Dagur - 17.11.1987, Page 4

Dagur - 17.11.1987, Page 4
4 - DAGUR— 17.^ióvember 1987 rnrnm, ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ttyggja þarf fullt jafn- vægi mil i byggðarlaga Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra var haldið að Hrafnagili í Eyjafirði um síðustu helgi. Fulltrúar á þinginu voru einhuga í stuðningi við ríkisstjórn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og lögðu menn áherslu á að ríkisstjórnin héldi fast við þau meginmarkmið að stuðla að jafn- vægi, stöðugleika og nýsköpun í efnahags- og atvinnulífi, jafna lífskjör og draga úr verðbólgu. í stjórnmálaályktun þeirri sem samþykkt var í lok þingsins segir m.a.: „A síðasta kjörtímabili tókst ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að ná niður verð- bólgu, draga úr skuldasöfnun erlendis, efla atvinnulífið og auka kaupmáttinn. Undanfarna mánuði hefur þensla ríkt í íslensku efnahags- og atvinnulífi og verðbólga vaxið á ný. Kjördæmis- þingið leggur áherslu á að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hemja verðbólg- una og draga úr þenslu. Mikilvægt er að gæta þess að efnahagsleg skilyrði og umgjörð atvinnu- og efnahagslífs tryggi eðlilega sam- keppnishæfni íslenskra atvinnuvega. “ Þingið hvetur til að í sjávarútvegi verði áfram fylgt heildarstjórnun fiskveiða og telur að fylgja beri í aðalatriðum þeirri stefnu sem gilt hefur og leggur áherslu á að ekki verði gerðar breytingar nema í fullu samráði við hagsmunaaðila. í land- búnaðarmálum er lögð áhersla á að staðið verði við ákvæði í búvörusamningum og áhersla lögð á uppbyggingu nýrra atvinnugreina í sveit- um. „í landinu býr ein þjóð“, segir í ályktuninni. „Þess vegna þarf að vinna markvisst að auknum skilningi á milli þéttbýlis og strjálbýlis og tryggja fullt jafnvægi milli byggðarlaga. Þingið leggur áherslu á að bættar samgöngur á öllum sviðum eru mikilvægur þáttur til að tryggja þetta jafnvægi. Sérstaka áherslu leggur þingið á uppbyggingu hafnarmannvirkja, en hafnir eru lífæðar sjávarplássa og þar með byggðarlaga um allt land. Þingið minnir á nauðsynlega upp- byggingu á sviði mennta-, félags- og heilbrigð- ismála til að tryggja sem jafnasta og besta þjón- ustu við landsmenn alla, hvar sem þeir velja sér búsetu." í lok stjórnmálaályktunar kjördæmisþingsins segir: „Ný öld er í augsýn. Öld þekkingar, upplýs- inga og hátækni. Öld meiri og víðtækari sam- skipta þjóða í milli. Kjördæmisþingið leggur áherslu á mikilvægi þess að Framsóknarflokkur- inn verði áfram það leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum, sem best er treystandi til að leiða þjóðina inn í þessa nýju öld.“ ÁÞ. Fnióská - og spörðin hans Olgeirs Ég hafði ekki hugsað mér að standa í opinberum bréfaskrift- um við, vin minn, Olgeir, en spörðin sem hann tínir til í seinni grein sinni eru farin að þorna ansi mikið á annarri hliðinni svo ég er að hugsa um að snúa þeim við og sjá hvað kemur í ljós. 1. sparð. (Tilv.) „Og þótt hann segist láta aðra í friði með skoðanir sínar, þá dæmir hann allar mínar skoðanir um Fnjóská ósannindi.“ (Tilv. lýkur.) Menn fá, eins og ég sagði áður, að hafa skoðanir sínar í friði fyrir mér, en ég legg dóm á þær, að sjálfsögðu. Eftir langa romsu um huldu- manninn í Flúðum kemur 2. sparð. (Tilv.) „Nú þá var bara um eitt að ræða: Ég hafði misheyrt það sem hann sagði, og hvort sem ég viðurkenni það eða ekki (leturbr. mín.) verður við það að sitja.“ (Tilv. lýkur.). - „samt snýst hún“ - er fræg setning úr veraldarsögunni. Og nafn huldumannsins eflaust hugarfóst- ur Olgeirs. 3. sparð. (Tilv.) „Það var mik- ill og góður árangur þegar Fnjóská var komin í 550 laxa eða vel það, og með meðalþyngd laxa um 10 pund eins og reyndin varð 1978.“ (Tilv. lýkur.) Þarna erum við loksins sammála. Enda hefst skýrsla mín á aðalfundi Flúða 1979 (fyrir árið 1978) á þessum orðum. (Tilv.) „Húrra fyrir Fnjóská. í dagsins önn er ég yfir- leitt spar á hin stóru orð, enda tækifæri fá til að nota þau með réttu. Nú hefir það gerst sem ég og við allir höfum beðið eftir og á vissan hátt verið vissir um að kæmi, svo nota mætti hin stóru orð. Sem sagt, vatnið sem rennur niður Fnjóskadal er orðið að laxá (stórt orð). Fram til þessa hefir það verið álitamál hvort við vær- um að kaupa frið við vatn eða stríð við lax. Við höfum oftast keypt friðinn. En friðurinn er úti, það er kominn lax í vatnið.“ (Tilv. lýkur.). En Adam var ekki lengi í Paradís. Þarna var sofnað á verðinum. Auðvitað átti að halda áfram með ræktun árinnar árlega, ekki með höppum og glöppum eins og gert hefir verið frá 1979. (Gaman væri að fá sundurliðun á slepptum seiðum öll árin frá 1968.) - En, í guðs bænum, ekki í dagblöðum -. í skýrslu veiðieftirlitsmanns árið 1974 stendur orðrétt neðst. (Tilv.) „Sleppt seiðum: 9000 árs- gömul.“ Ég spyr enn, voru það ekki sumaröldu seiðin, sem sleppt var árin 1974-5 og 6, sem skópu góðu veiðiárin 1978-9 og 80? Hvað er annars aliseiði sem Olgeiri verður svo tíðrætt um. Eru ekki öll seiði aliseiði, sem við sleppum í árnar? 4. sparð. (Tilv.) „Það erósann- að mál að ræktun árinnar hefði tekist betur þó Flúðamenn hefðu ráðið þar ferðinni." (Tilv. lýkur.) Auðvitað er það ósannað mál. En er það ekki líka ósannað mál, að Olgeir og Hallur hefðu fengið fleiri laxa á „efri svæðum“ hefðu þeir haft meiri tíma? Annars get ég ekkert gert að því þótt sumir veiðimenn hafi þá áráttu að líma sig fast við einstaka veiðistaði og verði - hreint út sagt - berg- numdir og tapi öllu tímaskyni, en vakni síðan upp við vondan draum þegar leyfilegur veiðitími er liðinn, þótt þeir hafi - fyrir langa löngu - slysast á stórlax (verð- launalax) á viðkomandi stað. Það rætast ekki allir draumar, þótt í vöku séu. Vanalega skortir mig veiðistaði frekar en tíma. Að minnsta kosti í Fnjóská. Annars er hér komið að mestu firru og öfugmælum - Stóra sparðinu - í grein Olgeirs. Hann segir: (Tilv.) „Sigurður kallar það firru og órökstuddar öfgar að skipulag veiðinnar hafi leitt til minni veiði í ánni síðustu ár. Ég skal nefna hér eitt dæmi, sem ég tel benda til þess.“ (Tilv. lýk.) Svo kemur sagan um óveiddu laxana vegna tímaskorts og þar segir: (Tilv.) „Vegna tímaskorts gátum við ekki notað nema 4 veiðistaði á efsta svæðinu sem við höfðum, en þar eru þeir a.m.k. 10, og þar áttum við von í fleiri löxum.“ (Tilv. lýkur.) Nú skulum við velta sparðinu við og skoða hina hliðina, eða staðreyndirnar. Áður var ánni skipt í 3 - þrjú - veiðisvæði með tveim stöngum á hverju og veitt var í 6 klst. á hverju hinna þriggja svæða dag hvern. Á svæði 2 voru 17 merktir veiðistaðir, en 18 á svæði 3. Nú er ánni skipt í 6 - sex - veiðisvæði með einni stöng á hverju og veitt er í 4 klst. á hverju hinna 6 svæða dag hvern. 18. ágúst sl. var Olgeiri úthlut- að veiðisvæðunum B/2 og B/3 í efri hluta árinnar. B/2 er með 7 merkta veiðistaði, en B/3 með 12. Þannig hafði Olgeir 8 - átta - klst. til þess að reyna fyrir sér á 19 veiðistöðum, en - takið nú eft- ir - hefði gamla úthlutunin verið í gildi hefði Olgeir þurft að reyna 17 veiðistaði (svæði 2) eða 18 veiðistaði (svæði 3) og verið út- hlutað til þess - ekki átta heldur sex klst. - á hvoru svæði. í fáum orðum sagt, með núverandi skipulagi fer maður alla ána (52 merkta veiðistaði a 24 klst., en áður varst þú skikkaður til þess að fara hana á 18 klst. Þar að auki, meðal annars vegna bænda við uppá (ofan Skarðs) var hlut- falli daglegs veiðitíma milli efri- og neðri hluta árinnar breytt úr 6 klst. á svæði 1 á móti 6 klst. í uppá í 4 klst. á svæði 1 á móti 8 klst. í uppá. Heitir þetta að mis- virða vilja bænda? Ætli Olgeir hefði ekki lent í tímahraki þá, blessaður, og misst af mörgum stórlaxinum. - Hvernig var annars með veiði Olgeirs þann 5. ágúst sl. Lenti hann kannski í tíma- hraki vegna laxins sem hann fékk á Kolbeinspolli, svo enginn tími vannst til veiða á efri svæðum þann dag? Að minnsta kosti er enginn lax skráður í veiðibók þann dag á nafni hans. Eða var ef til vill búið að eyðileggja stór veiðisvæði og hrygningastöðvar með malartekju og skarki út í sjálfri ánni fyrir landi Vatnsleysu. En þetta átti sér stað árið 1985. Tilv. í bréf sent formanni veiði- félags Fnjóskár í sept. sama ár (sjá mynd 1). 5. sparð. (Tilv.) „Og þeir vildu ná sem mestum umráðum á ánni og kemur það fram í grein í bréfi Sigurðar, en þar segir: „ . . . að við höfum áhuga fyrir að fá ána leigða til lengri tíma, með m.a. fiskirækt í huga . . . ““ (Tilv. lýkur). Heitir það nú að vilja ná umráðum yfir veiðivatni að bjóða fram krafta sína við ræktun þess meira en eitt ár í senn? - Var ekki gerður 5 ára samningur árið 1969. Að sjálfsögðu með endur- skoðunarákvæðum á samningstím- anum, eins og viðtekin venja er. Telur ekki Olgeir að árangursrík- ara sé að gera áætlanir til lengri tíma en eins árs, t.d. 5 ára, eins og í Sovét. Setja sér mark og reyna að ná því. Það sjá allir að það er erfitt fyrir veiðiréttar- kaupendur að gera samning til eins árs í senn og skuldbinda sig jafnframt til að leggja svo og svo mikið í ræktun, þar eð sýnilegur árangur af henni kæmi vart í ljós fyrr en að tveim til þrem árum Hreistursýni tekin 1983 9 laxar 4 ár i fersku vatni 1 ár i sjó. 7 laxar 4 ár i fersku vatni 2 ár i sjó. fór til sjávar 1982 dvelur í ánni 1981 „ „ „ 1980 „ „ „ 1979 kom upp úr möl 1978 ganga hr gning 1977 fór til sjávar 1981 dvelur i ánni 1980 " " " 1979 " " " 1978 kom upp úr möl 1977 ganga hr gning 1976 7 laxar 5 ár i fersku vatni 1 ár i sjó. 3 laxar 5 ár i fersku vatni 2 ár i sjó. fór til sjávar 1982 dvelur i ánni 1981 •• •• •• 1980 „ „ „ 1979 " " " 1978 kom upp úr möl 1977 ganga hrygning 1976 fór til sjávar 1981 dvelur i ánni 1980 „ „ „ 1979 1978 „ „ „ 1977 kom upp úr möl 1976 ganga hrygning 1975 2 laxar 3 ár i fersku vatni 1 ár i sjó. 1 lax 3 ár i fersku vatni 2 ár i sjó. fór til sjávar 1982 dvelur i ánni 1981 „ „ 1980 komupp-úr möl 1979 gangakhrygning 1978 fór til sjávar 1981 dvelur i ánni 1980 " " " 1979 kom upp úr möl 1978 ganga hrygning 1977 Örlestur hreistiorsýna úr veiði 1983 Ar I fersku vatni 1 ár i sjó 2 ár i sjó fiskar alls. Hæ. Hr. Hæ. Hr. Þrjú 3,0 2,0 hrygning 1978 4,0 hrygning 1977 þrir fjögur 2.6 3,0 3,0 2,5 1.7 2.5 1.5 2.7 2.5 hrygning 1977 6,8 4,5 6.5 4,5 7,0 4,0 4.5 hrygning 1976 sextán firrni 4,0 3,0 2,8 4,0 2,8 2,0 2,0 hrygning 1976 4,5 3,8 4,5 hrygning 1975 tiu Samt. 16 mþ=5,0 2 4 mþ=2,6 7 29 Þungi i kg. / Hæ= teargur / Hr.hrygna / mþ=meðalþungi Mynd 2.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.