Dagur - 17.11.1987, Page 15

Dagur - 17.11.1987, Page 15
17. nóvember 1987 — DAGUR - 15 Minning: f Helga Sigríður Sigurðardóttir Fædd: 3.7. 1909 - Dáin 26.9. 1987 Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Herdís Andrésd. Ferðin hennar ömmu var orðin löng, hún fæddist á Eyrinni hér á Krók 3.7. 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Sigurður Lárusson. Sjö ára gömul var amma látin í fóstur á Fagranesi á Reykja- strönd til hjónanna Björns og Dýrólínu sem þar bjuggu. Reyndust þau litlu stúlkunni vel og hugsaði hún alla tíð til þeirra með hlýju og þakklæti. Á Fagra- nesi vann amma sveitastörfin eins og krakkar þurftu að gera í þá daga, eltist við kindur um hlíðar og skriður Tindastóls hljóp í mýr- um og lék sér við sjóinn ef tími vannst til. Þessir dagar voru ger- semar í huga hennar seinna á æv- inni og henni þótti alltaf vænt um Reykjaströndina. Fjörunni unni hún alla tíð og síðustu árin fannst henni mjög gott að komast niður á sand og labba þar um. Það hefur eflaust minnt hana á æskuárin og veru hennar við sjóinn. Árið 1932 giftist hún afa okkar, Svavari Ellertssyni frá Holtsmúla og eignuðust þau 9 börn, Ellert, Hörð, Ingibjörgu, Hallfríði, Jóhönnu, Guðrúnu, Lilju, Jónas og Svövu. Hörður og Ingibjörg eru látin. Afkomendur ömmu og afa eru nú 50 talsins. Hamingjuríkustu árin átti amma í Ármúla, nýbýlinu sem þau afi reistu. Þar ól hún flest börnin sín, þau ár voru líka oft verið erfið en amma hugsaði ekki um það held- ur gladdist yfir minningunum um stóra barnahópinn sinn, býlið og sveitina sem var henni svo kær. Alla tíð hafði hún mikið yndi af skepnum, sérstaklega kindum og kúm, og sagði okkur oft frá þeim sem þau afi höfðu átt í þeirra búskap. Síðustu áratugina bjó amma hér á Krók, lengst af á Bárustíg 8. Þar þótti henni gott að vera og þaðan átti hún góðar minningar. Oft var þar glatt á hjalla, einkum á sumrin, þegar börnin komu í heimsókn með barnabörnin. Ömmu leið best með hóp af fólki í kringum sig og alltaf hefur hún verið með börn nálægt sér. Amma hugsaði mikið um barnabörnin sín, gekk okkur sumum í móðurstað um tíma og ef illa stóð á í fjölskyldunni, var hún fús til hjálpar. Við krakkarnir eigum yndis- legar minningar um góða ömmu sem af alúð hlúði að okkur, sagði okkur sögur, raulaði vísur og kenndi bænir. Hún var ólöt að spila við okkur á spil, hún virtist alltaf hafa tíma til alls. Alltaf var amma glaðlynd og kvartaði aldrei yfir erfiðleikum eða veikindum, en veitti birtu og yl í kringum sig. Síðastliðin 10 ár bjó hún að Aðalgötu 13 hér í bæ þar sem hún og afi ræktuðu fallegan blómagarð, með fjölskrúðugum gróðri. Hún hafði brennandi áhuga á trjárækt og blómum, og garðurinn veitti henni mikla gleði. Amma las mikið og heklaði fallega muni sem hún prýddi heimili sitt með, einnig heimili afkomenda sinna. Við þökkum elsku ömmu allt sem hún var okkur, fullviss um að hún hefur átt góða heimkomu. Guð blessi minningu hennar og blessi afa okkar, í hans miklu sorg. Þér kærar sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá. Það hjarta sem þú átt, en er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu þótt ei aftur sjáumst hér. Ó guð minn ávallt gæti þín ég gleymi aldrei þér. Jóhannes Atli, Berglind, Lydía, Aníta og Guðrún Vigdís. Kveðja frá barnabarni Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég þakka elsku ömmu minni . fyrir allt. Hvíli hún í friði. Lydía Jónasdóttir. Sauðárkróki. Samtök um jafnrétti milli landshluta: Telja stjómmálaflokkana ganga þvert á fyrirheitin Austfjarðadeild Samtaka um jafnrétti milli landshluta hélt almennan fund í Valaskjálf á Egilsstöðum, sunnudaginn 8. nóv. Hlöðver Þ. Hlöðversson for- maður SJL, frá Björgum í Kinn, byrjaði fundinn með ávarpi. Sigurður Helgason sýslumaður á Seyðisfirði flutti erindi, er hann nefndi: „Af hverju aukin heima- stjórn héraða?" Ágústa Þorkels- dóttir á RefsStað í Vopnafirði fjallaði um breytta byggðastefnu, betri byggðamenningu, Sigurður Símonarson bæjarstjóri á Egils- stöðum kynnti „Átaksverkefnið Egilsstaðir - Seyðisfjörður“ og Þórarinn Lárusson tilraunastjóri á Skriðuklaustri nefndi sitt erindi „Nokkur orð um byggðasamtök- in og sjálfskaparvíti landsbyggð- arfóiks". Á fundinn mættu um 40 manns, víðs vegar að úr fjórð- ungnum. Fundarstjóri var Vil- hjálmur Einarsson skólameistari. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að góður rómur hafi verið gerður að máli framsögu- manna og þátttaka í umræðum verið með ágætum. Fundarmenn hafi verið sammála um að þörfin fyrir þverpólitísk samtök, á borð við SJL, hefði ekki áður verið brýnni. Voru fundarmenn á einu máli um nauðsyn þess, að öllum sé kunnugt, að samtökin séu ekki, og hafi aldrei verið háð neinum stjörnmálaflokki. Samtökin hyggja á frekara kynningarstarf á næstunni, bæði með fundarhöldum og útgáfu. Af tímariti samtakanna, „Útverði", hafa þegar komið út þrjú tölu- blöð, hið fyrsta undir nafninu „Samtökin". Fréttabréfi frá síð- asta landsfundi SJL, að Reyk- holti í júní í vor, var dreift til félagsmanna í ágúst. Þriðja tölu- blað Útvarðar (1987) er í vinnslu og mun koma út um 20. nóv. Þar munu birtast um 20 greinar og þættir, sem snerta byggðamál frá mörgum sjónarhornum, eftir ýmsa landskunna karla og konur. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt einróma á fundinum: „Fundur Austurlandsdeildar Samtaka um jafnrétti milli landshluta, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum, 8. nóvember 1987, rifjar upp hversu kosningastefnu- skrár allra flokka voru þrungnar umhyggju fyrir landsbyggðinni. Telur fundurinn furðu sæta hversu margt úr þeim hefur, ekki einasta glatast, á ekki lengri tíma, heldur gengið þvert á fyrir- heitin. Ber þar hæst nýlega fram komið frumvarp til fjárlaga 1988, þar sem niðurskurður virðist einkum bitna á undirstöðuat- vinnuyegunum og ýrnsum atrið- um, sem miklu máli skipta fyrir viðhald búsetu í hinum dreifðu byggðum. Þá telur fundurinn brýnt, til að koma í veg fyrir frekara hrun byggðar víða um land, að komið verði á fót lýðræðislega kjörn- um landshlutastjórnum, svo fljótt sem auðið er, og þeim fengin veruleg verkefni og fjárráð.“ Fornbílaáhugamenn Fundur í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Fornbíladeild. Bílaklúbbur Akureyrar. Upplýsingasími 91-685111. Vinningstölur 14. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 5.755.129.- 1. vinningur kr. 2.883.072.- Skiptist á milli 8 vinningshafa kr. 360.384,- á mann. 2. vinningur kr. 864.675.- Skiptist á milli 675 vinningshafa kr. 1.281.- á mann. 3. vinningur kr. 2.007.382.- Skiptist á milli 11878 vinningshafa sem fá kr. 169.- hver. Háseti óskast á Særúnu frá Árskógssandi nú þegar. Húsnæöi í boði. Uppl. í símum 61946 og 985-22551. Tilkynning frá Fiskveiðasjóði Islands Umsóknir um lán á árinu 1988 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1988 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði: Sjóðsstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu í hefðbundnum vinnslugreinum og metur umsóknir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til bygginga, véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. 2. Vegna endurbóta á fiskiskipum: Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum: Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum verða eingöngu veitt ef skip sambærilegrar stærðar eru úreld, seld úr landi eöa strikuð út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Hámarkslán er 65% vegna nýsmíði innan- lands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutn- ings. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. Endurnýjun umsókna: Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endur- nýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Hækkun lánsloforða: Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarfram- kvæmda, nema Ijóst sé að umsækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er til 31. desember 1987. 7. Almennt: Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að sjóðurinn getur synjað lánsumsókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands; Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og Sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn um- sóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1988 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 10. nóvember 1987 Fiskveiðasjóður íslands

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.