Dagur - 19.11.1987, Síða 1

Dagur - 19.11.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, fimmtudagur 19. nóvember 1987 221. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Börn hafa flest áhuga fyrir dýrum og fuglum. Þegar veður er gott er tilvalið að skreppa að Andapollinum og skoða fuglana í návígi. Umfangsmikil spríitt sala í Ólafsfirði? - talið að aðilar í bænum hafi samstarf við skipverja um borð í Hofsjökli Grunur leikur á að ákveönir aðilar í Ólafsfirði hafi um nokkurt skeið stundað í sam- vinnu við skipverja á m/s Hofs- jökli, ólöglegan innfiutning og sölu á sterkum vínum. Málið kom fyrst til tals á fundi áfeng- isvarnarnefndar og kom for- maður hennar ábendingum til bæjarfógeta, sem hefur málið í athugun, en einnig hefur for- maðurinn kynnt málið á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar. „Við teljum okkur hafa vissu fyrir því að ákveðnir aðilar hafi stundað þessi viðskipti og það er okkar aðvörun að fjalla svona um málið. Við teljum um að ræða fólk sem hefur samband við fraktskipin sem hingað koma og við álítum að þetta hafi staðið í alllangan tíma,“ sagði Björn Þór Ólafsson formaður áfengisvarn- arnefndar Ólafsfjarðar í samtali við Dag. „Við höfum þessar upplýsingar frá mönnum sem hafa verið að vinna á bryggjunum og tekið eftir þessu,“ sagði Björn aðspurður um hvað þeir hefðu fyrir sér varðandi þessar ásakanir. Björn sagðist telja að hér væri um tals- vert umfangsmikil viðskipti að ræða og um væri að ræða sterkt áfengi í plastflöskum. Það sem styrkir mjög þennan orðróm, sem talsvert mun vera ræddur í Ólafsfirði, er að þegar skipið hafði síðast viðkomu í Ólafsfirði um 20. október fór það næst til ísafjarðar þar sem lög- reglan gerði upptæka um 112 lítra af sterkum vínum, í plast- flöskum. Samkvæmt upplýsing- um sem fengust hjá lögreglunni á ísafirði er vitað að þar var um að ræða þrjá skipverja og einn aðila í landi og að alls komu á land á ísafirði um 360 lítrar. Björn benti fógeta á umrædda aðila og sagðist Barði Þórhalls- son bæjarfógeti ætla að fylgjast með komu skipsins og þeim aðila eða aðilum sem málinu tengjast. ET Verkamannabústaðir við Melasíðu: Deilt um seinkun Að mati stjórnar Verka- mannabústaða á Akureyri er Aðaigeir Finnsson hf. verktaki við byggingu íbúða fyrir verka- mannabústaðakerfið, nú orð- inn tveimur mánuðum á eftir áætlun með verkið. Forsvars- menn fyrirtækisins viðurkenna seinkun en telja sig eiga rétt á henni vegna tafa við fyrirframgreiðslur. Ekki hefur verið gengið frá nýjum verk- samningi en tafir þessar valda erfiðleikum gagnvart kaupend- um íbúðanna. í lok desember 1986 undirrit- uðu stjórn Verkamannabústaða og verktaki samning um bygg- ingu tólf íbúða fyrir kerfið í fjöl- býlishúsi við Melasíðu 5. Fyrstu fjórar íbúðirnar átti samkvæmt samningnum að afhenda fyrir næstu áramót. Vegna aukinna krafa Hús- næðisstofnunar var ljóst í janúar- byrjun að verktaki þyrfti að leggja fram fleiri teikningar en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta var forsenda fyrir samþykki stofnunarinnar og því að hægt væri að ganga frá fyrirfram- greiðslum. Teikningarnar lágu ekki fyrir fyrr en í mars, vegna seinagangs verktaka, að sögn Hákonar. Að mati verktaka tók samning- urinn því ekki gildi fyrr en í mars/ apríl en að mati stjórnarinnar tók hann gildi í febrúar, þegar fyrsti hluti fyrirframgreiðslu var inntur af hendi. Verktakinn átti því að mati stjórnarinnar aðeins rétt á seinkun í um einn mánuð. Ekki náðist í Aðalgeir Finns- son þar sem hann er erlendis. Megin ástæðan fyrir seinkuninni mun hins vegar vera skortur á múrurum. Á undanförnum dög- um hefur þó eitthvað ræst úr þeim málum og sagðist Hákon vera bjartsýnn á að heldur rættist úr með afhendingu fyrstu íbúð- anna. ET Umferðarmiðstöð er í burðar- liðnum á Akureyri, svo sem við höfum skýrt frá, og verður til húsa að Hafnarstræti 82, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. En þýðir þetta að hug- myndir um byggingu umferð- armiðstöðvar í Bótinni hafi rokið út í veður og vind? Þorleifur Þór Jónsson, starfs- maður atvinnumálanefndar, svaraði því til að með því að koma á fót umferðarmiðstöð í hentugu húsnæði væri hægt að fara af stað án mikils tilkostnað- ar. „Hér er verið að fara skynsamlega af stað. Umferðar- miðstöð í Bótinni er allt annað dæmi; kostnaður upp á tugi millj- óna. Auk þess er þar um hafnar- svæði að ræða og því verður að hafa náið samstarf við hafnar- stjórn ef eitthvað á að gera þar, en þessar hugmyndir voru aðeins á umræðustigi,“ sagði Þorleifur. Hann sagði að umrætt svæði í Bótinni hefði í raun verið skipu- lagt sem lystibátahöfn, og umræður um byggingu húsnæðis sem hægt væri að nýta sem umferðarmiðstöð og aðstöðu fyr- ir lystibátaþjónustu hefðu aðeins verið hugmyndir og „alfarið á umræðugrunni.“ SS Hafnarstræti 82. Mynd: tlv Erfiðleikar í rekstri prjóna- og saumastofa Samkvæmt skýrslu Þjóðhags- stofnunar verða næstu mánuð- ir erfiðir fyrir prjóna- og saumastofur víða um land. Ástæða taprekstrarins er erf- ið staða með tilliti til gengis- mála sem samsvarar verðlækk- un á erlendum mörkuðum. Miklar kostnaðarhækkanir hafa orðið innanlands undan- farna mánuði. Launaskrið hefur verið talsvert en verðlækkun á framleiðsluvörum erlendis. í skýrslunni kemur fram að rúm- lega helmingur útflutnings í þess- um iðnaði er bundinn í dollurum en gengi dollarans hefur verið óhagstætt um langa hríð. Ef dæmi er tekið af útflutningi prjóna- og saumastofa annarra en Iðnaðardeildar SÍS þá hefur orðið 55 prósent raunlækkun á verði prjónavara sem fluttar eru til Sovétríkjanna frá árinu 1983, ef marka má niðurstöður starfs- hóps sem studdist við gögn frá Landssamtökum sauma- og prjónastofa og fyrirtæki sem nefnist Hannarr hf. EHB Bílvelta í Aðaldal Um kal'fileytið í gær barst lög- reglunni á Húsavík tilkynning um bflslys. Bifreið hafði verið ekið út af veginum við afleggj- arann að Hólmavaði í Aðaldal. Við þetta valt bifreiðin og er hún talin ónýt. í bifreiðinni, sem er fólksbif- reið af Volvo gerð, voru þrír farþegar auk ökumanns. Mun hún hafa verið á leið suður. Ein- hver slys urðu á fólki en á sjúkra- húsinu á Húsavík reyndist ekki unnt að fá upplýsingar um líðan fólksins. VG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.