Dagur - 19.11.1987, Page 4

Dagur - 19.11.1987, Page 4
4 - DAGUR - 19. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RÍTSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: . ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróltir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN S/EMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, PÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fylgi stjómmála- flokkanna Niðurstöður úr skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birtar voru á mánu- dag, eru um margt athyglisverðar. Þær gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur séu þeir stjórnmálaflokkar sem lang- mestrar hylli njóta nú um sinn meðal kjósenda. Aðrir flokkar virðast standa þeim langt að baki hvað fylgi áhrærir. Út af fyrir sig telst það vart til tíðinda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi talsvert fylgi, því þannig hefur það verið um alllangt skeið. Skoð- anakönnun DV bendir til þess að flokkurinn sé eitthvað að rétta úr kútnum eftir hrakfarirnar í síðustu alþingiskosningum og er það í sjálfu sér ekki neitt sérstakt fagnaðarefni. Flokkurinn er þó hvergi nærri búinn að ná þeim styrk sem hann hafði á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn bætir verulegu við sig samkvæmt skoðanakönnuninni og er nú farinn að nálgast 30 prósenta markið. Þessi niðurstaða sýnir að kjósendur eru ánægðir með framgöngu framsóknarmanna í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst í ríkisstjórninni. Jafnframt gefur þessi niðurstaða til kynna að umbótasinnaður miðju- flokkur eigi vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðar- innar og eru það ánægjuleg tíðindi fyrir félags- hyggjufólk um land allt. Niðurstöður könnunarinnar hljóta á hinn bóg- inn að vera verulegt áhyggjuefni fyrir alþýðu- bandalagsfólk. Þrátt fyrir nýjan formann og ein- ingu á yfirborðinu, heldur fylgishrun Alþýðu- bandalagsins áfram. Samkvæmt könnuninni yrði flokkurinn sá næstminnsti á Alþingi, ef kos- ið yrði nú. Skýringanna er enn að leita í þeim væringum sem átt hafa sér stað í Alþýðubanda- laginu. Hinum stríðandi öflum innan flokksins tókst ekki að ná sáttum á landsfundinum, enda ekki mikill yilji fyrir hendi að því er virtist. And- stæðingar Ólafs Ragnars eru örugglega ekki til- búnir til að taka hann í sátt á næstunni. - Og enn nýtur Kvennalistinn góðs af. Alþýðuflokkurinn tapar fylgi og má fyrst og fremst skrifa tapið á ráðherra flokksins, sem alls ekki hafa staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar. Stjórnarandstöðuflokkarnir, að Kvennalista undanskildum, tapa einnig talsverðu fylgi. Vart var við öðru að búast enda hefur núverandi stjórnarandstaða verið með eindæmum ráð- þrota, tilþrifalítil og máttvana. En kannski verða þessar niðurstöður skoðanakönnunar DV til þess að Eyjólfur fari að hressast. BB. Regína Sigurðardóttir: Staðsetning heilsu- gæsluþjónustu hefur áhrif á búsetu fólks Rekstur sjúkrahúsa er stór hluti af útgjöldum ríkssjóðs, því er eðlilegt að menn reyni aðeins að gera sér grein fyrir því í hvað þeir fjármunir fara. Pað starf sem fram fer á sjúkrahúsum er fjöl- þætt og verður seint metin arð- semi þess út frá peningalegum sjónarmiðum. Það er staðreynd að þegar við ég eða þú þurfum á þjónustu sjúkrahúss að halda, þá viljum við að sú þjónusta sé góð. Við viljum að aðstandendur okk- ar sem liggja inni á sjúkrastofnun fái bestu hugsanlega umönnun og okkur finnst að þar skuli ekkert til sparað. Markmiðið með rekstri sjúkra- húss er auðvitað fyrst og fremst að lækna og hlúa að sjúkum og stefnt er að því að skila heilbrigð- ari einstaklingum. Sem betur fer erum við ekki farin að meta líf og heilsu til fjár. Hvað þarf til að sjúkrahús sé vel rekið og að það veiti jafn- framt góða þjónustu? Ég hef ekki á reiðum höndum neinn stóran sannleik í þessum málum. En ég hef ákveðnar hug- myndir um frumskilyrði þess að sjúkrahús sé vel rekið og að þau veiti þá þjónustu sem til er ætlast. Góð húsakynni, þar sem sjúkl- ingum og starfsfólki líður vel. Gott og ánægt starfsfólk og þá vil ég leggja höfuðáherslu á góða stjórnendur, bæði lækna og hjúkrunarfólk, og síðast en ef til vill ekki síst áætlanagerð vegna skiptingar fjármagns. Til að hafa gott starfsfólk þarf margt að koma til: m.a. góð vinnuaðstaða, gott samband við vinnufélaga, möguleikar á að við- halda og auka starfsþekkingu sína og laun. Ef við lítum á þessa þætti vakna ýmsar spurningar. T.d. hvað er góð vinnuaðstaða? Fyrir lækna og hjúkrunarfólk hlýtur t.d. að vera nauðsynlegt að hafa aðstöðu til rannsókna, og aðgerða, góða aðstöðu til hjúkr- unar, skýrslugerða og skipulagn- ingar og ekki síst gott og vel- menntað aðstoðarfólk. Fyrir aðstoðarfólk t.d. sjúkra- liða er góð aðstaða til hjúkrunar, hjálpartæki við hjúkrun, rúm- góðar sjúkrastofur, góðar verk- lýsingar og ef til vill öðru fremur yfirmenn sem bera virðingu fyrir störfum þeirra og veita þeim stuðning í starfi. Frumskilyrði árangurs og starfsánægju er gott upplýsingastreymi og samstarf allra er við stofnunina starfa. Til að hægt sé að skipuleggja starfsemi sjúkrahúss í heild, eða einstakra deilda, er nauðsynlegt að forstöðumenn deildanna geri framkvæmdaáætlun fyrir fjár- lagagerð komandi árs. í þeirri áætlun þarf að koma fram for- gangsröðun verkefna, áætlun um aukningu í starfsmannahaldi og yfirleitt allir kostnaðarþættir í rekstri viðkomandi deildar. Síð- an þarf framkvæmdastjóri ásamt stjórn og forstöðumönnum deild- anna að yfirfara þessar áætlanir samræma þær og gera rekstar- áætlun til ríkssjóðs, sé sjúkrahús- ið rekið á framlögum úr ríkis- sjóði. Þegar greiðsluáætlun ársins frá fjármálaráðuneyti liggur fyrir þarf að endurskoða þær áætlanir sem fyrir liggja og deila fjár- magninu niður, þannig að það komi sem best út fyrir sjúkrahús- ið í heild. Ef svona áætlanir eru vel unnar og eftir þeim farið ættu þær að geta auðveldað mjög allt skipulag í rekstri. Ef forstöðu- menn einstakra deilda vita í upp- hafi árs hvaða fjármagni þeir hafa úr að spila á árinu geta þeir kynnt það fyrir starfsmönnum deildarinnar og þar með ætti að vera auðveldara að auka skilning starfsfólks á rekstri deildarinnar og sjúkrahússins í heild. En frumskilyrði þess að svona áætl- anagerð standist eru þau að greiðsluáætlun frá Fjármálaráðu- neytinu standist. Ef hún bregst, eru forsendur áætlunarinnar brostnar og þar með öll vinna við hana til einskis. í mínum huga eru kostir góðrar áætlunar ótví- ræðir. Það er t.d. mjög leiði- gjarnt fyrir framkvæmdastjóra að þurfa endalaust að vera að taka ákvarðanir um framkvæmdir sem ef til vill eru komnar í eindaga, en hafa ekki verið kynntar fyrir honum fyrr. Jafnframt er þaö ekki síður þreytandi fyrir deilda- stjóra að þurfa að fara bónleiðina til framkvæmdastjóra með hvað eina sem framkvæma þarf á við- komandi deild. Ég geri mér grein fyrir því að aðhalds er þörf í rekstri sjúkrahúsanna, en þau mega ekki vera í fjársvelti. Pað gengur ekki að mestur tími fram- kvæmdastjóra fari í peningaút- veganir, til að bjarga sér fyrir horn með skammtímalausnum, enda eru þær oft of dýrar til þess að þær séu í raun og veru verj- andi. Mig langar að kynna ykkur lítillega það sjúkrahús sem ég þekki best, en það er Sjúkrahúsið á Húsavík. Sjúkrahúsið á Húsa- vík flokkast sem almennt sjúkra- hús og er í rauninni ó deildar- skipt. Þar eru 64 sjúkrarúm og er sjúkrahúsinu ætlað að þjóna Húsavík og næstu nágranna- byggðum. Það tekur við sjúkling- um til rannsóknar og meðferðar, auk þess sem það hefur aðstöðu til að vista langlegusjúklinga. Til þess að svona stofnun gangi vel þarf að mörgu að hyggja. Ég ætla að kynna ykkur ein- stakar deildir, við skulum byrja í þvottahúsinu það er til húsa í Dvalarheimilinu Hvammi. Þar er allur þvottur frá sjúkrahúsinu þveginn, auk þes sem séð er um þvotta fyrir Dvalarheimilið Hvamm. í þvottahúsinu er einnig aðstaða til sauma og viðgerða á þvotti. „Þetta er annars vegar spurning um kostnað. Hversu margar fæðingar réttlæta t.d. rekstur fæðingadeildar? ... Hin hliðin er byggðastefna.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.