Dagur - 19.11.1987, Síða 11

Dagur - 19.11.1987, Síða 11
19. nóvember 1987 - DAGUR - 11 KEA fjögurra þjóða mótið: „KEA vill styðja við bakið á íþrótta- starfi á Norðuriandi“ - segir Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri „KEA hefur stutt verulega við bakið á íþróttastarfi á Akur- eyri og það er okkur mikil ánægja að geta stutt við þetta fyrsta alþjóðlega handknatt- leiksmót sem haldið er á NorðurIandi,“ sagði Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri er Dagur forvitnaðist um ástæðuna fyrir því að KEA skuli styðja þetta alþjóðlega handknattleiksmót sem fram fer á Akureyri og Húsavík um helgina. „Handknattleikur er hópíþrótt og má sjá þó nokkra líkingu milli samvinnuhugsjónarinnar og hóp- íþrótta. Hvort tveggja stendur og fellur með hópvinnunni og sam- stöðunni, að ætla að vinna að ákveðnu verkefni sem ein heild,“ sagði Valur. „Það er vaxandi handknatt- leiksáhugi á Norðurlandi, eins og reyndar um allt land. Akureyr- ingar eiga nú tvö lið í 1. deild karla og erum við Norðlendingar mjög stoltir af því. KEA vill góð tengsl við ungt fólk á félagssvæði okkar og við teljum að með því að styðja svona merkan atburð getum við náð tengslum við íþróttaáhugamenn hér á Norðurlandi,“ bætti Valur við að lokum. AP Stefán Arnaldsson. Ólafur Haraldsson. Stefán og Ólafur dæma tvo leiki íslenskir dómarar verða í stór- um hlutverkum á KEA fjögurra þjóða mótinu í handknattleik sem hefst á Akureyri annað kvöld. En auk þeirra mætir dómarapar frá Noregi til leiks og dæmir þrjá leiki á mótinu. Norsku dómarnir eru þeir Öj- vind Bolstad og Terje Anthonsen en auk þeirra munu þeir Sigurður Baldursson og Björn Jóhannes- son dæma einn leik og þeir Ólaf- ur Haraldsson og Stefán Arnalds- son dæma tvo leiki. Þeir Ólafur og Stefán dæma leik Póllands og Portúgals á Húsavík á laugardag og leik ísraels og Portúgals á Akureyri á sunnudag. Þeir Bolstad og Anthonsen munu hins vegar dæma alla leiki íslenska liðsins á mótinu. Atli Hilmarsson hefur náð sér af meiðslunum og mun vonandi sýna skemmtilega takta hér fyrir norðan með lands- liðinu um helgina. KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik: Islenska liðið sigurstranglegast! KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik hefst í íþrótta- höllinni á Akureyri annað kvöld. Auk íslands taka landslið Póllands, Israels og Portúgals þátt í þessu móti, sem stendur yfir um helgina og verður leikið bæði á Akureyri og Húsavík. Allir snjöllustu handknatt- leiksmenn okkar leika með íslenska liðinu á mótinu að undanskildum Bjarna Guð- mundssyni sem átti ekki heim- angengt. Alferð Gíslason, Krist- ján Arason, Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson eru mættir frá Þýskalandi og verður spennandi „Erum fyrir KEA fjögurra þjóða mótið: mjög þakklátir stuöninginn" - sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI Jón Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ sagði, í viðtali við Dag, að ein aðalástæðan fyrir því að þetta handknattleiks- mót er haldið fyrir norðan, er að sýna það og sanna að við getum spilað stórleiki utan Reykjavíkursvæðisins. „Eins og flestir vita þá höfum við sótt um að halda HM 1994 og þá yrði einn riðillinn haldinn utan Reykjavíkur. Við fórum þess á leit við KEA að þeir styddu okk- ur í því að halda alþjóðlegt hand- knattleiksmót fyrir norðan og tóku þeir því mjög vel. Það er mjög viðeigandi að á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar skuli vera haldið aþjóðlegt handknatt- leiksmót þar. Það er HSÍ mikill heiður að spila þessa leiki á Akureyri og á Húsavík og von- andi að Norðlendingar fjölmenni á þessa keppni. Á móti vona ég að við getum lofað spennandi keppni og góðum handbolta. KEA gefur öll verðlaun í mót- inu, en einnig hafa bæjarstjórnir Húsavíkur og Akureyrar stutt við bakið á þessu framtaki okkar og erum við mjög þakklátir öllum þeim aðilum sem sýna okkur þennan velvilja," sagði Jón Hjaltalín- Magnússon formaður HSÍ að lokum. AP Jón Hjaltalín, formaður HSÍ. að sjá þá í leik hér fyrir norðan á ný. Auk þeirra verða í liðinu m.a. þeir Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Guðmundsson og Bjarki Sigurðsson úr Víkingi, Þorgils Óttar Mathiesen úr FH, Atli Hilmarsson úr Fram og Ein- ar Þorvarðarson markvörður Valsmanna, svo einhverjir séu nefndir. Það er því sannkölluð handknattleiksveisla framundan hér norðanlands. Helstu andstæðingar okkar í mótinu verða eflaust Pólverjar, sem hafa verið í fremstu röð í heiminum í áraraðir. Pólska liðið er skipað í bland leikmönnum sem hafa leikið hátt í 100 leiki og svo aftur yngri. og óreyndari mönnum. Þeirra leikjahæsti mað- ur er sjálfur Bogdan Wenta en hann leikur sinn 100. leik í kvöld í Laugardalshöll gegn íslenska liðinu. ísland og Pólland hafa mæst 29 sinnum innbyrðis frá upphafi en liðin léku fyrst saman árið 1966. Þá fóru Pólverjar með sigur af hólmi en síðan komu þrír íslenskir sigrar í röð. Pólverjar hafa þó sigrað mun oftar eða 20 sinnum alls, einu sinni hefur orðið jafntefli og 8 sinnum hefur íslenska liðið farið með sigur af hólmi og þar af í tveimur síðustu viðureignum liðanna. ísraelar hafa á að skipa skemmtilegu liði og eru til alls líklegir. ísland og ísrael hafa mæst 6 sinnum á handknattleiks- vellinum og er árangur okkar gagnvart þeim mun betri en gegn Pólverjum. Þrisvar hefur íslenska liðið farið með sigur af hólmi, tvívegis hefur orðið jafnt en einu sinni hafa ísraelar haft betur. Portúgal er C þjóð og því ekki framarlega í handboltanum. Lið íslands og Portúgals hafa aðeins einu sinni áður keppt saman en það var árið 1977 og þá fór íslenska liðið með öruggan sigur af hólmi 22:14. Fyrirfram er íslenska liðið mjög sigurstranglegt á þessu móti en strákarnir okkar þurfa að leggja sig alla fram ef það á að takast. Handknattleiksáhuga- menn á Norðurlandi munu eflaust fylla íþróttahallirnar á Akur- eyri og Húsavík og fylgjast með spennandi leikjum. Uppskeruhátíð Völsungs: maður ársins Jónas Hallgrímsson var kjör- inn knattspyrnumaður Völs- ungs 1987. I»að voru leik- menn liðsins sem fyrir kjör- inu stúðu og voru úrslitin kunngerð á uppskeruhátíð félagsins uin síðustu helgi. Þoríinnur Hjaltason mark- únnig líklegur til Heo J|| * ‘!L' betur þegar upp var staðið. Jón- as lék mjög vel með Völs- ungsliðinu ( sumar og var auk þess marklnesti maður liösins. Einnig fengu þcir Kristjún Olgeirsson og Haraldur Har- aldsson viöurkenningar. Krist- ján fékk innrammað rautt sjald en Haraldur fékk margnota gips

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.