Dagur - 23.11.1987, Qupperneq 5
23. nóvember 1987 - DAGUR - 5
eru vissulega allra góðra gjalda
verðir, en starfssystkin eiga þeir „úti
á landi“, sem ekki nutu verkefna,
sem þau gátu þó sinnt þekkingar og
aðstöðu vegna.
En er þá ástæða til þessarar van-
metatilfinningar og minnimáttar-
kenndar, sem hrjáir þá, sem á lands-
byggðinni búa? Er þar ekkert - eða
að minnsta kosti harla fátt - sem er
þess virði, að að því sé hlúð? Eru mál
svo vaxin, að menninguna sé að
mestu að finna „fyrir sunnan“ og að
nokkuð víst sé, að lista sé helst ekki
að leita nema þar?
Öllum þessum spurningum og
fleirum í sama dúr hljóta þeir sem
vita vilja af þeim efnivið og þeim
jarðvegi, sem fyrir hendi er í hinum
dreifðu byggðum að svara neitandi.
Pví að hvað er efniviður í listamann?
Það er maðurinn, karlinn, konan,
sem hefur hugsjón, sem leggur tíma
sinn í það að skapa; sem vill ekki
vera einungis þiggjandi, heldur gef-
andi, ekki einungis áhorfandi, heldur
gerandi, auðgandi samfélag sitt með
framlagi sínu til listar á því sviði, sem
fyrir valinu hefur orðið. Og sjáum
við ekki og þekkjum fjölda af þessu
fólki í heimabyggðum okkar? Pað er
fólkið, sem mætir á leikæfingar eftir
vinnutíma - kauplaust. Það er fólkið,
sem situr ekki fyrir framan sjón-
varpstækið eftir strangan vinnudag,
heldur notar tímann til annars -
söngs, ritstarfa, myndsköpunar,
grúsks. Það er fólkið, sem leggur
hvíldartíma sinn í það að veita
umhverfi sínu vídd, aukið gildi,
meira innihald en það, sem fæst með
brauðstritinu einu saman.
Eru störf þessa fólks einskis virði?
Alls ekki! Eru þau ekki veigamikill
þáttur í menningarviðleitni hinna
„dreifðu byggða"? Vissulega! Og
skapar þetta fólk ekki verðmæti í
menningarlegu tilliti, sem við viljum
ekki vera án? Svo sannarlega! Ætti
þá ekki að hlúa að starfsemi þess? Að
sjálfsögðu! En hvers vegna er það þá
ekki gert betur en raun ber vitni?
íslenskar sveitarstjómir hafa unnið
gott verk flestar í því að koma á
atvinnuöryggi í byggðum þessa lands.
Við búum við þau öfundsverðu skil-
yrði, að hér á landi þurfa menn ekki
að ganga um atvinnulausir, ef þeir
vilja vinna. Hér er lítið um skort og
þar sem hann knýr dyra, er aðstoð
samfélagsins til reiðu, þar sem henni
verður við komið.
Flest okkar hafa það fyrir satt, að
maðurinn lifi ekki af brauði einu
saman. Við vitum að hann er félags-
vera, að hann þarfnast afþreyingar,
afslöppunar, samfélags með öðrum í
gefandi og uppbyggjandi starfi. Við
vitum, að þegar lífsafkoman er orðin
örugg og þakið yfir höfuðið er
fengið, fer maðurinn að þarfnast
þeirra þátta, sem aðgreina hann
framar öðrum frá dýrum merkurinn-
ar. Hann þarfnast menningar, lista,
fagurra hluta, sköpunar og eigin
þátttöku í þessurn þáttum og tækifæra
til þess að njóta þeirra.
Þarna er komið að einum helsta
þættinum í því, hvers vegna menn
flytja úr byggðum, þar sem afkoma
þeirra er góð og ekkert virðist skorta í
efnalegu tilliti; það er vanmati á gildi
félags- og menningarlífs og þeim
skorti, sem þar af kemur, á tækifær-
um til þess að njóta menningar og
lista. Raunar korna fleiri atriði til svo
sem aðstaða til skólagöngu og í því sam-
bandi gæði skóla og þeirrar mennt-
unar, sem þeir veita, og þá sér í lagi
á grunnskólastigi. Um þetta atriði
mætti ræða langt mál, en það verður
ekki gert hér, þó að verðugt væri.
Af þeirri vanmetatilfinningu og
minnimáttarkennd, sem þegar hefur
verið á minnst, sprettur það, að
framlag íbúa „úti á landi“ til
menningar-, lista-, og félagslífs í
byggðum sínum fær ekki þann hljóm-
grunn hjá ráðamönnum byggðanna,
sem skyldi. Aðrir þættir á verkefna-
skránni þykja viðurhlutameiri. Ráða-
menn sjá ekki sambandið á milli
félagslegrar og menningarlegrar full-
nægju íbúanna og þess, að þeir festist
í byggðunum.
I þessu sambandi verður ekki hjá
því komist, að ræða frekar það mat,
sem virðist ráða, þegar verkefnum
sveitarfélaga er raðað. Það er áber-
andi, hve aftarlega í forgangslista
menningar- og félagsmál koma. Af
röðuninni er augljóst, að þessir
málaflokkar eru taldir lítilvægir í
flestum tilfellum, þó að fyrir komi að
vægi þeirra sé gert meira en er að
jafnaði t.d. vegna þess, að svo vill til,
að halda á upp á eitthvað eða annað
viðlíka liggi fyrir. Þá virðist álit
rnanna, að menning og listir séu vel
til fallið skraut og gott til þess brúks,
en alla aðra daga séu þessir þættir
gagnslitlir og jafnvel, að þeir, sem
leita eftir stuðningi til þess að stunda
þá, séu heldur lciðir betlarar á fé
hinna sameiginlegu sjóða.
Þetta viðhorf er mikil fásinna. Það
má fullyrða að það er unnt að sjá í
ýmsu beint samband á milli festu
manna í byggðum og tækifæranna,
sem bjóðast ungum og öldnum til
þess að njóta félagslífs, menningar
og lista. Einnig er uggl^ust, að
ástundun þessara þátta verkar sem
hvati á athafnalíf, vegna þess meðal
annars, að íbúarnir verða frekar
kyrrir en ella og leita því leiða til þess
að bæta kringumstæður sínar og af-
komu innan hlutaðeigandi byggðar.
Þá má ekki gleyma þeim blæ, sem
skapast iðulega í byggðum, þar sem
menningar- og listalífi er sinnt sem
skyldi og félagslíf nær að blómgast.
Enn mætti telja þann svip, sem
menningarríkt byggðarlag hefur út á
við; það aðdráttarafl sem það öðlast
og þann vaxtarauka, sem af getur
leitt.
Það er öruggt, að menning borgar
sig. Það er blátt áfram arðbært að
leggja fé í félagsstarfsemi og listir og
hlúa að þeim. Ánægðir, starfsglaðir og
vakandi íbúar eru mesti auður hvers
byggðarlags, þvf að í þeim er upp-
spretta framfara og vaxandi vel-
megunar.
Af vanmetatilfinningunni og
minnimáttarkenndinni leiðir enn, að
ýmiss aðstaða, sem nauðsynleg er til
þess að blómlegt félags- og menning-
arlíf geti þrifist, er annað hvort ekki
til staðar, eða hún látin föl við verði,
sem verkar líkt og hemill á þá starf-
semi, sem íbúarnir vilja koma af
stað.
Hér er til dæmis átt við það
viðhorf, að félagsheimilin, sem voru
reist til þess að vera menningar- og
félagslífsmiðstöðvar í sínum byggð-
arlögum, eru að því er virðist iðulega
rekin með því hugarfari, að afnota-
gjöld skuli sem mest standa undir
kostnaði. Vitanlega er ekkert at-
hugavert við það, að félagsheimili
hafi tekjur, sem ganga upp í kostnað
við rekstur. Hins vegar er það frá-
leitt, þegar það kemur fyrir, sem
vissulega er allvíða, að húsaleiga er
svo há, að félagasamtök og áhuga-
mannahópar um t.d. leiklist, sönglist
og myndlist skirrast við að nýta fé-
lagsheimili og fá þar inni vegna
kostnaðar.
Af því viðhorfi, sem áður var á
minnst, að list utan Stór-Reykja-
víkursvæðisins er ekki álitin meira en
svo standa undir nafni, kemur það,
að fyrirgreiðsla t.d. í formi fjár-
muna, er iðulega torfengin, eða þá
oft af svo skornum skammti, að lítið
gagn er af. í þessu sambandi virðist
oft gleymast gersamlega, hverjir það
eru, sem að frjálsri menningar- og
listastarfsemi standa. Það eru íbúar
byggðarlagsins, og þeir greiða til þess
skatta sína og skyldur. Starfsemi
þeirra að menningar- og listamálum
er ekki gróðavegur neins þeirra,
heldur ógreidd áhugavinna, sem er
hlutaðeigandi byggð iðulega til mik-
ils sóma og íbúum hennar til lífsfyll-
ingar og ánægju. Þeir þættir verða
ekki metnir til fjár, heldur eru þeir
ómetanlegir, og því lítt skiljanlegt,
að í stað þess að styðja myndarlega
við þá í ljósi þess, að þeir eru blátt
áfram arðbærir, skuli það vera til, að
á þessa starfsemi er einna helst litið
sem tekjulind fyrir húsin, sem reist
voru til þess að gera hana mögulega.
Áheyrendur góðir. Við lifum á
tímum fjölmiðlunar. Yfir okkur hell-
ist á öldum ljósvakans efni, sem okk-
ur hefur verið tjáð að sé list og hafi
menningargildi. í öllu fárinu höfum
við, sem utan höfuðborgarsvæðisins
búum, of mörg misst fótana og erum
farin að líta okkur of fjær eftir þeim
þáttum, sem geta gætt líf okkar því
innihaldi, sem við þráum að fenginni
góðri afkomu. Við megum gæta okk-
ar á því að við glötum ekki gildismati
okkar í hvirflum rafeindavindanna
og förum að trúa því, sem þegar er
tekið að læðast að okkur, að framlag
okkar, sem utan Reykjavíkur búum,
til þjóðarmenningarinnar sé lítil-
vægt. Við þurfum að sameinast um
hið gagnstæða. Því að við getum ver-
ið og eigum að vera verðir þeirra
verðmæta, sem heimabyggðir okkar
búa yfir og sem verða til þar.
Menningarsamtök Norðlendinga,
MENOR, voru stofnuð til þess að
sinna þessu verkefni. Á síðasta
Fjórðungsþingi Norðlendinga, var
samþykkt eftirfarandi ályktun um
samtökin:
„Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið á Dalvík 26.-27. ágúst, 1987,
telur að samtök eins og Menningar-
samtök Norðlendinga hafi vaxandi
hlutverki að gegna. Þingið skorar á
sveitarfélög á Norðurlandi, mennta-
málaráðuneytið og fjárveitingavald
að styrkja Menningarsamtök Norð-
lendinga með framlögum til þess að
koma á reglulegri menningarhátíð á
Norðurlandi og stuðla að áframhald-
andi rekstri samtakanna."
Ef til vill - og vonandi - er þessi
ályktun boðberi vaxandi skilnings á
mikilvægi menningar- og listalífs á
Norðurlandi. Ef til vill - og vonandi
- er það þing, sem við sitjum merki
þess, að vitundarvakning sé að verða
á meðal sveitarstjórnarmanna um
það, að fleira hafi gildi í lífinu og sé
þess virði að fyrir því sé barist en
fjárhagsleg afkoma. Ef til vill - og
vonandi - stöndum við nú við upphaf
þess skeiðs, þegar tekið verður af
alvöru að hlúa að viðgangi og vexti
hinna sérmannlegu þátta.
Menning og listir eru ekki hjóm og
spé. Þær fela í sér gróandann, sem
auðgar allt umhverfið og vekur menn
til dáða. Þær hafa reynst einmitt
þetta, þar sem þær hafa náð að njóta
sín: Lyftistöng mannslífsins á hverj-
um stað. Við skulum vona, að þær
aðstæður skapist í hinum dreifðu
byggðum íslands, að þær fái notið
þess kynngimagns, sem felst í sköpun
og sköpunargleði einstaklingsins. Sú
framtíðarsýn - uppfylling þess
draums - er í ykkar höndum, sveitar-
stjórnarmenn góðir. Það er ekki
líklegt, að þið getið unnið íbúum
byggða ykkar og framtíð þeirra þarf-
ara verk en það að láta drauminn
rætast.
Akureyri 11.11.87
Haukur Ágústsson,
formaður MENOR
LYFTARAR
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns-
og diesellyftara, enníremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft-
ara.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboössö
LYFTARASALAN HF.
Vatnagörðum 16. Símar 82770 og
PÓST- OG
SiMAMÁLASTOFNUNIN
Rafeindavirkjanám
- lokaáfangi
Póst- og símamálastofnunin býður rafeinda-
virkjanemum á 7. önn í bóklegt nám og starfs-
þjálfun, sem hefst í byrjun janúar 1988.
Útskrifast þeir þá sem rafeindavirkjar frá Póst- og
símaskólanum eftir 13 mánuði.
Starfsþjálfun, sem erfólgin í uppsetningu og við-
haldi á mörgum og mismunandi tækjum og kerf-
um, fer fram í ýmsum deildum stofnunarinnar í
Reykjavík og víðsvegar um landið.
Laun eru greidd á námstímanum.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti
af því, berist Póst- og símaskólanum fyrir 10.
desember n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma-
skólanum í síma 91-26000.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og
símaskólanum, hjá dyravörðum Landsímahúss-
ins við Austurvöll og Múlastöðvar við Suður-
landsbraut og ennfremur á póst- og símstöðvum.
Reykjavík 12.11. 87
Skólastjóri
FARARHEILL ’87
EFNIR TIL SAMKEPPNI
UM GERÐ HANDRITS
AÐ MYNDBANDITIL
N0TKUNAR VIÐ
UMFERÐARFRÆÐSLU
j/g Skila skal frumsömdu handriti að myndbandi, sem er 2x20
mínútur, til notkunar við umferðarfræðslu í þremur efstu bekkjum
grunnskóla, 7.-9. bekk.
Handritum skal skila sem kvikmyndahandritum, þar sem
fram kemur skýr lýsing á mynd, efnisatriðum og öðrum nauðsynleg-
um upplýsingum.
mm Sérstök dómnefnd verður skipuð og er Sigurður Helgason,
c/o Fararheill ’87, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, sími 91-37320,
trúnaðarmaður hennar og veitir hann allar nauðsynlegar upplýsingar.
Mm Veitt verða ein verðlaun kr. 150 þúsund fyrir besta hand-
ritið að áliti dómnefndar. Verðlaunin framselja rétt til gerðar og sýn-
ingar myndarinnar til Fararheillar ’87. Gera ber sérstakan samning
um framleiðslu hennar. Jafnframt kemur til greina að nýta fleiri hug-
myndir samkvæmt samkomulagi.
J/f Handritum skal skila ómerktum, ásamt lokuðu umslagi með
nafni höfundar. Þau skulu send til Fararheillar ’87, c/o Samband ís-
lenskra tryggingafélaga, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, í síðasta
lagi 15. desember 1987. Þátttakandi samþykkir reglur samkeppn-
innar með afhendingu handrits.
ÁTAK BIFREIÐATRYGGINGAFELAGANNA