Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 9
23. desember 1987 - DAGUR - 9 von er. „Stekkjastaur, Stekkja- staur. Meiddirðu þig mikið/‘ hrópaði Giljagaur örvæntingar- fullur. Stekkjastaur lá gólandi á svellinu góða stund en skreiddist loks á fætur. Sem betur fer hafði hann ekki meitt sig en honum brá hins vegar mikið. 7. Pví miður er ekki rými í blað- inu til að lýsa fleiri ævintýrum sem jólasveinarnir lentu í á leið til byggða en næst ber okkur nið- ur þar sem þeir eru að skemmta börnum á Flúðum. Börnin voru að vonum himinlifandi yfir þess- ari uppákomu og sögðust öll ætla að vera þæg og góð svo þau fengju gott í skóinn. 8. Að lokum villtust þeir Stekkja- staur og Giljagaur inn á dagheim- ilið Krógaból og þar var aldeilis kátt á hjalla. Þeir sungu með börnunum og gáfu þeim sælgæti og ávexti. Sumir voru að vísu skelfingu lostnir þegar þeir sáu þessa merkispilta en með geð- prýði sinni gátu þeir brætt öll hjörtu áður en þeir fóru aftur. Skilnaðarstundin var sár og vildu mörg börn fá að kyssa jólasvein- ana bless. Stekkjastaur og Gilja- gaur óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla. ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 RökKum ánægjuleg viöskipti og samstarf á árinu sem er aö líöa mt" s! * . i A I y ... m %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.