Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 12
12 - BAGUR'- 23. desember 1.987 Danir hafa lengi þótt standa framarlega í mjólkuriðnaði, og það svo að þeir hafa orðið mörgum öðrum þjóð- um fyrirmynd á því sviði. En einnig hafa Danir, ýmist að eigin frumkvæði eða vegna þess að eftir því hefur verið sóst, komið upp eigin mjólkurbúum víða um heim og reka þau í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Það má m.a. finna dönsk mjólkurbú í Suður-Kóreu, í Mið- Austurlöndum og á Spáni. - Hér fer á eftir, í lauslegri þýð- ingu, frásögn danska blaðamannsins Mogens Cuber af dönsku mjólkursamlagi á Spáni og viðtöl hans við nokkra af starfs- mönnum þess. Spænskur fjárbóndi kemur með einn brúsa af mjólk á hjól- börum - næst birtist kannski tankbíll með 20 þúsund lítra af mjólk frá Andalúsíu á Suður- Spáni. Mjólkin er stundum orðin þriggja daga gömul, þegar hún kemur til mjólkursamlagsins í Zamora. í Danmörku á slíkt sér ekki stað. Þar væri mjólkinni umsvifa- laust hellt niður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur dönsku stjórnendunum tekist að auka veltuna um 25% frá því 1985, þegar dótturfyrir- tæki Mjólkuriðnaðarsambands- ins í Danmörku keypti samlagið af tveimur bræðrum, Don Thom- as og Don Philip Gonzales. Raunar starfa þeir bræður áfram hjá Dönunum sem ráðunautar og eiga ennþá 30% af hlutafénu. Jafnframt hinni miklu veltu- aukningu hafa orðið umtalsverð- ar breytingar til bóta fyrir starfs- mennina, sem eru 70 talsins. Á síðasta ári hækkuðu laun þeirra um 8 prósent og vinnutíminn var styttur um eina klukkustund á dag. Sveigjanleg framleiðsla Vegna þess hve það er mismun- andi frá degi til dags, hvað mikið berst af mjólk, þá veit Knud Olesen framleiðslustjóri ekki, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Þolinmæði og aðlögunarhæfni skipta miklu hjá þessu mjólkur- samlajgi. - Aætlunargerð til lengri tíma, eins og við þekkjum hana í Dan- mörku, er ekki til hér. Spænskar ær, geitur og kýr mjólk ekki jafn mikið árið um kring. Þess vegna verðum við að framleiða ost, af erlendum vetfvangi i Húsmæðurnar koma með mjólkurbrúsana sína í hjólbörum, en það líka stórir tankbflar til samiagsins í Zamora. koma aðstæðna hjá fjölskyldunni, til dæmis ef börnunum fjölgar eða viðkomandi hefur aldrað fólk á framfæri sínu. Nýtt dreifíngarkerfi Mikil söluaukning Montelarreina kemur til af því að breytt hefur verið um aðferð við dreifingu ost- anna. Áður var því þannig háttað, að eldri Gonzales-bróðir- inn sá einn um söluna. Nú hefur mjólkursamlagið komið sér upp söluneti, sem nær til flestra stærri borga á Spáni. Nokkuð, sem er vel þekkt í Danmörku. Aðra ástæðu fyrir velgengninni er að finna í því, á hvern hátt Danirnir stjórna fyrirtækinu. Margir starfsmannanna voru á einu máli um að stjórnunar- aðferðir Dananna væru miklu lýðræðislegri en verið hefði hjá Fjárbændurnir njóta góðs af danska mjólkursamlaginu. Hér er smali, sem gætir hjarðarinnar að fornum sið. segir Knud Olesen, og hefur þá í huga hið sérstaka hugarfar Spán- verja. - Spænsku verkamennirnir koma ekki til okkar og kvarta, þó að þeir séu óánægðir með eitt- hvað. Þeireru mjög skylduræknir og neita ekki yfirvinnu, þó að þeir hafi kannski ætlað sér að gera eitthvað annað. Við höfum oft komist í þá aðstöðu, að við höfum orðið að vekja eftirtekt þeirra á því hvaða kröfur þeir ættu að gera. - En spænski hugsunarháttur- inn veldur því líka, að þú getur ekki samtímis sagt sama mannin- um fyrir um þrjú verkefni. Annað hvort verður þá ekkert þeirra ieyst eða þá hætt við sum verkin hálfunnin. Þetta kemur ekki til af því að Spánverjar séu heimskari en Danir, þeir eru bara öðruvísi. Hugsunarhátturinn er annar, og því verður maður að gera sér grein fyrir, að öðrum kosti er ekki hægt að reka fyrirtæki erlendis. Eitt af því, sem ekki fylgir dönskum reglum, er hvernig staðið er að samningum um laun- in. Það er samið við hvern ein- stakan um laun hans og þá tekið tillit til frammistöðu hans við vinnuna. Knud Olesen segist einnig taka tillit til breyttra fyrri eigendum, sem voru afdrátt- arlausari í fyrirskipunum til verkamannanna. Bæjarstjórnin í Zamora fagn- aði yfirtöku Dananna á Montel- arreina. Miguel Angel Mena, sem er ráðherra matvælaiðnaðar- ins í Zamora-héraði, orðaði það þannig: - Við fögnum því sérstaklega, að starfsemi mjólkursamlagsins hefur aukist. Það hefur kannski ekki fjölgað atvinnutækifærum fljótt á litið, en ég er þeirrar skoðunar, að það hafi aukið atvinnu hjá þeim, sem tengjast rekstrinum. Sumir fjárbændur hafa fjölgað fénu o.s.frv. Ég á von á því, að aukin starfsemi Montelarreina muni í framtíðinni veita aukna atvinnu. Það lætur vel í eyrum fólks, sem heima á í borg, þar sem 15 til 20 prósent vinnufærra manna ganga atvinnulausir. Velgengni danska fyrirtækisins á Spáni er staðreynd, og Mjólk- uriðnaðarsambandið hefur góð spil á hendi, þegar Spánn verður að fullu innlimaður í Evrópu- bandalagið eftir nokkur ár. Dönsku stjórnendurnir þekkja EF-tóninn, og þeir eru alveg und- ir það búnir að hefja viðræður um aðstæður á vinnustað, launa- samninga og styttan vinnutíma. þegar við höfum mjólk til þess. Við höfum framleitt varabirgðir af osti, sem gera okkur kleift að selja ost á öllum árstímum, segir Knud Olesen, sem kallaður er „Mexíkómaðurinn“ vegna þess að hann talar spænsku með suð- ur-amerískum áherslum, sem hann tileinkaði sér meðan hann dvaldist um tveggja ára skeið við störf í Venezuela. Framleiðslan í Montelarreina er aðallega bundin við sex teg- undir osta, sem þurfa að verkast í sex til tólf mánuði áður en þeir fara í sölu. Danskar reglur á Spáni - Við reynum að haga rekstri mjólkursamlagsins á sama hátt og gert er í Danmörku, en við getum það ekki hundrað prósent, Trúnaðarmennirnir eru á einu máli um, að það sé crfitt að fá starfsfélagana til að láta verka- lýðsmálin nokkuð til sín taka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.