Dagur - 05.01.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. janúar 1988
„ Við erum sannfœrðir um
að þöifin er brýn“
- Rætt við Áma Steinsson hjá Securitas um neyðarhnappa fyrir aldraða
Þegar maður hugsar um ávinninginn verður tilkostnaðurinn sáralítill.
Neydarhnappar fyrir aldraða
og sjúka er öryggisbúnaður
sem hefur verið að ryðja sér til
rúms á íslandi og er notaður í
Reykjavík í tengslum við
öryggisfyrirtækið Securitas.
En eigum við von á að slíkur
búnaður verði settur upp á
Akureyri? Og hvað eru neyð-
arhnappar? Til að svara þess-
um sjiurningum leituðum við
til Arna Steinssonar fram-
kvæmdastjóra Securitas á
Akureyri.
„Já, það er í rauninni ekki
langt síðan farið var að tala um
neyðarhnappa, notkun þeirra og
gildi. Því er ekki nema eðlilegt að
almenn vitneskja um þá sé af
skornum skammti. Ég ætla þá
fyrst að lýsa þessum búnaði sem
um er að ræða, Securifon kerf-
inu, en rétt er að taka það fram
að sambærilegan öryggisbúnað er
ekki að finna hérlendis.
Hér er um að ræða tæknibúnað
sem samanstendur af þráðlausum
sendi, það er neyðarhnappurinn,
síðan er móttökubox fyrir send-
ingu neyðarboðs og er boxið
staðsett í viðkomandi íbúð. Síð-
an er útbúnaður sem flytur neyð-
arboðið á milli þess sem er að
nota hnappinn og vaktstöðvar.
Þessir neyðarhnappar eru mjög
meðfærilegir, svipaðir og karl-
mannsúr. Þá má hafa um úlnlið
eða háls og móttökuboxið er
heldur ekki stórt og auðvelt að
koma því upp í íbúð viðkomandi.
í boxinu er jafnframt hátalara-
búnaður sem gerir starfsmanni
stjórnstöðvar Securitas kleift að
komast strax í talsamband við
þann sem í nauðum er. Þetta er
mikill kostur. Það skiptir ekki
máli hvar viðkomandi er í íbúð-
inni. Búnaðurinn er tengdur við
símann. Ef viðkomandi fær slag
eða aðsvif þá ýtir hann á
hnappinn, neyðarboð berst þá í
þennan búnað sem er við símann
og síðan í stjórnstöðina og það
opnast strax talsamband á milli.
Hann þarf ekki að lyfta tólinu.
Boðin berast samstundis til
stjórnstöðvar þegar viðkomandi
ýtir á hnappinn. Starfsmaður
stjórnstöðvarinnar sendir örygg-
isvörð á vakt strax á staðinn og
um leið eru gerðar ráðstafanir til
þess að útvega lykil að íbúðinni.
Á þessu stigi er komið á opið
talsamband milli íbúðar og
stjórnstöðvar þannig að starfs-
manni hennar er kleift að upplýsa
notandann um að hjálpin sé á
næstu grösum. Eftir örskamma
stund ætti öryggisvörður að vera
mættur á staðinn, hann metur
aðstæður og grípur til þeirra ráð-
stafana sem nauðsynlegar eru,
s.s. að hafa samband við ættingja,
kalla á lækni eða sjúkrabíl. í
stjórnstöðinni er spjaldskrá yfir
hvern einstakling, þannig að við
vitum um veikleika hans eða
sjúkdóm. í sumum tilfellum er þá
haft beint samband við lækni eða
sjúkrabíl."
Léttir þrýstinginn
inn á stofnanir
Þessir neyðarhnappar geta
greinilega sparað mikinn tíma,
tíma sem getur skipt sköpum
þegar mannslíf eru annars vegar.
Geturðu nefnt fleiri kosti?
„Já. Menn deila ekki um gildi
neyðarhnappanna. í neyðartil-
vikum eru þeir ómetanlegt örygg-
istæki fyrir notendur auk þess
sem þeir gefa mikla öryggiskennd
þegar fólk veit að það getur haft
samband. Þeir gera líka fólki
kleift að búa lengur í heimahús-
um og létta þrýstinginn inn á
stofnanir. Þjóðhagslega er þetta
því hagkvæmt. Þegar við tölum
um notkun á neyðarhnöppum
erum við í raun og veru að slá
tvær flugur í einu höggi. Við
erum að spara þjóðfélaginu stór
útgjöld við rekstur elliheimila og
sjúkrahúsa og við gefum einstakl-
ingnum kost á því að vera lengur
sjálfbjarga heima hjá sér.
Starfsmenn Securitas sjá um að
viðhalda búnaðinum og kenna
fólki á hann. Það er því reglulegt
eftirlit með búnaðinum enda þarf
að ganga úr skugga um að fólk
kunni almennilega á hann svo og
hvort búnaðurinn sé í lagi.“
- Er þetta ákveðna kerfi frá-
brugðið öðrum' öryggiskerfum?
„Já, að mörgu leyti. Kosturinn
við þetta Securifon kerfi er sá að
það byggist upp eins og beinar
línur. Við vitum að gerðar eru
þær kröfur til brunaviðvörunar-
kerfa að þau hafi beinar línur inn
í vaktstöð hjá slökkviliðinu, en
slík kerfi eru tiltölulega dýr í
stofnkostnaði. Securifon kerfið
er þannig uppbyggt að það er
yfirliggjandi tónn sem vaktar lín-
una. Það er sendur út tónn til við-
komandi notanda og síðan kem-
ur endurkastið. Línan er vöktuð
þannig að stjórnstöð getur fylgst
með því hvort línan sé virk. Ef
t.d. grafa grefur í sundur streng-
inn kemur strax boð þar að lút-
andi og hægt er að gera ráðstaf-
anir til að vakta viðkomandi. Ef
kerfið bilar fær stjórnstöð strax
boð þar að lútandi.
Búnaðurinn sem upphaflega
var komið með og ýmsir aðilar
fóru að bjóða fyrir um tveimur
árum var Robofon kerfi, eða
upphringingarbúnaður sem gerði
það að verkum að þegar ýtt var á
hnappinn fór róbófónn í gang í
íbúðinni og valdi úr einhver fyrir-
fram ákveðin númer sem var
hringt í. Síðan var það háð álagi
á símakerfi og fleiru hvort boð
kæmust til skila, línurnar voru
ekki vaktaðar þannig að þetta gaf
ekki eins góða raun. Þegar
Tryggingastofnun fór út í það að
gera samning lagði hún það til
grundvallar að öryggisstuðullinn
væri nægilega hár, það væri
tryggt að einstaklingurinn væri
vaktaður."
Samningur Trygginga-
stofnunar og Securitas
í framhaldi af þessu spurði ég
Árna út í þátt Tryggingastofnun-
ar í þessu öryggiskerfi.
„Tryggingastofnun gerði samn-
ing við Securitas í Reykjavík um
neyðarhnappana þar. Sá samn-
ingur byggir á ákveðnum skilyrð-
um: Heimilt er að veita styrk til
kaupa viðurkennds viðvörunar-
kerfis fyrir elli- og örorkulífeyris-
þega, sem býr einn eða býr við
sams konar aðstæður, enda sé
hann svo sjúkur að honum sé
nauðsyn á slíku viðvörunarkerfi.
Kerfið skal tengt vaktstöð sem
starfar allan sólarhringinn.
Síðan koma ákveðnar skil-
greiningar á því hvaða einstakl-
ingar hafa rétt á því að fá greiðslu-
hlutdeild Tryggingastofnunar.
Auðvitað gætu allir nýtt sér þetta
en menn vilja náttúrlega eiga
þess kost að greiða sem minnst.
Þá segir í þessum samningi:
Tryggingastofnun gerir eftir-
taldar lágmarkskröfur varðandi
búnað og þjónustu við viðvörun-
arkerfi: Boðyfirfærslukerfið skal
vera tengt með símalínu. Það
skal þó vera óháð símakerfinu,
þ.e. jwí að fá són í símann áður
en unnt er að senda boð. Ástand
símalínu skal vera undir stöðugri
vakt. Möguleiki skal vera á tal-
sambandi við vaktstöð. - Kerfið
skal tengt vaktstöð sem starfar
allan sólarhringinn. Það skal
prófa a.m.k. þrisvar sinnum á ári
með því að fara í húsnæði not-
anda þess. - Viðbrögð við útkalli
skulu vera í því fólgin að starfs-
maður vaktstöðvar sem hefur
lykla að viðkomandi húsnæði fari
tafarlaust á staðinn.
Þetta eru reglur sem trygginga-
ráð gaf út þegar þessi samningur
var gerður. Kostnaðurinn í sam-
bandi við þessa neyðarhnappa í
dag er 46.283 krónur. Trygginga-
stofnun greiðir 90% af þessum
kostnaði og hnappþeginn þarf
því aðeins að greiða 4.628
krónur. Síðan er greitt mánaðar-
gjald til stjórnstöðvar fyrir teng-
inguna og þá þjónustu sem veitt
er. Það gjald er nú 2.901 kr. og
greiðir Tryggingastofnun 80%.
Hnappþegi greiðir því 580 krón-
ur á mánuði þannig að áskriftin
að slfku öryggiskerfi er mun
ódýrari en áskriftin að Stöð 2,
svo dæmi sé tekið.“
Um 200 notendur
í Reykjavík
Árni segir næst frá forsögu þess
að tryggingaráð ákvað að ganga
til samninga við Securitas um
neyðarhnappana. Gerð var til-
raun í Reykjavík og stóð hún í
eitt ár. Hún var í því fólgin að
Reykjavíkurborg keypti 50
hnappa og setti upp hjá ákveðn-
um skjólstæðingum á vegum Fé-
lagsmálastofnunar. Öll útköll
voru skráð og í ljós kom að í 1/5
Neyðarhnappurinn veitir gamla fólkinu aukna öryggistilfínningu og minnkar ásóknina inn á stofnanir.