Dagur - 06.01.1988, Page 5
6. janúar 1988 - DAGUR - 5
„Stórir bæir verða að fá að eflast og verða samkeppnisfærir við höfuðborg-
arsvæðið.“
gjörningaveðri dýrtíðardraugsins
og svo að þjóðfélagið verði gjald-
gengt í samfélagi annarra þjóða.
Pjóðin verður að læra þá köldu
staðreynd, að treysta ekki happa
og glappaaðgerðum, með erlend-
um fjármagnsgusum í margvís-
legu gervi. Við megum ekki við-
halda, vegna hallareksturs á
ríkisbúskapnum hávaxtastefnu,
sem gerir erlendum fjármagns-
eigendum fýsilegt að ausa fé inn í
fjársvelt samfélag, sem er að
svala fjárfestingarþorsta sínum.
Við megum ekki með þessum
hætti stuðla að því að fjármagns-
leiga er að verða besti atvinnu-
vegurinn í landinu. Atvinnuveg-
irnir þola ekki þessa vaxtastefnu
og munu dragast aftur í sam-
keppni um fjármagn og vinnuafl
við „báknið“.
Hverfa verður frá
úreltum húsráðum
Það verður að leggja rétt lóð á
vogarskálar heilbrigðar byggða-
þróunar í landinu. Gömul húsráð
í landsbyggðarpólitík hafa
brugðist. íslenskur landbúnaður
hefur í mörgum efnum verið rek-
in í gerviheimi, þar sem fram-
leiðslustefnan hefur hvorki stuðst
við eiginlega verðmyndun eða
markaðsaðstæður. Jafnhliða var
ýtt undir framleiðsluaukningu
með niðurgreiddu fjárfestingarfé
og framlögum úr ríkissjóði. Það
er ljóst að svonefnd heiðarbýlis-
stefna, sem miðast við að halda
hverju býli í ábúð eða óheft
framleiðslustefna í landbúnaði
geta hvorug staðist. Fráhvarf frá
þessum slitnu húsráðum verða að
eiga sér stað. Framleiðslan verð-
ur að komast á það stig að
bændastéttin markaðssetji vörur
sínar í samræmi við eftirspurn.
Tilviljanakennd búháttabreyting,
án tillits til samhengis í tilveru
byggða, getur verið jafn skaðleg
og fyrra stjórnleysi.
Samfélagsvitund var
undirstaða samhæfra
byggðaaðgerða
Sú stefna að byggja upp fiskiðju-
ver og kaupa skuttogara á hverja
vík, þar sem safnast hefur saman
tiltekinn fjöldi íbúa, hefur þrátt
fyrir allt skilað miklu í þjóðarbú-
ið, og á stóran þátt í þeirri fram-
leiðniaukningu, sem var ávöxtur
byggðastefnu á sínunt tíma. Petta
á sínar skuggahliðar. í mörgum
tilvikum eru þessir staðir ekki í
stakk búnir til þess að koma upp
margþættri þjónustu. Þess vegna
njóta þessi byggðarlög ekki hagn-
aðar af framlagi þeirra til þjóðar-
búsins. Hráefnisöflun er oft á
tæpasta vaði og nægir ekki vel
rekinni fiskvinnslu, sem hafi skil-
yrði til að tileinka sér bestu
aðferðir urn hagkvæmni í rekstri.
|>að sem gerir þessum byggðarlög-
um fært að standast áföll, er
félagsleg vitund fólksins og sam-
félagslegt átak þess um atvinnu-
reksturinn í byggðunum. Þetta er
séríslenskt fyrirbrigði. í þessu
felst styrkur uppbyggingar fram-
leiðslubyggðarlaganna í landinu,
sem hefur leyst frjálsa framtakið
af hólmi, þar sem það hefur lagt
upp laupana.
Afleiðing fábreyttra
atvinnuhátta
Megin annmarki byggðaþróun-
ar í mörgum sjávarstöðum er sá,
að það stendur oft að á endum,
þegar lokið er uppbyggingu fram-
leiðslutækjanna, að þá fer að
draga úr íbúafjölgun og aftur
stefnir á ný til stöðnunar.
Skýringin er augljós, æ færra fólk
þarf í framleiðsluna og ekki eru
næg atvinnutækifæri heima fyrir
sem henta þeim mörgu, sem
verða að leita í aðrar atvinnu-
greinar. Þessi þróun talar sínu
máli í flestum sjávarbyggðum
landsins, þrátt fyrir vissa vel-
gengni og háar meðaltekjur.
Þróunarkj arnastefnan
er byggðamál
Því verður ekki hjá því komist að
stefna að eflingu þeirra þéttbýlis-
kjarna, sem hafi skilyrði og burði
til að mynda breiðan atvinnu-
markað m.a. til þess að mæta
þeirri búseturöskun, sem kemur
fram í tilfærslu frá sjávarstöðum
vegna einhæfra atvinnuhátta.
Þetta er þróunarkjarnastefnan.
Það er með öðrum orðum ljóst
að ekki er hægt að skapa mótvægi
gegn höfuðborgarsvæðinu, nema
stórir bæir fái að eflast og verði í
vaxandi mæli samkeppnisfærir
við höfuðborgarsvæðið. Þetta er
miskunnarlaus staðreynd, sem
ekki verður sniðgengin, ef menn
vilja stöðva aðstreymið til höfuð-
borgarsvæðisins og skoða málið í
heild.
Endurskoða verður vanhæfa
byggðastefnu síðustu ára
Við rekum vanhæfa byggða-
stefnu, sem ber keim af sýndar-
mennsku og óraunsæi. í ineðferð
mála gætir markaðshyggju
stjórnmálamanna um of. Fyrir
þetta líða byggðamálin í landinu.
Byggðastefna á að stuðla að
því að landið sé byggt í samræmi
við landkosti, þannig að fólkið í
landinu búi við stjórnarfarslegt
og félagslegt jafnræði, án tillits til
búsetu. Besta leiðin í þessu efni
er að framleiðslan, sem er undir-
staða velmegunar þjóðarinnar og
framlag landsbyggðar til þjóðar-
búsins búi við frelsi, til þess að fá
sannvirði fyrir framlag sitt í
erlendum gjaldeyri.
Þjóðfélagið getur ekki staðist
til langframa, nema undirstöðu-
atvinnuvegirnir búi við fullan
hlut í þjóðarbúinu. Þetta er
einnig undirstaða réttlátrar
byggðastefnu og farsællar þjóð-
félagsstefnu í bráð og lengd.
Askell Einarsson
framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands
Norðlendinga
Þrettánda-
brenna á
Bjargnamelum
í kvöld verður haldin árleg
þrettándabrenna á Bjargna-
melum sunnan Möðruvalla.
Brenna af þessu tagi hefur ver-
ið haldin síðustu árin en
aðstandendur hennar er fólk af
nærliggjandi sveitabæjum.
Kveikt verður í bálkestinum
kl. 21 í kvöld og er vonast til að
sem flestir sjái sér fært að mæta
að brennunni. Ekki sakar að fólk
hafi með sér flugelda og blys og
söngröddina í lagi því væntanlega
verða sungnir þrettándasöngvar
að venju. JÓH
Leikstjóri Borgar Garðarsson.
Leikmynd Örn Ingi Gíslason.
Lýsing Ingvar Björnsson.
Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson.
5. sýning fimmtud. 7. jan. kl. 20.30.
6. sýning föstudag 8. jan. kl. 20.30.
7. sýning laugardag 9. jan. kl. 18.00.
8. sýningsunnudag 10. jan. kl. 16.00.
Athugið breyttan sýningartíma.
Forsala aðgöngumiða hafin.
MIÐASALA
SiMI
96-24073
lEIKFéLAG AKUREYRAR
NOTAR^Íl
ÞÚ •*.
m, use0*"
Verslunarhúsnæði
til leigu:
Um 120 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð í Miðbæ
Akureyrar er laust til leigu.
Nánari upplýsingar eru gefnar í símum 22890 og
21794.
Bridge - Bridge
Svæðamót Bridgesambands
Norðurlands eystra, sveitakeppni,
verður haldin í Iðnskólanum á Akureyri 15.-17.
janúar 1988.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 8. janúar til Arnar
Einarssonar sími 96-21058 eða Stefáns Ragnarssonar í
síma 96-22175.
FLUGMÁLASTJÓRN
Flugmálastjórn auglýsir:
Námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á Reykja-
víkurflugvelli þriðjud. 19. janúar og lýkur laugardag-
inn 26. mars. Próf verða haldin laugardaginn 9. apríl.
Kennt verður sem hér segir:
Þriðjudaga frá kl. 17.30-20.30
fimmtudaga frá kl. 17.30-20.30
laugardaga frá kl. 9.00-13.00
Rétt til þátttöku eiga þeir sem þegar hafa lokið bók-
legu námi til atvinnuflugmanns 3. flokks og blind-
flugsréttinda og þeir sem eru í slíku námi og áætla
að Ijúka því á árinu.
Áætlaður kostnaður er kr. 25.000.- fyrir hvern
nemanda. Innritun og frekari upplýsingar hjá flug-
málastjórn/ loftferðaeftirliti, flugturninum, Reykjavík-
urflugvelli, sími 91-694100.
Námskeio
1. januar
Kennarar:
Innritun og upplysingar A,ice> Asta> Ellen> Hu,da> Katrín.
frá kl. 17 til 20 Skírteinaafhending verður
í síma 24979. sunnudaginn 10. jan. frá kl. 14-16
Jazzdans: Fyrir stráka og stelpur 7
ára og eldri byrjendur og framhald.
Jazzleikfimi: Fyrirkonur, byrjendur
og framhald.
Róleg leikfimi: Fyrir konur á öllum
aldri.
Almenn kvennaleikfimi: Hentar
vel þeim konum sem eru í lítilli eða
engri þjálfun.
Jazzleikskóli: Fyrir börn 4-6 ára
börn. Byrjendurog framhald. Dans,
leikræn tjáning, söngur og leikir.
Aerobic-Þolfimi: Hressilegir tímar
fyrir hresst fólk byrjendur og
framhald.
Karlatímar: Styrkjandi æfingar,
teygjur og þrek.