Dagur - 06.01.1988, Side 12

Dagur - 06.01.1988, Side 12
Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgargisting á Hótel Húsavík Hötel_________ Húsavik sími 41220. Blönduós: Pólarprjón hf, gjaldþrota - unnið að stofnun nýs hlutafélags Pólarprjón hf. var stofnað árið 1971 og hefur síðan átt stóran þátt í að byggja upp atvinnulíf hér á Blönduósi. Nú um ára- mótin var svo komið að stjórn Pólarprjóns hf. neyddist til að óska eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Bruninn í Kringlumýri: Söfnun lýkur í vikulokin Söfnunin vegna brunans að Kringlumýri 4 á Akureyri hef- ur gengið vel, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, skólameistara M.A. Kennarar við Mennta- skólann stóðu cins og kunnugt er að söfnun til að styðja Stefán Jónsson og fjölskyldu hans, en íbúðarhús þeirra og innbú urðu eldi að bráð skömmu fyr- ir jólin. Jóhann Sigurjónsson sagði að fjölmargir einstaklingar hefðu gefið fé í söfnunina allt frá því að hún hófst daginn eftir brunann. Þá hefðu ýmis fyrirtæki gefið fé og annað til heimilisins en Stefán flutti með fjölskyldu sína í íbúð í eigu Verkamannabústaða eftir brunann. Kennararnir, sem að söfnun- inni standa, reikna með að ljúka söfnuninni og loka ávísanareikn- ingi númer 24280 við Landsbanka íslands á Akureyri í lok þessarar viku. EHB Það sem mun hafa orðið Pól- arprjóni hf. að falli, voru við- skipti við Dorette Egilsson og Icelander Inc. í Bandaríkjunum á árinu 1984. Þá keyptu nefnd fyrirtæki ullarvöru af Pólarprjóni hf. en hafa ekki greitt hana enn. Hafa staðið yfir málaferli vegna innheimtu á þessari skuld. Mála- ferlin hafa orðið Pólarprjóni hf. mjög kostnaðarsöm og ekki skil- að árangri. Rekstur Pólarprjóns hf. var endurskipulagður á árinu 1986 og hefur gengið þokkalega þrátt fyrir slæmt ástand í ullar- iðnaði, vegna misvægis gengis- þróunar og hækkaðra kostnaðar- liða innanlands. Sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar í Húna- þingi vinna nú að undirbúningi stofnunar nýs félags sem taki yfir rekstur Pólarprjóns hf. Vonast er til að starfsemi hins nýja félags hefjist fljótlega og að síarfsmenn Pólarprjóns hf. fái starf hjá hinu nýja félagi. fli Þolli í klakaböndum. Mynd: TLV. Söluskatt- urinn samþykktur Alþingi hefur nú samþykkt hin nýju söluskattslög ríkisstjórn- arinnar. Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra fylgdi lögunum úr hlaði í bæði efri og neðri deild við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar, eins og við mátti búast. Ráðherrann kvað söluskattinn ekki hækka útgjöld meðalfjöl- skyldu í landinu vegna þeirra hliðarráðstafanna m.a. hækkun niðurgreiðslna og barnabóta, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svavar Gestsson mótmælti þessum rökum Jón Baldvins og kvað hann verðlagsforsendur þær sem ríkisstjórnin gengi út frá engan veginn geta staðist. Sagði hann að þessi lög væru heiftarleg aðför að launafólki í landinu. Notaði Svavar tækifærið til að ráðast á Framsóknarflokkinn og sakaði hann um að vera svíkja stefnu sína í landbúnaðarmálum. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra vísaði þessu á bug og sagði að samkomulag væri á milli stjórnarflokkanna um þessar aðgerðir og væru þær í fullu sam- ræmi við vilja Framsóknarflokks- ins. AP K. Jónsson & Co.: „Mjög mikil spenna í fólki“ - segir Sævar Frímannsson og kveðst óttast átök „Við höfum staöiö í samninga- viðræðum við K. Jónsson um Ieiöréttingu á premíu, en um það hefur ekki náðst neitt sam- komuiag,“ sagði Sævar Frí- mannsson formaður Einingar í samtali við Dag, en hjá niður- suðuverksmiðjunni ríkir nú óvissuástand í kjaramálum. „Við tókum þá ákvörðun í samráði við starfsfólkið að segja premíusamningnum upp frá og með áramótum og tekur það gildi um næstu mánaða- mót.“ Sævar sagði að þetta þýddi, að þá væri fólkið samningsíaust og hefði heimild til að fara út í aðgerðir ef með þyrfti. „Við höf- um verið á fundum með starfs- fólkinu og það er mjög mikil spenna á vinnustaðnum. Fólk er ákaflega óánægt með sín launa- kjör eins og hjá fiskvinnslufyrir- tækjum sem orðið hafa á eftir. Mér heyrist vera mikill vilji hjá starfsfólki að gera eitthvað rót- tækt til að knýja fram samninga. Ef samningar nást ekki fyrir 1. febrúar, óttast ég að átök séu framundan.“ Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. Tilboð barst frá K. Jónssyni rétt fyrir áramót, en því var alfarið hafnað. Sævar sagði að eftir að það tilboð hefði verið skoðað, hefðu þeir komist að þeirri niðurstöðu að útilokað væri að það væri umræðugrund- völlur til frekari samningagerðar. VG Margir áttu í basli með að koma bílum sínum í gang á Akureyri í gær enda frost um 20 gráður. Viðar Gunnarsson var einn þeirra en hér brá hann á það ráð að fá léðan straum úr næsta bíl til að koma ökutæki sínu í gang. Mynd: tlv. Gaddurinn: Bílar neita að fara í gang Þeir hiksta, kvcinka sér og reyna af öllum mætti að belgja sig út af lífsvökvanum. Smám saman verða tilraunir þeirra ámátlegri uns þeir gefast upp og þegja. Þessi lýsing gæti átt við marga bíla á Akureyri í gærmorgun, þeir neituðu að fara í gang og víða mátti sjá fólk á þönum, veifandi start- köplum. Ekki er okkur kunnugt um meiriháttar vandræði af völdum kuldabola en margir lentu þó í nokkrum erfiðleikum. Frostið fer eflaust frekar illa með sumar bíl- vélar og jafnvel fleiri hluti, s.s. viðkvæm hljómflutningstæki sem gjarnan má sjá í héluðum bifreið- unum. Hjá Vatnsveitu Akureyrar fengust þær upplýsingar að frost- ið hefði ekki haft áhrif á dreifi- kerfi veitunnar, enda er það djúpt grafið í jörðu. Hins vegar er hætt við því að vatn frjósi í leiðslum gamalla húsa sem eru illa einangruð þegar slíkur fimbulvetur ræður ríkjum. Helst eru það lifandi verur sem frostið bitnar á og við hvetjum fólk til að klæða sig vel, hlynna að dýrum sínum og huga að soltnum smáfuglum. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.