Dagur - 14.01.1988, Page 2

Dagur - 14.01.1988, Page 2
2 - DAGUR - 14. janúar 1988 Árshátíðaver- tíðin að hefjast - algengt verð 1500-2000 kr. á manninn hjá Sjallanum, Hótei KEA og Svartfugli Nú fer í hönd tími árshátíöa fyrirtækja og stofnana. Á Ákureyri eru haldnir tugir árs- hátíöa á tímabilinu frá síðari hluta janúar fram í mars. Stærstu árshátíðirnar eru haldnar á Hótel KEA, í Sjall- anum og á vegum Svartfugls á Akureyri. Þá má ekki gleyma þorrablótunum, sem alltaf eru vinsæl. Gunnar Karlsson, hótelstjóri Hótel KEA, sagði að nú þegar hefðu um 20 aðilar pantað árs- hátíðir hjá hótelinu, allt fram í marslok. Fyrir utan þetta sæju þeir á hótelinu um matföng til a.m.k. sex stórra þorrablóta á Eyjafjarðarsvæðinu, fyrir utan fjölda minni þorrablóta á Akur- eyri. Á Hótel KEA var haldið opið þorrablót fyrir almenna gesti í fyrra en óvíst er að það takist vegna þess að svo margar Blönduós: Bílvinningur í Happatríói Vinningur kom á iniöa i Happatríói Hjálparsveita skáta, sem seldur var í Esso- skálanum. Vinningurinn var bifreið af gerðinni Fiat Uno og vinnings- haíinn húsmóöir i l orlalækjai- hreppi. Ingibjörg Eysteinsdótt- ir. Dagur hafði tal al Ingibjörgu og sagði hún að vinningurinn hefði komið sér mjög vel. Hún ættt gamlan bíl scm hún hcfði verið farin að huga aö endur- nýjun á. Hún kvaðst hafa keypt þonnan miða áf fikti fyrir 50 kr. og ekki verið neitt búin að athuga hvaða vinningar væru í boöi. Miðann hefði hún ckki valið sjálf, heldur hefði af- greiðslustúlka í skálanum tekið cfsta miðan ur bunkanuni og rétt henni yfir borðiö. Þegar vinningurinn hefði komið upp hefði hún haldið að það væri bara leikfangabíll. tlt árshátíðir hafa verið bókaðar í salina nú þegar. Að sögn Ingu Hafsteinsdóttur hjá Sjallanum eru sumar stærstu árshátíðir bæjarins haldnar í Sjallanum, t.d. árshátíð Fjórð- ungssjúkrahússins og Slippstöðv- arinnar. Mikið er um að fyrirtæki noti tækifærið til að sameina árs- hátíð og skemmtisýningar, eins og stórsýningu Ingimars Eydal eða sýninguna „Allt vitlaust" með Björgvini Halldórssyni o.fl. rokkstjörnum landsins, og hefur slíkt gefist mjög vel. Friðjón A. Árnason hjá Svart- fugli sagði að nú þegar hefði ver- ið mikið pantað af árshátíðum hjá sér en þær færu venjulega fram í febrúar og mars. Laugar- dagar væru greinilega vinsælustu dagarnir, en þeir hjá Svartfugli leggðu áhersiu á að fá fleiri til að halda árshátíðir í lok janúar eða þá í aprílbyrjun. Pá mætti ekki gleyma þorrablótunum en þau stæðu nú fyrir dyrum. „Mér finnst þorrablótin vera að færast meira út í sveitirnar en árshátíðir færast frekar í aukana á móti,“ sagði Friðjón. í viðtölum við veitingafólkið kom fram að algengt verð á árs- hátíðum er 1500-2000 kr. fyrir hvern matargest. EHB Starfsmenn ketillniss verksmiðjanna. Jón Árnason t.v. og Óskar Ásgeirs- son t.h. en uppi er Vernharð Sigursteinsson. Rafsuðukatlarnir eru notaðir til að framleiða gufu fyrir verksmiðjurnar. Mynd: tlv Stjóm veitustofnana: Kannar verð á umfram orku til Iðnaðardeildar Á stjórnarfundi veitustofnana Akureyrar 29. desember var rætt um verðlagningu á raforku til Iðnaðardeildar SÍS. Á fundinn mættu fulltrúar Iðn- aðardeildar, þeir Örn Gústafs- son, Þórður Valdimarsson og Þorleifur Finnsson. Sérstök könnun á raforkusölu til Iðn- aðardeildar er á lokastigi eða nýlokið og verða niðurstöður hennar kynntar viðkomandi aðilum á næstunni. Sláturleyfishafar fá uppgjörið í mánuöinum Forsaga málsins er sú að á sín- um tíma var gerður samningur um orkuverð og kaup Sambands- verksmiðjanna á umframorku. Nokkrum árum síðar varð sú breyting á að Landsvirkjun yfir- tók línur RARIK og Rafveita Akureyrar fór að kaupa orku beint frá Landsvirkjun, í stað þess að áður var orkan keypt frá RARIK. Forsvarsmenn verk- smiðjanna töldu þá að minni kostnaður, sem væri vegna milli- liðs sem væri horfinn úr mynd- inni, hefði átt að koma bæði neytanda og seljanda orkunnar til góða. „Ákveðið hefur verið að fara yfir þessa reikninga aftur og sláturleyfishafar munu seinna í þessum mánuði fá fullnaðar- uppgjör fyrir framleiðslu haustsins ’86,“ sagði Jóhann Guðmundsson í landbúnaðar- ráðuneytinu vegna deilu ráðu- neytisins við sláturleyfishafa. Jóhann sagði að ráðuneytið samþykkti ekki þá upphæð sem sláturleyfishafar telja sig eiga inni, 340 milljónir, og sagði hana byggöa á áætlunum. Endurskoðun reikninganna væri ætlað að leiða hið sanna í ljós. Ráðuneytið hefði talið sig vera búið að ganga frá uppgjöri síð- asta verðlagsárs að mestu leyti. Aðeins hefðu verið eftir einstök atriði s.s. vaxta- og geymslukostn- aður. Þá væri einnig talið að slát- urleyfishafar hefðu fengið full afurða- og rekstrarlán, þó svo að þeir væru á annarri skoðun. Hvað útflutningsbótum liði sagði Jóhann, það ekkert óvenjulegt að útflutningsbætur fyrir núver- andi verðlagsár, sem hófst 1. sept. sl., hefðu enn ekki verið greiddar. Það hefði ætíð verið þannig að fjármagn til greiðslu þeirra væri ekki til staðar fyrr en við upphaf nýs fjárlagaárs, þ.e. um áramót og svo væri einnig að þessu sinni. -þá Svanbjörn Sigurðsson, raf- veitustjóri, sagði: „Ég mat stöð- una þannig að eðlilegast væri að finna hvað væri rétt og eðlilegt verð á umframorku. Ef hægt væri að sýna fram á að verðið í dag væri eðlilegt þá geta menn dregið sínar ályktanir um hvort upphaf- legt verð hefði verið rétt eða ekki.“ Samkvæmt upplýsing- um rafveitustjóra kaupa verk- smiðjurnar ellefu gígavattstundir af svonefndri ótryggri umfram-' orku á ári, en Sambandsverk- smiðjurnar hafa verið eini kaup- andinn að umframorku á Akur- eyri. Til samanburðar má geta þess að heildarnotkun Akureyr- inga á raforku er um 107 gíga- vattstundir á ári, þegar umfram- orkan til verksmiðjanna er talin með. EHB Breytingar á söluskatti, toiium og vörugjöldum: Margháttaðar breytingar á vömverði -1250 milljónum króna varið til aukinna niður- greiðslna neysluvara Nýafstaðnar breytingar á sölu- skatti, tollum og vörugjaldi hafa margháttuð áhrif á vöru- verð. Fyrirhugað er að verja um 1250 milljónum króna til aukinna niðurgreiðslna á ýms- um mikilvægustu neysluvörum heimilanna. Jafnframt verður um 600 milljónum króna varið til sérstakra hækkana á bótum lífeyristrygginga. Áhrif þessara breytinga á vísitölur, að teknu tilliti til niðurgreiðslna eru þær að byggingarvísitala lækkar um 2,3%, lánskjaravísitala lækkar um 0,8% en framfærslu- vísitala breytist ekki. Mikilvægustu búvörur hækka ekki í verði en aðrar matvörur ýmist hækka eða lækka. Tolla- lækkanir og afnám fjögurra mis- munandi vörugjaldsflokka leiða af sér lækkun fjölmargra vöruteg- unda, þar á meðal eru ýmis mat- vara, hreinlætis- og snyrtivörur, borðbúnaður og búsáhöld. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyti lækka margar byggingarvörur í verði, m.a. hreinlætistæki, blöndunartæki, kranar, hitastillar, gólfteppi og dúkar, efni til raflagna og steypu- styrktarjám. Sjónvörp, myndbönd og hljóm- flutningstæki eiga að lækica í verði en kæliskápar og þvottavél- ar hækka. Frystiskápar og þurrk- arar lækka. Bílvarahlutir og hjólbarðar stórlækka í verði og sama gildir um fjölmargar íþróttavörur. Þær vörur sem ekki taka verð- breytingum eru: Mjólk, skyr, dilkakjöt, gosdrykkir, sápur og þvottaefni, föt og skófatnaður, húsgögn, áfengi, bifreiðar og skólavörur. Nokkrir vöruflokkar hækka í verði sem hér segir: Alifugla- og svínakjöt 5-10%, nautakjöt 10- 15%, fiskur 10%, innflutt nýtt grænmeti 7%, kaffi 2-3%, sykur 13%, brauð 13%, ostar 10-15%, egg 5-10%, nýir ávextir 13% og þvottavélar, kæliskápar og saumavéiar 15%. Vörur sem lækka í verði eru sem hér segir: Niðursoðnir og þurrkaðir ávextir 35%, fryst og niðursoðið grænmeti 15%, hafra- mjöl og heilhveiti 9%, sjampó 25%, tannburstar 45%, tann- krem 25%, varalitir 47%, borð- búnaður 40%, hnífapör 50%, þurrkarar 15%, sjónvörp og myndbandstæki 11%, frystikistur 5%, skólaritvélar 40%, íþrótta- vörur 10-40%, bifreiðavarahlutir 20%, hjólbarðar 20%, hrein- lætistæki 45%, blöndunartæki 30%, raflagnavörur 30%, gólf- teppi og dúkar 20% og steypu- styrktarjárn 5%. JOH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.