Dagur - 14.01.1988, Page 7
'->'1.4; janúar 1088 tjPAGHB -7
Laugardaginn 2. janúar sl. var
haldin í Skemmunni hin árlega
skotkeppni lögreglumanna hér á
Akureyri. Keppt er með 6”
skammbyssum cal. 22. Gísli
Ólafsson fyrrverandi yfirlög-
regluþjónn gaf farandbikar til
handa sigurvegara í hvert sinn og
er þetta í áttunda skipti, sem
keppt er um gripinn.
Núna urðu úrslit þau að sigur-
vegari varð Jón Kr. Valdimarsson,
í öðru sæti varð Vörður Trausta-
son og í þriðja sæti varð Einar
Haraldsson.
Kvöldið eftir komu lögreglu-
menn síðan aftur saman og þá til
að iðka fótamennt, en þá var
B-vaktin sigraði í fótboltakeppninni. Talið frá vinstri: Haraldur Nelson,
Ingimar Skjóldal og Geir Baldursson.
Skotkeppni lögreglumanna á Akureyri:
Jón Kr. Valdimarsson
besta skyttan
Gunnar Randvcrsson afhendir Jóni Kr. Valdimarssyni sigurlaunin.
keppt í knattspyrnu milli vakta,
sem eru fjórar. Þar urðu úrslit
þau að B-vakt sigraði eftir jafna
og spennandi keppni og mjög vel
heppnað mót.
í sigurliðinu voru þeir Harald-
ur Nelson, Geir Baldursson og
Ingimar Kr. Skjóldal, varðstjóri,
en hann er gefandi farandstyttu,
sem nú var keppt um í fyrsta sinn
og fór því vel á því að hann tæki
við henni fyrstur manna, en hann
var fyrirliði sigurliðsins.
Gísli Ólafsson f.v. yfirlögreglu-
þjónn og Erlingur Pálmason n.v.
yfirlögregluþjónn sáu um fram-
kvæmd skotkeppninnar, en
Kristinn Einarsson aðstoðarvarð-
stjóri sá um framkvæmd knatt-
spyrnukeppninnar.
Passíukórinn á Akureyri:
Æfingar
að hefjast
Passíukórinn á Akureyri er nú að
hefja æfingar að nýju að afloknu
jólafríi.
Eins og menn muna, hélt kór-
inn jólatónleika 16. des. ásamt
einsöngvurum og hljóðfæra-
leikurum og minntist um leið 15
ára afmælis síns. Þóttu þessir tón-
leikar takast vel og voru undir-
tektir áheyrenda góðar.
Passíukórinn er með ýmislegt á
prjónunum á nýbyrjuðu ári. í
mars nk. eru fyrirhugaðir tón-
leikar með léttu yfirbragði. Á
efnisskránni verða lög úr söng-
leikjum, sígild dægurlög, negra-
sáimar, þjóðlög, madrigalar o.fl.
Seinna í vor verða hefðbundnir
vortónleikar kórsins með tón-
verkum virtra tónskálda og má
þar nefna kantötur eftir Teleman
og Requiem eftir Fauré.
Þar að auki mun kórinn koma
fram á tónleikum Kammersveitar
Akureyrar í júníbyrjun þar sem
flutt verður tónlist Griegs við
leikritið „Pétur Gautur" eftir
Ibsen.
Þess má að lokum geta að nýir
félagar eru velkomnir í kórinn,
einkum karlaraddir og sópranar.
Þeir sem áhuga hafa geta fengið
nánari upplýsingar hjá Elínborgu
í síma: 22457 og Arnheiði í síma:
24533._______________
DAGUR
Akureyri
S 96-«
Norðlenskt dagblað
aldradra
Skemmtun verður í Húsi aldraðra laugar-
daginn 16. janúar kl. 2 e.h.
Skemmtiatriði og dans.
Ef næg þátttaka fæst verða námskeið í Húsi aldr-
aðra í dansi, postulínsmálningu og teikningu og
málun.
Námskeið í keramik eru nú þegar í gangi.
Innritanir hjá Helgu Frímannsdóttur í Húsi aldr-
aðra, sími 23595.
»Karlakór
Akureyrar
tilkynnir hér með kórfélögum, að æfingar að
loknu jólaleyfi hefjast mánudag 18. jan. nk.
kl. 20.30.
Getum bætt við söngmönnum í allar raddir. Ath. fyrirhuguð
er róttæk breyting á lagavali (ný eða nýleg dægurlög m.a.)
Leigjum einnig út sal til skemmtana- og funda-
halda, hámarksfjöldi 90-100 manns.
Uppl. gefa: Vignir Jónasson formaður h.s. 22992
v.s. 21400
og Atli Guðlaugsson stjórnandi h.s. 22582
v.s. 21460
Karlakór Akureyrar, sími 25002.
verður laugardaginn 16. og sunnudaginn
17. janúar frá kl. 2-5 e.h. báða dagana að
Bifreidaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar
í sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhiuta).
Sýndir verða:
Nissan Prairie 4x4 og Nissan Pathfinder 4x4
nýjasti jeppinn frá Japan ásamt fleiri
Nissan og Subaru bifreiðum.
Komið ogr kynnid ykkur frábær
kjör á ’88 árgrerdunum.
jÞú getur treyst því
að við flytjum ekki inn tjónabíla
sem skaðað geta hagsmuni þína.
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyrl 5 - Sími 22520 - Akureyri.
Ingvar Helgason M. Rauöagerði.
BSV
OrÖsending
til sparifjáreigenda
/----------\
Einingabréf hafa nú þegar sannað
ótvírætt gildi sitt og stöðugleika
sem arðbær fjárfesting. Á síðasta
ári gáfu Einingabréf 1, eigendum
sínum 13,3% vexti umfram verð-
bólgu.
Við bendum eigendum Spari-
skírteina ríkissjóðs á að við tökum
innleysanleg spariskírteini sem
greiðslu fyrir ný spariskírteini eða
önnur verðbréf.
Með því að fjárfesta í Eininga-
bréfum tryggðu þér hámarks-
ávöxtun, lágmarksáhættu og að
auki er féð ætíð laust til útborgunar.
Einingabréf eru
öryggissjóður þinn og
þinna um ókomin ár.
Gengi Einingabréfa 13. januar 1988:
Einingabréf 1 ............................ 2.565.-
Einingabréf 2 ............................ 1.497.-
Einingabréf 3 ............................ 1.600.-
Lífeyrisbréf .............................. 1.289.-
rfrff KAUPÞING
NÓRÐURLANDS hf
Ráðhústorg 5 • Akureyri • Sími 96-24700