Dagur - 14.01.1988, Page 9

Dagur - 14.01.1988, Page 9
14. janúar 1988 - DAGUR - 9 unnarsson, forseti JC Dalvíkur: félagið enn, rs er nú það?“ Tftff Óskar Gunnarsson: „Fjallgangan er hafm...“ Ég geri mér grein fyrir því að sú ganga getur orðið löng, brekk- an er brött en við skulum vona a.m.k. að hún sé misbrött og að við náum upp alla leið, ákveðið og örugglega. Líf JC Dalvíkur er ekki bara í höndum okkar sem kjörin hafa verið í stjórn félagsins, heldur í höndum okkar allra, stofnfélag- anna og þeirra sem síðar eiga eft- ir að bætast í hópinn. Ekkert gerist af sjálfu sér, allt kostar vinnu og áræði, en ef margir sameinast um eitthvert ákveðið verkefni verður það mun léttara og skemmtilegra, mark- miðin nást fyrr. En hverjum ber að þakka stofnun félagsins? Ég get ekki látið hjá líða að þakka þeim sem að þessu stóðu með okkur. Peir fjórmenningar frá JC Akureyri sem sæti eiga í svokall- aðri Dalvíkurnefnd eiga miklar þakkir skilið fyrir þeirra ákveðna ásetning að stofna JC félag á Dal- vík með góðu eða illu. Þeir íögðu á sig mikla vinnu við skipulagn- ingu og margar ferðir áttu þeir hingað úteftir og uppskáru eftir því, eða kölluðu yfir sig ennþá meiri vinnu, því þeir eru sko ekki lausir við okkur enn. Við væntum þess að til þeirra getum við leitað með vandamál okkar við skipu- lagningu starfsins á komandi mánuðum. Einnig vænti ég góðra samskipta og samstarfs við JC Akureyri um langa framtíð. Landsforseti JC. Kærar þakkir fyrir heimsókn hingað norður á jólaföstu. Sú heimsókn var ánægjuleg og virkaði mjög hvetj- andi á okkur á leiðinni að settu marki. Ég vil svo nota tækifærið og þakka landsforseta og lands- stjórnarmönnum JC fyrir kom- una hingað í kvöld, einnig öllum JC félögum sem hér eru, svo og öðrum þeim sem gert hafa þessa stund svo ánægjulega, og færir okkur heim sanninn um það að einhverjir hafa áhuga á því sem við erum að gera hér í kvöld. Kærar þakkir öll sömul. JC Dalvík væntir góðra samskipta við ykkur öll í framtíðinni.“ Hafsteinn Þórðarson: „...orðnir eins og stamandi nýliðar.“ vegum bæjar- og sveitarfélaga sem eiga að sjá um hin og þessi mál, er ekki JC að troða sér inn á eitthvað sem þeim kemur ekki við? „Nei, alls ekki, vegna þess að nefndir á vegum bæja eru pólitískar og því miður oft á tíð- um illa stjórnað. Menn eru kosn- ir í þær af því þeir heita þetta og eru í þessum flokki, en síðan kunna þeir lítið til verka og það er kannski ástæðan fyrir því að lítið er gert í ýmsum byggðarlög- um. Auðvitað vinna sumar nefndir vel og eiga hrós skilið, en því miður er hitt allt of algengt. Við ræðunt ekki pólitík og það skiptir engu máli í hvaða flokki menn eru. Viö tökum fyrir ákveðin verkefni t.d. brunavarnir í bæjarfélaginu, kynnum okkur Við getum þetta ÖD í tilefni af því að aðildar- félögum JC fjölgaði um eitt sl. laugardag, spurð- um við Hafstein Pórðar- son forseta JC íslands: Hvers vegna Dalvík og hyggur JC á fleiri land- vinninga? „í fyrsta lagi hefur aldrei verið JC félag á Dalvík og JC hreyfing- in er þannig að hún vill gefa öll- um tækifæri á að kynnast JC og vinna fyrir byggðarlagið sitt. Þetta er kannski aðalástæðan fyr- ir því að við fórum á Dalvík. Einnig er Dalvík ekki langt frá Akureyri og því er það stuöning- ur við Akureyrarfélögin að fá þarna félag í næsta nágrenni. Þetta styrkir norðursvæðið tölu- vert mikið og verður vonandi fyrsta skrefið í þá átt að koma upp JC félagi í Ólafsfirði og á Sauðárkróki og endurvekja JC Húsavík. Þá fyrst yrði norður- svæðið eins virkt og það ætti að vera. Einnig vonumst við til að ný félög verði stofnuð á Austur- landi og Vestfjörðum.“ - Hvað þarf stóran bæ til að halda uppi JC félagi? „Það er hægt að stofna JC félag í litlum bæ, en líftími félagsins fer eftir íbúafjölda. Stykkishólm- ur er bæjarfélag af svipaðri stærð og Dalvík, en þar hefur verið starf- andi JC félag í nokkur ár. Það er búið að vinna mjög gott starf, bæði fyrir einstaklinga og einnig mjög góð byggðarlagsverkefni. Það félag hefur komist það langt að eiga landsforseta JC, sem er mjög stórt mál.“ - Geturðu nefnt einhver dæmi um hvað JC félag getur gert fyrir byggðarlagið? „JC getur tekið fyrir málefni sem snúa að öryggismálum, sam- göngumálum, æskulýðsmálum og menningarmálum. Það eru ótæmandi þættir sem JC getur tekið fyrir. Það þarf náttúrlega að kanna hvar þörfin er brýnust. Ef áhugi og metnaður er fyrir hendi, þá geta JC félagar unnið mörg góð verkefni og ég held að það sé rétt fyrir nýtt félag eins og á Dalvík að kynna sér hvað önn- ur félög af svipaðri stærð hafa unnið og síðan að meta hvort þeir geta gert eitthvað svipað eða jafnvel ennþá betra.“ - Það er fullt af nefndum á uðmundur Ingi Jónatansson, Jóhanna og Óskar Gunnarsson. tiatsteinn Þorðarson asamt nokkrum félögum í JC Dalvík. hvaða atriði mættu betur fara og rekum áróður fyrir því að bæjar- búar hugsi um þessi mál. Við vinnum fyrst og fremst þannig að bæjarbúar eru hvattir til að hugsa um hlutina og benda á það sem betur mætti fara.“ - Þú ert búinn að benda á mikilvægi JC fyrir bæjarfélögin, en hvað hefur fólkið sjálft út úr JC? „1 fyrsta lagi nær fólk að brjóta þá skel sem við öll búum í. Við horfum á góða ræðumenn og hugsum sem svo að þetta sé alveg snillingur, fæddur ræðumaður. En staðreyndin er sú að þetta getuin við öll, við þurfum bara að skóla okkur svolítið til. JC hreyfingin er eina hreyfing- in í heiminum sem býður upp á námskeið og þjálfun fyrir þá ein- staklinga sem í henni eru þar sem þjálfunin er raunhæf. Það hefur gengið yfir landið alda nám- skeiða, fyrirtæki kaupa námskeið fyrir sína starfsmenn, sem kosta mikið en það er engin þjálf- un í framhaldi af þeim. JC býður hins vegar upp á verklega þjálfun í framhaldi af sínum námskeiðum. Menn verða að halda sér við. Ég hef horft upp á gamla félaga sem voru hrað- mælskir þegar þeir voru upp á sitt besta, verða eins og stamandi nýliða vegna þess að þeir héldu sér ekki við " - Fylgir því eintóm vinna að vera í JC, er þetta ekkert gaman? „Öllu félagsstarfi fylgir einhver skemmtun, menn verða að geta létt sér upp öðru hverju. Hvert aðildarfélag er með sín lokuðu hóf, mörg halda þorrablót, þar sem þorrinn er nú á næstu grösum, árshátíðir, fólk tekur sig til og fer saman í leikhús. Síðan eru þessar stærri samkomur eins og landsþing, og landsfundir en einn slíkur verður um næstu helgi og í tengslum við þá er yfirleitt opið hús eða slíkt.“ - í lokin, á JC virkilega rétt á sér? „Já, alveg tvímælalaust. JC er fyrir alla sem eru á aldrinum 18- 40 ára, hvar í stétt sem þeir standa.'1 Myndir og texti: -ám

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.