Dagur - 14.01.1988, Síða 15
14. janúar 1988 - DAGUR - 15
fþróftir
Heimsbikarkeppnin í handknattleik:
Stórkostlegur sigur
- ísland - Júgóslavía 23:20
Sigur yfir heiinsmeisturunum!
Nú þarf maður ekki að
skammast sín fyrir þjóðernið
því íslenska landsliðið fór í
gang í gær og sigraði heims-
meistara Júgóslavíu með 23
mörkum gegn 20 í heimsbikar-
keppninni í handknattleik.
Leikurinn fór fram í Örrebro í
Svíþjóð og hann var í járnum
allt þar til 13 mínútur voru til
leiksloka. Þá náðu Islendingar
5 marka forskoti og sem betur
fer héldu þeir haus.
Leikurinn byrjaði kröftuglega,
sérstaklega hjá Júgóslövum sem
skoruðu 3 fyrstu mörkin. Páll
Ólafsson skoraði fyrsta mark
íslendinga á 7. mín. og síðan tókst
liðinu að jafna. Hálfleikurinn var
hnífjafn, Júgóslavar komust að
vísu í 8:6 en í hálfleik var staðan
10:10.
íslenska liðið átti í nokkrum
erfiðleikum í fyrri hálfleik. T.d.
skoraði það aðeins 2 mörk með
langskotum, Alfreð virtist miður
sín þar til hann skoraði sitt fyrsta
mark, 9. mark íslendinga, úr
hraðaupphlaupi. Einar Þorvarð-
arson varði hins vegar vel, t.a.m.
eitt vítakast.
í seinni hálfleik sprakk hin
kraftmikla sprengja sem íslenska
landsliðið er á góðum degi.
Kristján byrjaði reyndar á því að
klúðra vítakasti og Júgóslavar
náðu tveggja marka forskoti
13:11, 14:12 og 15:13. En þá fóru
stórskytturnar Alfreð Gíslason
og Sigurður Gunnarsson í gang.
Staðan var jöfn 16:16 og gífurleg
barátta færði íslendingum 5 mörk
í röð, 21:16 og 7 mínútur eftir.
Isakovic og Vujovic breyttu stöð-
unni í 21:19 og menn orðnir
veiklaðir. Lokamínúturnar voru
æsispennandi en íslenska liðir.u
tókst að vinna verðskuldaðan
sigur, 23:20.
Alfreð Gíslason átti stórleik í
seinni hálfleik. skoraði 5 mörk.
þar af 4 með þrumufleygum frá
punktalínu. Sigurður Gunnars-
son spilaði seinni hálfleikinn og
skoraði 4 glæsileg mörk. Peir
lögðu grunninn að íslenskum
sigri, ásamt Einari Þorvarðarsyni
sem varði á mikilvægum augna-
blikum, auk þess sem vörnin var
sterk.
Hins vegar bar lítið á horna-
mönnunum og furðulegt hvað
Karl Þráinsson fékk mörg tæki-
færi hjá Bogdani í seinni hálf-
leiknum áður en honum var kippt
út af og Valdimar Grímsson kom
aftur inn á og skoraði með það
sama. Þá var Karl búinn að
klúðra þremur upplögöum fær-
um, láta dæma á sig ruðning og
hlcypa Isakovie fram hjá sér
Alfreð Gíslason sýndi Júgóslövum klærnar í seinni hálfleik.
а. m.k. í tvígang.
íslenska liðið skoraði 9 mörk
utan af velli, 6 úr hraðaupphlaup-
um, 3 með gegnumbrotum, 3 aí
línu, 1 úrhorni og 1 úrvíti. Þessir
skoruðu mörkin: Alfreð Gíslason
б, Sigurður Gunnarsson 4(1),
Þorgils Óttar Mathiesen 4,
Kristján Arason 3, Páll Ólafsson
3. Valdimar Grímsson 1, Guö-
mundur Guðmundsson 1 og Karl
Þráinsson 1. Flest mörk Júgó-
slava skoruðu þeir Isakovic 7 og
Vujovic 5. SS
Einar Karlsson og Jóliann Sigurðsson í baráttu við Haukamenn í fyrri leik
liðanna.
Ún/alsdeildin í körfubolta:
Webster og fé-
lagar norður
- Þór og Haukar leika annað kvöld
Knattspyma:
íslandsmótið
innanhúss
Körfubolti 1. deild:
Taplausu
liðin mætast
Það verður sannkallaður
toppslagur í íþróttahúsinu á
Egilsstöðum á laugardag er
tvö efstu liðin í 1. deildinni í
körfuknattleik, UÍA og
Tindastóll mætast kl. 14.
Þessi lið hafa haft nokkra
yfirburði í deildinni í vetur og
koma til með að slást um
úrvalsdeildarsætið að ári.
Tindastóll hefur leikið 8
leiki og er með 16 stig en UÍA
hefur leikið 7 leiki og er með
14 stig. Stúdentar eru í þriðja
sæti með 6 stig að loknum 5
leikjum.
Handbolti yngri flokka:
Fyrsta umferð
af þremur
Um helgina verður leikin
fyrsta umferðin af þremur í
Norðurlandsriðli á íslands-
móti yngri flokka í hand-
bolta. Allir leikirnir fara
fram í íþróttahöllinni og
leika piltarnir á laugardag
en stúlkurnar á sunnudag.
Liðin í Norðurlandsriðli eru
KA, Þór, Völsungur og
Höttur frá Egilsstöðum.
Leikjaniðurrööunin er þessi:
Laugardagur:
Kl. 9.00 KA-Þór 5. fl.
Kl. 9.40 KA-Þór 4. fl.
Kl. 10.30 KA-Þór 3. fl.
Kl. 11.25 Þór-Höttur 4. fl.
Kl. 12.15 KA-Völsungur 5. fl.
Kl. 12.55 KA-Völsungur 4. fl.
Kl. 13.45 KA-Völsungur 3. fl.
Kl. 14.40Höttur-Völsungur4. fl.
Kl. 15.30 Þór-Völsungur 5. fl.
Kl. 16.05 Þór-Völsungur 4. fl.
Kl. 17.00 KA-Höttur 4. fl.
Kl. 17.50 Þör-Völsungur 3. fl.
Sunnudagur:
Kl. 9.00 KA-Þór 4. íl.
Kl. 9.35 KA-Þór 3. fl.
Kl. 10.30 Þór-Völsungur 4. fl.
Kl. 11.05 Þór-Völsungur 3. fl.
Kl. 12.00 KA-Völsungur 4. fl.
Kl. 12.35 KA-Völsungur 3. fl.
Keppni í úrvalsdeildinni í
körfubolta hefst á ný annað
kvöld en þá fara fram tveir
leikir. í íþróttahöllinni á
Bikarkeppni BLÍ:
Þrír leikir
á Akureyri
Þrír leikir fara fram hér á
Akureyri á laugardag í bikar-
keppni Blaksambands íslands.
Fyrsti leikurinn er viðureign
Eikar og Völsungs í kvenna-
flokki og hefst hann kl. 13.
Strax á eftir, eða kl. 14.15 leika
B lið Skauta og KA og kl. 15.30
A lið Skauta og Óðinn í karla-
flokki. Kvennalið KA situr yfir í
1. umferð en liðið sem sigrar í
leik Eikar og Völsungs, leikur
gegn KA í 2. umferð. Sigurliðin
úr karlaleikjunum mætast síðan í
2. umferð sem leikin verður 6.
febrúar.
Akureyri leika Þór og Haukar
og í Digranesi í Kópavogi mæt-
ast UBK og Valur. Báðir
leikirnir hefjast kl. 20.00.
Þórsarar hafa aðeins unnið
einn leik í deildinni til þessa og
liðið situr í næstneðsta sætinu
með 2 stig eins og UBK sem er í
neðsta sæti. Haukarnir hafa leik-
ið misjafnlega í vetur og liðið
m.a. tapað bæði fyrir UMFG og
UBK. Haukar hafa hlotið 8 stig í
8 leikjum og koma ekki til með
að blanda sér í toppbaráttu að
þessu sinni. Þórsarar töpuðu illa
fyrir ÍR í bikarnum um síðustu
helgi, á sama tíma og Haukarnir
unnu Tindastól í sömu keppni á
Króknum.
Haukar endurheimtu ívar
Webster fyrir keppnistímabilið
en hann þjálfaði og lék með Þór
eitt tímabil. Webster er mjög
sterkur leikmaður og gæti reynst
Þórsurum erfiður. Þórsarar léku
án Konráðs Óskarssonar gegn ÍR
um helgina, hann hefur átt við
meiðsli að stríða en verður að öll-
um líkindum með annað kvöld.
Keppni á íslandsmótinu í
innanhússknattspyrnu hefst
um helgina í Laugardalshöll-
inni en þá veröur leikið í 2. og
3. deild. Mótinu lýkur síöan um
aðra helgi, með keppni í 1. og
4. deild og kvennadeild. Alls
hefur 71 lið skráð sig til þátt-
töku í karlaflokki og hefur
fjöldinn aldrei verið meiri, en í
kvennaflokki fækkar liðum frá
því í fyrra.
Aðeins eitt lið að norðan leikur
í 2. deild, Þór frá Akureyri. Þórs-
arar féllu í 2. deild fyrir ári en
ætla sér örugglega að endur-
heimta sæti sitt í 1. deild á ný.
Liðið leikur í B-riðli ásamt
Ármanni, Reyni Sandgerði og
UMFG. í A-riðli leika FH, ÍBK,
Einherji og Víkverji. í C-riðli
leika Haukar, Breiðablik, Leikn-
ir og Höttur og í D-riðli leika ÍK,
Þróttur N, Skallagrímur og
UMFN.
í 3. deild leika fjögur lið að
norðan, Völsungur, UMFS,
Getraunir:
Sprengivika
Nú á laugardaginn munu
margir sitja spenntir fyrir
framan sjónvarpsskjáinn við
að fylgjast með úrslitum í
ensku knattspyrnunni. Ástæð-
an er sú að þessa vikuna er
svokallaður sprengipottur í
veði. Áætlað er að rúmar 3
milljónir verði til skiptanna
þessa vikuna.
Sprengipottur virkar þannig að
2% hafa verið tekin af sölu hverr-
ar viku og nú fer sú fjárhæð öll í
pottinn á laugardaginn. Þar að
auki gekk fyrsti vinningur ekki út
síðasta laugardag og leggst því
við sprengipottinn. Að sögn
Hákonar Gunnarssonar fram-
kvæmdastjóra íslenskra getrauna
er salan að taka vel við sér eftir
jólafríið og á laugardaginn gerir
hann ráð fyrir að rúmar 3 millj-
ónir verði í pottinum. AP
Reynir Á og Vorboðinn. Völs-
ungar leika í A-riðli ásamt Val
Reyðarfirði, ÍBÍ og Hveragerði.
UMFS leikur í B-riðli ásamt
Austra, Bolungarvík og Grund-
arfirði. Reynir Á leikur í C-riðli
ásamt Stjörnunni, Leikni Fá-
skrúðsfirði og Létti og Vorboð-
inn leikur í D-riðli ásamt Neista
Djúpavogi, Skotfélagi Reykja-
víkur og Augnabliki úr Kópa-
vogi. Efstu liðin í hverjum riðli í
2. og 3. deild færast upp um deild
en neðstu liðin falla um deild.
Handbolti:
Deilda-
keppni
2. flokks
Fyrsta umferð í deildakeppni
2. flokks á íslandsmótinu í
handknattleik verður leikin
um helgina. Önnur deild verð-
ur leikin á Akureyri á föstu-
dag og laugardag og liðin sem
keppa, eru UBK, Valur, KA,
Stjarnan, FH og Haukar.
Leikið verður í Höllinni á
föstudag en í Skemmunni á laug-
ardag. Oll liðin leika innbyrðis og
er niðurröðunin þessi:
Föstudag í Höllinni:
Kl. 15.30 KA-Haukar
Kl. 16.30 Valur-FH
Kl. 17.30 KA-Stjarnan
Kl. 18.30 UBK-Haukar
Kl. 22.00 FH-UBK
Laugardag í Skemmunni:
Kl. 10.00 UBK-Valur
kl. 11.00 Haukar-Stjarnan
Kl. 12.00 FH-KA
Kl. 13.00 KA-UBK
Kl. 14.00 Stjaman-FH
Kl. 15.00 Valur-Haukar
Kl. 16.00 UBK-Stjarnan
Kl. 17.00 Valur-KA
Kl. 18.00 Haukar-FH
Kl. 19.00 Stjarnan-Valur