Dagur - 14.01.1988, Page 16

Dagur - 14.01.1988, Page 16
Hafið þið reynt okkar þjónustu? cpediGmyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Grýtubakkahreppur: Samið um skuldir ríkisins við hreppinn „Það liggur fyrir heimild til að semja um þessa skuld en við erum ekki búin að semja um hana. Eg hef ekki framreikn- aða tölu en þetta eru 13 til 14 milljónir króna,“ sagði Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, en ríkis- sjóður skuldar hreppnum fé frá fyrri árum. Að sögn Guðnýjar eru skuld- irnar þannig til komnar að Grýtu- bakkahreppur átti upprunalega aðiid að Stórutjarnaskóla. Þegar kennsla 7., 8. og 9. bekkjar var tekin upp á Grenivík, og kennsla þessara árganga hafin á neðri haáð skóiahússins, sem var áður í eigu Grýtubakkahrepps, var ljóst að hreppurinn átti rétt á endur- greiðslu frá ríkinu. „Það verður vonandi gengið frá þessu á næstu vikum. Við gæl- um við þá hugmynd að fá þetta fé endurgreitt á næstu 2-3 árum, það væri mjög æskilegt, og ég trúi ekki öðru en að það gangi,“ sagði Guðný. EHB Ráðstöfun afla hjá ÚA: Svipuð framleiðsla á freðfiski en samdráttur í saltfiskvinnslu - Minna til annarra aðila en 1986 í yfirliti yfír rádstöfun á afla togara Útgerdarfélags Akur- eyringa kemur fram að af um 18.250 tonna afla togaranna sex, voru 17.560 tonn sett í Bakara- dagar á Akureyri vinnslu hjá fyrirtækinu sjálfu 316 tonn voru látin öðrum físk- verkendum á svæðinu í té og tæplega 380 tonn voru unnin um borð í Sléttbak. Útgerðar- félag Akureyringa keypti á síð- asta ári tæplega 58 tonn á Fisk- markaði Norðurlands hf. Minna fór af afla ÚA til ann- arra aðila á síðasta ári en árinu 1986 þegar þannig var ráðstafað tæplega 600 tonnum. Um er að ræða aðila í Ólafsfirði, á Greni- vík og víðar. Af freðfiski voru á síðasta ári framleidd 6.424 tonn hjá ÚA en það er einu tonni minna en á árinu 1986. Að öðru leyti skiptist framleiðsla ÚA þannig að fram- leidd voru 20 tonn af skreið, mest fyrir Ítalíumarkað, 683 tonn af saltfiski og verkuð 205 tonn af hausum. Aukning varð í fram- leiðslu skreiðar og hausa en tals- verður samdráttur í saltfiskverk- un því á árinu 1986 voru fram- leidd af honum 923 tonn. Loks kemur vinnsla um borð í frystitogaranum Sléttbak. Fryst voru 180 tonn í flökum og í heil- frystingu. Stærstur hluti af afurðum Slétt- baks var óseldur í árslok en að öðru leyti voru litlar birgðir áætl- aðar hjá fyrirtækinu í árslok. ET Dagana 21.-23. janúar verða svokallaðir bakara- dagar á Akureyri. Þá verður haldinn á Hótel KEA aðal- fundur Landssambands bakarameistara og samfara honum ve'rður sýning í Skemmunni á Akureyri. Sýningin, sem er sérhæfð fagsýning verður formlega opnuð kiukkan 16.00 þann 21. janúar, en á laugardagnn verður hún opin almenningi. Þarna verða sýndar vélar, tæki og hráefni til köku- og brauð- gerðar, en lítið verður um sýn- ingu afurða. 12 aðilar munu standa að þessari sýningu og komust ekki allir að sem vildu. Reiknað er með góðri þátt- töku á bakaradögum en fjöldi manns mun koma til Akureyr- ar víðs vegar að. VG Símaklefinn í göngugötunni á Akureyri: Skemmdir fyrir tugi þúsunda á ári Símaklcfínn í göngugötunni hefur orðið óþyrmilega fyrir barðinu á skemmdarvörgum sem ekkert virðast hafa annað gagnlegra að gera en sýna kraftana á saklausum símaklef- um. Frá því klefínn var settur upp hefur margoft þurft að gera við hann og símtækið sjálft en einn veturinn var brugðið á það ráð að fjarlægja tækið alveg um tíma. Þessu hefur fylgt mikill kostnaður og óþægindi en vonandi er að fólk fari að láta af ósómanum. Á dögunum var sett upp nýtt símtæki í klefanum, svokallaður takkasími sem vonast er til að lát- inn verði í friði. Kostnaður vegna viðgerða á símaklefanum var 60 þúsund krónur á síðasta ári og árið 198ö var viðgerðarkostnað- urinn svipaður. Algengast er að heyrnartólið sé fjarlægt og oft fer skífan á tækinu svipaða leið. Notkun á þessum síma er mikil og á síðasta ári voru tekjur af símanum rúmar 200 þúsund krónur sem telst vera nokkuð mikið miðað við tæki af þessu tagi. „Við gefumst ekki upp,“ sagði starfsmaður á símstöð Pósts og síma á Akureyri í samtali við Dag á dögunum þegar nýja sím- tækið var sett upp. JÓH ÚKE Grímsey: Uppbygging og uppstokkun saltfiskvinnslu Nú stendur yfír tæknilegur undirbúningur vegna uppbygg- ingar og endurskipulagningar saltfískvinnslu Kaupfélags Ey- fírðinga í Grímsey en hluti af fískverkunarhúsi fyrirtækisins brann í byrjun nóvember. Ekki hefur verið ákveðið hvenær uppbygging hefst en Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri segist vona að það verði í sumar. Þegar tæknileg framtíðar- skipulagning vinnslunnar hefur verið ákveðin verður ákveðið hversu rnikið af eldra húsnæði verður rifið og þá hve mikið verður byggt. Næsta skref þar á eftir mun þá vera hönnun nýs húsnæðis. Að sögn Vals er stefnt að því að saltfiskvinnsla KEA í Gríms- ey verði ekki minni en fyrir brun- ann og er ætlunin að stokka starfsemina verulega upp og hag- ræða rekstrinum. Gera má ráð fyrir að byggt verði 3-400 fermetra húsnæði og að byggingarkostnaður þess verði á bilinu 10-12 milljónir króna. Þar ofan á bætist svo kostnaður við vélvæðingu vinnslunnar. ET Ólafur bekkur ÓF 2: - í fyrstu veiðiferð ársins Börkur Birgisson og Hermann S. Jónsson unnu við að setja upp nýtt símtæki í klcfanum í göngugötunni á dögunum. Mynd: tlv Ólafur bekkur, togari Útgerð- arfélags Ólafsfjarðar, bilaði í fyrstu veiðiferð sinni á nýju ári. Togarinn kom inn til Ólafsfjarðar sl. mánudags- kvöld með bilaðan spilmótor og kom í Ijós að skipta þurfti um mótor. Fenginn var mótor frá Reykjavík en vegna ófærð- ar beið flutningabíll með hann á Dalvík í gær. Ólafur bekkur kom frá Pól- landi í október sl. en þar voru framkvæmdar miklar breytingar á skipinu á síðasta ári. Spilmótor- inn sem nú hrundi var gerður upp í Póllandi og átti því að vera í góðu standi. Þorsteinn sagði að mótorinn yrði skoðaður og fund- in ástæða bilunarinnar. Ekki væri því enn hægt að segja til um hvort skipasmíðastöðin í Pól- landi, þar sem breytingar á skip- inu voru gerðar, væri bótaskyld fyrir biluninni. „Skipið hefur komið ágætlega út frá því breytingarnar voru gerðar. Að vísu hafa komið í ljós smávægilegir barnasjúkdómar en verra hefur þó verið hve lítið hef- ur fiskast síðan skipið komst til veiða á ný,“ sagði Þorsteinn Ásgeirsson í samtali við Dag. Vonast er til að viðgerö á skip- inu ljúki um helgina. JÓH „Barnasjúkdómar“ hrjá Olaf bekk. Nýuppgerður spilmótor hmndi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.