Dagur - 08.02.1988, Page 1
26. tölublað
HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SÍMI 96-26708 . BOX 397
71. árgangur
Akureyri, mánudagur 8. febrúar 1988
Meirihluti ríkisins í Slippstööinni:
Ákvörðun um sölu
ekki verið tekin
- verið að meta
raunverulegt verðmæti fyrirtækisins
Eins og fram hefur komið var
meirihiuti ríkisins í Slippstöð-
inni auglýstur til sölu árið
1983. Á vegum fjármálaráðu-
neytisins er nú verið að meta
þennan hlut en að sögn Svein-
björns Óskarssonar, sem hefur
umsjón með matinu af hálfu
ráðuneytisins, liggur ekki fyrir
ákvörðun um það hvort núver-
andi ríkisstjórn auglýsir bréfin
til sölu.
Slippstöðin er eitt þeirra fyrir-
tækja sem er á lista ríkisstjórnar-
innar yfir þau sem hugsanlega
verða seld. Ákvörðun um sölu
verður hins vegar ekki tekin fyrr
en niðurstöður úttektarinnar
liggja fyrir. Pær verða lagðar fyrir
ráðherra en fara síðan í „pólitísk-
an farveg“.
Eins og komið hefur fram hafa
einkaaðilar á Akureyri lýst yfir
áhuga á kaupum bréfanna. í
framhaldi af því fór ráðherra
fram á að úttekt á eignum og
skuldum Slippstöðvarinnar yrði
hraðað, sett efst á listann.
Úttektin hófst í byrjun janúar
en Sveinbjörn sagðist gera ráð
fyrir að henni lyki ekki fyrr en í
lok febrúar enda væri hér um
mjög „flókið fyrirtæki" að ræða.
ET
Gaffalbitaframleiðsla:
Síld hf. fær ekki
framleiðslurétt
- forsendur fyrir rekstrinum brostnar
Stjórn Sölustofnunar lagmetis
ákvað á fundi sínum á föstu-
daginn að bjóða Síld hf. á
Siglufirði inngöngu í samtökin
Um leið var tilkynnt að fyrir-
tækið geti ekki fengið hlut-
deild í „Sovétsamningum“ um
sölu á gaffalbitum. Þær verk-
smiðjur sem fyrir eru, hafa nú
þegar meiri afkastagetu en
magn sölunnar gefur tilefni til
og því er ekki talin ástæða til
að fjölga þeim. Þar með má
telja fullvíst að hið nýstofnaða
fyrirtæki verði ekki annað en
nafnið.
Að sögn Theodórs S. Hall-
dórssonar framkvæmdastjóra SL
þá var mál þetta „mjög fljótaf-
greitt,“ og enginn sem greiddi
atkvæði á móti.
K. Jónsson á Akureyri hafði
sett það sem skilyrði fyrir meiri-
hlutaeign í fyrirtækinu að fyrir-
tækið fengi „Siglósneiðina“ í
gaffalbitasölunni, alla. Sá biti
hefur verið afhentur Fiskimjöls-
verksmiðju Hornafjarðar og
verður þar áfram.
Ólafur Marteinsson fram-
kvæmdastjóri K. Jónssonar vildi
ekki láta uppi álit sitt á þessari
afgreiðslu en sagðist telja allar
forsendur fyrir rekstri fyrirtækis-
ins brostnar. Kristján Jónsson
verksmiðjustjóri, sem sæti á í
stjórn SL vildi ekkert um málið
segja, en hann mun hafa setið hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Síld hf. er heimilt að framleiða
gaffalbita. Fyrirtækið verður hins
vegar að sjá sjálft um söluna, og
þá til annarra landa en Sovétríkj-
anna, sem hafa verið eini kaup-
andinn til þessa. Þar hefur SL
einkaleyfi.
Einnig er framleiðsla á öðru
lagmeti möguleg en að sögn
Skarphéðins Guðmundssonar,
eins af forsvarsmönnum Síldar
hf., þá er slíkt ólíklegt. Fyrirtæk-
ið hafi verið stofnað í kringum
hugsanlega gaffalbitaframleiðslu.
„Við erum náttúrlega mjög
ósáttir við þessa niðurstöðu. Við
höfum hér starfsfólk sem er mjög
þjálfað í þessari framleiðslu og
mér finnst lítið tillit tekið til
þess,“ sagði Skarphéðinn. ET
Húsavík:
Fálki rændi dúfum
- var gefinn kjúklingur og sleppt í Eyjafirði
Ungur fálki fór að venja komur sínar í dúfna-
húsið í Skógargerði á Húsavík og næla sér í
dúfur í matinn. Dúfurnar í húsinu og eigendur
þeirra voru ekki sátt við þessa hegðun hins
óboðna gests. Einn eigendanna setti upp
gildru í húsinu sem hann náði fálkanum í á
fimmtudaginn og bað síðan lögregiuna að
hirða ræningjann.
Lögreglan hirti fangann og yfirheyrði en ekki er
ljóst hvort hann játaði sök sína. Lögreglumaður
fór til að afla fæðu handa fanganum og þar sem
músakjöt var ekki fáanlegt í verslun kaupfélags-
ins var keyptur kjúklingur sem fálkinn borðaði
með jafn góðri lyst og dúfurnar áður.
Haft var samband við Ævar Petersen fugla-
fræðing og hann spurður hvað gera ætti við dúfna-
ræningjann og í framhaldi af því var ákveðið að
sleppa fálkanum í Eyjafirði. Fálkinn .dvaldist f
góðu yfirlæti á lögreglustöðinni fram á föstudag
en þá fékk hann far með lögreglumanni yfir í
Eyjafjörð og var sleppt neðan við Víkurskarð.
IM
Alafoss hf:
Verða aðstöðugjöld felld
niður af ullariðnaði?
- „Munum taka hliðstæða ákvörðun og Mosfellsbær“ segir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri
„Fyrirtækið hefur ekki óskað
eftir niðurfellingu á aöstöðu-
gjaldi og afstaða verður því
ekki tekin til slíkrar beiðni fyrr
en hún berst bæjarstjórn,“
sagði Sigfús Jónsson, bæjar-
stjóri á Akureyri, þegar hann
var spurður álits á dreifíbréfi
um niðurfellingu aðstöðu-
gjalda á fyrirtækjum í ullariðn-
aði.
Bréfið var sent frá iðnaðar-
ráðuneytinu. í því er þeim ein-
dregnu tilmælum beint til sveitar-
stjórna, sem hýsa ullariðnað, að
þær felli tímabundið niður
aðstöðugjald af ullariðnaði eða
lækki þau a.m.k. til samræmis við
það, sem sjávarútvegsfyrirtæki
greiða. Almennt aðstöðugjald er
í dag 1%, en í fiskiðnaði er greitt
0,35% aðstöðugjald á fiskveiðar
en 0,65% á vinnslu.
Sigfús sagði, að sveitarfélög
landsins væru í sameiginlegum
samtökum, og þau reyndu að
vinna saman að ýmsum málum.
Ákvörðun um aðstöðugjöld af
Álafossi hf. væri rniklu erfiðari
fyrir Mosfellsbæ en Akureyri,
„og skoðun mín er sú, að við
verðum að fylgjast að í þessu
máli, því Álafoss hf. er hlutfalls-
lega svo stórt fyrirtæki þar, og 40-
50% af öllum aðstöðugjöldum í
Mosfellsbæ koma frá Álafossi hf.
Hjá okkur er þetta miklu minni
upphæð.
Eg á ekki von á því að afstaða
verði tekin fyrr en beiðni kemur
frá fyrirtækinu og ég á líka von á
því að við munum hafa samband
við Mosfellsbæ, þegar þar að
kemur, og taka hliðstæða
ákvörðun og þeir taka,“ sagði
Sigfús að lokum. EHB