Dagur - 08.02.1988, Qupperneq 7
&: Vébyuar 'léaí6 - 7
„Þetta var kærkomið stig en
þau hefðu mátt vera tvö, við
vorum klaufar að missa þetta
niður í jafntetli í lokin. Þetta
var nokkuð góður leikur af
okkar hálfu og við héldum
haus nær allan leikinn,“ sagði
Eggert Tryggvason hornamað-
ur KA í handbolta eftir leikinn
við Val á laugardag. Vals-
mönnum tókst að krækja í
annað stigið á elleftu stundu,
eftir að hafa verið undir lengst
af í leiknum. Hvort lið skoraði
20 mörk og geta Valsmenn
verið sáttir við þau úrslit en
KA-menn geta nagað sig í
handarbökin, fyrir að hafa
misst leikinn niður í jafntefli.
KA brá á það ráð að taka þá
Júlíus Jónasson og Jón Kristjáns-
son úr umferð og gafst það nokk-
uð vel. Það var helst Jakob Sig-
urðsson sem reyndist KA-mönn-
um erfiður. Leikurinn var í jafn-
vægi í byrjun og var jafnt á öllum
tölum upp í 4:4 en þá tóku KA-
menn góðan kipp, skoruðu 3
mörk í röð og breyttu stöðunni í
7:4. Eftir 20 mín. íeik var staðan
10:6 fyrir KA en Valsmönnum
tókst að minnka muninn í tvö
mörk fyrir hlé, 11:9.
KA-menn juku muninn á ný í
þrjú mörk í upphafi síðari hálf-
leiks og héldu héldu honum fram
í miðjan hálfleikinn. Þegar um 17
mín. voru til leiksloka, hafði KA
yfir 16:13. Þá var Guðmundur
Guðmundsson rekinn af velli í 2
mín. og á þeim tíma skoraði
Valdimar Grímsson tvö mörk
fyrir Val og minnkaði muninn í
eitt mark, 16:15. KA hafði síðan
yfir 17:16 en þá voru þeir Erling-
ur Kristjánsson og Friðjón Jóns-
son reknir af leikvelli í 2 mín.,
með stuttu millibili, Valsmenn
náðu þá að jafna 17:17 og komast
yfir 18:17. Pétur Bjarnason jafn-
aði fyrir KA 18:18 og Erlingur
kom liðinu síðan yfir á ný, 19:18.
Júlíus jafnaði 19:19 en Erlingur
var aftur á ferðinni með 20. mark
KA, þegar um 2 mín. eru eftir.
Þegar um ein og hálf mín. var til
leiksloka, varði Brynjar Kvaran
meistaralega frá Valdimari og
KA náði boltanum. En þegar um
50 sek, voru til leiksloka, missti
Friðjón Jónsson boitann, Vals-
menn geystust í sókn og fengu
dæmt vítakast. Júlíus Jónasson
skoraði úr vítinu og jafnaði leik-
inn 20:20 er um 20 sek. voru
eftir. KA-menn misstu boltann
aftur þegar um 4 sek. voru til
loka en Valsmenn náðu ekki að
bæta við marki og jafntefli því
staðreynd.
Leikurinn á laugardag vel leik-
inn og æsispennandi og sérstak-
lega voru KA-menn frískir.
Brynjar Kvaran varði vel, eða
alls 15 skot, Friðjón Jónsson var
góður og þá sérstaklega í fyrri
hálfleik, Pétur Bjarnason og
Eggert Tryggvason voru frískir
Friðjón Jónsson átti góðan leik með KA gegn Val á laugardag og skoraði 7 niörk. Á myndinni takast fyrirliðar liðanna á, þeir Friðjón og Geir Sveinsson Vals-
ari.
og þá var Erlingur Kristjánsson
drjúgur í lokin. Það er athygl-
isvert að aðeins fjórir leikmenn
KA skoruðu í leiknum. í jöfnu
liði Vals var Jakob Sigurðsson
bestur.
Mörk KA: Friðjón 7, Erlingur
5, Pétur 5 og Eggert 3.
Mörk Vals: Júlíus Jónasson 8/
5. Jakob Sigurðsson 6, Þórður
Sigurðsson 2, Valdimar Gríms-
son 2, Einar Naaby 1 og Þorbjörn
Guðmundsson 1.
Sigurður Baldursson og Björn
Jóhannsson dæmdu leikinn sæmi-
lega.
Vestur-þýski handboltinn:
Alfreð bjargaði öðru stiginu
- skoraði jöfnunarmark Essen í leiknum gegn Gummersbach
Aðalleikurinn t v.-þýsku úr-
valsdeildinni í handbolta um
helgina, var viðureign Gumm-
ersbach og Essen sem frant fór
á heimavelli Gummersbach.
Þar öttu þeir félagarnir Krist-
ján Arason og Alfreð Gíslason
kappi en þeir leika sem kunn-
ugt með þessum liðum. Leikn-
um lauk með jafntefli 14:14 og
það var Alfreð Gíslason sem
jafnaði fyrir Essen í lokin og
tryggði liði sínu annað stigið.
Heimamenn léku betur framan
af og leiddu leikinn lengst af.
Gummersbach hafði tveggja
marka forystu í leikhléi 7:5. í síð-
ari hálfleik jók liðið muninn í 4
mörk, 14:10 en þá skoraði Essen
þrjú mörk í röð og minnkaði
muninn í 14:13. Skömmu fyrir
leikslok misstu leikmenn Gumm-
ersbach boltann klaufalega frá
sér og Alíreð Gíslason skoraði
jöfnunarmark Essen.
Alfreð skoraði 4 mörk í leikn-
um og þar af eitt úr víti. Kristján
Arason skoraði 3 mörk fyrir
Gummersbach, eitt úr víti.
Landsliðsmarkverðirnir Stefan
Hecker hjá Essen og Andreas
Thiel hjá Gummersbach voru í
aðalhlutverki í þessum leik en
einnig léku liðin góðan varnar-
leik, með þá Kristján og Alfreð
sem bestu menn.
Lemgo sigraði Schwabing með
20 mörkum gegn 18 og skoraði
Sigurður Sveinsson þrjú mörk fyrir
Lemgo, þrátt fyrir að vera tekinn
úr umferð allan leikinn. Þrjú lið
eru nú efst og jöfn í úrvalsdeild-
inni. Það eru Gummersbach,
Kiel og Dússeldorf, lið Páls
Olafssonar en þau eru öll með 25
stig að loknum 16 umferðum.
Dússeldorf gerði sér lítið fyrir
og sigraði Göppingen í síðustu
viku með 23 mörkum gegn 19 og
sat því eitt á toppnum þar til á
laygardag að Gummerbach og
Kiel bættust í hópinn.
Alfreö Gíslason skoraði 4 mörk
gcgn Gummersbach.
Enn missti KA af sigri!
- Valsmenn fóru heim með eitt stig úr æsispennandi leik í Höllinni