Dagur - 08.02.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 08.02.1988, Blaðsíða 10
10— DAGUfi—8. februar 1008 íþróffir Enska knattspyrnan: l Ellefu mörk í einum leik! - West Ham náði jöfnu á Anfield - Forest og Man. United sigruðu Mesta athygli á laugardaginn vakti leikur Luton og Oxford á gervigrasvelli þeirra Luton manna. Eins og sjónvarps- áhorfendur fengu að sjá urðu mörkin alls 11 talsins og þar af gerði heimaliðið sem greini- lega kunni betur við sig á plast- inu sjö mörk. Liðin mætast aft- ur í undanúrslitum deildabik- arsins á miðvikudag á heima- velli Oxford og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri viður- eign. Varnarleikur liðanna var ekki upp á það besta, en því meiri áhersla lögð á sóknina. Mark Stein skoraði þrjú af mörkum Luton, Mick Harford gerði tvö og þeir Brian Stein og Darron McDonough sitt markið hvor. Fyrir Oxford skoruðu Dean Saunders úr vítaspyrnu, Martin Foyle, Richard Hill og Les Phillips. Luton hafði yfir í leik- hléi 3:2 í þessum stórskemmtilega leik. Óvænt úrslit urðu í leik Liver- pool á heimavelli gegn West Ham. Mark Stein skoraði þrjú at' sjö mörkum Luton gegn Oxford og liö- in mætast að nýju á miðvikudaginn í undanúrslitum deildabikarsins. Á sunnudag fór fram fyrri undanúrslitaleikur Everton og Arsenal í deildabikarnum og var leikið á heimavelli Ever- ton. Arsenai hóf leikinn af mun meiri krafti en heimalið- ið, sem hefur þurft að leika 2-3 leiki á viku að uridanförnu vegna margra jafntefla í bikar- ieikjum. Alan Smith og Perry Groves voru hættulegir í framlínu Arsen- al og strax á 10. mín. sneri hinn eldsnöggi Groves varnarmenn Everton af sér og skoraði fram hjá Neville Southall í marki Everton. Miðvallarleikmenn Arsenal réðu að mestu gangi þar sem gestunum tókst að halda markalausu jafntefli og var það í fyrsta skipti í 11 ár sem West Ham sleppur taplaust frá An- field. Liverpool lék ekki af sama krafti og undanfarið og West Ham átti fullan rétt á stiginu úr leiknum. John Barnes var mikill klaufi upp við markið í þessum leik ásamt John Aldridge og Steve McMahon. En West Ham fékk einnig hættuleg færi og þeir Mark Ward og Alan Dickens voru nærri að skora, en þeirra besti maður var þó Tom McAll- ister markvörður sem varði oft glæsilega fyrir framan 42.000 áhorfendur á Anfield sem sáu að leikmenn Liverpool eru mann- legir eftir allt saman. Alex Ferguson framkvæmda- stjóri Man. Utd. hefur nú sett stefnuna á annað sætið í deildinni sem gæfi liðinu þátttökurétt í Evrópukeppni næsta ár ef bann- inu verður aflétt. Einnar mín. þögn var á Old Trafford áður en leikur Utd. gegn Coventry hófst þar sem 30 ár voru á laugardag- inn síðan besta lið félagsins frá upphafi fórst í flugslysi á heim- leið frá Evrópukeppni. Utd. tókst að ná hinum dýrmætu stig- um úr leiknum, en leikur liðsins var allt annað en sannfærandi. Eftir aðeins 4 mín. skoraði Liam O’Brien sem komst í liðið á síð- ustu stundu vegna meiðsla Clayton Blackmore, eina mark leiksins eftir undirbúning Gord- on Strachan og Viv Anderson. Eftir rnarkið sótti Man. Utd. stíft og Brian Borrows bjargaði tví- vegis á marklínu Coventry. En smám saman náðu bikarmeistar- ar Coventry tökum á leiknum, Trevor Peake átti stórleik og Graeme Hogg bjargaði á línu frá Micky Gynn. Rétt fyrir leikslok slapp síðan Utd. með skrekkinn þegar David Smith sem komið hafði inn á sem varamaður hjá Coventry komst í hættulegt færi, en Steve Bruce miðvörður Utd. náði á síðustu stundu að bægja hættunni frá. Pað eru ávallt skemmtilegir leikir þar sem Nottingham For. á hlut að máli, liðið leikur góða knattspyrnu, enjiinir ungu leik- menn liðsins fá einnig á sig ntörk rrtála í fyrri hálfleiknum gegn slæptum leikmönnum Everton, sem þó fengu síri færi og Gary Stevens átti skot sem hafnaði í þvérslánni hjá Arsenal. Everton lék undan nokkrum vindi í síðari hálfleik og sótti mun meira en í þeint fyrri. Arsenal dró sig í vörn og markvörður þeirra John Lukic varð að taka á hinum stóra sínum til að stöðva skot heimamanna. Everton fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn .10 mín. fyrir leikslok, en vítaspyrna Trevor Steven fór hátt yfir markið, mistök sem gætu orðið afdrifarík og komið í veg fyrir að Everton komist í úrslitaleik keppninnar á Wembley. Á þriðjudag mun sem stafa af reynsluleysi þeirra. Liðið náði tveggja marka forystu á heimavelli gegn Chelsea með mörkum Colin Foster og Mark Crossley sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. En aðeins 5 mín. síð- ar hafði Chelsea náð að jafna, Kerry Dixon skoraði eftir horn- spyrnu sem vörn Forest hafði mistekist að hreinsa frá og Kevin Wilson jafnaði síðan með þrumu- skoti eftir að Dixon hafði átt skot í þverslá. En heimaliðinu tókst þó að merja sigur með marki Nigel Clough úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Tommy Gaynor. Chelsea var þó óheppið að tapa leiknum, Pat Nevin og Roy Weg- erle léku mjög vel, en Steve Sutt- on í marki Forest var öruggur og í lokin bjargaði þversláin heima- liðinu. Wimbledon og Newcastle skildu jöfn í markalausum leik þar sem öllum brögðum var beitt. Leikurinn var harður og jafn, Mirandhinha var lítt áberandi og hefur eflaust talið hollast að halda sig frá hörkutólum Wim- bledon sem greinilega töldu Paul Gascoigne þann leikmann sem yrði að stöðva í liði Newcastle. Vince Jones var settur honum til höfuðs og beitti öllum þeim fólskubrögðum sem hann kunni, hvað eftir annað rak hann oln- bogann framan í Gascoigne auk annarra brota og lét síðan dæluna ganga (tæplega vinalegt rabb), en þrátt fyrir meðferðina hélt Gas- coigne ró sinni. Liðin mætast í FA-bikarnum síðar í mánuðin- um, þá í Newcastle og verður örugglega hart barist þar. Portsmouth vann góðan sigur á heimavelli gegn Derby sem er komið í bullandi fallhættu. Vince Hilaire í fyrri hálfleik og Mike Quinn í þeim síðari skoruðu rnörk Portsmoulh, en Mark Wright skoraði mark Derby. Daufum leik Norwich og Wat- ford lauk án þess að mark væri skorað, en Watford hefur nú leikið 7 leiki í röð án taps í deild og bikar síðan Steve Fíarrison tók við framkvæmdastjórastöð- unni. Colin Clarke náði forystu fyrir Southampton á útivelli gegn Sheffield Wed., í fyrri hálfleik, Everton verða í eldlínunni að nýju, er liðið mætir Middles- brough á heimavelli í þriðja sinn í 4. umlerð FA-bikarkeppninn- ar. Oxford og Luton leika einnig í undanúrslitum deildabikarsins og fer fyrri leikur þeirra fram í Oxford á miðvikudaginn. Liðin léku á laugardaginn í 1. deild og þá sigraði Luton 7:4. Nú hefur verið tilkynnt að markvörður Oxford, Steve Hardwick, verði látinn víkja úr markinu og Maur- ice Evans framkvæmdastjóri Oxford hefur valið í hans stað Alan Judge, en hann hóf einmitt feril sinn hjá Luton. Þ.L.A. hans 100. deildarmark. En í síð- ari hálfleiknum tóku heimamenn við sér og Mel Sterland jafnaði. Það var síðan Lee Chapman sem tryggði Sheffield sigurinn með marki 6 mín. fyrir leikslok. Charlton situr á botninum og tapaði á útivelli gegn Q.P.R. Mark Falco og John Byrne sáu um mörkin. Aston Villa er enn efst í 2. deild, en lenti í óvæntu basli með Leicester á heimavelli. Leicester hóf leikinn vel og á 9. mín. var bjargað á línu hjá Villa. En þá mjög óvænt gerðu leikmenn Ast- on Villa tvö mörk á jafn mörgum mínútum, Mark Lillis skoraði á 18. inín. eftir að skot Tony Daley var aðeins hálfvarið og Allan Evans bætti síðan við marki eftir hornspyrnu. Leicester hélt þó áfram að sækja, en Nigel Spink hélt hreinu markinu hjá Villa með góðri markvörslu og lét sig ekki muna um að verja víta- spyrnu frá Gary McAllister. hann átti hins vegar ekki möguleika að verja skot Mike Newell, en það var það eina sem framhjá honum fór. Það var rnikil barátta hjá ýms- um liðum að komast út úr frum- skógi 2. deildar, Blackburn leik- ur vel um þessar mundir og sigr- aði Manchester City 2:1. Crystal Palace vann góðan sig- ur heima gegn Birmingham 3:0 þar sem Mark Bright skoraði sitt 19. mark í vetur. Ian Ormondroyd skoraði fyrir Bradford á útivelli gegn Millwall mínútu fyrir leikslok. Middlesbrough gerði jafntefli úti gegn Swindon, Dave Bamber náði forystu fyrir Swindon, en Tony Mowbray skallaði inn jöfnunarmark Boro. Hull City tapaði illa gegn Bournemouth 2:6 og er að gefa eftir í baráttunni. En Leeds Utd. er að færast upp töfluna. Vann dýrmætan sigur gegn Ipswich á Elland Road með marki John Pearson. í 3. deild er Sunderland efst með 62 stig, Notts County 60 og Wigan 56 stig. Wolves er efst í 4. deild með 54 og Cardiff 50 stig. Þ.L.A. Perry Groves skoraði sigurmark Arsenal gegn Everton og liðið á því góða mögulcika á að halda deilda- bikarnum sem það vann í fyrra. Deildabikarkeppnin: Arsenal með annan fótinn á Wembley Urslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: 1. deild: Liverpool-West Ham 0:0 Luton-Oxford 7:4 Man.United-Coventry 1:0 Norwich-Watford 0:0 Nott.Forest-Chelsea 3:2 Portsmouth-Derby 2:1 Q.P.R.-Charlton' 2:0 Sheff.Wed.-Southampton 2:1 Wimbledon-Newcastle 0:0 2. deild: Bournemouth-Hull 6:2 Aston Villa-Leicester 2:1 Blackburn-Man.City 2:1 C.Palace-Birmingham 3:0 Leeds-Ipswich 1:0 Millwall-Bradford 0:1 Oldham-Reading 4:2 Plymouth-Barnsley fr. Shrewsbury-W.B.A. 0:1 Stoke-Sheff.Utd. 1:0 Swindon-Middlesbro 1:1 Getraunaröðin er þessi: xxl-llx-lll-21x Staðan 1. deild: Liverpool 25 19- 6- 0 59:11 63 Nott.Forest 25 14- 6- 5 49:23 48 Man.United 2613- 9- 439:25 48 Everton 25 12- 7- 6 36:16 43 Q.P.R. 26 12- 7- 7 32:28 43 Arsenal 26 12- 6- 8 37:25 42 Wimbledon 26 11- 8- 7 39:30 41 Luton 25 11- 5- 9 39:30 38 Shcff.Wed. 26 11- 4-11 33:39 37 Newcastle 25 8- 9- 8 30:35 33 Tottenham 26 Southampton 26 West Hain 26 Chelsea 27 Portsmouth 27 Norwich 26 Coventry 24 Derby 24 Watford 26 Oxford 25 Charlton 26 9- 6-11 26:31 33 8- 8-1034:3832 7- 10- 9 28:34 31 8- 7-12 33:45 31 6- 11-10 26:43 29 7- 5-14 23:33 26 6- 7-11 24:39 25 6- 6-12 21:30 24 5- 8-13 17:32 23 6- 5-14 32:53 23 4- 8-14 23:40 20 2. deild: Aston Villa 31 17-10- 4 50:25 61 Blackburn 30 16- 9- 5 44:28 57 C.Palace 31 17- 4-10 66:47 55 Middiesbro 30 15- 8- 7 41:24 53 Millwall 30 16- 4-10 49:37 52 Bradl'ord 29 15- 6- 8 43:35 51 Leeds 31 14- 8- 9 43:38 50 Hull 29 13- 9- 7 43:40 48 Ipswich 30 13- 7-10 39:29 46 Man.City 30 12- 7-12 58:45 42 Swindon 27 12- 6- 9 49:37 42 Stoke 30 12- 6-12 38:40 42 Oldham 30 11- 7-12 39:40 40 Barnsley 27 11- 6-10 42:36 39 Plymouth 29 11- 6-12 46:45 39 Birmingham 30 9- 8-1330:4835 Bourncm. 29 9- 7-13 43:47 34 Sheff.Utd. 30 8- 6-16 32:52 30 W.B.A 31 8- 5-18 35:54 29 Leicester 29 7- 7-15 36:44 28 Shrewsbury 31 5-11-15 26:42 26 Reading 29 6- 6-17 32:52 25 Huddersf. 29 4- 8-17 31:68 20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.