Dagur - 08.02.1988, Page 16

Dagur - 08.02.1988, Page 16
jæmmmsm Hafið þið reynt okkar þjónustu? -Tfediömyndir’ Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Sel 2: Sex mrn auð! Á Seli 2, hjúkrunardeild aldr- aðra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, standa nú 6 rúm auð vegna skorts á starfsfólki. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra hjúkrunardeildar- innar mun þetta ástand hafa komið upp um áramótin. Þykir það að vonum bagalegt að þegar tekist hafði að safna fé til að koma deildinni af stað skuli skortur á starfsfólki hamla því að Sel 2 geti gegnt hlutverki sínu að fullu. Kópasker: Dýpkun innsigl- ingar mjög biýn Dýpkun innsiglingarinnar í höfnina á Kópaskeri er orðin mjög brýn. Nokkur undanfarin ár hafa strandflutningaskip ekki getað lagst að bryggju á staðnum, stærri rækjuveiði- skip hafa ekki getað lagt upp afla hjá rækjuvinnslu Sæbliks hf. og nú er svo komið að fiskiskip fyrirtækisins tekur niðri í innsiglingunni þegar eitthvað er að veðri. „Þetta háir okkur verulega og það er mjög mikilvægt að úr þessu verði bætt,“ sagði Kristján Ármannsson oddviti og fram- kvæmdastjóri Sæbliks í samtali við Dae. Árni á Bakka hefur tekið niðri í innsiglingunni nokkrum sinnum án þess þó að neinar skemmdir hafi orðið á skipinu. Þetta veldur auðvitað nokkrum óþægindum en meiri áhrif hefur þó það að strandflutningaskip Ríkisskipa skuli ekki geta komist inn í höfnina. Af þeim sökum hefur til að mynda þurft að aka allri olíu á staðinn frá Húsavík auk þess sem hafnarsjóður verður fyrir tekju- tapi. Kristján sagði að rækjuvinnsl- an hefði vafalaust orðið af hráefni vegna þessa, en stærri rækju- veiðiskip geta ekki landað þar afla. Nokkrum sinnum hafa skip- in landað á Raufarhöfn og rækj- unni verið ekið þaðan. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir því við þingmenn kjör- dæmisins og Vita- og hafnamála- stofnun að þeir leiti úrbóta í þessu máli. Ekki tókst að útvega fjármagn til framkvæmdanna áður en gröfuskip Dýpkunarfé- lagsins fór frá Raufarhöfn og er skipið nú komið til Siglufjarðar. Framkvæmdirnar dragast því að minnsta kosti fram á sumar þegar dýpkað verður á Stöðvarfirði. Gert er ráð fyrir að innsiglingin verði dýpkuð niður á 6 metra og grafa þurfi um 25-30 þúsund rúm- metra. Kostnaðurinn er áætlaður um 9 milljónir og af því greiðir ríkið 90%. ET Snjókast í morgunsárið Upp úr hádegi í gær lauk sólarhringslöngu námsmaraþoni 23 nemenda í 9.c Gagnfræðaskóla Akureyrar. Markmiðið með þessu uppátæki var að safna fé í ferðasjóð níunda bekkjar með áheitum. Alls söfnuðust eitthvað á annað hundrað þúsund krónur. Þau voru síður en svo framlág þegar blaðamenn litu inn í stofu 11 um hádegisbilið í gær. Þá stóð yfír setningahlutagreining og ekki annað að sjá en þarna væri unnið. í síðasta tímanum var svo skrifuð stutt ritgerð um uppátækið. Að sögn Hjartar Steinbergssonar kennara sem stóð að undirbúningi og framkvæmd með krökkunum, drógu þau hvergi af sér í náminu, voru jafnvel óvcnjulega dugleg. Nemendurnir voru sammála um að tíminn frá 7-9 í gærmorgun hefði verið erfíðastur, syfjan hefði sótt verulega á. Til að hressa sig við fór allur hópurinn þá út á lóð í snjókast. ET Sérleyfismál Ólafsfirðinga: Astandið kemur mörgum illa - þetta er alveg ómögulegt ástand segir stöðvarstjóri Pósts og síma „Nei, ég get ekki séð leið til að leysa þetta mál,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri í Olafsfirði vegna þeirrar stöðu sem upp cr komin í samgöngu- málum Ólafsfirðinga eftir að sérleyfíshafi hætti akstri. Ýmis smávara hefur verið flutt til Ólafsfjarðar með áætlunar- bílnum eins og t.d. póstur og Akureyri: Lögbann á Glæsibíla Krafa Bílstjórafélags Akureyr- ar um lögbann á leigu- og sendibílaakstur Glæsibfla sf. innan bæjarmarka Akureyrar hefur verið tekin fyrir hjá fóg- eta og hljóðaði úrskurðurinn upp á lögbann gegn tryggingu frá stefnanda. Innan skamms verður gefin út stefna í málinu hjá bæjarfógeta og þess krafist af hálfu Bílstjóra- félags Akureyrar að lögbannið veröi staðfest með dómi. Lögbannskrafan byggir á reglugerð um einkaleyfi á leigu- bílaakstri innan bæjarmarkanna og þeirri staðreynd að bílstjórar Glæsibíla sf. hafa ekki viður- kennd atvinnuleyfi. Verði lögbannið staðfest með dómi munu Glásibílar væntan- lega hverfa af götum Akureyrar. Fái bílstjórarnir hins vegar atvinnuleyfi geta þeir að öllum líkindum stundað leiguakstur í Glæsibæjarhreppi, þar sem fyrir- tækið er skráð, en þá vaknar sú spurning hvort þeir megi fara með farþega t.d. suður til Kristness. Þá þurfa þeir nefnilega að aka í gegnum Akureyri. SS dagblöð en einnig hafa fyrir- tæki notið þessarar þjónustu. Margir, bæði eldra og yngra fólk, hafa notið þjónustu áætl- unarbílsins en verður nú að leita annarra leiða. „Væntanlega verður sérleyfið auglýst og vonandi sér einhver sér fært að aka á þessari leið en það verður að koma í ljós þegar frá líður. Algjörlega er útilokað að reka leyfið með farþegaflutn- inga eina í huga. Vöruflutningar verða að halda þessum akstri uppi,“ sagði Valtýr. Póstur var fluttur til Ólafs- fjarðar með áætlunarbílnum en síðan akstri var hætt hefur póstur verið fluttur þrisvar í viku frá Akureyri með fraktbíl. „Meðan þetta ástand varir verðum við að sæta lagi og spá í veðrið,“ sagði Ásta Helgadóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsfirði. „Þetta er alveg ómögulegt ástand og ég skil ekki að við getum unað við þetta. En við þetta fyrirkomulag verður að notast fyrst um sinn.“ Kristín Adolfsdóttir rekur Söluskálann í Ólafsfirði og hefur þurft að fá vörur sínar með áætl- unarbílnum frá Akureyri. „Þetta er bara alveg hryllilegt. Við höf- um alveg getað treyst á áætlunar- bílinn hingað til en nú er maður alltaf í vandræðum. Ég hef ekki getað notað flugið og verð því núna að fara til Akureyrar cinu sinni í viku til að sækja vörur. Og ég get ekki sagt að ég sé ánægð með ástandið,“ segir Kristín. JÓH Bensínverð lækkað - smásöluálagning á mjólk hækkar sjóðs vegna þessa er áætlaður 44 milljónir á árinu. Þegar söluskatturinn var lagð- ur á, voru niðurgreiðslur ekki auknar nema um 8,71 kr. á lítra en söluskatturinn aflaði ríkissjóði tekna upp á 9,58 kr. Ríkissjóð- ur hafði þannig 87 aura í tekjur og þessari upphæð er nú í raun- inni verið að skila aftur til kaupmanna. ET Meðal níu bestu Á fundi verðlagsráðs á föstu- daginn var tillaga olíufélag- anna um verðlækkun á bensíni og svartolíu samþykkt sam- hljóða. Venjulegt bensín lækk- ar um 5,3% en svartolía um 14,5%. Þá var á fundinum ákveðið að hækka smásölu- álagningu á mjólk. Eldsneytislækkunin tók gildi á laugardaginn. Þá lækkaði bensín- lítrinn úr 33,70 krónum í 31,90 krónur eða um 5,3%. Svart- olíutonnið kostar eftir lækkun 5900 krónur en kostaði áður 6900, lækkunin er 14,5%. Þegar söluskattur var lagður á mjólk og mjólkurvörur, var sölu- verði mjólkurinnar haldið óbreyttu með því að auka niður- greiðslur. Heildsöluverð lækkaði því en álagningarprósentu kaup- manna var haldið óbreyttri og tekjur þeirra af mjólkursölunni minnkuðu. Á fundinum á föstu- daginn var ákveðið að hækka álagninguna aftur í sömu krónu- tölu frá og með deginum í dag. Niðurgreiðslur verða liins vegar enn hækkaðar til að halda sölu- verði óbreyttu. Kostnaður ríkis- Með sigri í áttundu einvígis- skák sinni við Viktor Kortsnoj á föstudagskvöldið, tókst Jóhanni Hjartarsyni að tryggja sér rétt til áframhaldandi keppni um rétt til að skora heimsmeistarann á hólm. Aðrir keppendur í átta manna úrslitum verða þeir, Timman frá Hollandi, Short og Speelman frá Englandi, Jusupov og Karpov frá Sovétríkjunum, Portisch frá Ungverjalandi og Spraggett frá Kanada. ET

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.