Dagur - 12.02.1988, Síða 17

Dagur - 12.02.1988, Síða 17
12. febrúar 1988 - DAGUR - 17 Rætt við þrjá nemendur í Hrafnagilsskóla: „Hef áhuga á að fara í hárgreiðslu eða lyfjafræði - segir Helga Berglind Hreinsdóttir formaður nemendaráðs Um 9 km sunnan við Akureyri er Hrafnagilsskóli, einn af þessum fáu heimavistarskólum sem eftir eru á landinu. 84 nemendur eru í skólanum og þar af 78 á heimavist. Félagslíf er frekar fjölbreytt þessi fjögur kvöld vikunnar sem krakkarnir eru í skólanum þó að íþróttir séu í miklum meirihluta. A hverjum fimmtudegi er skemmtikvöld en önnur kvöld eru það íþróttirnar og ýmsir klúbbar. Sjoppa skólans er opin einu sinni í viku. En hvernig líkar krökkunum í skólanum? Nemendur 9. bekkjar hafa verið í starfs- kynningu víðs vegar um Akur- eyri undanfarna viku. Ég fór á tvo vinnustaði og ræddi við krakkana um skólann og ýmis- legt annað. Helga Berglind Hreinsdóttir er formaður nemendaráðs skólans. Hún er einnig í sjoppu- og skemmtinefnd. Ég tók hana tali. - Hvernig finnst þér skólinn? „Yfirleitt alveg ágætur." - Hvernig líst þér á félagslífið í skólanum? „Pað er oftast gott, þó er stundum ekkert að gera á kvöldin og þá er ekkert gaman.“ - Hvernig líst þér á samræmdu prófin? Ekkí nógu gott - segja þeir Sigurður og Hreinn Sigurður Einar Guðbrandsson og Hreinn Októ Karlsson eru báðir í starfskynningu í Brauð- gerð KEA. Ég fór þangað og ræddi við þá. - Hvernig finnst ykkur skólinn? „Hann er ágætur, greyið.“ - Hvernig finnst ykkur félags- lífið í skólanum? „Félagslífið í skólanum? Pað er ekki nógu gott, það gæti verið betra.“ - Hvernig líst ykkur svo á samræmdu prófin? Sig.: „Ágætlcga, annars er ég hálfhræddur um að falla!“ Hr.: „Mér líst alveg ágætlega á þau.“ - Hvað ætliði að gera eftir 9. bekk? Sig.: „Ég ætla í VMA á við- skiptabraut. Eða kannski fer ég í bakaranám.“ Hr.: „Það er ekki alveg ákveð- ið. Sennilega fer ég í MA.“ - Hvernig er að vera í starfs- kynningu? Hvað eru þið að gera? „Það er rosalega gaman! Við bökum, búum til deig og troðum því í vélarnar, búum til kringlur, rúnstykki, hafrakex og alls konar drasl!“ - Gætiði hugsað ykkur að vinna við þetta í framtíðinni? „Já, já! Það er bara svolítið erfitt að þurfa að vakna svona snemma á morgnana. Maður þarf að vakna klukkan hálf fimm!“ - Finnst ykkur starfskynning eiga rétt á sér? „Já! Okkur finnst alveg nauð- synlegt að krakkar kynni sér atvinnumarkaðinn áður en þeir eru búnir í skóla!“ Samið af Björgu Birgis. 9. bckk llrafnagilsskóla sem var í starfskynningu á Dcgi dagana 1., 3. og 4. febrúar. „Ég er alveg skíthrædd! Nei, og þó. Maður á alveg að geta þetta. Ég er bjartsýn þó að ég geri örugglega fullt af klaufavill- um.“ - Hvað ætlarðu að gera eftir 9. bekk? „Fara í Menntaskólann og klára hann. Sjá svo til. Ég hef áhuga á að fara í hárgreiðslu eða lyfjafræði, eitthvað í sambandi við eðlis- og efnafræði. Annars er ég óákveðin." - Nú ert þú búin að vera í starfskynningu þessa viku. Hvernig er það og hvað gerirðu? „Pað er fínt, tilbreyting frá skólanum. Gott að þurfa ekki að læra heima. Ég er í Stjörnu- apóteki. Ég fylgist með, lími varúðarmiða á meðalaglös sem ég raða svo upp í hillur og vigta súrdoðaskammta fyrir kýr (hlær). Ég hef líka verið að afgreiða. Pað er nú meira vesenið! Eg veit ekki hvar neitt er og þarf alltaf að vera að spyrja.“ - Gætirðu hugsað þér að vinna Helga Berglind. „Vigta súrdoðaskammta fyrir kýr!“ við þetta í framtíðinni? „Pað fer eftir því hvort ég læri lyfjafræði eða ekki. Það fer líka eftir því hvað maður er hátt sett- ur og hvort maður ræður sér sjálfur!“ Sigurður og Hreinn. „Alveg rosalega gaman!“ vísnaþátfur Myndarleg kona skildi eftir glas af víni og ætlaðist til launa í ljóði. Sundurlaust er samlíf vort, það sést á fasi. Ég get svo sem ekkert ort af einu glasi. Afmælisvísa: Ævin tifar áfram greitt, illa er tíma varið. Núna hefur ennþá eitt ár í súginn farið. Séra Sigurður Norðland í Hindisvík kvað þessa sléttubandavísu um Strandarkirkju: Dauða sanda andar á auðug Strandarkirkja. Snauða landið höldar hjá hauðurs bandi yrkja. Jósef S. Húnfjörð orti er hann kom að Strönd í Þjórsárdal. Hugann næra fornhelg föng forna æru að kynna. Gildan mæring Gauk á Stöng gaman væri að finna. í skálatóftinni: Segir fátt af feigra val forni ættarlaukur. Hér í þínum höfðingssal heilsa ég þér Gaukur. ísleifur Gíslason kvað svo um útvarpstækið sitt: Oft ég fremdi axarskaft eða missti affregnum hefði ég ekki hjálparkjaft hangandi á veggnum. Baldur á Ófeigsstöðum var þjóð- kunnur maður, gamansamur og hagmæltur. Svo bar við að hann eignaðist dótturdóttur. Þá kvað hann: Á föstudaginn fæddist lamb. Fagrar vonir rættust. Við Ófeigsstaða ættardramb ellefu merkur bættust. Á sameiginlegu gleðimóti Suður- og Norður-Þingeyinga er haldið var fyrir alllöngu, flugu vísur yfir borð og kom til mannjafnaðar. Sagt var mér að Baldur hefði ort síðustu vís- una er hljóðaði svo: Ef þeir rétta úr kuldakeng og kvefið ekki þvingar okkur ná í naflastreng Norður-Þingeyingar. Heiðrekur Guðmundsson skáld kom sem gestur að Ófeigsstöðum. Er hann hélt úr hlaði kvað hann: Aldrei framar ek ég hjá Ófeigsstaða bænum. Heyrast þaðan heiman frá hendingar í blænum. Þá koma gamlir húsgangar birtir til gamans og án ábyrgðar hvað höf- unda snertir. Magnús raular, músin tístir, malar kötturinn. Kýrin baular, kuldinn nístir, kumrar hrúturinn. Ég er að meina héma sko að vera ei með neinu rugli. Ég er að reyna að drepa tvo steina með einum fugli. Daglega að mér drífur mjöll, digna ég gjaman þerrður. En þegar ég kem í himnahöll hríðar upprof verður. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Næst kemur eins konar sálmur. Heimagerður. Hvar á hrjóstri blóm og blað berst við erfiðleika trúin býður okkur að annast reyrinn veika. Ætlir þú í illri vist eld að húsum bera hugsaðu um herran Krist, hvað hann myndi gera. Reka illt með illu frá engum tekist hefur því að grimmum heimi hjá hefndin um sig grefur. Sæmra væri sáttahönd sína fram að rétta, góðu sá í lundarlönd langrækni og pretta. '

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.