Dagur


Dagur - 15.02.1988, Qupperneq 3

Dagur - 15.02.1988, Qupperneq 3
15’ febrúar 1988 -^ DAGUR ■*» 3 Yfirtekur SÍS skuldir stjórnar- manna KSÞ? „Afskiptum okkar lögfræðing- anna af þessum málum er lokið hvað snertir sölu á eignum Samvinnubankans á Sval- barðseyri. Innheimta skulda kæmi þó því miður til minna kasta ef ákveðið verður að ganga að þessum mönnum,“ sagði Skúli J. Pálmason, lög- fræðingur Samvinnubanka íslands í Reykjavík, þegar hann var spurður um stöðu mála á Svalbarðseyri. í máli Skúla kom fram. að Geir Magnússon. bankastjóri, sæi nú alfarið sjálfur um sölu eignanna á Svalbarðseyri. Eins og kunnugt er, þá lentu nokkrir fyrrverandi stjórnar- menn Kaupfélags Svalbarðseyrar í þeirri erfiðu stöðu að skuldir, sem þeir höfðu ábyrgst fyrir kaupfélagið, féllu á þá, því ekki var staðið í skilum vegna rekstr- arerfiðleika félagsins. Jarðir bændanna eru veðsettar fyrir þessum skuldum, auk skulda við Iðnaðarbanka íslands. Bændurnir fóru þess á leit, að SÍS yfirtæki þessar skuldir, en að sögn Skúla Pálmasonar er ákvörðun þess efnis aðeins á færi æðstu yfirstjórnar Sambandsins, og málið í biðstöðu eins og er. „Eins og fram hefur komið, þá ræðst þetta talsvert mikið af því, hvort hægt er að selja eignirnar og þá hversu hátt verð fæst fyrir þær,“ sagði hann. Skúli sagði, að aðeins ein eign Samvinnubankans á Svalbarðs- eyri hefði verið seld til þessa, en það væri gamli kaupfélagsstjóra- bústaðurinn „Mælifell". Kaup- andi þeirrar eignar væri Siguröur Ringsted, fyrrverandi bankaúti- bússtjóri Iðnaðarbankans á Akureyri. Sigurður mun nú flutt- ur til Svalbarðseyrar. EHB Fmmlegur mat- seðill á KEA - gamall Dagur lesinn með kaffinu Matargestum Hótel KEA gafst á dögunum kostur á að berja augum og eignast, skemmti- lega nýjung í formi matseðils. Er hér um að ræða sérprentun á „Degi“, með tilheyrandi fréttum og auglýsingum. „Hugmynd þessi fæddist fyrir ára- mótin og ég ræddi hana við fram- kvæmdastjóra Dagsprents. Það varð úr að við færum í samstarf um þennan seðil ekki síst vegna þess að nú er afmælisár Dags,“ sagði Gunnar Karlsson hótel- stjóri Hótel KEA í samtali við Dag. Dagsprent sá um útlit blaðsins s'em er útlit fyrstu útgáfu Dags. Einnig voru valdar skemmtileg- ar gamlar fréttir og auglýsing- ar í blaðið. í opnu blaðsins er svo hinn eiginlegi sérréttamatseðill sem samanstendur af sex forrétt- um, átta aðalréttum og þrem eftirréttum. Matseðillinn er prentaður í nokkuð stóru upplagi, því ætlast er til að gestir taki „Dag“ með sér heim að máltíð lokinni. VG Ný reglugerð um meistaranám Menntamálaráðherra gaf út hinn 5. febrúar síðastliðinn reglugerð um meistaranám og útgáfu meirstarabréfa. Með útgáfu reglugerðar þessarar er kveðið á um að allir þeir sem Ijúka sveinsprófi eftir 1. janúar 1989 þurfi að stunda nám í meistaraskóla með fullnægj- andi árangri til þess að fá útgefið meistarabréf. Meistaranám fer fram í iðn- fræðsluskólum samkvæmt heim- ild ráðherra. Námið er skipulagt sem eðlilegt framhald iðnnáms og verður eftir því sem við verður komið tengt iðnfræði- og tækni- fræðinámi. Menntamálaráðuneytið setur námskrá fyrir meistaranám í öll- um iðngreinum eða iðngreina- flokkum þar sem kveðið er á um námsgreinar og námstíma. Jafn- framt hefur ráðuneytið skipað þriggja manna nefnd til að fylgj- ast með framkvæmd náms í meistaraskóla. Ráðgert er að nám í meistaraskóla geti hafist næsta haust í einhverjum skólum. Haukur Tryggvason veitingastjóri á Hótel KEA með nýja niatseðilinn. Mynd: TLV DAGCR AkurcATi S 96-24222 Xorðlenskt dagblað Háskólinn á Akureyri: Leitað eftir auknu húsnæði „Við erum að ræða ymsa möguleika þessa dagana,“ sagði Haraldur Bessason, háskólarektor, þegar hann var spurður að því hvort forráða- menn Háskólans væru að leita „Smáiðnaðarsamsteypa“ við Höepfner: Atvinnumálanefnd ítrekar fyrri samþykkt - lýsir yfir vonbrigðum með hægan framgang málsins Atvinnumálanefnd Akureyrar Ekki er búið ac ítrekaði á fundi sínum síðast- liðinn laugardag, fyrri sam- þykkt um skipulag svokallaðs „kjarnasvæðis“ í Innbæ og lýs- ir yfir vilja sínum til að leggja fé til undirbúningshönnunar á svæðinu. Nefndin lýsti yfir vonbrigðum með að áðurnefnd samþykkt skuli á engan hátt hafa komið í framkvæmd. Eftir 15 ár: Ferðir milli Siglufjarðar og Reykjavíkur Með vorinu munu hefjast áætl- unarferðir á landi milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur. Eru um 15 ár síöan ferðir Siglu- fjarðarleiðar á þessari leið lögðust niður. Nýlega var Jóni Sigurðssyni á Sleitustöðum veitt sérleyfi á þess- ari leið Siglufjörður-Reykjavík- Siglufjörður. Gildir það út sér- leyfistímabilið til 1. mars 1992. Bæjarstjórn Siglufjarðar ályktaði með þessum ferðum Jóns fyrir stuttu og það gerði einnig bæjar- stjórn Sauðárkróks á s'. vetri. -þá að útfæra hug- myndina nema í stórum dráttum, en hún er á þá leið að á svæðinu norðvestan við Höepfner, þar sem einu sinni var tunnuverk- smiðja, verði komið á fót ein- hvers konar „samsteypu" smárra fyrirtækja í bænum, svokallaðra „bílskúrsfyrirtækja“. Þarna myndi þá til að mynda verða fyrirtæki í listiðnaði ýmiss konar svo sem leirkerasmíði, leðurverkstæði, steiniðjur og gullsmíði svo eitt- hvað sé nefnt. Máli þessu var á sínum tíma vísað til bæjarstjórnar og þaðan til skipulagsnefndar. Skipulags- deild var falið að kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku í stofnun slíkrar „samsteypu" og hann reyndist vera talsverður. Lengra er málið hins vegar ekki komið og að sögn Finns Birgissonar skipulagsstjóra er þar fyrst og fremst um að kenna skorti á mannafla. Ef hins vegar atvinnu- málanefnd ætli að veita fé til hönnunar sé ef til vill rétt að fela hana einhverjum einkaaðila. Freyr Ófeigsson formaður skipulagsnefndar sagði að á sín- um tíma hefði verið mikill áhugi á þá'ttöku í svona samstarfi en síðan virtist hann hafa dofnað verulega. Nú er hins vegar ljóst að atvinnumálanefnd vill að eitthvað fari að gerast. ET eftir auknu húsnæði fyrir Háskólann á Akureyri. Háskólamenn hafa nú augun opin eftir lausu eða nothæfu húsnæði, ekki síst vegna þess að enginn stúdentagarður er á Akureyri. Haraldur sagöi að Ijóst væri, að háskólinn þyrfti þegar á næsta ári á mun meira húsnæði að halda en hann hefði nú yfir að ráða. Ekki væri eingöngu verið að sækjast eftir kennslurými. því ekki væri síður þörf fyrir húsnæði handa stúdentum, sem koma til Akureyrar í Háskólann. í vetur hefur verið unnið að því að reisa nýbyggingu að Gler- árgötu 26 og hefur Árni Árna- son á Akureyri staðið fyrir þeim framkvæmdum ásamt fleirum. Ætlunin var að innrétta húsið sem hótel, en svo gæti þó farið að það húsnæði yrði á vcgum Háskólans á Akurevri i framtíö- inni. „Húsið að Glerárgötu 26 kom vissulega til umræðu og það verða haldnir fundir um það mál næstu daga. Húsnæðisþörf s'kól- ans er meiri en við geröum upp- haflega ráð fyrir og slíkt gerist yfirleitt þegar um nýjar stofnanir er að ræða, menn gleyma því gjarnan að fyrstu 3-4 árin stækk- ar stofnun eins og Háskólinn mjög hröðum skrefum. Við vit- um ekki hver nemendafjöldinn verður eftir nokkur ár, en þó er ljóst að húsnæðisþörfin er mikil." En er húsnæðisleysi Þrándur í Götu skólans nú þegar? „Hús- næðisskortur er ekki til trafala enn sem komið er en það gæti þó gerst. Ég vona, að slíkt gerist ekki og allt verður gert sem hægt er til að afstýra því að svo fari," sagði háskólarektor. EHB Gallabuxur með bótum Nýjasta tíska. Einnig úrval af peysum og bolum SIMI (96)21400

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.