Dagur - 15.02.1988, Side 4

Dagur - 15.02.1988, Side 4
i* — niiSA(j — 8861' tBUitísí ,3f 4 - DAGUR - 15. febrúar 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Gamansamur krati í bæjarstjóm Til skamms tíma stóð blaðið í þeirri trú að innan Alþýðuflokks- ins í bæjarstjórn Akureyrar væri fátt um góða húmorista. Nú hefur þessum misskilningi verið eytt þar sem Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi umrædds flokks, hefur stigið fram á sjónarsviðið í heilsíðuviðtali sem birtist í Alþýðumanninum. Sú spurning vaknar raunar hver sé tilgangurinn með viðtali af þessu tagi því þar kemur fátt nýtt fram. Þó skal viðurkennt að í því eru ljósir punktar og sumir nokkuð skemmtilegir. Þannig mætti nefna að Gísli Bragi gerir grein fyrir því eina máli sem núverandi flokkar í meirihlutanum eru algjörlega sammála um. Einhver gæti haldið að þeir væru t.d. sammála um atvinnumála- stefnu eða hvert skuli halda í málefnum aldraðra og enn aðrir væru vísir til að stinga upp á útgerðarmálum. En svo er ekki. Gísli Bragi segir orðrétt: „Um eitt atriði erum við algjörlega sammála, en það er hve illa fyrrverandi meirihluta tókst til við stjórnun bæjarins." Auðvitað er það gleðilegt að gamli meiri- hlutinn skuli þannig leggja núverandi meirihluta til sameining- artákn. Gamansemi Gísla Braga kemst í hæstar hæðir þegar hann ræð- ir um atvinnuástandið á Akureyri um það leyti sem nýja bæjar- stjórnin tók til starfa. Gísli Bragi lætur að því liggja að það slæma ástand sem einkenndi atvinnuvegi Akureyringa, og raunar landsmanna allra, megi rekja til gömlu bæjarstjórnarinn- ar. Þessi söguskýring lýsir sérlega mikilli vanþekkingu. Sam- kvæmt henni bar gamli meirihlutinn ábyrgð á aflabresti, lækkun á heimsmarkaðsverði á fiski og þriggja stafa verðbólgutölu. Eða átti gamli meirihlutinn að ná miklum árangri í byggingariðnaði á Akureyri þegar lánastofnanir í höfuðborginni drógu saman seglin og þáverandi ríkisstjórn slóst við verðbólguna með til- heyrandi afleiðingum fyrir landsbyggðina? Ekki skánar viðtalið við bæjarfulltrúann þegar hann lætur að því liggja að það sé núverandi bæjarstjórn að þakka að Útgerð- arfélag Akureyringa hf. keypti gamalt skip frá Suðurnesjum og lét endurbyggja Sléttbak. Tilfellið er að stjórn Ú.A. starfar afar sjálfstætt og undirbúningur að endurnýjun togaraflota Ú.A. hef- ur staðið yfir í langan tíma - mun lengri tíma en sem nemur líf- tíma núverandi meirihluta í bæjarstjórn. Þá er rétt að horfa ögn á það sem bæjarfulltrúinn nefnir lang- þráðan samning við ríkisvaldið um Hitaveitu Akureyrar, en sá samningur hafði í för með sér 20% lækkun á hitunarkostnaði. Sá sem ekki þekkir til mála er vís til að álykta sem svo að þarna hafi núverandi bæjarstjórn staðið sig afburða vel og að þeir sem sátu í gamla meirihlutanum eigi ekki bita af kökunni. En stað- reyndir tala sínu máli. í tíð gamla meirihlutans var horfið frá hin- um svokölluðu hemlum og teknir upp rennslismælar. Þessi breyting var forsenda þeirrar lækkunar sem síðar varð á hitun- arkostnaði. Auk þess tryggði breytt fyrirkomulag rekstrar- öryggi hitaveitunnar og það að vatnsbúskapur hitaveitunnar varð allt annar og betri. Á þessum tíma voru einnig hafnar við- ræður við ríkið um lausn á vanda Hitaveitu Akureyrar. Ávöxtur þessa alls var lækkun á hitunarkostnaði. Eðlilega á núverandi meirihluti þakkir skilið fyrir sinn hluta af þeim samningum. Að lokum mætti nefna stjórnkerfisbreytinguna hjá Akureyrar- bæ. Bæjarfulltrúi Gísli Bragi gerir heiðarlega tilraun til að eigna núverandi meirihluta þá mikilvægu breytingu. Sú tilraun fellur flöt þegar það er rifjað upp að undirbúningur og vinna hófst í tíð gamla meirihlutans. Ýmsar breytingar voru samþykktar í tíð gömlu bæjarstjórnarinnar og komu til framkvæmda í hennar tíð. Það kom einungis í hlut nýja meirihlutans að ljúka verkinu. Sem betur fer tókst það vel enda var vel að verki staðið í upphafi. Byggingameistarinn Gísli Bragi Hjartarson veit það manna best að vel verður að vanda undirstöður bygginga ef þær eiga að standa. Þannig er það með þau mál sem núverandi meirihluti vill eigna sér. Upphaf þeirra flestra, ef ekki allra má rekja til gamla meirihlutans. Hann vann vel og því er auðvelt að byggja ofan á. ÁÞ Sprengidagur á morgun: Eina kjötkvedju- hátíð Islendinga - frjálslyndi í ástamálum látið óátalið hér áður fyrr Á morgun er sprengidagur. Saltkjötsangan mun læðast út úr mörgum eldhúsunum þenn- an dag og flestir, vonandi, leggjast mettir til hvílu að kvöldi dags. Saga dagsins er sú, að þennan dag hafi fólk í síðasta sinn fyrir föstu, fengið að eta fylli sína. Sprengidagur er því nokkurs konar kjöt- kveðjuhátíð okkar íslendinga. Hjá kjötkaupmönnum er nóg að gera þennan dag, en er við höfðum samband við kaup- menn sögðu þeir að sömuleiðis væri góð sala í saltkjöti fyrir bóndadaginn. Konur sem vilja gera körlum sínum vel til þykir saltkjötið greinilega gott til þeirra hluta. í bók Árna Björnssonar, Saga daganna segir: „Nafnið sprengi- kvöld bendir eindregið til þess, að þá hafi menn reynt að ryðja í sig eins miklu og þeir gátu torgað af keti, floti og öðru lostæti, sem forboðið var á föstunni. Mun þá margur hafa hesthúsað meiru en hann hafði gott af eða étið sig í spreng. Eru af því ýmsar skrítnar sögur. Sagan segir einnig, að leifarnar væru settar í poka og hengdar upp í baðstofumæni yfir rúmi hvers og eins. Þarna angaði freistingin fyrir augunum alla föstuna, en ekki mátti á snerta fyrr en aðfaranótt páskadags. Sumir segja, að öllum leifunum hafi verið safnað í einn belg, sem var hengdur upp í baðstofuna. Auk átveislu hefur visst frjáls- lyndi í ástamálum löngum verið látið óátalið á kjötkveðjuhátið- um erlendis. Einhverjar sagnir um viðlíka athæfi hafa verið á kreiki hér á 19. öld. Segir þar, að á þessu kvöldi hafi vinnumenn átt að greiða þjónustukonum sínum (þeini sem gerðu við föt þeirra og skó) kaup þeirra fyrir árið, og hafi sú greiðsla átt að innast af hendi með einkar ástúölegu við- móti.“ Dagur hafði samband við tvo saltkjötssérfræðinga á Akureyri og forvitnaðist um saltkjötssölu Saltkjötið vigtað. Mynd: TLV viðtol dogsins Auður Gunnarsdóttir: „Gellur verða örugg- lega á boðstólum“ Fitjað verður upp á nýjung í skemmtanahaldi í Þingeyjar- sýslu 19. mars en þá ætlar Soroptimistaklúbbur Húsavík- ur og nágennis að standa fyrir Gellugleði í Félagsheimili Húsavíkur. Konur í sýslunni ætla að skilja kallana eftir heima og skemmta sér saman eina kvöldstund eins og konum einum er lagið. Þegar fer að nálgast miðnætti og borðhaldi og skemmtiatriðum er lokið fá karlmennirnir að koma á dans- leikinn. Auður Gunnarsdóttir bankastarfsmaður er formaður skemmtinefndar Gellugleðinn- ar og Dagur spurði hana um þessa nýbreytni í skemmtana- lífinu. „Við ætlum fyrst og fremst að höfða til kvenna í Þingeyjarsýslu, á svæðinu frá Þórshöfn að Víkur- skarði. Vonum að þær fjölmenni og skemmti sér saman en auðvit- að eru konur frá öðrum stöðum einnig velkomnar. Við vonum að þetta efli sameiningu kvenna og það hefur einmitt oft tekist mjög vel þegar konur koma saman og skemmta sér. Við viljum endi- lega leggja enn meiri áherslu en verið hefur á þann þátt og þetta er í fyrsta sinn sem þetta er próf- að hér í Þingeyjarsýslu á þennan hátt.“ - Nafnið Gellugleði, er skemmt- unin ætluð fyrir alveg svakalegar gellur? „Nafnið er fyrst og fremst komið af því að við vorum búnar að velta fyrir okkur nöfnum ýmissa fisktegunda. Upphafið að slíkum skemmtunum eru kút- magakvöld hjá Lionsköllum. Konur á Akureyri fundu nafnið krúttmagi sem er náttúrlega alveg frábært nafn en við urðum að finna eitthvað annað og fórum að athuga hvort við gætum nýtt matseðilinn í tengslum við nafnið. Nafnið Gellugleði varð ofaná en við erum ekki endilega að hugsa um seinni tíma merk- ingu orðsins sem er þá skvísu- gleði. En auðvitað erum við allar ofsalegar skvísur. Við vonum að það verði ekkert kynslóðabil á þessari hátíð okkar og ætlum að hafa skemmtiefni fyrir alla aldursflokka.14 - Verður skemmtunin í líku formi og krúttmagakvöldin hafa verið? „Já, þetta verður byggt upp á svipaðan hátt. Til að byrja með koma konur saman, borða og skemmta sér til klukkan 23 en þá höfum við hugsað okkur að fá betri helmingana inn og skemmta okkur við dans eftir það. Hljóm- sveit Illuga mun leika fyrir dansi.“ - Haldið þið ekki að kallarnir verði fúlir að þurfa að sitja heima? „Því skyldu þeir vera það? Og þeir þurfa ekkert endilega að sitja heima, geta rottað sig sam- an í húsum og skemmt sér þang- að til þeir koma á ballið með okkur.“ - Verður mikið borið í skemmtunina? „Þarna verður meira og minna heimatilbúið efni en við fáum veislustjóra frá Reykjavík. Iðunn Steinsdóttir verður veislustjóri kvöldsins og flytur sjálf skemmti- efni. Það er ekki alveg ákveðið hvort við fáum karlmann til að skemmta á nýstárlegan hátt, en það er aldrei að vita. Dagskráin er ekki alveg fullmótuð ennþá en svör við ýmsum ónefndum spurn- ingum munu liggja fyrir á næst- unni. Það gæti farið svo að þarna yrði atriði sem ekki hefur áður verið haft hér á íslandi." - Fannst ykkur vanta þennan þátt í skemmtanalífið í sýslunni? „Við vonumst til að þetta geti orðið árlegur viðburður, að kon- ur hér í sýslu komi saman og efli

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.