Dagur - 15.02.1988, Page 5

Dagur - 15.02.1988, Page 5
15. febrúar 1988 - DAGUR - 5 og fleira sem við kemur sprengi- deginum. Búi Ægisson hjá Mat- vörumarkaði KEA við Hrísalund sagði að sala saltkjöts hæfist yfir- leitt rétt fyrir helgina. „Það kaupa næstum því allir saltkjöt fyrir sprengidaginn annars er yfirleitt jöfn og góð sala í salt- kjöti allt árið.“ í Hrísalundi söltuðu þeir í ár um 180-200 dilkaskrokka og reikna með að allt seljist upp. Það er liðin tíð að salta í gömlu trétunnurnar og hafa plasttunnur tekið við af þeim. Ekki er um sprautusöltun að ræða heldur gamla góða pækilinn. „Við erum auðvitað með besta saltkjötið í bænum og svo er að sjálfsögðu mikið selt af baunum í súpuna og rófurn," sagði Búi að lokum. Sævar Hallgrímsson hjá Bauta- búrinu varð fyrir svörum á þeim bænum og sagði að þeir hafi byrj- að að salta fyrir rúmri viku. Þeir salta í ár um 140-150 skrokka. „Nú er að sjálfsögðu mikil sala í saltkjöti, en annars er saltkjötssala yfirleitt mjög góð sérstaklega eftir að farið var að pakka í lofttæmdar umbúðir. Þá heldur kjötið sér mjög vel eftir að það kemur úr pæklinum. Við erum með úrvals saltkjöt og reiknum með að allt seljist upp.“ Sævar sagði fyrir helgi að sala á kjötinu væri hafin. Fólk vildi greinilega vera tímanlega með að ná sér í góða bita. „Svo eru baun- irnar ómissandi með en ég held að þær séu eldaðar á svo til hverju heimili. Margir kaupa sér reykt eða saltað flesk til að setja út í súpuna, en það gefur mjög gott bragð,“ sagði Sævar að lokum. Við þökkum þeim félögum fyr- ir spjallið og vonum að enginn fari með tóman maga í bólið ann- að kvöld. VG Auður Gunnarsdóttir. samtakamátt og einingu. Mér finnst þetta ekki vera nein kven- remba. Við erum jú allar kyn- systur og það má alveg halda því á lofti og efla eininguna meira en verið hefur.“ - Búist þið við mikilli þátt- töku? „Aðvitað vonumst við eftir því, þetta verður fyrst og fremst skemmtilegt ef það koma fjöl- margar konur sem allra víðast að. Gaman væri ef krúttmaga- konur frá Akureyri fjölmenntu, því margar okkar hafa sótt þeirra samkomur og skemmt sér vel. Við erum bjartsýnar því ef við þýðum nafnið á klúbbnum á íslensku þá heitum við Bjartsýn- issystur. Við ætlum að senda dreifibréf í saumaklúbba og kvennafélög sem við fréttum af í sýslunni til að kynna skemmtun- ina. Við munum líka auglýsa hana í blöðum og vonumst til að konur af hverju svæði fyrir sig taki sig saman og komi í hópferð til Húsavíkur. Það verður farið að sýna Gísl hjá Leikfélagi Húsa- víkur og upplagt að slá þessu saman og fara í leikhúsferð um leið.“ - Reiknið þið með að fá ágóða af samkomunni? „Það fer eftir því hve margar konur mæta. Við vonum að minnsta kosti að hún standi undir sér, það er dýrt að fá hljómsveit og einhverju þarf að kosta til í auglýsingar, auk fleiri kostnaðar- liða. Það þarf að panta miða fyrirfram, það verður hlaðborð og við þurfum að fá hugmynd um hversu margar verða í borðhaldi. Það verða mjög blandaðir réttir og gellur verða örugglega á boð-' stólum." - Hefur Soroptimistaklúbbur- inn starfað lengi á Húsavík? „Klúbburinn á Húsavík á fimm ára afmæli í júní. Hann er einn af þrettán klúbbum á landinu en um er að ræða alþjóðahreyfingu sem telur á milli 2500 og 2600 klúbba út um allan heim.” - Hver er tilgangur þessara samtaka? „Markmið Soroptimista er að gera miklar kröfur til siðgæðis í athafnalífi. Að vinna að mann- réttindum og einkum að því að auka réttindi konunnar. Að efla vináttu og einingu meðal Soropt- imista allra landa. Að auka hjálp- semi og skilning meðal manna og að stuðla að auknum skilningi og vináttu á alþjóðavettvangi. Þetta er það helsta sem Soroptimistar starfa að um allan heim. í hvatn- ingarorðunum okkar stendur m.a. að við skulum sýna dreng- lyndi og vera einlægar í vináttu.” - Að hvaða verkefnum hefur klúbburinn á Húsavík unnið? „í upphafi ákváðum við að byrja á því að efla innri kynni félaganna. Klúbbarnir eru byggð- ir upp svipað og Rótary þannig að það er valið í þá eftir atvinnu. Fyrstu árin fóru mikið í það að efla okkur sjálfar, kynnast vel og mynda góða einingu innan klúbbsins. Síðan tókum við að okkur það verkefni að setja upp bókasafnið á Hvammi, við erum búnar að skrá og merkja fjöldann allan af bókum. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni. Á landsmótinu unnum við að sam- lokugerð, sáum svæðinu að mestu fyrir samlokum. í fyrravet- ur gáfum við gagnfræðaskólanum ritvélar. Einnig höfum við haldið basar, haustmarkað og fleira í þeim dúr.“ IM ARNARFLUG HF. Áætlunarflug - Bílaleiga - Vöruafgreiðsla Blönduós: Essoskálinn S 95-4298/4598. Útsato 50% afsláttur Stendur út þessa viku Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 Styrkur til háskólanáms í Hollandi og ferðastyrkur til náms á Norðurlöndum 1. Hollensk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Hollandi skólaáriö 1988-’89. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiöis i háskólanámi eöa kandídat til framhaldsnáms. Nám viö listaháskóla eöa tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns viö almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mánuöi í 9 mánuði. 2. Boðinn hefur verið fram Akerrén-ferðastyrkurinn svo- nefndi fyrir áriö 1988. Styrkurinn sem nemur 2.000 s.kr., er ætlaður íslendingi sem ætlar til náms á Norðurlöndun- um. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. mars nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1988. Þessi sími kostar aðeins kr. 1.980.- Með 9 númera minni, tón og púlsvali, 4 litir. Hægt að loka fyrir hringingu, minni fyrir síðasta númer, stórir takkar og fleira og fleira. Einnig ódýrir símar á kr. 990,- Nú er rétti tíminn til að fjölga símtækjum á heimilinu. SiMI (96)21400 L.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.