Dagur - 21.03.1988, Side 4

Dagur - 21.03.1988, Side 4
4 - DAGUR - 21. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósl vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Málefni fatlaðra Heildarlöggjöf um málefni fatlaðra varð til árið 1983. Markmið laganna er að tryggja fötluðum jafn- rétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélags- þegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðli- legu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best. Orðið „fatlaður" í þessum lögum merkir þá sem eru andlega eða líkamlega hamlaðir. Málefni fatl- aðra heyra undir þrjú ráðuneyti en þó annast fé- lagsmálaráðuneytið málefni fatlaðra samkvæmt lögunum og á vegum þess er sérstök nefnd sem fer með yfirstjórn málefna fatlaðra og kallast stjömar- nefnd. Auk þess er landinu skipt í átta starfssvæði. Á hverju svæði starfar sjö manna svæðisstjórn sem hefur það hlutverk að gera tillögur um þjónustu og samræma aðgerðir þeirra aðila sem fara með þessi mál á svæðinu, _þar á meðal samtök fatlaðra. Með skipan svæðisstjórna leitast löggjafinn við að dreifa stjórnun og áhrifum út til fólksins í landinu og er sú viðleitni góðra gjalda verð þó að meira þurfi að gera í þeim efnum í sem flestum málaflokkum. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Norðurlandi eystra hefur reynt að vinna í anda laganna, en starfsemin á svæðinu hefur haft að mörgu leyti sér- stöðu. Hér hefur verið unnið mjög mikið og merki- legt brautryðjendastarf í þágu fatlaðra af frjálsum félagasamtökum. Við gildistöku laganna var þetta eina svæðið utan höfuðborgarsvæðisins þar sem veitt var umtalsverð þjónusta við fatlaða. í þessu sambandi má nefna Vistheimilið Sólborg, starfsemi á vegum Sjálfsbjargar á Bjargi, verndaða vinnustaði og fleira. Á öðrum svæðum þurfti nánast að hefja starfið frá byrjun - engar stofnanir eða vísir að þjónustu voru fyrir hendi. Þessi sérstaða á Norður- landi eystra varð þess valdandi að starf á vegum svæðisstjórnar varð tiltölulega fjölþætt, bæði hvað varðar rekstur, þjónustu, eftirlits- og ráðgjafastörf, samræmingu og áætlanagerð fyrir málaflokkinn í heild. Stefna svæðisstjórnar í málefnum fatlaðra hefur verið m.a. að draga úr rekstri langdvalarstofnana. og reynt hefur verið að færa þjónustuna til hinna fötluðu, til dæmis með því að leggja höfuðáherslu á ráðgjafaþjónustu, uppbyggingu sambýla fyrir fatl- aða, gera fötluðum börnum kleift að búa sem lengst með fjölskyldu sinni og síðar að hafa tilboð um sam- býli til búsetu þegar einstaklingurinn kemst á full- orðinsár. Einnig hefur verið unnið að því að reyna að dreifa ráðgjöf og þjónustu um svæðið og einmitt þessa dagana eru fyrstu íbúarnir að flytja í nýtt sambýli á Húsavík, sem er fyrsta sambýli fyrir fatl- aða utan Akureyrar. Þessi þróun er vissulega í takt við ríkjandi viðhorf í meðferðarmálum og þá hug- myndafræði sem kennd er við blöndun og eðlilega lífshætti. Til þess að þessi þróun geti haldið áfram á sömu braut verður að tryggja samfellda stoðþjón- ustu í formi ráðgjafar, upplýsinga og fræðslu til við- komandi einstaklings, aðstandanda hans og starfsmanna þeirra þjónustu sem á einhvern hátt tengist hontim. ÁÞ. viðtal dagsins i „Mér fannst ég þurfa að fá eitthvað með gluggaútstillingunum,“ segir Bergljót Jónasdóttir starfsmaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar. Mynd: tlv „Það er náttúrlega ómögu- legt að segja Rödovre“ - segir Bergljót Jónasdóttir nýráðinn starfsmaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri Fyrsta mars síðastliðinn var á Akureyri opnuð „Norræna upplýsingaskrifstofan“, að Hafnarstræti 81 b. Skrifstofan er rekin af Norræna félaginu og norrænu ráðherranefndinni og verður til að byrja með starfrækt fram að áramótum. Að þeim tíma loknum verður lagt mat á þörfína fyrir slíka skrifstofu og ákvörðun tekin um framhaldið. Skrifstofan verður a.m.k. ekki hér á Akureyri lengur en í tvö ár því sá háttur er hafður á að flytja „landsbyggðarútibú“ félagsins á milli landshluta. Síðast var það á Egilsstöðum. Á skrifstofunni starfar ein kona í hálfu starfi. Sú heitir Bergljót Jónasdóttir og er fædd og uppalin á Akureyri. Bergljót er gift Árna Árnasyni húsgagna- innanhúsarkitekt og vegna náms hans bjuggu þau tvö ár í Reykja- vík og síðan í tæp sex ár í Dan- mörku, þar sem hann stundaði framhaldsnám. Fyrstu fjögur árin starfaði Bergljót hjá „Post og telegraf væsenet" en þá tók hún sig til og hóf nám í veggspjalda- hönnun og gluggaútstillingum í Dupont skólanum. Þaðan lauk hún prófi eftir eitt ár og síðasta hálfa árið starfaði hún svo hjá heildsala. „Það reyndist óskap- lega erfitt að fá vinnu í faginu þar ytra,“ segir hún. - Hvernig var nú að búa í Danmörku? „Þetta voru góð ár og skemmtileg. Þetta var hins vegar erfitt fyrstu árin því við skildum ekki eitt einasta orð í dönskunni þó svo að við værum auðvitað búin að læra hana í skóla. Við höfðum alveg einkenni- lega tilhneigingu til að versla allt- af í þeim búðum þar sem maður þurfti helst að tala við kaup- manninn. Þettavoru slátrarabúð- ir, ostabúðir og fleiri spennandi búðir og ég asnaðist alltaf þarna inn. Þó að ég vissi auðvitað að verið væri að spyrja hvað ég vildi fá þá skildi ég það ekki og benti á það sem ég ætlaði að kaupa. Við vorum mjög svartsýn fyrst en svo vaknaði maður bara einn daginn við það að maður gat tal- að og skilið dönsku." - Fyrstu þrjá mánuðina bjuggu þau Árni í einu herbergi á stúdentagarði, einfaldlega vegna þess að þau voru ekki með það á hreinu þegar út kom hvernig átti að segja „íbúð“. Við erum búin að hlæja mik- ið að þessu síðan og segja mörg- um frá þessu. Mörgum finnst það uppörvandi að vita að þeir eru ekki einir um að eiga erfitt í erlendu landi til að byrja með. Það er til að mynda góð sagan af því þegar við vorum að taka lestina úr borginni og heim á garðinn sem var í Rödovre. Það er náttúrlega alveg ómögulegt að segja Rödovre og við gáfumst fljótlega upp á því. Næsta stoppi- stöð á undan hét hins vegar Hvid- ovre og það er þó skárra að bera það fram. Við sögðumst því vera að fara á: „Hvidovre og en gang til.“ Þetta skildist mjög vel,“ seg- ir Bergljót og hlær að tilhugsun- inni. Heim fluttust þau hjónin svo í lok árs 1979 og þá gekk betur að fá vinnu. Bergljót starfaði í rúmt ár við gluggaútstillingar hjá Amaro en síðan hefur hún verið „free lance“ í faginu. „Það hefur varla verið nóg að gera í þessu og mér fannst ég þurfa að fá eitt- hvað með. Þegar svo þetta starf hér á upplýsingaskrifstofunni var auglýst sló ég til þó að ég gerði mér ekki miklar vonir um að fá það.“ - Er það skemmtilegt starf að gera útstillingar í búðarglugga? „Já það er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Maður er allt- af að skapa eitthvað sjálfur og það á við mig. Víðast hvar hef ég frjálsar hendur með það hvað ég geri. Markmiðið er auðvitað að ná athygli vegfarenda og reyna að lokka viðskiptavinina. Ef vel á að vera þarf að mínu mati að skipta um uppistöðu í útstillingunum á minnst fjögurra vikna fresti." En snúum okkur nú að nýja starfinu. Aðspurð hvort rétt sé að titla hana upplýsingafulltrúa, seg- ist Bergljót ekki vera hrifin af hátfðlegu titlatogi og vill einfald- lega láta kalla sig starfsmann skrifstofunnar. „Mitt umdæmi nær yfir allt Norðurland, bæði eystra og vestra, frá Kópaskeri að Hvammstanga. Starfið felst í því að miðla upplýsingum til fólks um allt það sem snýr að Norræna félaginu og norrænu ráðherra- nefndinni. Ég veiti upplýsingar um þær orlofsferðir sem félagið býður upp á en stór hluti af starfinu og kannski það eina sem ég er farin að vinna í af einhverri alvöru er í kringum samnorræna „Nord- jobb“ verkefnið. Ég hef að undanförnu verið að hringja í stóra atvinnurekendur á svæðinu til að leita fyrir mér með vinnu handa ungmennum frá hinum Norðurlöndunum. Þegar hingað koma listamenn frá Norðurlöndunum þá er mitt hlutverk að útvega þeim húsnæði og vera þeim innan handar með- an á dvölinni stendur. Loks má nefna það að ég tek við umsókn- um íslendinga um norræna lýð- háskóla," segir Bergljót. Starfinu fylgja talsverð ferða- lög innanlands og utan og þessa dagana er Bergljót einmitt stödd á kynningarfundi í Ósló. Innan- landsferðirnar munu aðallega tengjast opnum dögum sem haldnir eru víða á svæðinu í sam- starfi við norrænu félögin sem starfa á hverjum stað. „Mér finnst þetta spennandi starf og hlakka til að takast á við verkefnin sem því fylgja,“ sagði Bergljót að lokum. ET

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.