Dagur - 21.03.1988, Síða 5
21. mars 1988 - DAGUR - 5
„Gaman,
Lcikklúbburinn Saga: Grænjaxlar
Höfundur: Pélur Gunnarsson
Tónlisl: Spilverk þjóöanna
Lcikstjóri: Arnheiöur Ingimundardóttir
Hönnun Iýsingar: Skúli Gautason
Ljósamaður: Magnús S. Sigurólason
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri er fyrir löngu búinn að
festa sig í sessi sem atorkusamt
áhugaleikfélag. Unglingastimp-
illinn er að mestu horfinn því þó
að meðlimir klúbbsins séu
flestir um eða innan við tvítugt
þá hefur Saga sýnt það með
vönduðum uppfærslum að hér
er alvöru leikfélag á ferðinni
sem höfðar ekki eingöngu til
áhorfenda af yngri kynslóð-
inni.
Vissulega snýst verkefnaval
leikklúbbsins að mestu um ungl-
ingana, enda er þessum stóra
þjóðfélagshópi lítið sinnt sérstak-
lega af öðrum leikfélögum á
Norðurlandi. Síðastliðið fimmtu-
dagskvöld frumsýndi Saga leikrit-
ið „Grænjaxla" eftir Pétur Gunn-
arsson. Þetta leikrit er árangur af
samvinnu Péturs Gunnarssonar,
Þórhalls Sigurðssonar, Helgu
Jónsdóttur, Sigmundar Arnar
Arngrímssonar, Þórunnar Sig-
urðardóttur, Stefáns Baldursson-
ar, Spilverks þjóðanna og ungl-
inga á skemmtistöðum og í skól-
um í Reykjavík. Útkoman var
frumsýnd haustið 1977.
Skemmst er frá því að segja að
sýning Leikklúbbsins Sögu var
geypilega kröftug og skemmtileg.
Leikgleðin geislaði af leikendum
og áhorfendur hrifust með og
skemmtu sér konunglega. Samt
var hér ekki um „hefðbundinn“
áhorfendahóp að ræða, því lítið
var um unglinga í hópi boðs-
gesta, en viðbrögð áhorfenda
sýndu glögglega að þetta sniðuga
leikrit á erindi til fólks á öllum
aldri, segjum frá 12 ára og upp
úr.
Arnheiður Ingimundardóttir
er með úrvals efni í höndunum til
að stíga sín fyrstu spor sem leik-
stjóri. Pétur Gunnarsson tilheyrir
rithöfundum af „fyndnu kynslóð-
inni“ og ekki að ástæðulausu.
Spilverk þjóðanna var ein
skemmtilegasta hljómsveit sem
fslendingar hafa átt og það var
mikill fengur að fá leyfi til flutn-
ings á lögum hljómsveitarinnar,
s.s. „Arinbjarnarson“ og „Söng-
ur skýjanna“. Pá eru leikendur
hjá Sögu búnir að öðlast tölu-
verða reynslu, þetta er góður
hópur og útkoman verður góð
sýning.
í leikritinu fylgjumst við með
Kára, Dóra, Grétu og Láru frá
leikskólaaldri til unglingsáranna.
Þau byrja snemma að velta fyrir
sér vandamálum á borð við verð-
bólguna sem étur peninga og
gleypir hús. Þegar þau vaxa úr
grasi koma upp ný vandamál og
snúast þau um áfengi, kynlíf og
samskipti við foreldrana. Frá
þessu öllu er sagt á gamansaman
hátt, hér er enginn áróður eða
bein fræðsla eins og í „Pæld’íði"
þar sem boðskapurinn var: Þú
skalt gera svona og ef þú gerir
það ekki þá er illt í efni. í
„Grænjöxlum“ er gamanið í
fyrirrúmi og mörg atriðanna eru
drepfyndin.
Krafturinn í leikhópnum var
slíkur í fyrri hluta sýningarinnar
að ég óttaðist að allt myndi
springa í loft upp. Eftir hlé hægð-
ist dálítið um, leikendur kannski
teknir að lýjast, en heildarsvipur
sýningarinnar var sterkur. Arn-
heiði hefur tekist virkilega vel
upp að stjórna þessari hröðu sýn-
ingu og á stöku stað hefur hún
greinilega breytt textanum í sam-
„Grænjaxlar“:
virkilega gaman“
Til sölu lítið ekin
Bedford vörubifreið
4 tonn, árg. 1978.
Upplýsingar gefur Hallgrímur Gíslason verkstjóri á
Bifreiðaverkstæöinu Þórshamri sími 22700.
Kaupfélag Eyfirðinga
Leikmynd er afar einföld en
ágæt lausn að mörgu leyti þótt
setningar eins og „Mikið er þetta
kalt borð“ missi marks þegar
ekkert kalt borð sést í veislunni.
Lýsingin er nokkuð vel útfærð
hjá Skúla Gautasyni og Magnús
Sigurólason stjórnaði henni
fumlaust.
Spurningunni: „Hvernig var í
Dynheimum?“ er auðvelt að
svara. „Gaman, virkilega
gaman.“ Og þá held ég að mark-
miðinu með sýningunni hafi verið
náð. Stefán Sæmundsson
Mynd: TLV
Friðþjófur, Ásta Jfúlía, Helga Hlín og Gunnar.
ræmi við tíðarandann í dag,
þannig að í fljótu bragði sé ég
ekkert í þessari uppfærslu sem
stangast á við nútfmann, nema
hvað verðbólgan er ekki eins
mikil nú og fyrir 10 árum (en það
getur breyst á skömmum tíma).
Leikendur í verkinu eru 15
talsins, en hlutverkin eru ótelj-
andi. Skiptingar voru snöggar og
vel útfærðar. Með hlutverk Kára
fór Friðþjófur Sigurðsson, þræl-
reyndur leikari þótt ungur sé,
enda farinn að berja að dyrum
hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem
hann leikur lítið hlutverk í
„Horft af brúnni" og hann mun
einnig taka þátt í „Fiðlaranum á
þakinu“. Friðþjófur er ágætur
gamanleikari og jafnvel enn efni-
legri sem skapgerðarleikari. í
hlutverki Kára stóð hann sig vel,
skýrmæltur og agaður en dálítið
kærulaus á köflum.
Gunnar Gunnsteinsson er líkt
og Friðþjófur „gamalreyndur“
leikari hjá Sögu og honum fellur
greinilega vel við gamanhlutverk.
Hann leikur með öllum líkaman-
um og þótt stundum jaðri við
ofleik þá fellur látbragð hans
mjög vel að sýningunni og Dóri
verður skemmtileg persóna í
meðförum hans.
Helgu Hlín Hákonardóttur
hef ég lítið séð á sviði. Hún lék
að vísu smáhlutverk í „Smá-
myndum" á síðasta leikári en í
hlutverki Grétu kemur í ljós að
hér er efnileg leikkona á ferðinni
með skýra rödd, ágæta framsögn
og góða tjáningarhæfileika. Ásta
Júlía Theodórsdóttir er líkt og
Helga í sínu stærsta hlutverki til
þessa, að ég held, og kemst vel
frá sínu. Hún má þó vara sig á
því að ofnota ekki andlitsfettur
því hún er að túlka stúlku á mis-
munandi aldri í hlutverki Láru og
látbragð fólks breytist með árun-
um.
Af öðrum leikendum má nefna
Rebekku Þráinsdóttur sem sló í
gegn sem lík í „Seppanum“. Hér
er hún hins vegar sprelllifandi og
er unun að hlusta á framsögn
hennar. Rebekka afsannar eftir-
minnilega þá kenningu að allir
unglingar séu óskýrmæltir. Þá er
Þráinn Brjánsson kostulegur að
vanda, en Garðar Á. Árnason
var ekki alveg í réttu hlutverki
sem faðir Grétu, full „passífur“.
Aðrir leikendur stóðu einnig
vel fyrir sínu og hljómsveitin;
Inga Vala Jónsdóttir, söngur,
Haraldur Davíðsson, gítar og
söngur, og Freyr Vilhjálmsson,
bassi, var örugg og flutti lög Spil-
verksins með ágætum. Tónlistin
skipar veglegan sess í verkinu og
lögin eru ákaflega hressilega og
vel sungin af krökkunum.
m
Veistþú
Marair
vita
Bestu kaupin gerír fólk hjá okkur.
Við bjóðum nýjar vörur.
Dömukjóla, blússur, pils, peysur, rúllukraga-
boli, blaðsloppa.
Sængur, sængurföt,
teygjulök, myndateppi,
5 st. handklæðasett.
Barnafatnað.
Herrabuxur ódýrar.
Sigurbar GubmwuLssonarhf.
HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI
Verslunin þar sem úrvalið er J