Dagur - 21.03.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 21. mars 1988
Konur á Akureyri
og nágrenni!
Fundur veröur haldinn í Hafnarstræti 90, þriðjudag-
inn 22. mars kl. 20.30.
Fundarefni: Norræna kvennaráðstefnan í Ósló.
Önnur mál.
Nefndin.
Samvinnuskólinn
Bifröst
Undirbúningsnám á Bifröst.
Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undir-
búning fyrir rekstrarfræðanám á háskólastigi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskóla-
stigi án tillits til námsbrautar, t.d. í iðn-, vél-, verk-
mennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnað-
ar-, sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar,
enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði, félagsmála-
fræði og samvinnumál.
Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raunhæf
verkefni, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl.
Námstími: Einn vetur, frá september til maí.
Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheim-
ili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði
ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv.
Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla
áætluð um 32.000.- kr. á mánuði fyrir einstakling
næsta vetur.
Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra
Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á
að sýna persónuuppiýsingar, upplýsingar um fyrri
skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um
fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð.
Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir
umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20
ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu.
Samvinnuskólinn á Bifröst,
311 Borgarnesi, sími 93-50000.
Samvinnuskólinn
Rekstrarfræði á háskólastigi.
Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á háskóla-
stigi miðar að því að rekstrarfræðingar séu
undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í
atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnuhreyfing-
arinnar.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við-
skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam-
vinnuskólann eða annað sambærilegt nám.
Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og fram-
leiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlanagerð, starfs-
mannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lög-
fræði og félagsfræði, félagsmálafræði, samvinnumál
o.fl.
Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raunhæf
verkefni og vettvangskannanir í atvinnulífinu, auk
fyrirlestra og viðtalstíma o.fl.
Námstími: Tveir vetur, frá september til maí hvort
ár.
Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheim-
ili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði
ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv.
Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla
áætluð um 32.000.- kr. á mánuði fyrir einstakling
næsta vetur.
Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra
Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á
að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri
skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um
fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð.
Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir
umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20
ra og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu.
íiðað er m.a. við reglur um námslán.
amvinnuskólinn á Bifröst,
11 Borgarnesi, sími 93-50000.
Rannveig og Ingvi eru bjartsýn á rekstur stofunnar.
Gilið í gilinu:
„Þetta á eftir að ganga“
- segja tveir eigendanna,
Ingvi Guðmundsson og Rannveig Árnadóttir
Seint í janúar, nánar tiltekið
þann 23. var opnuð við Kaup-
vangsstræti ný knattborðsstofa
sem ber nafnið „Gilið“. Þetta
er önnur knattborðsstofan er
opnuð á Akureyri og hin er
raunar ekki langt undan stend-
ur nokkru neðar við gilið sunn-
anvert.
Það er hlutafélagið Fella hf.
sem rekur þessa nýju knattborðs-
stofu. Eigendurnir eru þrenn
hjón, Ingvi Guðmundsson og
Rannveig Árnadóttir, Aðalsteinn
Árnason og Guðlaug Friðjóns-
dóttir og Tryggvi Sveinbjörnsson
og Anna Halla Emilsdóttir.
Félagið leigir neðstu hæð „gamla
Sjafnarhússins", alls um 330 fer-
metra. í syðri hluta húsnæðisins
eru fimm átta feta „pool“ borð en
í norðurhlutanum er ætlunin að
koma fyrir 10 og 12 feta stórum
borðum, í lokuðum herbergjum.
Loks er ætlunin að koma upp
aðstöðu fyrir pílukast eða „dart“.
„Fella“ er orð sem notað er í
keilu, segir Ingvi að þegar fél-
agið var stofnað fyrir um ári
hafi verið ætlunin að opna keilu-
sal. Sótt var um íóð á svæðinu
norðan við Höepfner en því var
hafnað. í*á vaknaði hugmyndin
um veggtennissal en þar urðu
aðrir á undan. Því næst kom hug-
myndin um rekstur knattborðs-
stofu sem nú er orðin að veru-
leika.
„Ég held að við séum með allt
aðra viðskiptavini en gamla Bill-
iardstofan. Stærstur hlutinn af
okkar viðskiptavinum er fólk sem
hefur aldrei leikið þetta áður,“
segir Ingvi. Þá segir hann and-
rúmsloftið vera allt annað hér
efra því hingað komi menn ekki
til annars en að leika ballskák,
ekki sé um að ræða peningakassa
eða annað sem dregur að.
Reglurnar eru einfaldar og
byrjendum er sagt til í byrjun.
Nokkuð er um að starfsmenn
fyrirtækja taki sig saman og haldi
sín eigin mót og þá hélt Verk-
menntaskólinn sitt eigið mót í
tengslum við opna daga sem
haldnir voru.
„Þetta gengur og vel það,“ seg-
ir Ingvi og þau Rannveig segjast
vera bjartsýn á rekstur stofunnar.
ET
„Of fáar stelpur koma“
-segja þær Berglind
I viðtali við eigendurna Rann-
veigu og Ingva, kom fram að á
stofuna komi aðallega strákar.
„Það er eins og stelpurnar séu
eitthvað hræddar við þetta. Ef
hér eru einhverjir strákar fyrir
þegar þær reka inn nefið þá
snúa þær nær undantekninga-
laust við,“ sagði Rannveig.
og Haila sem eru nu daglegir gestir í Giiinu
Rétt í þessum svifum gengu í
salinn tvær ungar stúlkur, þær
Berglind Sigurðardóttir og Halla
Halldórsdóttir 16 ára gamlar.
Þær uppgötvuðu leikinn fyrir um
þremur vikum og hafa verið nær
daglegir gestir síðan.
Þær stöllur sögðust kannast við
söguna um stelpurnar sem sneru
við í dyrunum ef þær sáu stráka
fyrir innan. Ástæðan er dæmi-
gerð hræðsla byrjenda við aðhlát-
ur þeirra sem lengra eru komnir
eða telja sig a.m.k. vera það.
„Við erum að ná tökum á
þessu en komum þó helst ekki ef
hér er mjög margt inni,“ sagði
Halla. Þær sögðust ætla að gefa
sér 4-5 ár áður en þær tækju fyrst
þátt í íslandsmóti í greininni.
„Þetta er jafnt fyrir stráka og
stelpur,“ sögðu þær en vissu ekki
um neinar aðrar stelpur sem sleg-
ið hefðu til. ET
Leiðrétting:
Magnús í
5. sæti
Vinkonurnar Berglind og Halla segja leikinn jal'nt fyrir stráka sem stelpur.
Vegna fréttar í Degi um IBM
skákmót unglinga var ranglega
farið með röðun í sæti í elsta
aldursflokki.
Rétt er að Magnús Teitsson
lenti í 5. sæti með sjö vinninga.
Rúnar Sigurpálsson var með sex
og hálfan vinning og lenti í 7. sæti.
Er þetta mjög góður árangur hjá
strákunum, því í þessum aldurs-
flokki voru 119 þátttakendur.
VG