Dagur - 21.03.1988, Síða 7
a or.- ► ,»* •- r* r f71r.
21. mars 1988 - DAGUR - 7
T tþróttír $
Halldór íþróttamaöur
Noröurlands 1987
Dagur veitti fimm íþróttamönnum viðurkenningu
Halldór Áskelsson knatt-
spyrnumaður í Þór, var kjör-
inn íþróttamaður Norðurlands
árið 1987. Það er Dagur sem
stendur fyrir þessu kjöri í sam-
vinnu við lesendur sína og er
þetta í þriðja sinn sem útnefn-
ingin fer fram. Alls fengu 5
íþróttamenn viðurkenningu frá
blaðinu og fór verðlauna-
afhendingin fram í hófi á Hótel
KEA á laugardag.
Blaðið útnefnir 10 íþrótta-
menn í hvert sinn og raðar þeim í
sæti frá 1 til 10. Fimin þeirra fá
veglega verðlaunagripi til eignar
og auk þess hlýtur íþróttanraður
Norðurlands glæsilegan farand-
grip til varðveiðslu í eitt ár.
Guðrún H. Kristjánsdóttir skíða-
maður í KA hafnaði í öðru sæti,
Hans Rúnar Snorrason júdómað-
ur í KA varð í 3. sæti, Þorvaldur
Jónsson knattspyrnumaður í
Leiftri í 4. sæti og Kári Elíson
kraftlyftingamaður á Akureyri
hafnaði í 5. sæti.
I 6. sæti varð Hafsteinn Jakobs-
son knattspyrnumaður í Leiftri
og blakmaður í KA, í 7. sæti
.Eyjólfur Sverrisson körfuknatt-
leiks- og knattspyrnumaður Tinda-
stóls á Sauðárkróki, í 8. sæti Þor-
valdur Örjygsson knattspyrnu-
rnaður í KA, í 9. sæti Daníel
Hilnrarsson skíðamaður frá Dal-
vík og Arnar Bragason skíða-
maður frá Húsavík hafnaði í 10.
sæti.
Halldór Áskelsson knattspyrnu-
maður úr Þór er óunrdeilanlega
einn fremsti knattspyrnumaður
landsins og hann hefur átt fast
sæti í Iandsliðum íslands undan-
farin ár. Á síðasta ári lék hann
bæði með ólympíulandsliðinu og
A-landsliðinu og stóð sig mjög
vel. Halldór átti sitt albesta
tímabil með liði sínu og varð
nr.a. næstmarkahæsti leikmaður
1. deildar og hlaut að launum silf-
urskó Adidas. Hróður Halldórs
hefur borist víða og hafa félög
bæði þér heima og erlendis lagt
mikið á sig til þess að krækja í
þennan snjalla leikmann. En
hann er ekki farinn enn og ætlar
að leika með félögum sínurn í
Þór í a.m.k. eitt tímabil enn.
Guðrún H. Kristjánsdóttir
skrðamaður frá Akurcyri varð í
öðru sæti. Guðrún hefur verið í
fremstu röð skíðamanna í nokk-
ur ár og í fyrra var hún í mjög
góðu formi, þó að hlutirnir hafi
kannski ekki alveg gengið upp á
sjálfu landsmótinu. Hún varð
engu að síður öruggur bikar-
nreistari SKÍ í fyrra. Guðrún hef-
ur verið fastur landsliðsmaður í
íþrótt sinni síðustu ár og hún og
Daníel Hilmarsson frá Dalvík,
eru nýkominn heim af ólympíu-
leikunum í Calgary í Kanada, þar
sem þau kepptu sem fulltrúar
íslands.
Hans Rúnar Snorrason júdó-
maður úr KA hafnaði í þriðja
sæti. Hans Rúnar er geysilega
efnilegur júdómaður og hann
sigraði í sínum flokki í öllum
þeim mótum sem hann tók þátt í
hér innanlands. Hann varð
Islandsmeistari drengja og þá var
hann í sigursveit KA sem sigraði
í Sveitakeppni Júdósambandsins.
Hann sigraði í sínum flokki í
haustmóti Júdósambandsins og
þá varð hann Akureyrarmeistari
í sínunr flokki. Hans Rúnar
keppti á alþjóðlegu júdómóti
unglinga í Svíþjóð í sumar og
hafnaði þar í 3. sæti í sínum
þyngdarllokki. Loks má geta
þess að hann var kjörinn Júdó-
maður Akureyrar 1987.
Þorvaldur Jónsson knatt-
spvrnumaður úr Leiftri í Ólafs-
firði varð í 4. sæti. Þorvaldur
varði mark liðsins í sunrar og var
auk þess fyrirliði þess. Þorvaldur
átti frábært sumar með liði sínu
og fékk aðeins á sig 22 mörk í 2.
deildinni, eða færri mörk en
nokkur annar markvörður deild-
arinnar. Þá má geta þess að Þor-
valdur var valinn besti leikmaður
Leifturs í sumar af leikmönnum
liðsins.
Kári Elíson kraftlyftingmaður
á Akureyri varð í 5. sæti. Kári
varð Norðurlandameistari í 67,5
kg flokki á Norðurlandamótinu
sem fram fór í Danmörku í haust
og var þetta í fjórða skiptið sem
hann hlaut þennan titil. Þá varð
hann íslandsmeistari í bekk-
pressu á móti sem haldið var fyrir
réttu ári. Kári hefur verið einn
allra besti kraftlyftingamaður
íslands undanfarin ár og hann
varð einmitt fyrstur til að hljóta
titilinn íþróttamaður Norður-
lands í kjöri blaðsins.
Hafsteinn Jakobsson knatt-
spyrnumaður úr Leiftri og blak-
maður í KA. hafnaði í 6. sæti.
Hafsteinn var einn af burðarás-
unr Leiftursliðsins í knattspyrnu
sem vann sér sæti í 1. deild í sum-
ar og þá var hann einn besti
leikmaður KA í blaki á síðasta
keppnistímabili. En KA-liðið átti
sitt besta tímabil og lék nr.a. til
úrslita í bikarkeppninni.
Eyjólfur Sverrisson körfu-
bolta- og knattspyrnumaður frá
Sauðárkróki varð í 7. sæti.
Eyjólfur er einn snjallasti körfu-
knattleiksmaður landsins og þá
er hann einnig mjög sterkur
knattspyrnumaður. Eyjólfur varð
langstigahæsti leikmaður 1.
deildar í körfubolta á síðasta
keppnistímabili og var auk þess
með bestu vítahittnina. Þá varð
hann langmarkahæstur í B-riðli
3. deildar í knattspyrnu og átti
stóran þátt í að Tindastóll vann
sér sæti í 2. deild síðastliðið
haust.
Þorvaldur Örlygsson knatt-
spyrnumaður í KA varð í 8. sæti.
Þorvaldur er mjög vaxandi
leikmaður og hann lék mjög vel
með KA í 1. deildinni í sumar.
Hann lék auk þess ineð U-21 árs
landsliðinu, ólympíuliði íslands
og þá fékk hann að spreyta sig
með A-landsliðinu gegn Rússunr
ytra síðastliðið haust. Hann á
„Þaö er alltaf gaman aö vita aö
það er metið sem maður er að
gera og þetta virkar mjög
hvetjandi á mig,“ sagði Hall-
dór Áskelsson er hann hafði
verið útnefndur Iþróttamaður
Norðurlands 1987 á laugardag.
„Ég hafði nú ekki haft mikinn
tíma til þess að hugsa um
möguleika mína í þessu kjöri
en þegar ljóst var að ég var
einn af fimm efstu, var hann
vissulega fyrir hendi.“
Þessi viðurkenning blaðsins
er ekki sú eina senr Halldór
hefur hlotið fyrir árangur sinn á
síðasta ári. Hann var kjörinn
Knattspyrnumaður Akureyrar
1987, hann var valinn besti
leikmaður Þórs 1987 í kjöri sem
leikmenn stóðu sjálfir að og hann
hlaut silfurskó Adidas sem næst-
markahæsti íeikmaður 1. deildar
á síðasta keppnistímabili.
„Ég held að síðasta sumar hafa
verið það besta sem ég hef átt til
þessa en það er alltaf hægt að
gera betur og ég stefni að sjálf-
sögðu að því.“
- Hvað urn möguleika Þórsara
í sumar?
„Það þýðir ekkert annað en að
stefna hátt og við ætlum að gera
betur en í fyrra. Þá misstunr við
af Evrópusæti fyrir algjöran aum-
ingjaskap og það má ekki koma
fyrir aftur. Við fáum ekki slíkt
örugglega eftir láta enn meira að
sér kveða í náinni framtíð.
Daníel Hilmarsson frá Dalvík
hafnaði í 9. sæti að þessu sinni en
hann varð einmitt kjörinn
íþróttamaður Norðurlands 1986.
Daníel hefur verið einn fremsti
skíðanraður landsins undanfarin
ár eins og flestunr er kunnugt.
Hann sigraði nr.a. í svigi á lands-
mótinu á ísafirði unr síðustu
páska og þá keppti Daniel á
heimsmeistaramótinu í Crans
Montana í Sviss í fyrra.
Arnar Bragason skíðanraður
frá Húsavík luifnaði í 10. sæti.
Arnar er einn efnilegasti skíða-
maður landsins og hann sýndi og
sannaði á síðasta unglingameist-
aramóti hversu snjall hann er.
Hann sigraði í svigi, stórsvigi og
tækifæri á hverjum degi og því
þarf að nýta það.“
- Þú varst næstmarkahæsti
leikmaður 1. deildar í fyrra,
hefurðu sett stefnuna á gullskó-
inn í ár?
„Ég stefni að sjálfsögðu að því
aö skora sem mest í sumar og það
yrði ekkert leiðinlegt að ná í gull-
skóinn í haust. Það er mikilvægt
að byrja að skora strax í fyrsta
leikjunum og í fyrra skoraði ég
strax í fyrsta leiknum og losnaði
þá undan mikilli pressu. Ég skor-
aði tvö mörk í þremur æfinga-
leikjum með Ol-landsliðinu í
Hollandi í vikunni og vonandi
held ég áfram á sömu braut."
- Ertu búinn að gefa það frá
þér að fara og leika knattspyrnu í
Noregi í vor?
„Já ég verð kyrr hjá Þór. Ég
geng ekkert með grasið í skónum
fyrir atvinnumennsku. Ég hef
kynnst erfiðum æfinga- og
keppnisferðum með landsliðum
íslands og er ekkert viss um að
atvinnumennska eigi neitt allt of
vel við nrig. Ég myndi náttúrlega
skoða gott tilboð frá góðu liði ef
það bærist. Ég hef ekki skoðað
nein svona mál þar til ég fór til
Brann fyrir skömmu og það er
ágætt að lrafa prófað þetta,“
sagði Halldór að lokunr.
Að lokum nrá geta þess að
Halldór hefur spilað 30 leiki með
landsliðunr íslands. Hann á að
að lokinni útnefningunni. Mynd: ehb
alpatvíkeppni og varð auk þess
bikarnreistari SKÍ í flokki 13-14
ára unglinga. Þá var hann valinn
íþróttamaður Húsavíkur 1987.
Dagur óskar þessunr íþrótta-
mönnunr til hamingju með árang-
urinn og vonandi verður þetta
framtak blaðsins til þess að
hvetja þá til enn frekari dáða.
I baki 15 A-landsleiki, 6 leiki með
U-21 árs liðinu, 5 leiki nreð U-18
ára liðinu og 4 leiki með U-16 ára
I liðinu.
Dregið
í bikar
Á laugardag var dregið í
undanúrslit í bikarkeppni
HSÍ, bæði í karla- og kvenna-
flokki og einnig í bikar-
keppni KKÍ en þar eru einn-
ig fjögur lið eftir.
í karlaflokki í bikarkeppni
HSÍ leika KR og Valur annars
vegar og Franr og Breiðablik
hins vegar. í bikarkeppni
kvenna mætast Valur og FH
og Franr og Stjarnan.
í bikarkeppni KKÍ leika
sanran UMFN og ÍR annars
vegar og KR og Haukar hins
vegar. Leikið er heima og
heinran í bikarkeppni KKI og
fara fyrri leikirnir fram á
finrmtudaginn en ÍR og
UMFN leika seinni leik sinn
þann 29. nrars en Haukar og
KR þann 31. mars.
„Gaman að vita að það er
metið sem maður er að gera“
- segir Halldór Áskelsson íþróttamaður Norðurlands 1987