Dagur - 21.03.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 21.03.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. mars 1988 íþróffir Akureyrarmótið í badminton: Karl F. Karlsson maður mótsins - varð þrefaldur Akureyrarmeistari og stöðvaði áralanga sigurgöngu Kristins Jónssonar - Jakobína Reynisdóttir og Guðrún Erlendsdóttir urðu tvöfaldir meistarar Sigurvegararnir í einliðaleik í A og B flokki karla. F.v. Haraldur Heimisson og Karl F. Karlsson. Karl F. Karlsson var svo sannar- lega í essinu sínu á Akureyrar- mótinu í badminton sem fram fór í íþróttahúsi Glerárskóla á laug- ardag. Hann varð þrefaldur Akureyrarmeistari, í einlióaleik karla, í tvíliðaleik ásamt Sigurði Rúnari Sveinmarssyni og í tvenn- darleik ásamt Guðrúnu Erlends- dóttur. Hann stöðvaði þar með sigurgöngu Kristins Jónssonar, í bili að minnsta kosti en Kristinn hefur verið ósigrandi á mótum hér fyrir norðan undanfarin ár. Kristinn hefur verið Akureyrar- meistari karla síðustu 5 ár í röð en hann gat ekki keppt á mótinu árið 1981 vegna meiðsla en þar áður hafði hann einnig unnið titilinn að minnsta kosti 5 sinnum til viðbótar. En það er hins vegar ekki fyrr en núna, að Karli tekst að velta Kristni af stallinum. í kvennaflokki var Jakobína Reynisdóttir sigursælust og vann tvo titla. Keppt var í A- og B-flokki karla, flokki öðlinga og í kvennaflokki og auk þess í tvíliða- og tvenndarleik og var keppt með útsláttarfyrir- komulagi. Helstu úrslit urðu þessi: Einliðaleikur: A-flokkur karla: í A-flokki karla mættu sex kepp- endur til leiks. Þórarinn Árnason sigraði Sigurð Rúnar í fyrsta leik, 15/4-5/15-15/15 og Tómas Leifsson lagði Þorstein Guðbjörnsson að velli, 15/5-12/15-17/14. Því næst léku Kristinn Jónsson og Þórarinn Árnason saman annars vegar og Tómas Leifsson og Karl F. Karls- son hins vegar. Kristinn vann Þór- arin 15/2-15/10 og Karl hafði betur gegn Tómasi, 15/1-10/15-15/10. Það voru því Karl og Kristinn sem léku til úrslita og var þar um hörkuleik að ræða. En eins og kom fram hér að ofan, hafði Karl betur í viðureigninni og tryggði sér Akur- eyrarmeistaratitilinn. Hann vann fyrri lotuna 18/17 en þá seinni 15/7. Kvennaflokkur: I kvennaflokki voru fjórir kepp- endur og eins og svo oft áður, fór Jakobína Reynisdóttir með sigur af hólmi. Hún sigraði Guðrúnu Erl- endsdóttur í úrslitaleik, 11/8-11/5. Guðrún vann Jónínu Jóhannsdótt- ur í fyrsta leiknum, 11/5-8/11-11/1 og Jakobína vann Gunnhildi Helga- dóttur 11/5-11/1. B-flokkur karla: í B-flokki mættu 8 keppendur til leiks og þar sigraði Haraldur Heim- isson Guðbjörn Gíslason í úrslit- um, 10/15-15/3-15/11. Guðbjörn vann Axel Axelsson í undanúrslit- um 15/3-8/15-15/3 og Haraldur lagði Stefán Sæmundsson að velli 15/4-15/3. Oðlingaflokkur: Fjórir öðlingar mættu til leiks og í þeim flokki stóð Kári Árnason uppi sem sigurvegari. Hann vann Finn Birgisson í úrslitaleik 15/5-17/ 15. Finnur vann Erling Aðalsteins- son í fyrsta leiknum 15/13-15/11 og Kári vann Teit Jónsson 15/9-15/8. Karlar tvíðliðalcikur: Úrslitaleikurinn í tvíliðaleik karla var æsispennandi og stór- skemmtilegur á að horfa. Til úrslita léku Kristinn Jónsson og Sveinn B. Sveinsson gegn Karli Karlssyni og Sigurði Rúnari Sveinmarssyni. Karl og Sigurður Rúnar unnu fyrstu lot- una 15/12 en í þeirri næstu snéru þeir Kristinn og Sveinn dæminu við og unnu 15/4. í oddalotunni var síð- an rosaleg spenna en þó höfðu þeir Kristinn og Sveinn yfirhöndina lengst af. En ungu strákarnir, Karl og Sigurður Rúnar, voru ekkert á því að láta „gömlu“ mennina hafa titilinn og náðu að vinna sigur, 17/ 16 með stórgóðum endaspretti. Konur tvíliðaleikur: Til úrslita í tvíliðaleik kvenna léku þær Jakobína Reynisdóttir og Guðrún Erlendsdóttir gegn þeim Gunnhildi Helgadóttur og Heiðdísi Sigursteinsdóttur. Jakobína og Guðrún höfðu betur og unnu 17/14- 15/7. Öðlingar tvlliðaleikur: Aðeins var um einn leik að ræða í öðlingaflokki, Finnur Birgisson og Erlingur Aðalsteinsson unnu þá Kára Árnason og Teit Jónsson, 15/ 10-11/15-15/8. Tvenndarleikur: Það var einnig hörku leikur í „Þetta var erfiður leikur en það er ánægjulegt að hafa unnið hann,“ sagði Karl Karlsson eftir að hafa lagt Kristin Jónsson að velli í úrslitum einliðaleiksins í Akureyrarmótinu í badminton á laugardag. „Kristinn hefur ein- okað þetta síðustu ár og það var því kominn tími til þess að stöðva karlinn,“ sagði Karl einn- '8- . „Eg er búinn að vera að reyna að vinna hann síðustu tvö ár og það hefur ekki tekist fyrr en núna. Ég tapaði síðast fyrir honum á innan- félagsmóti fyrir um mánuði." - En áttirðu von á því að vinna hann í dag? „Já ég átti alveg eins von á því. Ég var vel upplagður en hef að vísu lítið getað æft að undanförnu vegna meiðsla og því ekki í nógri góðri æfingu.“ - Þú æfir einnig í handbolta og fótbolta með KA. Þarftu ekki að fara gera það upp við hvaða íþrótta- grein þú ætlar að stunda í framtíð- inni? „Jú það fer að koma að því og ég reikna með því að handboltinn verði ofan á. Hann er a.m.k. númer eitt í dag og ég hef sett stefnuna á að komast í meistaraflokkinn eftir tvenndarleiknum en þar mættu Karl Karlsson og Guðrún Erlends- dóttir þeim Kristni Jónssyni og Jak- obínu Reynsdóttur í úrslitum. Karl og Guðrún höfðu betur í annars mjög jafnri viðureign og sigurðu 15/ 13-12/15-15/5. Þar með nældi Karl sér í sinn þriðja Akureyrarmeistar- atitil. Sigurður Rúnar Sveinmarsson sigraði í tvíliðaleik ásamt Karli Karlssyni. svona tvö ár. Ég hef einnig mjög gaman af körfubolta en hef því miður ekki tíma til þess að stunda hann,“ sagði Karl að lokum. Karl Karlsson fagnar sigri í einiiða- leiknum á laugardag. Öðlingarnir á Akureyrarmótinu skiptu verðlaununum nokkuð bróðurlega á milli sín. F.v. Erlingur Aðalsteinsson, Finnur Birgisson, Teitur Jónsson og Kári Árnason. Myndir: kk Þessar tvær voru sigursælar á mótinu og unnu báðar tvöfalt. F.v. Jakobína Reyn- isdóttir og Guðrún Erlendsdóttir. „Kominn tími til að stöðva karlinn" - sagði Karl Karlsson eftir úrslitaleikinn í einliðaleiknum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.